Morgunblaðið - 01.04.2005, Side 58
58 FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Miðasala opnar kl. 15.00
J.H.H. kvikmyndir.com
SV mbl
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINSI I I
Sýnd kl. 5.30 8 og 10.30.
Sýnd kl. 10 B.i. 16 ára.
S.V. MBL.
SIDEWAYS
Þ.Þ. FBl
Will Smith er
HÆTTULEGASTA GAMANMYND ÁRSINS
Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14 ára.
S.V. MBL.
K&F X-FM
Sýnd kl. 3.30 m. Ísl tali
Frábær grínmynd
fyrir alla fjölskylduna
r r rí
f rir l fj lsk l
Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 14 ára.
Sýnd kl. 8
HÆTTULEGASTA
GAMANMYND ÁRSINS
Sýnd kl. 6 m. ísl. tali,
Sýnd kl. 6 m. ensku tali
K&F X-FM
ÓÖH DV
WWW.BORGARBIO.IS
Frábær grínmynd fyrir alla fjölskyldunar r rí f rir ll fj l l
Ó.H.T Rás 2
S.V. MBL ÓÖH DV
K&F X-FM
Ó.H.T Rás 2
FRAMHALDIÐ AF GET SHORTY FRAMHALDIÐ AF GET SHORTY
ÓÖH DV
ÓÖH DV
Sýnd kl. 5, 8 og 10.45.
kl. 5, 8 og 10.45.
Sýnd kl. 4 og 6 m. ísl. tali
Sýnd kl. 4, 6 og 8 m. ensku tali
F R Á L E I K S T J Ó R A
AS GOOD AS IT GETS
Í fjölskyldu þar
sem enginn skilur
neinn mun hún
smellpassa í
hópinn
Every family could use a little translation
Sýnd kl. 10.20
GARGANDI snilld, mynd Ara Alex-
anders Ergis Magnússonar, verður
lokamynd Alþjóðlegu íslensku kvik-
myndahátíðarinnar, Iceland Inter-
national Film Festival. Hátíðin hefst
7. apríl og lýkur með sýningunni og
lokahófi 30. apríl í Regnboganum.
Myndin var frumsýnd í Gautaborg 5.
febrúar, en Ísleifur Þórhallsson,
framkvæmdastjóri hátíðarinnar, sá
hana á sérstakri sýningu á Kvik-
myndahátíðinni í Berlín.
„Ég sá hana í troðfullum sal, um-
kringdur útlendingum að horfa á Ís-
lendinga. Maður er nú svo hrifnæm-
ur að mér fannst þetta alveg frábært.
Þetta var frábær upplifun, því mynd-
in er alveg meiriháttar,“ segir hann.
Gæsahúð nokkrum sinnum
„Það er nefnilega þannig að þótt
maður sé Íslendingur og lifi og hrær-
ist í þessum bransa og innan um
þessa grósku skilur maður ekki al-
mennilega hvað þetta er magnað;
mikil sérstaða og sköpunarkraftur.
Það er ekki fyrr en þetta er dregið
saman að maður fær yfirsýn og áttar
sig almennilega á þessu,“ segir Ísleif-
ur.
„Ari Alexander skoðar rætur ís-
lenskrar nútímatónlistar í gamla tím-
anum; meira í verki en orði, með því
að sýna fram á tengslin við rímur for-
feðra okkar. Hann sýnir tónlist-
armennina í essinu sínu við hin ýmsu
tækifæri, þannig að maður fær þetta
beint í æð. Ég fékk bara gæsahúð
nokkrum sinnum, innan um útlend-
ingana,“ segir hann og hlær.
Að sýningunni lokinni verður loka-
hóf hátíðarinnar og Ísleifur segir að
það verði stórtónleikar; þar muni
tónlistarmenn úr myndinni koma
fram. „Ég tel mig vera ótrúlega
heppinn að fá þessa mynd upp í
hendurnar sem lokamynd, því hún
gefur okkur tilefni til að enda hátíð-
ana á eftirminnilegum nótum. Við
ætlum að reyna að fá ólíka listamenn
til að spila saman; fólk sem venjulega
starfar ekki saman en hittist í tilefni
af þessari mynd.“
Mugison berfættur í kirkju
Sigurjón Sighvatsson, Ergis
Filmproduction og Zik Zak kvik-
myndir framleiða Gargandi snilld, en
leikstjóri er sem fyrr segir Ari Alex-
ander Ergis Magnússon. Umfjöll-
unarefnið er hin mikla gróska sem
þrifist hefur í íslensku tónlistarlífi að
undanförnu. Meðal þeirra lista-
manna og hljómsveita sem koma
fram í myndinni eru Björk, Sigur
Rós, Steindór Andersen, Bang Gang,
Mugison, Mínus, Slowblow, múm,
Quarashi, Eivör Pálsdóttir, Ghost-
igital og Nilfisk. „Myndin sýnir til
dæmis Mugison aleinan á ullarsokk-
unum að spila á gítar í kirkju úti á
landi og líka Björk þar sem hún leik-
ur fyrir þúsundir áhorfenda í New
York með kór og stórhljómsveit. Al-
veg frábær mynd,“ segir Ísleifur.
Kvikmyndir | Gargandi snilld verður lokamynd
Alþjóðlegu íslensku kvikmyndahátíðarinnar
Mugison spilar á gítar í myndinni, á ullarsokkunum í kirkju úti á landi.
Stórtónleikar að sýningu lokinni
Eftir Ívar Pál Jónsson
ivarpall@mbl.is
LEIKARINN Brad Pitt virðist bú-
inn að jafna sig á sambandsslit-
unum við Jennifer Aniston, sem
sótti í vikunni um lögskilnað frá
honum. Breska blaðið Sun skýrir
frá því að nýlega hafi Pitt og leik-
konan Angelina Jolie farið saman í
helgarfrí og bókað herbergi sam-
an, líkt og þau væru par.
Eru þau sögð hafa breytt nöfn-
um sínum í Bryce og Jasmine þeg-
ar þau pöntuðu herbergið. Segir
Sun hugsanlegt að hér sé aðeins
um að ræða auglýsingabrellu en
Pitt og Jolie leika saman í nýrri
mynd sem ber titilinn Herra og frú
Smith.
Pitt og Jolie munu hafa pantað
svítu hótelsins Le Parer Meridien í
Palm Springs í Kaliforníu, en í
henni eru allnokkur herbergi. Á
hótelinu fengu ljósmyndarar jafn-
framt að mynda þau vegna nýju
bíómyndarinnar.
Þau Pitt og Jolie, sem bókuðu
sig inn á hótelið undir eftirnafninu
Pilaf, dvöldu hins vegar á hótelinu
í tvo daga eftir að myndatökunum
lauk.
Fólk | Markaðsgabb eða ástarsamband?
Pitt og Jolie
deila hótel-
herbergi
Hvort sem fótur er fyrir ástarsambandi
milli Pitt og Jolie eður ei myndu þau
hvort eð er gera allt til að villa um fyrir
fjölmiðlum heimsins.
BARÐI Jóhannsson, forsprakki
hljómsveitarinnar Bang Gang,
semur tónlistina í myndinni
Strákarnir okkar eftir Róbert
Douglas. Nú þegar er byrjað að
sýna kynningarmyndskeið, hið
fyrsta af nokkrum, á undan
kvikmyndasýningum í Sam-
bíóunum.
Barði er langt í frá nýgræð-
ingur á sviði kvikmyndatónlistar,
en hann samdi m.a. tónlistina við
mynd Ragnars Bragasonar,
Fíaskó, auk þess sem hann samdi
verk fyrir Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands við myndina Häxan frá
1922. Verkið var flutt á Vetr-
arhátíð í febrúar.
Þá liggur fyrir að hljómsveitin
Mínus verður með lög í myndinni,
en hún verður frumsýnd í sumar.
Barði semur tónlistina
fyrir Strákana okkar
Barði er enginn nýgræðingur í
kvikmyndatónlist.