Morgunblaðið - 08.04.2005, Side 42
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Risaeðlugrín
© DARGAUD
AAHH...
AAHH... TJJÚÚÚÚÚ!! LANGAR ÞIG Í RISTAÐ BRAUÐ?
ÉG ER
ALLT Í EINU
EKKI EINS
SVANGUR
FUGLINN
ÆTLAR AÐ
FLJÚGA
SUÐUR
FLJÚGÐU!
FLJÚGÐU!
HANN ER
EKKI KOMINN
SUÐUR... EN
HANN ER
SUNNAR EN
HANN VAR
ÉG GET EKKI FENGIÐ ÞETTA
FLJUGVÉLAMÓDEL TIL ÞESS
AÐ LÍTA RÉTT ÚT
ÞESSAR LEIÐBEININGAR
ERU HRÆÐILEGAR!
HÚN VAR
SKOTIN
NIÐUR MEÐ
LOFTVARNAR-
BYSSU
FLUGVÉLAR-
NAR OKKAR
ERU FARNAR
AÐ LENDA
DÁLDIÐ OFT
Í ÞESSU
Dagbók
Í dag er föstudagur 8. apríl, 98. dagur ársins 2005
Víkverji fer mikið ísund með fjöl-
skylduna. Víðast hvar
er mikið gert fyrir
fjölskyldufólk í sund-
laugum, en Víkverji
rekur sig þó öðru
hvoru á að ekki er
hugsað fyrir öllum
þörfum barna og full-
orðinna.
x x x
Þannig fá börn, semeru orðin sex ára
og eldri, ekki að fara
með foreldrum sínum
af gagnstæðu kyni í
búningsklefa. Það er svo sem ekkert
óeðlilegt við það, en þá þarf líka að
búa þannig um hnútana, að krakk-
arnir geti spjarað sig einir í búnings-
klefunum. Í Laugardalslauginni,
þangað sem Víkverji og fjölskylda
hans fara oftast, er ýmislegt sem
vinnur á móti smáfólkinu þegar það
er eitt að brasa við að bjarga sér í
búningsklefanum. Það er erfitt að
læsa skápunum og lyklarnir að þeim
eru með furðulegum umbúnaði til að
festa þá á úlnlið eða ökkla og Vík-
verji ræður varla við það sjálfur þótt
hann sé löngu kominn til fullorðins-
ára. Þarna gætu einfaldar gúmmí-
teygjur komið að gagni.
Öllu verra er að á
sturtunum í Laug-
ardalslaug eru fornfá-
leg blöndunartæki,
sem ekki standast nú-
tímaöryggiskröfur.
Auðvelt er fyrir
óreynda að skrúfa
fyrst frá heita kran-
anum og fá yfir sig
bunu af brennandi
heitu vatni, auk þess
sem blöndunarbún-
aðurinn er svo ófull-
kominn að sturtan
snarhitnar oft við það
að annar sundlaug-
argestur skrúfar frá
kalda krananum á næstu sturtu.
Þetta gerir sex ára krakka beinlínis
hrædda við að fara einir í sturtuna.
Oft eru starfsmenn til taks að að-
stoða þau við blöndunina – en er
ekki orðið tímabært að fá sjálfvirk
blöndunartæki á sturturnar í Laug-
ardalnum?
x x x
Svo tekur Víkverji eftir því aðsums staðar í sundlaugum,
reyndar ekki laugum Reykjavík-
urborgar, eru hvorki barnastólar né
skiptiborð – a.m.k. ekki í karlaklef-
unum. Er ekki full ástæða til að
bæta úr því þar sem við á?
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Norræna húsið | Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að um
þessar mundir eru liðin tvö hundruð ár frá fæðingu ævintýraskáldsins ást-
sæla H.C. Andersen. Sendiherrar skáldsins eru starfandi víða um heim og
voru tveir þeirra, Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands og Einar
Már Guðmundsson rithöfundur, á ferð í Norræna húsinu í gær þar sem þau
lásu upp úr ævintýrum Andersens fyrir skólabörn. Var góður rómur gerður
að lestrinum.
Morgunblaðið/Eyþór
Sendiherrar lesa upp
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug-
lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569
1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811,
gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði
innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yðar
og hugsanir yðar í Kristi Jesú. (Fil. 4, 7.)