Morgunblaðið - 28.04.2005, Side 28
28 FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
M
ikilvægasta mynd-
in sem sýnd hefur
verið á kvik-
myndahátíðinni í
Reykjavík, sem
nú fer senn að ljúka, heitir Shake
Hands with the Devil: The
Journey of Roméo Dallaire. Þetta
er heimildarmynd frá árinu 2004
og segir hún sögu kanadíska hers-
höfðingjans sem fór fyrir frið-
argæslusveitum Sameinuðu þjóð-
anna í Rúanda 1994.
Rammi myndarinnar er ferða-
lag Dallaires aftur til Rúanda í
fyrravor, þ.e. tíu árum eftir þjóð-
armorðið í landinu, drápin á um
800.000 tútsum á aðeins 100 dög-
um sem samfélag þjóðanna hafði
ekki dug í sér til að stöðva.
Önnur mynd um sömu atburði,
Hótel Rúanda, hefur vakið meira
umtal á kvikmyndahátíðinni, þar
er um leikna mynd að ræða; frá-
bæra kvikmynd sem hreyfir við
öllum þeim sem hana berja augum.
Shake Hands with the Devil er
samt enn áhrifameiri, m.a. vegna
þess að þar er sérstaklega vikið að
hlutverki og hlutskipti Dallaires í
þessum hörmungaratburðum og
þá um leið þætti stórveldanna og
Sameinuðu þjóðanna.
Um er að ræða eftirminnilega
sýn á stjórnmál samtímans. Hið
persónulega – saga Dallaires – gef-
ur myndinni tilfinningalega dýpt;
stóri sannleikurinn um siðferðilegt
og pólitískt gjaldþrot alþjóðakerf-
isins blasir þó alltaf við einnig. Af
þeim sökum er um mikilvæga
mynd að ræða, áminningu til allra
er láta sig alþjóðamál einhverju
varða (og raunar hinna líka).
Það þarf ekki fjölyrða um
frammistöðu SÞ í málum Rúanda
1994: þær brugðust.
Að vísu er ekki sanngjarnt að
kenna SÞ um, eða því ágæta fólki
sem þar starfar (þó að vissulega
séu mörg eplin þar rotin einnig,
líkt og Dallaire rekur í bók sinni
Shake Hands with the Devil sem
kom út 2003 og samnefnd mynd
byggir að hluta til á). Það voru
nefnilega ríkin sem sæti áttu í ör-
yggisráði SÞ sem brugðust fyrst
og fremst, einstök ríki sem ekki
tryggðu Dallaire og stofnunum SÞ
þann stuðning, þann liðsstyrk, sem
þurfti til að grípa inn í atburða-
rásina í Rúanda.
Sem fær mann til að velta því
fyrir sér hvað Ísland hefði gert ef
það hefði átt sæti í öryggisráðinu á
þessum tíma.
En eins og menn vita þá vilja Ís-
lendingar nú inn í öryggisráðið í
fyrsta sinn, sækjast eftir sæti kjör-
tímabilið 2009-2010. Tvö sæti eru í
boði, þrjú ríki keppa um hituna; Ís-
land, Tyrkland og Austurríki.
Undanfarið hafa að vísu verið
vísbendingar um að íslenskir ráða-
menn væru að heykjast á framboði
þessu. Húsbóndaskipti urðu í utan-
ríkisráðuneytinu í fyrra og virðist
sem Davíð Oddsson sé ekki eins
mikill áhugamaður um framboðið
og forverinn, Halldór Ásgrímsson.
Hulunni var svipt af þessum
væringum þegar Einar Oddur
Kristjánsson, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, tjáði sig um fram-
boðsáformin; taldi hann baráttu
Íslands vonlausa, miklum fjár-
munum væri eytt í óþarfa og
möguleikar Íslands væru í mesta
lagi þeir að hljóta fjögur atkvæði
Norðurlandaþjóðanna, auk okkar
eigin atkvæðis.
Nú kann það að reynast rétt að
þegar á hólminn er komið þá nái
Ísland ekki settu marki. Og um-
deilanlegt er alltaf hvort ráðstafa
eigi fé í svona hluti. En er ekki
Einar Oddur að ýkja þegar hann
segir okkur enga möguleika eiga?
Ekki þarf að efast um að keppni
ríkjanna þriggja um tvö sæti verð-
ur hörð. Tyrkir ku t.a.m. leggja
mikla áherslu á að hafa sigur í
þessum slag, hafa aldrei átt sæti í
öryggisráðinu áður.
Tyrkir leggja sérstaka áherslu á
framlög sín til friðargæsluverk-
efna SÞ, 291 tyrkneskur lög-
reglumaður er nú við störf í alls níu
löndum. Tyrkir eru einnig duglegir
við að vekja athygli á því að þeir
taki virkan þátt í störfum ÖSE,
NATO og ESB; en alls eru nú
2.700 tyrkneskir hermenn við störf
víða um heim.
Austurríkismenn leggja svip-
aðar áherslur, þ.e. hyggjast vekja
athygli á framlagi sínu til frið-
argæslusveita SÞ. En einnig geta
þeir státað af því að hafa stutt
dyggilega við ýmsar stofnanir SÞ
sem höfuðstöðvar hafa í Vín; s.s.
Alþjóðakjarnorkumálastofnunina.
Embættismaður í austurríska
utanríkisráðuneytinu tjáði mér að
þar á bæ væru menn ekki farnir að
huga mjög að framboðsmálum,
Austurríki er í forsæti ESB á
næsta ári og ráðuneytið er upp-
tekið við undirbúning þess vegna.
Austurríkismenn hafa ekki
sundurgreint sérstaklega hugs-
anlegan kostnað vegna kosninga-
baráttunnar og taldi embætt-
ismaðurinn ólíklegt að til þess
kæmi, þau sjónarmið væru ekki
látin ráða ferðinni. Austurríki hefði
tvívegis áður átt sæti í ráðinu,
menn vildu gjarnan vera þar inni á
fimmtán til sextán ára fresti.
Minnugur bölsýnistalsins í Ein-
ari Oddi þá vakti það athygli mína
hversu jákvæður þessi heimild-
armaður minn var er ég spurði
hann um möguleika Íslands. „Í
fyrsta lagi er Ísland lítið land,“
sagði hann, „flest aðildarríki SÞ
eru miðlungs stór eða lítil og það
skiptir máli. Þá hefur Ísland aldrei
áður átt sæti í öryggisráðinu, það
er líka nokkuð sem ég held að
menn horfi til. Fulltrúar Íslands
hjá SÞ í New York hafa líka staðið
sig vel, þrátt fyrir smæð sendi-
nefndarinnar. Ég þekki [Þorstein]
Ingólfsson [fyrrverandi] sendi-
herra [Íslands hjá SÞ] persónu-
lega, svo dæmi sé tekið, og hann
stóð sig mjög vel. Þið hafið ríka
hefð og svo eruð þið, ef ég skil
þetta rétt, hluti af Norðurlanda-
framboðunum, það er styrkur. Ég
sé því ekki hvers vegna Ísland ætti
ekki að geta náð kjöri.“
Hvað hefði
Ísland gert?
Það voru [...] ríkin sem sæti áttu í ör-
yggisráði SÞ sem brugðust fyrst og
fremst, einstök ríki sem ekki tryggðu
Dallaire og stofnunum SÞ þann stuðn-
ing, þann liðsstyrk, sem þurfti til að
grípa inn í atburðarásina í Rúanda.
VIÐHORF
Davíð Logi Sigurðsson
david@mbl.is
RÍKISÚTVARPIÐ, útvarp allra
landsmanna hefur verið að dala í
rekstri síðustu misseri auk þess
sem ekki hefur verið sátt um
mannaráðningar þar. Nú á að
reyna að breyta stefnu Rík-
isútvarpsins með því að breyta um
nafn, Ríkisútvarpið sf.
Það er miður hve litlar breyt-
ingarnar eru í nýju frumvarpi um
RÚV og þær fáu breytingar sem
eiga sér stað eru vondar. Breyt-
ingarnar eru oft á tíðum smávægi-
legar og ekkert annað en til-
færslur í kerfinu og á fjárlögum.
Sýnilegasta dæmið er afnám af-
notagjalds, en í staðinn verður
settur á nefskattur sem nemur
13.500 kr. á ári. Áður voru afnota-
gjöldin 32.460 krónur á ári en nú
eru þau 13.500 kr. á ári. Þó ungir
sjálfstæðismenn hafi löngum bar-
ist fyrir afnámi afnotagjalda telj-
um við þessa útfærslu miður þar
sem afnotagjöld verða í raun enn
til staðar en nafngiftin önnur. Við
hefðum frekar kosið að Ríkissjón-
varpið yrði gert að áskrift-
arsjónvarpi, líkt og Stöð 2 og fólk
hefði þá val um hvort það greiddi
áskriftargjöld eða ekki – þó besti
kosturinn sé auðvitað að einka-
væða RÚV alfarið.
Þrátt fyrir 2500 milljóna forgjöf
á aðra ljósvakamiðla er Rík-
isútvarpinu ekki lengur gert skylt
að fylgja lögum og reglum sem
gilda sérstaklega um ríkisrekstur,
svo sem varðandi fjárreiður, upp-
lýsingagjöf, starfsmannahald og
lántökuheimildir. Þetta gerir al-
menningi erfiðara fyrir að koma
upp um þá slöku fjármálastjórnun
sem einkennt hefur Ríkisútvarpið
síðustu ár.
Við fögnum því að veðréttur
Ríkisútvarpsins á viðtækjum
landsmanna falli úr gildi en hörm-
um að það verði ekki
fyrr en árið 2011. Um
leið teljum við fagn-
aðarefni að rík-
issjóður spari 80
milljónir króna í inn-
heimtu á afnotagjöld-
um.
Á heildina litið er
þetta frumvarp
merkingarlítið, oft er
aðeins um nafna-
breytingar og til-
færslur að ræða.
Sem dæmi má nefna
er að stjórn Ríkisútvarpsins mun
ekki lengur nefnast Útvarpsráð en
áfram mun verða valið í hana póli-
tískt. Annað dæmi um merkingar-
lausar tilfærslur mennta-
málaráðherra er frumvarp hans
um Sinfóníuhljómsveit Íslands,
þar sem kveðið er á um aukna
greiðsluþáttöku ríkissjóðs í halla-
rekstri SÍ en um leið afnumin þát-
taka RÚV í henni.
Að lokum teljum við undarlegt
að RÚV skuli gert að sameign-
arfélagi en ekki að hlutafélagi
þannig að það yrði rekið með sam-
bærilegu formi og önnur fyrirtæki
á markaðnum.
Menningarmálanefnd SUS mun
standa fyrir fundi um frumvarpið í
kvöld kl. 21 í Valhöll.
Sameignarfélagið RÚV
Davíð Örn Jónsson og Víðir
Smári Petersen skrifa um
rekstrarstefnu RÚV
’Á heildina litið er þettafrumvarp merking-
arlítið, oft er aðeins um
nafnabreytingar og til-
færslur að ræða.‘
Davíð Örn Jónsson
Höfundar sitja í
menningarmálanefnd SUS.
Víðir Smári Petersen
ÞAÐ hefur eflaust ekki farið
fram hjá neinum fjaðrafokið út af
fyrirhugaðri sölu á Símanum. Þessi
gullgæs hefur frá upphafi verpt
eggjum fyrir sameig-
inlega sjóði og með
því lækkað tekjuskatt-
inn beint og óbeint á
almenning samhliða
því að vera einn af
okkar þörfustu þjón-
um frá því að hestar
voru aflagðir sem slík-
ir á síðustu öld.
Nú stendur til að
selja gæsina góðu og
fá hana til að verpa út
um holt og heiðar, eða
svo er sagt.
Einkavæðing-
arnefnd ríkisstjórnarinnar hefur
ákveðið að enginn einn aðili eða
skyldir hagsmunaaðilar megi eiga
meira en 30% atkvæða í Símanum.
Hér mætti spyrja hvað það sé
sem hangi á spýtunni fyrir fjárfest-
ana sem bíða eftirvæntingarfullir
að komast yfir Símann?
Flestir eru því sammála, að til að
stjórna fyrirtæki, þurfi aðilar að
hafa forráð yfir meira en helmingi
hlutabréfa. Sérstaklega á þetta við
um lítil fyrirtæki sem fáir hlut-
hafar eiga en ekki sjálfgefið um
stóru fyrirtækin.
Þar nægir oft einum aðila að eiga
10%–15% til að
stjórna því einn.
Aðrir hluthafar eru
svo miklu minni og
eiga því erfiðara með
að halda hópinn til að
gæta hagsmuna sinna.
Sem dæmi getur
einn maður með millj-
arð króna í hlutabréf-
um komist í þá að-
stöðu að stjórna 20
milljörðum sem eru í
raun eign fjöldans inn-
an fyrirtækisins.
„Gróði af stjórn“
getur því hlaupið á tugum og upp í
hundruð prósenta með alls kyns
fríðindum, góðum starfslokasamn-
ingum fyrir sjálfan sig, samráði um
upplýsingar af verðbréfamörk-
uðum, hrossakaupum við tengd
fyrirtæki og síðast en ekki síst með
því að ná sér í greiðslur fyrir sér-
staka þjónustu. Hinir venjulegu
hluthafar sjá hins vegar sjaldan
hærri tölur en 5% til 15% sem
tekjur af sinni fjárfestingu.
Ég tel skynsamlegast að þjóðin
haldi í grunnnetið og það verði ekki
selt með Símanum til að tryggja
samkeppni út frá jafnræðisregl-
unni.
Það er full ástæða til að óttast
um hag landsbyggðarinnar að hún
verði látin sitja á hakanum ef gróð-
inn er ekki ásættanlegur fyrir
milljarðamæringana eins og dæmin
sanna.
Höfundur vill enda þessar
vangaveltur með því að taka undir
orð hæstvirts utanríkisráðherra
Davíðs Oddssonar sem segir það
varasamt fyrir fólk að taka lán
vegna kaupa í Símanum.
Gróði af stjórn
Baldvin Nielsen fjallar
um sölu Símans ’Ég tel skynsamlegastað þjóðin haldi í grunn-
netið og það verði ekki
selt með Símanum …‘
Baldvin Nielsen
Höfundur situr í miðstjórn og stjórn
Bæjarmálafélags Frjálslynda flokks-
ins í Reykjanesbæ.
REYNIR Traustason, stjörnu-
blaðamaður, kom frá útlöndum um
daginn, Með hattinn
sinn, auðvitað, og líka
ögn af kókaíni. Sagð-
ist vera að reyna upp-
lifa eitthvað, útaf bók
sem hann er að skrifa
um eiturlyfjaheiminn
á Íslandi. Tollverðir
þekktu auðvitað
Stjörnublaðamanninn
og töldu sig hafa
ástæðu til þess að
treysta honum. Að
hann væri ekki að
reyna að smygla
ólyfjan til landsins.
Þeir slepptu honum því í gegn.
Stjörnublaðamaðurinn fór svo
aftur og skilaði dópinu og var þá
handtekinn og tekinn til yfir-
heyrslu. Þetta er misnotkun á
trausti og stjörnublaðamanninum
til skammar. Með þessu sannaði
hann ekkert og upplifði ekkert.
Stjörnublaðamaðurinn gekk að vísu
í hlutverk dramadrottningar og
lýsti hjartslætti sem
hann hefði fengið.
Sagði að svona liði
dópinnflytjendum.
Hvílíkt bull. Í fyrsta
lagi veit stjörnu-
blaðamaðurinn ekkert
um hvernig dópinn-
flytjendum líður. Ég
efast ekki um að hann
hafi talað við einhverja
þeirra og fengið lýs-
ingu á líðan þeirra.
Hann er hinsvegar
Stjörnublaðamaður og
vissi ósköp vel að sem
stjörnublaðamanni yrði honum
sleppt eftir stutta yfirheyrslu.
Þyrfti (hugsanlega) að borga ein-
hverja smá sekt, sem útgefendur
bókar stjörnublaðamanns myndu
glaðir borga, fyrir alla auglýs-
inguna.
Reynir Traustason er reyndur
blaðamaður. Ég efast ekki um að
bók hans um dópheima verður at-
hygliverð. Með þessum asnalátum
sínum fór hann hinsvegar yfir
strikið. Hann brást trausti án þess
að fá nokkuð í staðinn sem máli
skiptir. Ég bíð dálítið spenntur eft-
ir því að sjá hvernig bók stjörnu-
blaðamannsins verður auglýst. Ef
það verður með tilvísun til „skelfi-
legrar“ upplifunar stjörnublaða-
manns í höndum tollgæslunnar,
fyrir kókaínsmygl, held ég að ég
sleppi því að lesa hana. Við sjáum
til.
Asnalæti stjörnublaðamanns
Óli Tynes fjallar um kókaín-
innflutning starfsbróður síns ’Hann brást trausti ánþess að fá nokkuð í stað-
inn sem skiptir máli.‘
Óli Tynes
Höfundur er fréttamaður.