Morgunblaðið - 28.04.2005, Síða 16

Morgunblaðið - 28.04.2005, Síða 16
Vestmannaeyjar | Blómabörnin lögðu Vestmannaeyjar undir sig um helgina þegar þar var haldin fjórða Hippahátíðin. Listahátíð hippans var haldin á föstudags- kvöldið og hippaballið á laugar- dagskvöldinu. Listahátíðin var í Vélasalnum þar sem mátti sjá gömul plaköt frá hippatímanum. Sérstaka at- hygli vakti herbergi hippans þar sem hvert smáatriði var út- hugsað. Um kvöldið var síðan þjóðlagakvöld með hugljúfum hippasöngvum. Á Hippaballinu í Höllinni lék og skemmti Hippa- bandið og var nánast hver ein- asti gestur í hippafötum. Ást og friður sveif yfir vötnunum og var fólk hið ánægðasta með hvernig til tókst. Morgunblaðið/Sigurgeir Blómabörn í Eyjum Lífsstíll Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Tillaga felld | Fjallað var um leikskóla- mál á fundi bæjarstjórnar Akraness í vikunni, en þar flutti Gunnar Sigurðsson tillögu þess efnis að bæjarstjórn Akra- ness myndi samþykkja að lækka frá og með 1. maí 2005 leikskólagjöld á leik- skólum Akraneskaupstaðar um 10%. Til- lagan var felld með fimm atkvæðum gegn fjórum.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Heitt vatn | Þingeyjarsveit, Grýtu- bakkahreppur og Norðurorka hafa tekið höndum saman um að kanna möguleika og arðsemi þess að heita vatnið á Reykj- um verði leitt gegnum Fnjóskadal og Dalsmynni alla leið til Grenivíkur. „Ef þessi framkvæmd verður talin arðbær mun hér um að ræða afar dýrmætt hags- munamál fyrir okkur. Best er þó að slá hér alla varnagla um verkefnið en samt er ljóst að Norðurorka hefur tekið vel í er- indi sveitarstjórnar um að kannað verði að leiða heitt vatn um Fnjóskadal og hugsanlega víðar, s.s. inn í Ljósavatns- skarðið, frá Reykjum,“ segir Jóhann Guðni Reynisson sveitarstjóri Þingeyj- arsveitar í pistli sem hann skrifar á vef sveitarfélagsins.    Staðarhaldari | Valdimar J. Halldórsson, mannfræðingur og kennari við Mennta- skólann á Ísafirði, hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Hrafnseyrarnefndar. Valdi- mar var ráðinn úr hópi 23 umsækjenda. Starfið er hlutastarf og er það fólgið í um- sjón og uppbyggingu Hrafnseyrar auk reksturs á safni Jóns Sigurðssonar forseta og veitingarekstri í burstabænum. Hallgrímur Sveinsson, sem gegnt hefur stöðunni áratugum saman, sagði henni lausri fyrir skömmu. AðalfundurkjördæmisráðsSamfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi var haldinn á Seyðisfirði ný- lega, en þar var í ályktun fagnað því mikla uppbygg- ingarstarfi sem nú fer fram á Mið-Austurlandi, „en þeirri uppsveiflu þarf að fylgja eftir svo ekki komi til bakslags að loknum fram- kvæmdum,“ segir í álykt- uninni. Einnig að ríkisvaldið þurfi að tryggja þjónustu- og eftirlitsstörfum ríkisins nauðsynlegt fjármagn til að fylgja uppbyggingunni eft- ir. Eyjafjarðarsvæðið hafi alla burði til að verða eitt helsta vaxtarsvæði landsins, en huga þurfi sérstaklega að jaðarbyggðum kjördæm- isins t.d. varðandi sam- göngumál, „og ljóst að jarð- göng þurfa að koma til svo þau svæði geti notið þeirra atvinnumöguleika og þjón- ustu sem til staðar verður á Mið-Austurlandi og við Eyjafjörð“. Uppbygging Árlega veitir KB banki 15 bílprófsstyrki til náms-manna í Námsmannalínunni og er hver styrkurað upphæð 15.000 krónur. Nýlega var dregið um þessa 15 styrki og komu þrír þeirra til viðskiptavina bankans á Akureyri. Það voru þau Andri Þór Ólafsson, Jóhann Freyr Egilsson og Unnur Margrét Unnarsdóttir. Á myndinni eru tveir af hinum þremur heppnu ásamt Geir Gíslasyni, aðstoðar- útibússtjóra KB banka á Akureyri, þau Unnur María og Jóhann Freyr. Unnur Margrét Unnarsdóttir, Geir Gíslason, aðstoðar- útibússtjóri KB banka, og Jóhann Freyr Egilsson. Bílprófsstyrkur KB banka Um nýjan meirihlutaá Blönduósi, þannþriðja á kjör- tímabilinu, orti Sigrún Haraldsdóttir: Gleymast loforð, trú og tryggð, tilbreytingin lokkar. Þrífast hér í Blönduósbyggð, brókarsóttarflokkar. Séra Hjálmar Jónsson sagði Valgarð Hilmarsson á Fremstagili og Valdimar Guðmannsson í Bakkakoti jafnan framarlega í átök- unum og orti: Ekki er kyn þótt ýmsu skakki og örðug reynist leið úr vanda. Valli fremsti og Valli bakki! Voðaleg er þessi blanda. Séra Hjálmar sagði átökin afturför; þingmenn væru hættir að beita áhrifum sínum til góðs: Áður fyrr þingmenn flest sjónarmið sættu, svo tók við ruglið, er mig að gruna, eftir að Páll og Pálmi hættu og presturinn fór í Dómkirkjuna. Friðrik Steingrímsson rifjaði upp fyrstu minn- inguna um Blönduós: Að stoppa hér var mér um megn en miður gáfulegt, ég flýtti mér að fara í gegn og fékk því hraðasekt. Af Blönduósi pebl@mbl.is Hornafjörður | Halldóra Bergljót Jóns- dóttir lagði fram á fundi bæjarráðs Sveit- arfélagsins Hornafjarðar nýlega bókun varðandi flugvöllinn. „Kannað verði við Flugmálastjórn af hverju ekki sé leitað álits sveitarstjórnar áður en farið er í breytingar á flugvellinum og mannvirki gerð ónothæf eins og gert var við þverbrautina á Árnanesflugvelli. Einnig hvaða reglur gilda við útboð verk- efna á vegum Flugmálastjórnar hér á svæðinu. Það er nokkuð ljóst að ekki mun verða farið út í framkvæmdir við nýja þverbraut á allra næstu árum og því er það öryggis- atriði fyrir íbúa svæðisins að hægt sé að lenda á núverandi þverbraut meðan svo er. Einnig á það að vera sjálfsögð regla hjá ríkisstofnun að vinna með heimamönnum og leita álits þegar breytingar eru á döf- inni. Því teljum við æskilegt að þverbraut- in verði gerð nothæf á ný,“ segir í bók- uninni. Bæjarráð samþykkti framlagða bókun og felur bæjarstjóra að fylgja henni eftir. Á að vera sjálfsögð regla að vinna með heimamönnum Skagafjörður | Lagðar voru fram tillögur nefndar um tekjustofna sveitarfélaga á fundi Sveitarfélagsins Skagafjarðar í vik- unni. Bjarni Jónsson óskaði eftir að bókað yrði að hann lýsti miklum vonbrigðum með að í tillögum nefndar um tekjustofna sveitarfélaga skuli ekki koma fram frekari leiðréttingar á tekju- skiptingu ríkis og sveitarfélaga. „Niður- staða nefndarinnar er algerlega óviðun- andi og leysir ekki þann vanda sem sveitarfélög í landinu eiga við að etja í fjár- mögnun á rekstri sínum og þjónustu. Við þessar aðstæður er ljóst að ekki eru for- sendur fyrir frekari flutningi verkefna frá ríki til sveitarfélaga. Samband sveitarfé- laga og fulltrúar þeirra í samningum við ríkið þurfa að einbeita sér af enn meiri ein- urð í að ná fram réttlátri og nauðsynlegri leiðréttingu á tekjuskiptingu ríkisins og sveitarfélaga í landinu,“ segir í bókun Bjarna. Leysir ekki vanda sveitar- félaganna ♦♦♦ Söngur Ólafur Kjartan Sigurðarson syngur og Jónas Ingimundarson leikur á píanó Ársreikningar LSH Anna Lilja Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri fjárreiðna og upplýsinga Ávörp Birna Kr. Svavarsdóttir formaður stjórnarnefndar LSH Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra Erindi Magnús Pétursson forstjóri LSH: Samfélagslegt gildi heilbrigðisþjónustu Vi›urkenningar Afhending verðlauna fyrir vísindastörf Starfsmenn á LSH heiðraðir fyrir vel unnin störf Framtí›arspítalinn Jóhannes M. Gunnarsson settur forstjóri LSH: Nýtt sjúkrahús, ný hugsun Susan Frampton forseti Planetree samtakanna í Bandaríkjunum og einn af höfundum bókarinnar „Putting Patients First: Designing and Practicing Patient-Centered Care” flytur erindi um nýjustu strauma í hönnun sjúkrahúsa og sjúklingamiðaða heilbrigðisþjónustu Allir velkomnir Ársfundur Landspítala - háskólasjúkrahúss 29. apríl 2005 í Salnum í Kópavogi kl. 14:00 - 16:30 Samgöngur | Bæjarráð Húsavíkur fjallaði um samgönguáætlun á síðasta fundi sínum og fagnar því að vegtenging þjóð- garðsins í Jökulsárgljúfrum skuli vera komin á áætlun, „en mikilvægt er að því verki verði lokið sem fyrst,“ segir í bókun. „Hins vegar veldur það vonbrigðum að sjá að uppbyggingu Kísilvegar verður ekki lokið á tímabilinu. Margoft hefur verið bent á mikilvægi vegarins í atvinnu- og byggða- legu tilliti innan héraðsins, sem er óum- deilt.“   

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.