Morgunblaðið - 06.04.2005, Page 44

Morgunblaðið - 06.04.2005, Page 44
TRYLLINGUR og spilling var yfirskrift tónleika sem haldnir voru í Klink og Bank sl. laugardagskvöld, en þá léku sex hljómsveitir sem að mestu eða öllu leyti voru skipaðar konum; Lazy Housewives, Viðurstyggð, Donna Mess, Brite Light, Mammút og Brúðarbandið. Hljómsveitirnar eru mislangt komnar á þróunarbrautinni, Brúðarbandið hefur þannig þeg- ar sent frá sér breiðskífu, Mammút, sem sigraði í Músíktil- raunum 2004, tekur plötu upp í sumar, Brite Light hefur til sölu heimabrenndan disk, en hinar sveitirnar hafa ekkert gef- ið út enn. Mæting á tónleikana var prýðileg og skemmtu áheyrendur sér greinilega hið besta. Mest var hrifning yfir leik Mammúts, en öllum var vel tekið. Trylltar og spilltar stelpur Viðurstyggð Lacy HousewivesDonna Mezz Brúðarbandið Brite Light 44 MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Með tónlist eftir Sigur Rós! Bráðfyndin gamanmynd frá Wes Anderson, framleiðenda Royal Tenenbaums með Bill Murray, Owen Wilson, Cate Blanchett og Anjelicu Huston í aðalhlutverkum. i , l i l ill , il , l j li í l l . The Life and Death of Peter Sellers kl. 5.30 - 8 og 10.30 Mrs. Congeniality 2 kl. 5.40 - 8 og 10.20 Life Aquatic kl. 5.30 - 8 og 10.30 b.i. 12 in a new comedy by Wes ANDERSON  DV HJ. MBL Sandra Bullock mætt aftur vopnuð og glæsileg í frábæru framhaldi sem er drekkhlaðin af spennu og gríni! Hlaut 2 Golden Globe verðlaun sem besta gamanmynd ársins. Geoffrey Rush sem besti leikari. Gerið ykkur klár... ... fyrir pelann! Óskarsverðlaunahafinn, Geoffrey Rush er frábær sem Peter Sellers en myndin fjallar um feril og stormasamt einkalíf eins besta gamanleikara heims. en m Phantom of the Opera kl. 8 b.i. 10 Les Choristes (Kórinn) kl. 6 Million Dollar Baby (4 Óskarsv.) kl. 5.30 - 8 og 10.30 b.i. 14 Ray (2 Óskarsv.) kl. 10,30 b.i. 12 Hlaut 2 Golden G sem best gamanm Geoffrey sem best Bráðfjörug, spennandi og sprenghlægileg gamanmynd með ofurtöffaranum Vin Diesel í aðalhlutverki!  Kvikmyndir.is HÉR fer skólabókardæmi um það að kvikmynd stendur og fellur með handritinu. Ef sagan, framvindan og samtölin eru í ólagi þá mengar það út frá sér eins og versta krabbamein sem leggst á alla aðra þætti kvikmyndagerðarinnar, leik- stjórn sem leikframmistöðu, og gengur af myndinni dauðri. Meiningin er góð. Grunninntakið einnig. Saga af ungum 12 ára dreng sem flýr þrælkunarbúðir andófsmanna í Búlgaríu komm- únismans árið 1952 og þarf að koma sér á einn eða annan hátt til Danmerkur, án þess að hann viti beint ástæðuna fyrir nákvæmlega þeim áningar- staðnum. En strax á fyrstu metrunum fara hin illkynja ein- kenni að koma í ljós í handritinu. Stráksa gengur nánast allt í hag- inn, flýr fanga- búðir og yfir þaulvöktuð landa- mærin eins og ekkert sé auðveldara, skutlar sér um borð í næsta skip og getur hæglega gert sig skiljanlegan við ítalskan háseta sem hjálpar honum, líkt og allir aðrir sem verða á vegi hans. Hvort sem er á Ítalíu eða í Sviss leikur lánið við hann, hann virðist vera á réttum tíma á réttum stað, hittir fólk sem skilur hann fullkomlega, spyr engra spurning en vill samt allt fyrir hann gera. Þvílíkt lán í óláni. Lán í óláni KVIKMYNDIR Myndbönd Leikstjórn og handrit Paul Feig, byggt á skáldsögu eftir Anne Holm. Aðalhlutverk Ben Tibber, James Caviezel, Joan Plow- right. Bandaríkin 2004. Sam-myndir VHS. Bönnuð innan 12 ára. Ég er Davíð (I Am David)  Skarphéðinn Guðmundsson hamingjusömu hjónabandi þá verður að veita því fulla athygli. Ef þú vilt vera sjálfstæð, gott og vel. En það er ekki hægt að fá allt.“ Heilluð af Hugh Grant Bacall virðist gefnari fyrir karlpen- inginn. Í það minnsta fer hún fegurri orðum um karlleikarana. Uppáhalds- leikara sinn segir hún vera Bretann Michael Gambon, sem hún lýsir sem „svívirðilegum og stórkostlegum“. Hún segir einnig hinn unga Jude Law góðan og að hann hafi nægan tíma til að sanna sig og verða ennþá betri. Hins vegar viðurkennir hún að hún sé „brjáluð í“ breska leikarann Hugh Grant. Hún lýsir leikaranum úr Four Weddings and a Funeral og Notting Hill sem „sjarmerandi og einstaklega myndarlegum“. En ekki gefur hún mikið fyrir leik- hæfileika hans, nokkuð sem þó komi ekki að sök. „Hann er ekki frábær leikari – en hann þarf heldur ekki að vera það.“ KVIKMYNDAGOÐSÖGIN Lauren Bacall hefur gagnrýnt kvikmynda- leikkonur samtímans og segir þær hafa „takmarkaða hæfileika“ og þær hugsi bara um frægð og frama og fórni fyrir það öllum öðrum lífsins gildum. Í ofanálag séu þær „alltof horaðar“ og allar eins í útliti. Þetta segir Bacall í viðtali við breska tíma- ritið Radio Times en þessi áttræða leikkona hefur leikið í 55 kvikmynd- um síðan hún kom fram í sinni fyrstu mynd árið 1945. „Ég á voðalega erfitt með að gera greinarmun á leikkonum í dag. Þær eru allar með hárið eins og eru alltof horaðar,“ segir hún. „Sem mér finnst ekkert sérlega kvenlegt.“ Bacall var gift Humphrey Bogart í 12 ár, eða þar til hann lést úr krabba- meini. Hún segist hafa tekið hjónaböndin sín tvö framyfir leikframann og það hefði vissulega komið niður á honum. „Ég sé samt ekki eftir því. Þetta er spurning um val. Vilji maður vera í Horaðar og hæfileikalitlar Reuters Í fyrra komst það í fréttirnar er Bacall sagði meðleikkonu sína í Birth, Nicole Kidman, ofmetna og að ótíma- bært væri að kalla hana goðsögn. Kvikmyndir | Lauren Bacall harðorð í garð yngri leikkvenna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.