Morgunblaðið - 28.04.2005, Page 14

Morgunblaðið - 28.04.2005, Page 14
Reuters Borís Khodorkovskíj, faðir Míkhaíls, fyrir framan dómshúsið í gær en þar hékk tilkynning um að dómi yfir auðjöfrinum hefði verið frestað. Moskva. AFP. | Ekki kom til þess í gær að dómur væri kveðinn upp yfir rússneska auðmanninum Míkhaíl Khodorkovskíj sem situr í fangelsi sakaður um stórfelld skattsvik og skjalafals. Boðað hafði verið að dómsorðið yrði lesið í gær en þremur klukkustundum áður en hefja átti réttarhaldið var límdur miði á hurð réttarsalarins í Moskvu þar sem tilkynnt var að því hefði verið frestað. Interfax-fréttastofan kvaðst hafa heimildir fyrir því að dómar- arnir þrír, sem ákvarða dóminn, hefðu ekki náð að ljúka störfum en hálfur mánuður er nú liðinn frá því að sjálfu réttarhaldinu lauk. Lög- menn Khodorkovskíjs virtust fall- ast á þessa skýringu. Aðrir lög- spekingar og stjórnmálamenn töldu sýnt að Vladímír Pútín Rúss- landsforseti hefði ákveðið að fresta dómsuppkvaðningunni af pólitísk- um ástæðum. Pútín myndi hitta Bush Bandaríkjaforseta og fleiri fyrirmenn í Moskvu 9. maí þegar þess verður minnst að 60 ár eru lið- in frá lokum síðari heimsstyrjald- arinnar. Pútín vildi ekki standa í skugga af máli Khodorkovskíjs þegar hátíðarhöldin færu fram. Andstæðingar Pútíns halda því fram að málaferlin á hendur Khod- orkovskíj séu sprottin af pólitísk- um rótum því forsetinn hafi óttast vaxandi ítök Khodorkovskíjs í fjöl- miðlum og stjórnmálum. Fresta dómi yfir Khodorkovskíj 14 FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT „EINHVERN tímann á næstu vikum verðum við hugsanlega vitni að at- kvæðagreiðslu í öldungadeild Banda- ríkjaþings sem tryggja myndi sess 109. þingsins í sögubókunum,“ skrifar Bob Dole, fyrrverandi leiðtogi repúbl- ikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, í grein í The New York Times í gær. „Þessi atkvæðagreiðsla mun ekki snú- ast um stríð eða frið, efnahagsmál eða hryðjuverkaógnina. Þessi atkvæða- greiðsla mun snúast um þingsköp: þá spurningu hvort öldungadeildin eigi að breyta eigin starfsreglum til að tryggja að hægt sé að staðfesta skip- an dómara, sem tilnefndir hafa verið til starfa við alríkisdómstóla, með ein- földum meirihluta þingmanna.“ Dole, sem var frambjóðandi Repúblikanaflokksins í forsetakosn- ingunum 1996, var í grein sinni að vísa til einnar hörðustu deilu sem upp hef- ur komið milli repúblikana og demó- krata í öldungadeildinni á síðustu ár- um. Deilu sem er í svo hörðum hnút að meirihluti repúblikana hefur hótað að beita svonefndu „dómsdagsúr- ræði“ [e. nuclear option]: þ.e. breyta reglum sem hafa gert mönnum kleift að stunda málþóf í þingsölum í því skyni að tefja eða koma í veg fyrir samþykkt tiltekins gjörnings. En demókratar hafa einmitt und- anfarnar vikur beitt málþófi til að koma í veg fyrir að atkvæðagreiðsla geti farið fram um nokkra dómara sem George W. Bush Bandaríkjafor- seti hefur skipað til starfa. Öldungadeildarþingmenn eru alls eitt hundrað og kveða reglur deild- arinnar á um að sextíu þurfi að sam- þykkja að endi skuli bundinn á málþóf og gengið til efnislegrar atkvæða- greiðslu. Repúblikanar eru hins vegar að undirbúa að breyta þessum reglum, þannig að einfaldur meiri- hluti myndi duga til; en þeir eiga 55 fulltrúa í öldungadeildinni. Demókratar í öldungadeildinni hafa staðið fyrir málþófi vegna skip- unar sjö dómara, telja þeir a.m.k. þrjá þeirra hugmyndafræðilega allt of langt til hægri til að réttlætanlegt sé að gefa þeim lífstíðarskipan á æðstu stigum dómskerfisins. Hverjum yrði kennt um? Talsmenn Hvíta hússins hafa á móti gagnrýnt demókrata fyrir að koma í veg fyrir að hægt sé að ganga til atkvæðagreiðslu um útnefnda dómara, ólýðræðislegt sé að koma í veg fyrir að efnisleg atkvæðagreiðsla fari fram um mál (en næsta víst er að látið mæta hörðu við slíkar aðstæður. Segir í úttekt Christian Science Monitor að spurningin sem brenni á vörum manna sé sú hverjum yrði kennt um færi svo að öldungadeildin yrði óstarfhæf. Rifja menn upp í þessu sambandi þegar dyrum hins op- inbera var lokað 1995, eftir að repúbl- ikanar á þingi töfðu samþykkt fjárframlaga til rekstursins. Bill Clinton Bandaríkjaforseti kenndi þá repúblikönum á þingi um og fékk almenning með sér. Guldu repúbl- dómararnir hlytu samþykki, enda repúblikanar í meirihluta á þingi). Bæði demókratar og repúblikanar viðurkenna að „dómsdagsúrræðið“ gæti orðið til þess að öldungadeildin yrði óstarfhæf, að því er fram kemur í úttekt Christian Science Monitor. Demókratar hafa nefnilega hótað því að tefja alla vinnu í þingsölum, beiti repúblikanar áðurnefndu úrræði. Telja þeir að með því að beita áður- nefndu úrræði hefðu repúblikanar kastað stríðshanskanum, hart yrði Repúblikanar vilja beita „dómsdagsúrr Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is Toulouse. AFP. | Stærsta farþega- þota heims, Airbus 380, fór í sitt fyrsta reynsluflug er hún hóf sig á loft frá Toulouse í Frakklandi í gærmorgun. Veður var ágætt, heiður himinn, sól og hæg gola. Tveir reyndir, franskir tilrauna- flugmenn voru við stjórnvölinn en á undan þotunni fór lítil flug- vél í loftið til að kanna aðstæður í lofti. „Flugtakið var algerlega gallalaust,“ sagði annar flug- maðurinn, Jacques Rosay, í sam- tali við fréttamenn á jörðu niðri en hann stýrði flugtakinu. Sagði hann að allt hefði virkað eins og í flugherminum og „maður stýr- ir henni eins og reiðhjóli“. Fyrsta tilraunaflugið stóð í tæp- ar fjórar stundir og hnitaði vélin nokkra hringi yfir vellinum áður en hún lenti. Tugþúsundir manna á Tolouse-Blagnac- vellinum fylgdust með fluginu og klöppuðu þegar vélin fór á loft, einnig þegar hún lenti. Sjónvarpað var beint frá atburð- inum í Frakklandi. Er Jacques Chirac forseti sagði frá því á ríkisstjórnarfundi í París að vél- in væri komin á loft stukku ráð- herrar úr sætum sínum og hróp- uðu af fögnuði. Airbus-verksmiðjurnar eru sameiginleg eign nokkurra Evr- ópuríkja en vélin er sett saman í Frakklandi. Hún er fjögurra hreyfla og þótti afar hljóðlát í flugtakinu. Sögðu talsmenn verksmiðjanna að munurinn á hávaðanum frá henni og sam- bærilegum þotum í flugtaki væri um 3 desíbel. Munu sérfræð- ingar frá Los Angeles-flugvelli hafa staðfest þá mælingu í gær. Ber allt að 840 farþega Vélin er sögð hafa vegið 421 tonn í flugtaki og hefur svo þung farþegaflugvél ekki áður farið á loft. Sex manns, tveir flugmenn og fjórir sérfræðingar Airbus-verksmiðjanna, voru í fyrstu áhöfn vélarinnar. Um borð voru einnig um 20 tonn af margvíslegum mælitækjum en vélin verður notuð til ýmiss kon- ar tilrauna. Bárust stöðugt upp- lýsingar frá mælitækjum um borð til starfsmanna í verksmiðj- unum með aðstoð gervihnattar meðan á fluginu stóð. Airbus 380 er tveggja hæða og á að geta borið milli 550 og 840 farþega; fjöldinn fer eftir því hvernig vélin er innréttuð. Mesta þyngd í flugtaki er 560 tonn, vænghaf um 80 metrar og flugdrægni verður allt að 15 þúsund kílómetrar. Gert er ráð fyrir að fyrstu vélarnar verði af- hentar til kaupenda um mitt næsta ár og er gert ráð fyrir að Singapore Airlines verði fyrsta félagið sem taki þær í notkun. Airbus gerir ráð fyrir að hafa selt 150 vélar um mitt þetta ár. Verð hverrar vélar er á bilinu 260–290 milljónir dollara eða allt að 18 milljarðar króna. Reuters Airbus A380, stærsta farþegaþota í heimi, lendir nálægt Toulouse í Frakklandi í gær eftir fyrstu för sína í loftinu. Flugvélin var næstum fjórar klukkustundir á flugi en sex voru í áhöfn hennar í tilraunafluginu. Fyrsta flug Airbus 380 gekk vel Flugmaður seg- ir jafnauðvelt að stýra vélinni og hjólhesti NOTAÐ er sérstakt orð um málþóf í tengslum við þing- störf í Bandaríkjunum, filibuster. Orðið er sagt af hol- lenskum uppruna á heimasíðu öldungadeildar Banda- ríkjaþings og merkja „sjóræningi“, orðabækur tala þó um að uppruni orðsins sé spænskur (filibustero). Löng hefð er fyrir því að menn geti stundað málþóf í öldungadeildinni telji þeir mikið liggja við. Hefur rétt- ur manna til að tala eins lengi og þeir teldu nauðsyn- legt hins vegar áfram verið talinn heilagur. Einkum notuðu þingmenn úr Suðurríkjunum þetta bragð á ár- unum eftir seinna stríð til að mótmæla og tefja laga- setningu í mannréttindamálum blökkumanna. Tengist einmitt frægasta notkun málþófsins þeim kafla í sögu Bandaríkjanna, en Strom Thurmond talaði í meira en sólarhring vegna lagasetningar 1957. Huey Long var einnig þekktur fyrir það á fjórða áratugnum að tala lengi, var hann m.a. frægur fyrir að ræða ítarlega í ræðustóli þingsins hvernig best mætti matreiða ostrur. Löng hefð fyrir málþófi Róm. AFP. | Saksóknarar hafa lagt fram beiðni um að dómstóll á Ítalíu gefi út ákæru á hendur Silvio Berlusconi, for- sætisráðherra landsins, fyrir skattsvik. Saksóknarar í Mílanó óskuðu eftir því á þriðjudag að forsætisráðherrann og tólf aðrir yrðu ákærðir fyrir skattsvik og fjár- drátt eftir fjögurra ára rannsókn á fjöl- miðlafyrirtæki hans, Mediaset. Saksókn- ararnir segja að Mediaset hafi keypt sýningarrétt á bandarískum kvikmyndum fyrir 1999 og gefið upp rangar kostn- aðartölur til að lækka skattana. Þá er hann sakaður um að hafa flutt 280 millj- ónir evra, sem samsvarar 23 milljörðum króna, frá Mediaset til tveggja erlendra fyrirtækja í eigu barna hans. Berlusconi neitar þessum ásökunum og segir þær lið í ofsóknum vinstrisinnaðra saksóknara á hendur sér. Búist er við að það taki dómstólinn nokkrar vikur eða mánuði að ákveða hvort saksækja eigi forsætisráðherrann. Nýtur tilskilins meirihluta á þingi Ríkisstjórn Berlusconis hlaut í gær traustsyfirlýsingu ítalska þingsins en þá voru greidd atkvæði um nýja stjórn, sem Berlusconi myndaði fyrir nokkrum dögum eftir stutta stjórnarkreppu. Þýðir þetta að hann ætti að geta stýrt Ítalíu þar til á næsta ári, en þá fara fram þingkosningar. Í umræðu á þingi í gær hvatti Berl- usconi þingmenn til að styðja stjórn sína, enda myndi það þýða „minna lýðræði“ ef stjórnarandstöðuflokkarnir kæmust til valda. 334 þingmenn lýstu yfir stuðningi við stjórn Berlusconis, 240 voru á móti. Vilja ákæru á hendur Berlusconi Reuters Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, brosir til andstæðinga sinna á meðan á at- kvæðagreiðslu stóð í þinginu í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.