Morgunblaðið - 28.04.2005, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 28.04.2005, Qupperneq 26
26 FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Ríkisstjórn Sjálfstæðis-flokks og Framsóknar-flokks hefur nú setið viðvöld í áratug. Áköfustu talsmenn stjórnarflokkanna tala um ríkisstjórnina sem „ríkisstjórn fólksins“ og vísa þar til einka- væðingar og skatta- lækkana. Þarna kveð- ur við kunnuglegan tón úr hugmynda- banka hægrimanna þó að hitt sé nær sanni að stór hluti „fólksins“ hafi ekki riðið feitum hesti frá þessum aðgerðum. Nær lagi væri að kenna ríkisstjórnina við aukna misskipt- ingu og meira for- ingjaræði en hér hefur löngum tíðkast. Misskiptingarsamfélagið Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa lagt á það áherslu að í henn- ar tíð hafi hagvöxtur verið mikill, landsframleiðsla tvöfaldast og kaupmáttur aukist umtalsvert. Þetta er út af fyrir sig rétt en er þó engin nýlunda á Íslandi. Þannig má t.d. benda á að mikill sam- felldur hagvöxtur var á árunum 1975–’87. Þá var verðbólgan hins vegar mikill skaðvaldur í íslensku efnahagslífi en með samstilltu átaki verkalýðshreyfingar, Vinnu- veitendasambandsins og ríkis- stjórnarinnar tókst að ráða nið- urlögum hennar með þjóðarsáttar- samningunum 1990. Með þeim samningum og aðildinni að Evr- ópska efnahagssvæðinu árið 1994, sem beygði íslenskt efnahagslíf undir evrópskan aga og reglu- festu, var lagður grunnurinn að þeim stöðugleika sem þjóð- in hefur síðan búið við. En stöðugleiki og hagvöxtur segir ekki alla söguna. Í tíð rík- isstjórnarinnar hefur misskipting aukist og bilið milli ríkra og fá- tækra breikkað veru- lega. Þegar skoðuð er tekjudreifing í sam- félaginu kemur í ljós að þeir tekjuhæstu hafa meira en tuttugu sinnum hærri tekjur en þeir tekju- lægstu. Skýringin liggur ekki í því að launamunur sé svo mikill held- ur í hinu að það hefur orðið til hópur í samfélaginu sem hefur umtalsverðar fjármagnstekjur meðan aðrir hafa engar. Í sjálfu sér er ekkert við það að athuga þó að menn hafi tekjur af fjármagni og eignum. Hitt er al- varlegra þegar ríkisstjórn, sem stærir sig af góðæri og hagvexti, hefur ekki þá siðferðis- og réttlæt- iskennd sem þarf til að beita jöfn- unartækjum samfélagsins í þágu þeirra sem standa höllustum fæti. Þess vegna leita sífellt fleiri á náð- ir félagsþjónustu sveitarfé og 4.500 börn á Íslandi bú heimilum sem þurfa á slík að halda. Íslendingar hafa löngum sig af því að Ísland sé stét samfélag, hér búi allir hlið gangi í sömu skólana, njót þjónustunnar. „Stétt með var einu sinni kjörorð Sjál isflokksins en nú þróast m ingarsamfélag á Íslandi un þeirra stjórn. Skattar hafa lækkaðir á eignum, erfðum launum en með þeim hætt hefur mest komið í hlut þe sem best eru staddir. Á sa hafa hvers kyns þjónustug færst mjög í aukana sem e enn álagið á þá tekjulægst Foringjaræðið Samhliða aukinni missk hefur foringjaræði og geðþ ákvarðanir færst í aukana menn stjórnarflokkanna h afdrifaríkar ákvarðanir, m stefnu stjórnarinnar af mu Ríkisstjórnin 10 ára – verk efni Samfylkingarinnar Eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur ’Á Íslandi búum vlandi tækifæranna mínum huga er Sa fylkingin flokkur t færanna. Við getu orðið stærsti flokk landsins ef við höl rétt á málum.‘ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Fyrir nákvæmlega 20 árumvoru sett ný útvarpslögsem fólu í sér afnámeinkaréttar Ríkis- útvarpsins til útvarps og sjón- varps á Íslandi og sköpuðu skil- yrði fyrir rekstur nýrra ljósvakamiðla. Í þessum lagabálki var sérkafli er tók sérstaklega til Ríkisútvarpsins, hlutverks þess, fjármögnunar og stjórnskipulags. Aftan í lögin var hnýtt svohljóð- andi bráðabirgðaákvæði vorið 1985: „Lög þessi skal endurskoða innan þriggja ára frá setningu þeirra.“ Varðandi Ríkisútvarpið hefur þetta verið vanrækt, um- rædd endurskoðun hefur aldrei farið fram, enda þótt undanfarin 20 ár hafi verið einir mestu um- brotatímar í sögu fjölmiðlunar á Íslandi og um heim allan, þó ekki sé nema í tæknilegu tilliti. Við upphaf samkeppninnar í ljósvak- anum töldu stjórnvöld að breyt- ingarnar kölluðu á yfirferð máls- ins í ljósi reynslunnar þegar reynt hefði á framkvæmd laganna um skeið og nýir fjölmiðlar haslað sér völl og starfað nokkra hríð. Nokkrar útvarpslaganefndir voru tilnefndar á næstu árum í umboði nokkurra menntamálaráðherra. Það urðu jafnvel til ný laga- frumvörp, en þau dóu drottni sín- um í skrifborðsskúffum ráðuneyt- isins eða dagaði uppi á Alþingi. Það er fyrst nú sem til stendur í alvöru að setja ný lög um Rík- isútvarpið, þar sem mið verði tek- ið af breyttum þörfum þess og við- urkennt, að aðstæðurnar eru og verða síbreytilegar og munu á hverjum tíma kalla á snögg við- brögð og svigrúm til skjótrar að- lögunar. Í lagafrumvarpinu um Ríkisútvarpið sf. er undirstrikað mikilvægi þess sem fjölmiðils með almannaþjónustumarkmið að leið- arljósi. Þar eru dagskrárleg mark- mið þess ítarlega skilgreind, og í engu slakað á frá því sem nú er, heldur þvert á móti gert ráð fyrir eflingu ýmissa grundvallaratriða í dagskránni og opnað fyrir nýj- ungar, sem eiga eftir að verða æ meira áberandi í fjölmiðlun fram- tíðarinnar, eins og margmiðlun af ýmsu tagi, þar með talin vefþjón- usta. Skýlausar heimildir til framþróunar lögfestar Ríkisútvarpið hefur búið við háskalegt óvissuástand að þessu leyti. Viðleitni þess til að nýta sér Internetið eins og flestir fjöl- miðlar heimsins gera í sívaxandi mæli hef- ur til að mynda verið gerð tortryggileg og kærð til samkeppn- isyfirvalda hérlendis og í Brussel. Svo sér- kennileg getur laga- túlkunin orðið, að samkvæmt nið- urstöðu umboðs- manns Alþingis er Ríkisútvarpinu ekki leyfilegt að birta fræðsluefni um Passíusálmana eða Halldór Lax- ness á vef sínum, vegna þess að textaformið eða myndirnar hafa ekki áður verið notaðar í sér- stökum, hefðbundnum útvarps- eða sjónvarpsdagskrám. Sagt er að það skorti stoð í lögum fyrir annarri starfsemi en útvarpi og sjónvarpi í gamalgrónum skiln- ingi. Þetta nefni ég sem dæmi um þá brýnu nauðsyn að lög um Rík- isútvarpið verði endurskoðuð taf- arlaust og það fái skýlausar heim- ildir til að þróa starfsemi sína í samræmi við allar breytingar og nýja strauma í fjölmiðlun í kjölfar tækninýjunga, sem eru hvarvetna að ryðja sér til rúms á þessu sviði. Ríksútvarpið hefur sætt rannsókn eftirlitsstofnunar EFTA vegna álitaefna um lagalegar skilgrein- ingar á almannaþjónustuhlutverki þess í íslenzkri löggjöf, hvað sé þar innifalið og hvað ekki. Int- ernetið var ekki til sem tæki í þágu almennrar fjölmiðlunar, þeg- ar lög um Ríkisútvarpið voru sett 1985 og því ekki á það minnzt af skiljanlegum ástæðum. En síðan er mikið vatn runnið til sjávar og ekki seinna vænna að færa lög um Ríkisútvarpið í nútímalegt varðandi margmiðlunina, dreifikerfi og til að taka a vafa um heimilaðar fjármö unarleiðir, þannig að tryg um hnútana búið og vafaa hafi verið eytt þegar eftirl hér innanlands eða hjá Ev ópustofnunum beina sjónu um að Ríkisútvarpinu. Því hreinlega eng missa varðan skilgreininga Ríkisútvarpsi festa þarf í lö tryggingar og ingar, og von sannarlega að fari ekki að b inni með máli ferðina enn. Öflug alman þjónusta RÚ í fyrirrúmi En fyrst og eiga ný lög um Ríkisútvar vitað að innsigla fjölbreyt ustuhlutverk þess við íslen menning, sem „verður æ mikilvægara í heimi síbrey fjömiðlunar“ eins og segir skýrslu nefndar mennta- málaráðherra um íslenzka miðlun, sem birt var á dög Þar er áréttað að Ríkisútv verði áfram öflugt almann ustuútvarp með áherzlu á þess og skyldur sem fjölm eigu allra landsmanna. Þa gert með ágætum í frumv um Ríkisútvarpið sf. og þa ekkert skorti á. Öll hin fjölþættu og mik markmið sem Ríkisútvarp sett samkvæmt frumvarpi framkvæmdinni háð hinum hagslega ramma, sem sam arfélaginu verður sniðinn. fyrir þeim málum séð í fru inu með blönduðum tekjus eins og nú er, auglýsingum un, öðrum tekjum af sölu á vörum, svo og nefskattin sem á að koma í stað afno Hugmyndir um afnám a gjalda Ríksútvarpisins ha verið í umræðunni. Þegar RÚV-frumvarp til eflinga Eftir Markús Örn Antonsson Markús Örn Antonsson SKATTAR OG GÓÐGERÐARFÉLÖG Jónas Guðmundsson hagfræðingurhefur tekið saman skýrslu fyrir nokkur góðgerðarsamtök um skatta- umhverfi slíkra félagasamtaka. Þar kemur fram að þetta umhverfi sé góð- gerðarsamtökum erfiðara en víðast hvar í nágrannalöndunum. Skýrslu- höfundur bendir á að á Íslandi fái ein- staklingar ekki að draga frá skatt- skyldum tekjum stuðning sinn við góðgerðarsamtök, eins og algengt sé erlendis. Þá séu góðgerðarsamtök ekki undanþegin fjármagnstekju- skatti og erfðafjárskattur sé tekinn af arfi, sem renni til þeirra. Aukinheldur fái þau ekki endurgreiddan virðis- aukaskatt af aðföngum. Á blaðamannafundi, sem góðgerð- arsamtökin efndu til í fyrradag, bentu forsvarsmenn þeirra á mikilvægt hlutverk þeirra í samfélaginu. Jónas Þ. Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, benti t.d. á að þessi samtök legðu drjúgan skerf til þróunarmála og sinntu mikilvægu hjálpar- og fræðslustarfi. Ef aðstoðar þeirra nyti ekki við, myndu auknar skyldur falla á hið opinbera, hvað varðar aðstoð við þróunarlöndin og bágstadda hér á landi. Mikilvægi góðgerðarsamtaka verð- ur ekki dregið í efa. Frjáls félagasam- tök af ýmsu tagi vinna gífurlega mik- ilvægt starf; á þeim sviðum sem Jónas Þ. Þórisson nefnir og ekki síður á sviði alls konar fræðslu og forvarna. Slík samtök virkja þúsundir sjálf- boðaliða til góðra verka og ætla má að þeim peningum, sem til þeirra renna, sé oft betur varið en því fé, sem op- inberir aðilar hafa til ráðstöfunar. Hins vegar er ekki víst að það sé rétta leiðin til að styrkja grundvöll þessara samtaka að fjölga undanþág- um í skattkerfinu. Undanfarin ár hef- ur verið unnið að lækkun skatthlut- falla og einföldun skattkerfisins. Hluti af þeim breytingum er að fækka undanþágum í skattkerfinu – það er raunar ein forsenda þess að hægt sé að lækka skatthlutföll. Einfalt skatt- kerfi með sem fæstum undanþágum dregur jafnframt úr skattsvikum. All- ar undanþágur, t.d. vegna gjafa til góðgerðarmála, krefjast jafnframt aukins eftirlits af hálfu skattayfir- valda. Þau þurfa að ganga úr skugga um að um raunverulegar gjafir til raunverulegra góðgerðarsamtaka sé að ræða – og það hefur í för með sér kostnað og skriffinnsku. Lækkun skatta stuðlar aftur á móti að því að einstaklingar hafi meira fé handa á milli, sem þeir ráða sjálfir hvernig þeir ráðstafa. Gera verður ráð fyrir að góðgerðarsamtök njóti góðs af því. Það er þess vegna ekki einhlítt að flóknara skattkerfi, með fleiri undanþágum, sé frjálsum fé- lagasamtökum í hag. Í þeim saman- burðarlöndum, sem fjallað er um í skýrslu Jónasar Guðmundssonar, þ.e. Danmörku, Bretlandi og Bandaríkj- unum, er nú talsvert fjallað um nauð- syn þess að einfalda skattkerfið og fækka undanþágum. Full þörf er á að skoðað verði af hálfu ríkisvaldsins hvernig starfsemi frjálsra félagasamtaka sé sem bezt tryggð. Þau samtök, sem stóðu að skýrslugerðinni um skattaumhverfið, hafa óskað eftir að settur verði á fót starfshópur til að meta mögulegar breytingar á skattalögum um frjáls félagasamtök. Það virðist sjálfsagt að ríkisvaldið verði við þeirri beiðni. Jafnframt er eðlilegt að það verði skoðað í stærra samhengi, eins og Jónas Guðmundsson leggur til, hvern- ig starfsumhverfi þessara samtaka er í samanburði við sams konar samtök í nágrannalöndunum og í hverju stuðn- ingur hins opinbera við þau er fólg- inn. ERFIÐ EFTIRLAUNAMÁL Nú er ljóst að lögum um kjöræðstu handhafa fram-kvæmdavalds, löggjafarvalds og dómsvalds verður ekki breytt á þessu þingi. Þegar mælt var fyrir lögunum í des- ember 2003 var það gert með þeim rökum að þau myndu auðvelda stjórn- málamönnum útleið úr pólitík með því að gefa þeim kost á að fara á eftirlaun í stað þess að sækjast með betlistaf eft- ir embættum hjá ríkinu til þess að ljúka starfsævinni. Í ljós kom hins vegar að eldri lög buðu upp á það að fyrrverandi stjórnmálamenn í fullu starfi hjá ríkinu gátu einnig notið eft- irlauna og gerðu það í einhverjum til- fellum. Forsætisráðuneytið hafði frum- kvæði að því að láta gera lögfræðiálit um mögulegar breytingar á frumvarp- inu í samráði við fjármálaráðuneytið og forseta Alþingis. Þar segir að hægt sé að breyta lögunum, en varhugavert sé að hreyfa við lífeyrisréttindum sem þegar hafi tekið gildi vegna eignarétt- arákvæða stjórnarskrárinnar. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í samtali í Morgunblaðinu í gær að hann væri þeirrar skoðunar að það ætti að vera hin almenna regla að þeir fengju aðeins eftirlaun, sem ekki væru í fullu starfi og betra hefði verið að ganga strax frá breytingu á lögunum. „En miðað við þetta lögfræðiálit er málið heldur vandasamara en ég hafði gert mér grein fyrir,“ sagði Halldór. „Ég tel að það sé rétt að nota tímann fram á haustið til þess að flokkarnir fari yfir málið og geti myndað sér skoðun á því hvað gera skuli.“ Það er augljóst hvað ber að gera. Reglan um að fyrrverandi ráðherrar geti tekið eftirlaun þótt þeir starfi enn fyrir ríkið var fyrir hendi þegar frum- varpið var lagt fram og kom ekki til sérstakrar skoðunar. Við setningu lag- anna kom hins vegar upp sú staða að nú gætu þeir hafið töku eftirlauna sex- tugir séu þeir í embætti eða hafi gegnt embætti í sex ár. Hafi þeir gegnt ráð- herraembætti lengur getur taka eftir- launa hafist fyrr, en þó aldrei fyrr en við 55 ára aldur. Þetta virðast menn ekki hafa séð fyrir er lögin voru sam- þykkt, sem er raunar enn ein vísbend- ing um að vinnubrögð á Alþingi séu ekki nægilega vönduð. Niðurstaðan er hins vegar ótæk. Það er ekki hægt að búa til sérstakan forréttindahóp í landinu, sem nýtur allt annarra og betri kjara en almennt gerist – ríflegra eftirlauna þrátt fyrir að vera í fullu starfi á ágætum launum hjá sama vinnuveitanda. Það er ekki hægt að misbjóða almenningi með þessum hætti. Breyting á lögunum kann að kalla á bótaskyldu. Ef svo er mun hún gera það hversu lengi sem málið verður skoðað og þá verður bara að láta á það reyna fyrir dómstólum. Það yrði ekki í fyrsta skipti sem mál af slíkum toga færu þá leið. En það er óverjandi að láta lögin standa óbreytt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.