Morgunblaðið - 01.04.2005, Page 60

Morgunblaðið - 01.04.2005, Page 60
60 FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Besta mynd ársins Besti Leikstjóri - Clint Eastwood Besta Leikkona - Hillary Swank Besti Leikari í aukahlutverki - Morgan Freeman H.J. Mbl. Með tónlist eftir Sigur Rós! in a new comedy by Wes ANDERSON  DV  HJ. MBL Bráðfyndin gamanmynd frá Wes Anderson, framleiðenda Royal Tenenbaums með Bill Murray, Owen Wilson, Cate Blanchett og Anjelicu Huston í aðalhlutverkum. Sandra Bullock mætt aftur vopnuð og glæsileg í frábæru framhaldi sem er drekkhlaðin af spennu og gríni! The Life and Death of Peter Sellers kl. 5.30 - 8 10.30 Mrs. Congeniality 2 kl. 5.40 - 8 Life Aquatic kl.10,30 b.i. 12 Phantom of the Opera kl. 8 b.i. 10 Les Choristes (Kórinn) kl. 6 Million Dollar Baby (4 Óskarsv.) kl. 5.30 - 8 - 10.30 b.i. 14 Ray (2 Óskarsv.) kl. 10,30 b.i. 12 Hlaut 2 Golden Globe verðlaun sem besta gamanmynd ársins. Geoffrey Rush sem besti leikari. Kvikmyndir.is DV Gerið ykkur klár... ... fyrir pelann! Bráðfjörug, spennandi og sprenghlægileg gamanmynd með ofurtöffaranum Vin Diesel í aðalhlutverki! Óskarsverðlaunahafinn, Geoffrey Rush er frábær sem Peter Sellers en myndin fjallar um feril og stormasamt einkalíf eins besta gamanleikara heims. GAMANDRAMAÐ Spanglish, eða Spenska eins og útfæra mætti á íslensku, er nýjasta mynd James L. Brooks, sem á að baki verð- launamyndir á borð við Terms of Endear- ment og Broadcast News, og er einn af aðal- framleiðendum og höfundum Simpson-fjöl- skyldunnar. Í sinni nýjustu mynd fæst hann sem fyrr við fjölskylduna og nú með hliðsjón af þeim árekstrum sem orðið geta þegar fólk af ólík- um uppruna ruglar saman reytum. Adam Sandler leikur farsælan kokk, dagfarsprúðan og jarðbundinn fjölskyldumann, sem á sjálf- umglaða, hégómagjarna og hálfmóðursjúka eiginkonu (Téa Leoni). Sýn þeirra beggja á lífið tekur miklum og örlagaríkum breyt- ingum þegar þau ráða til sín sem heim- ilishjálp unga einstæða móður sem er ólög- legur innflytjandi frá Mexíkó (Paz Vega). Heimilishjálpin er stolt og þrjósk kona sem lætur ekki bjóða sér hvað sem er og kaupir ekki alla þá firringu sem fylgir lífi velmeg- unar og allsnægta, sér í lagi þegar kemur að uppeldi ungrar dóttur hennar. Þótt Spanglish sé í grunninn rómantískt drama þá er gamanið aldrei langt undan og kemur þá Sandler sterkur inn en hann hefur á liðnum árum verið einn allra vinsælasti gamanleikari kvikmyndanna. Frumsýning | Spanglish Tungumál fjöl- skyldunnar Persónur Vega og Sandler eiga meira sam- eiginlegt en í fyrstu sýnist. ERLENDIR DÓMAR: Roger Ebert:  Guardian:  BBC:  Metacritic.com: 48/100 New York Times: 40/100 (skv. metacritic) Variety: 40/100 (skv. metacritic) BARDAGASTJARNAN Jet Li tekur höndum saman með leikstjóranum Louis Leterrier (The Transporter) og framleiðandanum/ höfundinum Luc Besson (La Femme Nikita, The Professional) í myndinni Danny the Dog. Danny (Li) er alinn upp eins og hundur og neyddur til að berjast allt sitt líf. Hann fær nýja sýn á lífið þegar hann kynnist blindum píanókennara (Morgan Freeman) og ungri vinkonu hans (Kerry Condon). Danny neyðist svo til að velja á milli nýfenginna mannlegra tilfinninga og lífsins sem hann lifði áður þegar Bart (Bob Hoskins), fyrrverandi húsbóndi hans, nær honum á ný. Tónlistin í myndinni er eftir Massive Attack og bardagasenurnar eru útfærðar af hinum þekkta Yuen Woo-Ping (The Fist of Legend, The Matrix). Frumsýning | Danny the Dog Algjört hundalíf Jet Li og Morgan Freeman í hlutverkum sínum í Danny the Dog. Myndin verður tekin til almennra sýninga í Bandaríkjunum í maí og því liggja þarlendir dómar ekki fyrir. VIN Diesel leikur hermann sem tekur að sér hlut- verk barnfóstru í fjölskylduvænu gamanmyndinni The Pacifier. Eftir óhapp í herleiðangri þarf Shane Wolf (Diesel) að taka að sér að vera líf- vörður fjölskyldu vísindamanns er lést í leiðangr- inum. Þrátt fyrir að Wolf sé þrautþjálfaður her- maður er hann ekki undirbúinn undir þann litríka margbreytileika sem fylgir fjölskyldulífinu. Krökkunum mislíka formlegheitin í honum og nota þeir hvert tækifæri til að vera uppá móti hon- um. Loks ná þó allir saman og á meðan fjölskyldan kennir honum að hlusta og slaka á, kennir hann henni þá bardagalist sem nauðsynlegt er að kunna skil á í Los Angeles nútímans. Lauren Graham leikur skólastjórann sem per- sóna Diesel verður hrifin af. Líka kemur við sögu Brad Garrett úr Everybody Loves Raymond en hann þykir kostulegur í hlutverki glímukennara. Frumsýning | The Pacifier Hermaður verð- ur barnfóstra Vin Diesel hefur nóg að gera við að passa upp á fjölskylduna. ERLENDIR DÓMAR Metacritic.com 31/100 Roger Ebert 50/100 Hollywood Reporter 40/100 New York Times 50/100 Variety 40/100 (allt skv. Metacritic) BRESKI leikarinn Peter Sellers er af mörgum talinn einhver merkasti gamanleikari er uppi hefur verið. En svo var með hann eins og svo marga aðra snillinga sögunnar að hann var sárþjáður og þjakaður af minnimáttarkennd, fullkomnunar- áráttu, sjálfselsku og veruleikafirringu. Margar ævisögur hafa verið um hann ritaðar þar sem reynt er að varpa ljósi á mann- inn bak við grínið en Líf og dauði Peter Sellers er fyrsta kvik- myndin sem gerð er um líf hans. Myndina gerði hinn breski Stephen Hopkins sem á að baki nokkrar kvikmyndir (Lost in Space, Blown Away, The Ghost in the Darkness) en hans mesta afrek er kannski að hafa stýrt fyrstu klukkutímunum í hinni geysivinsælu og margverðlaunuðu spennuþáttaröð 24. Hopk- ins hafði lengið gengið með þá hugmynd í maganum að gera mynd um Sellers en gat þó ekki hugsað sér að láta verða úr því fyrr en hann gat talið ástralska Óskarsverðlaunahafann Geoff- rey Rush (Shine) á að leika Sellers. Rush hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína og fékk meðal annars Golden Globe- verðlaunin nýverið. Þessa áhugaverðu mynd, sem gerð var af HBO-kapalstöðinni bandarísku í samvinnu við kvikmyndadeild BBD, prýða fleiri stórleikarar, eins og Emily Watson, sem leik- ur fyrstu konu Sellers, og Charlize Theron, sem leikur aðra konu hans, sænsku leikkonuna Britt Ekland. Frumsýning | The Life and Death of Peter Sellers Hið sárþjáða séní Hver er hann? Leikari eða ekki? Rush, Sellers eða Strangelove? ERLENDIR DÓMAR Guardian  BBC 

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.