Morgunblaðið - 28.04.2005, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2005 23
NEYTENDUR
Spurning: Lesandi spyr hvort Öl-
gerðinni Agli Skallagrímssyni ehf.
sé heimilt að setja fram fullyrðingar
á áföstum merkimiða á umbúðum
Kristals plús um að drykkurinn
innihaldi B-vítamín.
Svar: Að sögn Jóhönnu E. Torfa-
dóttur, sérfræðings á Umhverf-
isstofnun, má merking ekki vera
blekkjandi fyrir kaupanda, einkum
er varðar sérkenni matvælanna,
einkum er varðar eðli þeirra, eig-
inleika, tegund og samsetningu.
Ennfremur er ekki heimilt að eigna
matvælum áhrif eða eiginleika, sem
þau hafa ekki. Fullyrðingar varð-
andi innihaldsefni má einungis nota
hafi slíkt verið heimilað með reglu-
gerðum eða af Umhverfisstofnun,
en fullyrðing er merking eða til-
vísun, sem gefur til kynna sérstaka
eiginleika eða áhrif tengd eðli mat-
væla, samsetningu, næringargildi
o.s.frv.
Á merkimiða, sem fylgir Kristal
plús, segir: „B-vítamín hjálpa lík-
amanum m.a. að: stuðla að heil-
brigði húðar og hárs, styrkja
ónæmiskerfið, draga úr kólesteról-
myndun.“
„Þessar fullyrðingar eru þess eðl-
is að sækja þarf um leyfi fyrir þær
hjá Umhverfisstofnun og hefur það
ekki verið gert. Þegar lögð er fram
umsókn um fullyrðingu eða fullyrð-
ingar þarf m.a. að sýna fram á með
viðeigandi gögnum, svo sem vís-
indagreinum, að fullyrðingin eigi við
rök að styðjast og sé ekki blekkj-
andi fyrir neytendur.
Umhverfisstofnun er ekki kunn-
ugt um hvaða gögn liggja að baki
ofangreinum fullyrðingum á Kristal
plús og undirstrikar að samkvæmt
íslenskum reglum er ekki heimilt að
setja fullyrðingar á matvælaumbúð-
ir nema þær séu beinlínis heim-
ilaðar í reglugerð eða með leyfi Um-
hverfisstofnunar,“ segir Jóhanna.
SPURT OG SVARAÐ UM NEYTENDAMÁL
Fullyrðing má ekki vera
blekkjandi á neinn hátt
TENGLAR
.....................................................
www.ust.is/matvaeli/merkingar/
AVEDA á Íslandi hefur í samstarfi
við Skógræktarfélag Reykjavíkur
gerst svokallað CO2-hlutlaust fyr-
irtæki.
Í því felst að trjám er plantað til
að vinna á móti þeirri mengun sem
fyrirtækið veldur með því koltvísýr-
ingsmagni sem það losar út í and-
rúmsloftið á ári hverju.
UMHVERFISVERND
Planta trjám á
móti mengun
smáauglýsingar
mbl.is
VOR 2005
Sölustaðir: sjá www.bergis.is