Morgunblaðið - 01.04.2005, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 47
MINNINGAR
✝ Hulda SigríðurGuðmundsdóttir
Norðdahl fæddist á
Geithálsi í Mosfells-
sveit 27. nóvember
1913. Hún lést á
Hrafnistu í Hafnar-
firði mánudaginn 21.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Guðmundur
Norðdahl, bóndi í
Elliðakoti og síðar á
Geithálsi í Mosfells-
sveit, f. 14. desember
1842, d. 19. febrúar
1929, og kona hans
Margrét Sigurðardóttir Norð-
dahl, f. 23. júní 1876, d. 14. júlí
1968. Alsystkini Huldu voru Ás-
kell, f. 5. október 1903, d. 7. apríl
1981, Kjartan, f. 5. júlí 1905, d. 5.
ágúst 2000, Ragna Sigurbjörg, f.
7. maí 1908, Magnús, f. 8. október
1909, d. 2. júlí 1981, Valur, f. 1.
október 1911, d. 18. ágúst 1967,
og Sigurður, f. 7. nóvember 1914,
d. 11. janúar 1974.
Hulda giftist 26. febrúar 1938
Páli Halldórssyni,
kennara og organ-
leikara, f. 14. janúar
1902. d. 30. júní
1988. Börn Huldu og
Páls eru: 1) Margrét,
f. 14. apríl 1943, gift
Haraldi Magnússyni,
f. 11. mars 1941.
Börn þeirra eru: A)
Hulda Patricia, f. 11.
maí 1970. Dætur
hennar eru Auður
Margrét Hafsteins-
dóttir, f. 19. febrúar
1997, og Þorbjörg
Signý Hafsteinsdótt-
ir, f. 30. nóvember 1998. B) Páll, f.
19. september 1972, í sambúð með
Ingibjörgu Eddu Halldórsdóttur,
f. 5. maí 1965. C) Magnús Sigurð-
ur, f. 14. janúar 1976. D) Halldór
Gunnar, f. 26. maí 1978. 2) Hall-
dór, f. 15. júní 1946. Börn hans eru
Sigríður, f. 10. ágúst 1971, og
Páll, f. 14. júlí 1984.
Hulda verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Látin er tengdamóðir mín Hulda
Sigríður Norðdahl á Hrafnistu í
Hafnarfirði. Hún var fædd 27. nóv-
ember 1913 að Geithálsi í Mosfells-
sveit, dóttir Guðmundar Norðdahl og
seinni konu hans Margrétar Sigurð-
ardóttur Norðdahl. Alsystkinin, börn
Guðmundar og Margrétar, voru sjö.
Áður en Hulda var af barnsaldri flutti
fjölskyldan til Hafnarfjarðar og sett-
ist að undir Hamrinum við Lækinn í
húsi sem þau nefndu einnig Geitháls.
Í Hafnarfirði ólst hún upp og gekk í
skóla. Hún fór einnig í húsmæðra-
skóla í Danmörku, sem varð henni
gott veganesti. Hún vann að vísu utan
heimilis áður en okkar kynni hófust
en í mínum huga var hún fyrst og
fremst hin góða heimavinnandi hús-
móðir sem lét sér annt um börn og bú
og bjó sér og eiginmanni sínum, Páli
Halldórssyni, kennara og organista,
vistlegt og fallegt heimili þar sem
bækur og tónlist voru í fyrirrúmi og
þar sem Margrét móðir hennar átti
gott skjól síðustu æviárin.
Hulda batt inn bækur og lagði
stund á hannyrðir og margt liggur
eftir hana sem ber handlagni hennar
fagurt vitni. Einnig var Páli margt til
lista lagt og fékkst mikið við nótna-
skrift eins og sjá má af miklum fjölda
nótnahefta, sem eftir hann liggur, eft-
ir ýmsa höfunda og reyndar hann
sjálfan líka.
Mér stendur það skýrt fyrir hug-
skotssjónum er ég hitti hana fyrst. Ég
var í heimsókn hjá dóttur hennar en
Hulda var ekki heima við. Þegar leið á
kvöldið kom Hulda heim, falleg og
glæsileg, og tók mér ljúfmannlega
eins og ævinlega. Síðan er margs góðs
að minnast frá heimilinu í Drápuhlíð
10 bæði hversdags og á hátíðum.
Hulda hafði yndi af tónlist og fórum
við oft á tónleika saman. Stundum var
ég þeim innan handar með ýmiss kon-
ar viðhald því Hulda vildi alltaf hafa
snyrtilegt og röð og reglu. Á heimili
þeirra voru tíðir gestir systkin og
tengdafólk Páls og Huldu en þau voru
mjög ættrækin og samheldni mikil í
þeirra fjölskyldum.
Eftir að Páll lést sviplega af slys-
förum bjó Hulda ein í Drápuhlíð 10 í
nokkur ár þar til hún fór á Hrafnistu í
Hafnarfirði. Þá fór að þjá hana illvíg-
ur hrörnunarsjúkdómur sem undir
það síðasta varð henni mjög erfiður.
Síðustu árin var Ragna systir hennar
einnig á Hrafnistu. Ragna sýndi
henni mikla umhyggju og var allt til
hinstu stundar vakin og sofin í um-
hyggju sinni fyrir litlu systur.
Síðasta ferð Huldu af bæ var þegar
hún kom til okkar á aðfangadags-
kvöld fyrir tveimur árum. Þá var eins
og fögnuður og gleði jólanna veitti
henni aukinn kraft og er gott að eiga
þá stund í minningunni. Einnig naut
hún sín vel á 90 ára afmælinu, sem
haldið var uppá á Hrafnistu, en jafnt
og þétt dró af henni bæði andlega og
líkamlega og að lokum var ekkert eft-
ir nema góðmennskan og hjartahlýj-
an. Ég þakka Huldu fyrir samfylgd-
ina. Blessuð sé minning hennar.
Haraldur Magnússon.
HULDA
NORÐDAHL
Frá félagi eldri borgara
í Hafnarfirði
Þriðjudaginn 29. mars var spilað á
9 borðum og var meðalskor 216. Úr-
slit urðu þessi.
N/S
Bragi Björnsson – Auðunn Guðmundss. 273
Bjarnar Ingimarss – Friðrik Hermannss.
234
Jón Pálmason – Sverrir Jónsson 230
A/V
Jón Sævaldsson – Sigurberg Elentínuss.
260
Jón Gunnarsson – Sigurður Jóhannsson 258
Bragi V. Björnsson – Guðrún Gestsdóttir
256
Bridsfélag
Hafnarfjarðar
Síðasta kvöldið fyrir páska var
tekin eins kvölds tvímenningur með
þátttöku 10 para. Lokastaðan varð
þessi:
Sigfús Þórðarson - Kristján Snorrason 16
Skúli Bjarnason - Eiríkur Hjaltason 13
Guðlaugur Bessason - Sverrir Jónsson 10
Mánudaginn 4. apríl byrjar
þriggja kvölda hraðsveitakeppni.
Framundan er ferð upp á Skaga, og
er því tilvalið að koma sér í æfingu,
auk þess sem raðað verður niður á
borð eftir árangri í þessari keppni.
Muna eftir að mæta tímanlega eða
hringja í Eirík, s. 8-620-690.
Frá Bridsdeild
FEBK Gjábakka
Þriðjudaginn 22. mars var spilað-
ur tvímenningur á 7 borðum. Með-
alskor var 168. Úrslit urðu þessi:
N/S
Elín Guðmundsd. - Jóhanna Gunnlaugsd.210
Eysteinn Einarsson - Jón Stefánsson 190
Guðjón Kristjánss. - Magnús Oddsson 178
A/V
Ólafur Ingvarss. - Þorsteinn Sveinsson 199
Sigtryggur Ellertss. - Þorsteinn Laufdal 185
Ragnar Ásmundsson - Þórarinn Árnason173
Þriðjudaginn 29. mars var spilað-
ur tvímenningur á 5 borðum. Með-
alskor var 120. Úrslit urðu þessi:
N/S
Eysteinn Einarss. - Jón Stefánsson 138
Lilja Kristjánsd. - Unnar Á. Guðmss. 121
Elín Guðmundsd. - Jóhanna Gunnlaugsd.111
A/V
Einar Einarsson - Sigtryggur Ellertsson 129
Guðjón Kristjánsson - Magnús Oddsson 121
Ólafur Ingvarsson - Þorsteinn Sveinsson 119
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Bjarni Rafnar fyrrv.
yfirlæknir er horfinn
frá okkur. Sá þriðji úr
hópi MA-stúdenta
1940, sem kveður á
nokkrum mánuðum.
Stöðugt fækkar í
hópnum, við vorum 38 í upphafi.
Tengslin hafa verið óvenjugóð, við
höfum komið saman árlega frá upp-
hafi og notið þess að hittast.
Margar minningar koma í hugann
er litið er yfir farinn veg. Bræðurnir
Jónas og Bjarni voru saman í bekk,
þó að Bjarni væri aðeins yngri, en
hann var yngstur í bekknum. Báðir
góðir drengir og góðir félagar. Við
Bjarni kynntumst vel í skóla, vorum
sessunautar tvö síðustu árin. Bjarni
var glaður og reifur í samskiptum öll-
um. Þessu glataði hann ekki er árin
liðu. Glettni og gamansemi ein-
kenndu hann jafnan. Hann las lækn-
isfræði og varð læknir og sér-
fræðingur í kvensjúkdómum og varð
brátt vinsæll fyrir störf sín. Lengi
starfaði hann á Akureyri og varð vin-
sæll mjög. Samskipti hans við sjúk-
linga voru svo mannleg en um leið
vinsamleg og glaðleg.
Marga sjúklinga hans hitti ég sem
dásömuðu framkomu hans við þá. Við
urðum fyrr að ná bata af því að hann
kunni lag á því að hressa okkur með
gamansemi sinni.
Það var ekki langt á milli okkar
meðan hann var á Akureyri og sam-
bandið stöðugt og gott. Hann kvænt-
ist ágætri konu, Bergljótu Haralds-
dóttur. Hún bjó honum fallegt og
gott heimili, þangað var notalegt að
koma og einnig var ánægjulegt að fá
þau í heimsókn.
Bjarni hafði góða frásagnargáfu
og naut þess að segja frá ýmsu. Gam-
ansamur var hann og kunni skil á því
sem gladdi. Enda hafði hann ekki
BJARNI
RAFNAR
✝ Bjarni JónassonRafnar fæddist á
Akureyri 26. janúar
1922. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Eir 6. mars síðastlið-
inn og var útför hans
gerð frá Bústaða-
kirkju 15. mars.
langt að sækja það.
Faðir hans Jónas yfir-
læknir á Kristnesi,
kunni ágætlega að
segja frá. Jónas og
Bjarni buðu stundum
nokkrum skólabræðr-
um heim í Kristnes.
Það voru góðar stundir.
Þá sagði Jónas faðir
þeirra margar
skemmtilega sögur og
gerði þar af snilld.
Hann sagði gjarna frá
sérkennilegum mönn-
um sem hann hafði
kynnst.
Einnig má minnast á afa þeirra
bræðra séra Jónas á Hrafnagili, sem
tók saman þá merku bók Íslenska
þjóðhætti. Ég minnist þess er afi
minn sem þekkti séra Jónas vel sagði
frá honum og taldi hann mikinn
mannkostamann og skemmtilegan
mjög.
Þegar Bjarni sagði sögur var þar
aldrei neinn broddur sem gæti sært
eða lítilsvirt, heldur græskulaust
gaman, en hið sérkennilega kom vel
fram. Margar stundir man ég er
hann sagði frá og skemmti okkur
með frásögum sínum Bjarni var tón-
elskur maður og naut þess að leika á
hljóðfæri og syngja.
Þannig leið ævin. Sambandið gott
og við nutum þess að hittast og
spjalla.
Bjarni flutti til Reykjavíkur er
kom að starfslokum og naut þess að
starfa þar í nokkur ár. – Alltaf mætti
Bjarni á bekkjarsamkomur okkar og
gladdist með okkur.
Sextíu og fimm ár eru síðan við
brautskráðumst úr MA, það er lang-
ur tími en vináttuböndin hafa reynst
sterk og hópurinn verið samheldinn.
Ég vil fyrir hönd bekkjarbræðra
þakka Bjarna samfylgdina og vináttu
góða. Við minnumst hans með hlýhug
og sendum börnum hans og fjöl-
skyldum þeirra samúðarkveðjur og
blessunaróskir.
Við Aðalbjörg kveðjum í þökk fyrir
samverustundirnar mörgu og góðu.
Guð blessi minninguna um góðan
dreng.
Sigurður Guðmundsson.
Bernskuárin björt og hrein,
basl ei nokkurn mæddi.
Sterk er fallin eikin ein,
sem áður Drangsnes fæddi.
Sárt þín vinir sakna um sinn,
og sólskins daga heima.
Enn sem fyrr mun andi þinn,
yfir Drangsnes sveima.
Enn er svo í dauðans dökku hrinum,
að sorgin djúp hún sækir okkur heim.
Eiginkonu ættingjum og vinum,
alla mína samúð sendi þeim.
Sigurgeir í Hamravík,
Drangsnesi.
FRIÐRIK
ANDRÉS-
SON
✝ Friðrik Andrésson fæddist áDrangsnesi við Steingríms-
fjörð í Kaldrananeshreppi á
Ströndum 9. mars 1934. Hann lést
á LSH við Hringbraut 17. febrúar
síðastliðinn og fór útför hans fram
frá Hallgrímskirkju í Reykjavík
25. febrúar.