Morgunblaðið - 28.04.2005, Page 8

Morgunblaðið - 28.04.2005, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eitt stk. mótorhjól, næsti gjöri svo vel. Námsmönnum geng-ur betur að verðasér úti um sumar- vinnu í ár en í fyrra en þá var ástandið jafnframt betra en árið þar áður. Mikil hreyfing er á störfum sem Stúdentamiðlun hefur milli- göngu um en umsóknum í Nýsköpunarsjóð náms- manna hefur fækkað tölu- vert frá því í fyrra. Hugrún Jóhannesdóttir, forstöðumaður Vinnumiðl- unar höfuðborgarsvæðisins, segir að mun meira framboð sé á störfum nú en á sama tíma í fyrra. Atvinnuleysi hafi minnkað og það sé töluverður uppgangur í samfélaginu. „Það vantar mjög víða fólk. Við sjáum það þegar við berum saman tölur milli mánaða og ára,“ segir Hug- rún og bendir á að í mars í fyrra hafi 855 manns á aldrinum 16–24 ára verið á atvinnuleysisskrá en að í ár sé þessi tala 527. Að sögn Hug- rúnar fá ungmenni undir 18 ára aldri helst vinnu við afgreiðslu en svo virðist sem sumarvinnuhefðin sé að breytast í þessum yngri hópi. „Þau fá síður vinnu og atvinnurek- endur vilja frekar fá eldri krakka,“ segir Hugrún. 2.300 umsóknir um þúsund störf Selma Árnadóttir, forstöðumað- ur Vinnumiðlunar ungs fólks, segir að þrátt fyrir betra ástand í at- vinnumálum séu mun fleiri um- sóknir en laus störf. Ungt fólk, 17 ára og eldra (fætt 1988 og fyrr), með lögheimili í Reykjavík, getur skráð sig hjá miðluninni hvort sem það er í skóla eða ekki. Selma segir að í fyrra hafi flestir fengið sum- arvinnu sem vildu eftir að Reykja- víkurborg veitti fé til þess að skapa meira en sex hundruð störf til við- bótar við þau þúsund sem fyrir voru. Selma segir að nú þegar hafi stofnunni borist 2.300 umsóknir um sumarstörf en störfin eru í kringum þúsund. „Sem betur fer er fólk duglegt að leita líka á önnur mið. Það er engin vissa fyrir því að það verði lausnir fyrir flesta líkt og í fyrra.“ Að sögn Selmu eru flest störfin sem um ræðir hjá stofnun- um Reykjavíkurborgar, s.s. hjá leikskólum, borgarbókasafni, fé- lagsþjónustunni og Árbæjarsafni. „Við fáum líka af og til upphring- ingar frá fyrirtækjum sem óska eftir ungu fólki til að leysa ákveðin verkefni,“ segir Selma sem jafn- framt vill minna á að umsóknar- frestur um sumarstörf rennur út 30. apríl nk. Fimm umsóknir á 10 mínútum Námsmenn í leit að sumarvinnu geta skráð sig hjá Stúdentamiðlun en Rósa Þórsdóttir segir að mikil hreyfing sé á störfum þar. „Sem dæmi má nefna að í gær setti fyr- irtæki auglýsingu inn á vefinn okk- ar og eftir tíu mínútur voru komn- ar fimm umsóknir um starfið. Þetta getur því gengið hratt fyrir sig og það eru allt upp í hundrað umsóknir um hvert starf.“ Íslensk- ir námsmenn og erlendir náms- menn á Íslandi geta skráð sig á vef Stúdentamiðlunar en að sögn Rósu eru mörg fyrirtæki sem leita í gagnagrunninum frekar en að setja inn auglýsingu. Rósa segir að flestar skráningar og eftirspurnir frá fyrirtækjum séu vegna sumar- starfa eða hlutastarfa. „Vefurinn okkar er þannig settur upp að hver umsókn lifir í þrjátíu daga en þá þarf að endurnýja hana. Nú eru um tvö hundruð virk á skrá hjá okkur,“ segir Rósa. „Það er meiri spurn eftir vinnuafli núna en á sama tíma í fyrra. En sprengjan kemur alltaf í maí. Þá leita fyrir- tæki mest til okkar.“ Rósa segir að framhaldsskólanemar skrái sig einnig hjá Stúdentamiðlun og að reglulega komi fyrirspurnir um starfskrafta á framhaldsskólaaldri. „Menntskælingar eiga þó kannski erfitt uppdráttar í samkeppni við háskólastúdentana sem eru í meiri hluta,“ segir Rósa. Umsóknum í Nýsköpunar- sjóð hefur fækkað Úthlutun á styrkjum úr Ný- sköpunarsjóði námsmanna fer fram í næstu viku en að sögn Hönnu Maríu Jónsdóttur bárust 272 umsóknir í ár. Það eru heldur færri en í fyrra þegar þær voru 365. „Þetta gefur vís- bendingar um að það sé betra ástand á atvinnumarkaði fyrir há- skólanema í ár en það var í fyrra.“ Að sögn Hönnu var Nýsköpunar- sjóðnum upphaflega komið á fót sem atvinnubótaúrræði en að í dag hafi hann sannað hlutverk sitt sem rannsóknarsjóður. „Atvinnulífið hefur einnig komið til móts við þessar rannsóknir og greitt hluta af starfstímanum. Það er algengast að verkefnin taki þrjá mánuði í heildina en misjafnt hversu stóran hluta af þeim tíma sjóðurinn greið- ir,“ segir Hanna. Í ár hefur sjóðurinn sama fjár- magn og í fyrra og getur því veitt styrki upp á 32 milljónir. „Þar sem 141 verkefni var styrkt í fyrra er ekki óeðlilegt að þau verði einhvers staðar á bilinu 120–150 í ár og að um 180 háskólanemar fái vinnu,“ segir Hanna. Fréttaskýring | Meira framboð á sumar- störfum fyrir námsmenn „Það vantar mjög víða fólk“ Atvinnuleysi ungs fólks þónokkuð minna en á sama tíma í fyrra Brátt verða skólabekkir auðir og sumar- vinnan tekur við. Getur verið erfitt fyrir 16—17 ára að fá vinnu  Ungmenni á aldrinum 16–17 ára eiga hvað erfiðast með að fá vinnu þar sem þau eru undir lög- aldri en fara ekki í unglingavinn- una. Steinar Harðarson, um- dæmisstjóri Vinnueftirlitsins í Reykjavík, segir að æ sjaldnar þurfi að hafa afskipti af atvinnu- rekendum sem hafa of ungt fólk í vinnu. „Það er ekki verið að koma í veg fyrir að ungmenni vinni heldur aðeins verið að sjá til þess að börn vinni ekki störf sem eru þeim ofviða, líkamlega eða andlega.“ Eftir Höllu Gunnarsdóttur hallag@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.