Morgunblaðið - 01.04.2005, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 01.04.2005, Blaðsíða 50
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Litli Svalur © DUPUIS SKRÍMSLIÐ GÆTI VERIÐ HVAR SEM ER... ÞAÐ GÆTI MEIRA AÐ SEGJA VERIÐ BEINT FYRIR AFTAN... HÆ KRAKKAR 3...2...1... OG ALLIR FARA AÐ ÖSKRA OG HLAUPA Í HRINGI ÞESSU TRÚI ÉG... ÉG TRÚI AÐ Á HREKKJA- VÖKUNÓTT ÞÁ RÍSI STÓRA GRASKERIÐ ÚR AKRINUM OG FLJÚGI UM HIMININN OG GEFI KRÖKKUM GJAFIR ÞESSU TRÚI ÉG... HVAÐ FINNST ÞÉR? MÉR FINNST ÞÚ VERA MEÐ FALLEG AUGU EN ÞÚ ER KOLKLIKKAÐUR! MIG DREYMDI EKKERT SMÁ SKRÍTINN DRAUM Í NÓTT! ÉG VAR AÐ SLÁST VIÐ BLÓÐÞYRSTAN HREISIKÖTT HVAÐ HELDURÐU AÐ DRAUMURINN ÞÝÐI? HANN ÞÝÐIR AÐ ÞÚ KEMUR TIL MEÐ AÐ SOFA Á GÓLFINU Í FRAMTÍÐINNI, FÁVITI! ANSANS... KOMDU ÞÉR ÞAÐAN NIÐUR KRAKKAORMUR! HVAÐ ERTU EIGINLEGA AÐ REYNA AÐ GERA? JA... ÉG ER AÐ LEITA AÐ SLÖKKVARANUM TIL ÞESS AÐ SLÖKKVA... SLÖKKVA! ER EKKI Í LAGI MEÐ ÞIG? ÞETTA ER HÁSPENNULÍNA! BURT MEÐ ÞIG SPELLVIRKI! ANNARS HRINGI ÉG Í FORELDRA ÞÍNA KRAKKA... HLAUPTU BURT! FLJÓTUR! ÉG GAT ÞAÐ EKKI KENNARI. MÉR VAR BANNAÐ AÐ REYNA Í DAG: AÐ KUNNA AÐ VEIÐA Dagbók Í dag er föstudagur 1. apríl, 91. dagur ársins 2005 Frétt í Morgun-blaðinu á þriðju- dag, um að þjófar hefðu farið inn í bíla við kirkjur og stolið fermingargjöfum, rann Víkverja til rifja. Í sömu frétt kom fram að sumt fólk væri líka svo ómerkilegt að stela jólagjöfum. Lög- reglan hvetur fólk til að skilja girnilega pakka ekki eftir á glámbekk í bílnum. x x x En svo er til önnuraðferð til að klekkja á þjófum, sem rifjaðist upp fyrir Víkverja er hann las fréttina. Í endurminningum Johns Simpson, hins víðkunna stríðsfréttaritara brezka sjónvarps- ins, BBC, segir hann frá frostavetr- inum mikla í Englandi 1962. Hann bjó ásamt sérlunduðum föður sínum í feiknastóru húsi úti í sveit. Vegna frostsins var ekki hægt að nota neitt af fimm salernum í húsinu í jólamán- uðinum. Þeir feðgarnir veltu fyrir sér hvernig þeir ættu að leysa úr þeim vanda og föðurnum datt snjall- ræði í hug. Hann breiddi úr dagblaði á gólfið, sendi son sinn upp í turn- herbergið með annað slíkt og skipaði honum að gera „þú veizt“ á blaðið, vefja því svo saman og koma með til sín. Son- urinn maldaði í móinn en sá svo sem ekki aðra leið án þess að fara út í gaddinn. Fað- irinn fann svo kassa frá hinni margfrægu sælkeraverzlun Fortnum & Mason. Dagblaðavöndlarnir, með sínu ókræsilega innihaldi, voru settir í kassann, borði með slaufu bundinn utan um og svo fóru feðg- arnir í bíltúr. x x x Alltént ekki til Southwold,“ sagðiSimpson eldri þegar sonurinn spurði hvert ferðinni væri heitið. „Þeir eru of fjandi heiðarlegir í Southwold. Við förum til Ipswich.“ Þegar til Ipswich var komið var bílnum lagt við eina aðalgötuna, Fortnum & Mason-kassinn settur í framsætið og bíllinn skilinn eftir ólæstur. Þegar feðgarnir sneru aftur eftir að hafa fengið sér kaffibolla hafði kassanum að sjálfsögðu verið stolið. x x x Stundum fær óheiðarlegt fólk þaðsem það á skilið. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is        Útgáfuteiti | Hljómsveitin Skakkamanage hefur gefið út smáskífuplötu sem ber nafnið Hold Your Heart og mun vera forsmekkurinn að stórri plötu sem koma á út síðar á árinu. Af því tilefni hefur þríeykið ákveðið að efna til útgáfu- teitis í fyrrum Hvítakoti í Lækjargötu í kvöld. Þar munu koma fram auk þeirra Eysteinn Pétursson, Músíkvatur, Baldur Björnsson og Dj Talnapúki sem ætlar að spila vel valdar plötur úr safni sínu fram eftir öllu. Teitið góða hefst kl. 20. Morgunblaðið/Árni Torfason Með hönd á hjarta MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Og þegar þér eruð að biðja, þá fyrirgefið, ef yður þykir nokkuð við ein- hvern, til þess að faðir yðar á himnum fyrirgefi einnig yður misgjörðir yðar. (Mark. 11, 25.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.