Morgunblaðið - 28.04.2005, Side 17

Morgunblaðið - 28.04.2005, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2005 17 MINNSTAÐUR Starfsmenntanám - búfræ›i Sta›arnám – fjarnám Umsóknarfrestur um nám á búfræ›ibraut LBHÍ rennur út 10. júní Markmi› búfræ›ináms er a› auka flekkingu og færni nemenda til a› takast á vi› alhli›a landbúna›arstörf og búrekstur. Auk fless er fla› gó›ur undirbúningur undir nám í d‡ralækningum, náttúrufræ›i og búvísindum. Í heild sinni er nám á búfræ›ibraut spennandi blanda bóklegs og verklegs náms. Inntökuskilyr›i eru 18 ára aldur, reynsla af landbúna›arstörfum og minnst 36 einingar í grunnáföngum framhaldsskóla. Samhli›a háskólanámi b‡›ur LBHÍ upp á fjölbreytt starfsmenntanám á framhaldsskólastigi. Námsbrautir eru sjö: Búfræ›ibraut, Blómaskreytingabraut, Gar›- og skógarplöntubraut, Skógræktarbraut, Skrú›gar›yrkjubraut, Umhverfisbraut og Ylræktarbraut. Á búfræ›ibraut eru teknir inn nemendur á hverju ári en anna› hvert ár á hinar brautirnar sex, næst hausti› 2006. Landbúna›arháskóli Íslands A›alstö›var: Hvanneyri • IS 311 Borgarnes • Ísland Sími: (+354) 433 5000 • Fax: 433 5001 • Netfang: lbhi@lbhi.is • www.lbhi.is Háskóli lífs og lands Lj ós m yn d : fi ór od d ur S ve in ss on – H ön nu n: N æ st SAMTÖKIN Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs heldur aðalfund sinn í dag kl. 16.30 í Norræna húsinu og er hann öllum opinn. Eftir aðalfundinn verður haldið málþing undir yfirskriftinni „Fólkið, fákar, foldarskart“, þar sem rædd verður nýting lífræns úrgangs til uppgræðslu, ekki síst hrossataðs. Bæði verður hugmyndafræðin skoð- uð og einnig bein verkleg nýting úr- gangsins við aðstæður í landnámi Ingólfs. Frummælendur á mál- þinginu verða: Sigríður Anna Þórð- ardóttir umhverfisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, formaður umhverf- isnefndar Reykjavíkur, Sigurbjörn Bárðarson hrossaræktarfrömuður og Andrés Arnalds, fagmálastjóri Landgræðslunnar. Aðalfundur Gróðurs fyrir fólk Hafnarfjörður | Suðurbæjardag- urinn verður haldinn í fyrsta skipti í Hafnarfirði á morgun, föstudag. Stofnanir í Suðurbænum, skóla- hverfi Öldutúnsskóla, hafa skipulagt dagskrá frá morgni til kvölds til þess að sýna brot af afrakstri vetrarins. Miðpunktur dagskrárinnar verður Vorhátíð Foreldrafélags Öldutúns- skóla sem þegar er orðinn árviss við- burður í hverfinu. Þema dagsins er vinátta og dagskráin fjölbreytt. Dagskrá Suðurbæjardagsins er að finna á www.aldan.is/sudur og þangað verða settar inn fréttir og myndir að deginum loknum. Þar er einnig að finna skemmtilegar göngu- leiðir í hverfinu af vefnum ganga.is. Suðurbæjardagurinn í Hafnarfirði Austurbær | Opið hús verður í dag milli kl. 16 og 18 í frístundaheimilum sem starfa við Álftamýrar-, Breiða- gerðis-, Fossvogs-, Háteigs-, Hlíða-, Hvassaleitis-, Laugarnes-, Lang- holts- og Vogaskóla. Boðið verður upp á léttar veitingar og starf vetr- arins kynnt. Einnig verður hægt að sækja um vistun fyrir veturinn 2005–2006. Fulltrúar ÍTR hvetja foreldra og aðra áhugasama til að líta inn og kynna sér starfsemi heim- ilanna. Opið hús í frístundaheimilum TJARNARSKÓLI fagnar um þessar mundir tuttugu ára starfsafmæli sínu, en skólinn hóf starfsemi árið 1985. Af þessu tilefni býður skólinn velunnurum sínum og fyrrverandi nemendum til grillveislu við Tjörn- ina á morgun kl. 12–14. Upphaf skólans má rekja til þess að þær Margrét Theodórsdóttir og María Sólveig Héðinsdóttir, skóla- stýrur Tjarnarskóla, unnu saman sem íslenskukennarar í Mosfellsbæ þegar verkfall brast á árið 1984. „Þá þurftum við að mæta í vinnuna vegna þess að við vorum í öðru stéttarfélagi,“ segir María. „En það voru engir krakkar, svo við fórum að móta þessar hugmyndir um að vinna með unglingum, sem voru og eru okkar ær og kýr.“ Undir þetta tekur Margrét. „Það voru alls konar hugmyndir í gangi, því það var búin að vera ansi mikil stöðnun í skólamálum fram að því og okkur fannst við þurfa að hlúa betur að unglingunum,“ segir Mar- grét. „Grundvallarhugmyndirnar sem unnið var eftir í Tjarnarskóla frá upphafi og hafa verið okkur leiðarljós síðan eru m.a. lengri skóladagar, meiri persónuleg þjón- usta, námstækni, tengsl við sam- félagið með vettvangsferðum og fleiru, gestatímar og almenn mann- ræktarsjónarmið, sem hafa verið rauði þráðurinn hjá okkur.“ Í Tjarnarskóla er bekkjakerfið brotið upp og nemendur á ólíkum aldri sitja hlið við hlið og glíma við ólík verkefni. Þá læra unglingarnir „heima“ í skólanum, en sérstakir heimanámstímar eru inni á stunda- töflu skólans. Nýta betur grunnskólaárin Grunnskólanemar geta að mati Margrétar og Maríu lært mun meira, en nýta þarf betur þann tíma sem nemendurnir eru í skólanum. „Grunnskólinn hefur verið lengdur svo mikið undanfarin ár. Ef við tök- um bara tíu ára grunnskólanám barns, þá hafa á allra síðustu árum bæst við um fjórir og hálfur mán- uður af kennslu í heildina,“ segir María. „Það er kennt lengra fram á sumarið og byrjað fyrr á haustin, fyrir utan það að viðveran í skól- anum hefur lengst mjög. Ég held að það væri hægt að nota þennan tíma miklu betur. Ég myndi frekar vilja sjá styttingu og meiri gæðatíma í Grunnskólum, en framhaldsskóla á svipuðu róli og nú er.“ Margrét bætir við að börn séu á þessu tímabili á miklu næmiskeiði. „Þá virðist íslenska þjóðin ekki al- veg hafa meðtekið að þessir dagar séu skóladagar,“ segir Margrét. „Þegar maímánuður er genginn í garð er fólk komið í einhverjar vor- stellingar. Það lítur ekki skólann þeim augum að þetta séu alvöru skóladagar.“ Margrét segir að svo virðist sem að í mörgum skólum séu þessir dag- ar einungis notaðir sem gæsludag- ar. „Það er vel hægt að skipuleggja markvisst nám sem fer fram úti, eitthvað sem tengist náttúrufræð- um eða vísindum, ef hugsunin með þessari lengingu er þannig, en núna er þetta dálítið eins og eitthvert grín.“ Aukin umræða um einkaskóla María hættir störfum við skólann í vor, en hún segir enn óljóst hvað tekur við. „Það hefur atvikast þann- ig að það hefur verið samdráttur og erfið fjárhagsstaða hjá einkaskól- unum undanfarin ár. Við Margrét stóðum frammi fyrir því að þetta gæti ekki verið starfsvettvangur lengur fyrir okkur báðar af þeim sökum. Þá urðum við að skoða hvernig væri skynsamlegast að haga því með hagsmuni nemenda og skólans fyrir brjósti,“ segir María. „Það stóð nú þannig á spori í mínu lífi að það kom sér ekkert illa fyrir mig að draga mig í hlé. Mar- grét ætlar að ættleiða minn hluta af „barninu“ og ég veit að það er í góð- um höndum. Ég get ekki hugsað mér betra samverkafólk en ung- lingana þessi tuttugu ár sem eru lið- in. Það hafa verið forréttindi að vinna með þeim.“ María segir vissulega erfitt að horfa á versnandi fjárhag einka- skólanna, en segir þó nú vera útlit fyrir að hagur þeirra fari að vænk- ast, enda hafi rekstrarform einka- skólanna verið mikið í umræðunni undanfarið. „Fólki finnst að nem- endur í svona skólum eigi að hafa svipaðan rétt til almannafjár og í borgarskólunum. Í því ljósi er tilefni til aukinnar bjartsýni framundan.“ Frábærir vinnufélagar Tjarnarskóli hefur frá upphafi verið í stöðugri þróun og breyst með nýjum hugmyndum. „Skólinn heldur auðvitað áfram að þróast með tímanum, en krakkarnir verða auðvitað alltaf sömu unglingarnir, alltaf með þennan kraftmikla kjarna,“ segir Margrét. „Þau eru ómótstæðilegir vinnufélagar og það sem mér finnst svo skemmtilegt er að á þessum árum taka þau svo stór- felldum breytingum, bæði í þroska og einnig með því mótunarstarfi sem unnið er í skólanum. Framtíðarsýn okkar er auðvitað fyrst og fremst að laga skólann að því samfélagi sem hann starfar inn- an hverju sinni og kappkosta við að halda vel utan um þessa krakka með fulltingi foreldranna.“ Tuttugu og tveir nemendur á aldrinum þrettán til sextán ára stunda nú nám við skólann og mynda þrír kennarar fastan kjarna. Þetta þýðir að sögn Margrétar að sterk tengsl myndast milli nemenda og kennara og mikið traust ríkir innan skólans. „Þegar unglingarnir eru svona fáir, þá kynnumst við hverjum og einum mun betur og þeir kynnast betur innbyrðis. Við nýtum líka þá möguleika og skil- virkni sem tölvupóstsamskipti og SMS-sendingar bjóða upp á,“ segir Margrét. „Framtíðin felst örugg- lega í því að hver og einn nemandi vinni einstaklingsmiðað með kenn- aranum og meiri nýtingu á þessari nútímasamskiptatækni.“ Um fjögur hundruð nemendur hafa útskrifast úr Tjarnarskóla og þótt Margrét og María fylgist ekki með einkunnaspjöldum eftir út- skrift segjast þær stoltar af nem- endum sínum, sem hafi farið mjög víða. „Við erum með úrklippubók uppi í skóla, sem við límum reglu- lega í þegar fréttir birtast af fyrr- verandi nemendum okkar. Úrklipp- urnar eru orðnar ótrúlega margar og myndaalbúm sliga hillur.“ Tjarnarskóli fagnar tuttugu ára starfsafmæli sínu í ár Einstaklings- miðað nám frá upphafi Morgunblaðið/Þorkell Tjarnarskólastýrur Þær Margrét og María hafa undanfarin 20 ár kennt unglingum á einstaklingsgrunni með góðum árangri. Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is Reykjanesbær | Vefur Reykjanes- bæjar, www.reykjanesbaer.is, hefur fengið vottun fyrir aðgengi fatlaðra. Er þetta fyrsti sveitarfélagavefurinn sem fær vottun um að blindir, sjón- skertir, lesblindir, hreyfihamlaðir og aðrir fatlaðir geti skoðað vefinn til jafns við aðra. Sjá ehf. – viðmótsprófanir og Öryrkjabandalag Íslands vottuðu vefinn sem er fyrsti sveitarfé- lagavefurinn sem fær vottun um gott aðgengi fyrir fatlaða. Alda Sig- urðardóttir, verkefnisstjóri hjá Sjá ehf., afhenti Árna Sigfússyni bæj- arstjóra staðfestingu á vottuninni í gær, við athöfn í bókasafni bæjarins og Arnþór Helgason, framkvæmda- stjóri Öryrkjabandalagsins, og Sigurður Guðmundsson, sem er hreyfihamlaður íbúi í Njarðvík, skoðuðu vefinn. Mikil vinna Alda segir að vefur Reykjanes- bæjar hafi verið nokkuð góður fyrir en þó hafi þurft að gera töluverðar breytingar á honum til að standast kröfur um vottunina. Vefurinn var prófaður eftir sérstökum gátlista sem byggist á alþjóðlegum staðli sem Sjá hefur lagað að íslenskum aðstæðum og uppfært. Dagný Gísla- dóttir, vefstjóri Reykjanesbæjar, segir að ráðist hafi verið í töluverðar breytingar á vefnum og þær hafi orðið mun meiri en reiknað var með í upphafi. Alda segir að Íslandsbanki og Strætó í Reykjavík hafi þegar fengið sambærilega vottun og ýmsar stofn- anir og fyrirtæki væru að vinna í málinu, meðal annars nokkur sveit- arfélög. Hún segir mikilvægast að gera alla grunnþjónustu samfélags- ins aðgengilega öllum. „Það á að vera jafn sjálfsagt að geta notað int- ernetið og hafa aðgang að húsnæði. Fatlaðir hafa jafnvel meiri þörf fyrir greiðan aðgang að internetinu en aðrir sem eiga auðveldara með að komast á milli húsa,“ segir hún. Vefur bæjarins aðgengilegur fötluðum Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Bætt aðgengi Dagný Gísladóttir, Alda Sigurðardóttir, Árni Sigfússon og Arnþór Helgason fögnuðu vottun á vef Reykjanesbæjar. SUÐURNES

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.