Morgunblaðið - 28.04.2005, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2005 35
MINNINGAR
með toppeinkunnir í skóla, sama
hvernig ástandið var.
Minningarnar um samveru okkar
eru svo ótrúlega margar að það tæki
marga daga að skrifa um þær. Hún
var alger prakkari þegar við vorum
yngri og hún tók upp á mörgu, til
dæmis því að senda strákum úr gamla
bekknum umslag í gegnum lúguna
með pítusósu og sprauta vatni á þá í
gegnum eldhúsgluggann.
Ég skil enn ekki hvernig Guð getur
tekið svona yndislega, frábæra og
hæfileikaríka stelpu frá okkur og á ef-
laust aldrei eftir að skilja það. Ég get
ekki lýst því hve vænt mér þykir um
Ernu og hvað það er erfitt að sætta
sig við að hún sé farin frá okkur.
Ég þakka af heilum hug fyrir að fá
að kynnast henni enda gerði hún mig
að betri manneskju. Hún er hetja í
augum okkar allra sem þekktum hana
vel og ólýsanlegt er hversu sterk hún
var í veikindum sínum. Ég lít svo
sannarlega upp til hennar.
Ég hugga mig við það að Ernu
minni líði nú betur og hún sé hvíldinni
fegin. Við eigum öll eftir að sakna
hennar óendanlega mikið og minning
hennar gleymist aldrei og verður ætíð
í hjörtum okkar.
Ég vil að lokum senda mömmu
hennar og pabba, systur og öðrum
ættingjum mínar innilegustu samúð-
arkveðjur á erfiðum tímum.
Birta Sigmundsdóttir.
Það er nú ekki erfitt að segja frá
Ernu því Erna var og er ein frábær-
asta manneskja sem maður getur
kynnst. Og þakka ég guði fyrir að
hafa fengið að kynnast henni. Ég veit
ekki hvar maður á að byrja að segja
frá henni Ernu Maríu. Hún var engin
smá hetja. Held að engin önnur
manneskja gæti þraukað það sem hún
þraukaði. Hún var ekkert smá sterk.
Sama hve veik hún var þegar maður
kom í heimsókn, þá var hún alltaf
brosandi og spennt að heyra slúður úr
skólanum. Alltaf hress. Ég byrjaði
með henni í bekk í 1. bekk en við urð-
um ekki almennilegar vinkonur fyrr
en svona nokkrum árum áður en hún
greindist. Þegar ég hugsa um tímann
okkar saman er ekkert annað hægt
en að hlæja. Vitleysan sem okkur datt
í hug!
Á tímabilinu þegar við hötuðum
stráka vorum eitthvað níu til tíu ára,
þá vorum við (ég, Inga, Erna) alltaf í
stríði við strákana sem búa í götunni
hennar Ernu og vorum alltaf í vatns-
blöðruslag, sendandi hótunarbréf,
uppnefna og endalaust svona rugl.
Því á ég aldrei eftir að gleyma, öllum
þessum minningum sem ég gæti verið
lengi að telja upp. Um daginn vorum
við vinkonurnar að rifja upp allar
minningar um Ernu og við hlógum
stanslaust í tvo tíma held ég, ekkert
nema góðar minningar. Aldrei á ég
eftir að sjá eftir að hafa kynnst henni.
Alltaf þegar einhver minnist á Ernu
Maríu þá hugsar maður alltaf um
hvað hún var alltaf brosandi, lífsglöð
og ánægð hvað sem gekk á. Hún var
svo góð við allt og alla. Gerði ekki
flugu mein. Talandi um að hún gerði
aldrei flugu mein. Einu sinni vorum
við að prófa að drepa flugu með svona
fluguspreyi en Erna gat ekki spreyað
á fluguna því hún vorkenndi henni
svo. Það sýnir bara að hún Erna var
með hjarta úr gulli. Skil samt ekki af
hverju svona yndisleg manneskja er
tekin frá manni, hún átti allt lífið
framundan. Erna var alltaf mikill
námsmaður og elskaði fótbolta og
jazzballett. Hún skoraði af miðju og
var ekkert smá góð í fótbolta. Svo var
hún alltaf dansandi og að sýna okkur
dansa úr jazzballettinum og þannig
fékk ég áhuga á að æfa jazzballett.
Þökk sé Ernu Maríu þá lærði ég að
meta lífið og vera ekki að taka óþarfa
áhættur, að hugsa sér hvað þurfti
samt mikið að gerast til að maður átt-
aði sig á hvað lífið er mikilvægt. Alveg
fáránlegt hvað maður lék sér að lífinu
og tók endalausar áhættur, á meðan
Erna María var að berjast fyrir því.
Maður veit aldrei hvað maður á fyrr
en maður er búinn að tapa því.
En ég verð að viðurkenna að ég var
ekki sú duglegasta að heimsækja
Ernu og mun sjá eftir því. Ég ætla
ekki að fara að búa til neina afsökun
vegna þess. Staðreyndin er bara að ég
hugsaði ekkert um neitt nema sjálfa
mig og hef ég lært af þeirri reynslu.
Ég veit að Erna er komin á betri
stað þar sem henni líður miklu betur.
Það er samt svo erfitt að trúa að hún
sé allt í einu farin. Er ekki almenni-
lega búin að átta mig á því, mér líður
alltaf eins og hún muni koma aftur.
Skil samt ekki og mun aldrei skilja af
hverju Erna var tekin frá okkur. En
núna er hún á betri stað og er pottþétt
að spila fótbolta með flottustu gaur-
unum. En þetta er einhvern veginn
svo óraunverulegt að hún sé farin.
Ég var búin að vita það í einhvern
tíma að hún ætti ekki langt eftir en
trúði því aldrei, vildi bara ekki trúa
því. Skil ekki að af öllum þá var Erna
tekin! Hvað sem ég geri þá get ég
ekkert gert til að breyta því sem búið
er. Aðeins gert framtíðina betri. Það
er svo ótrúlegt að trúa þessu, ég var
hjá henni tvisvar í vikunni áður en
hún dó. Þá var hún frekar hress. Hún
var að segja okkur frá því að hún ætl-
aði til Írlands í sumarbúðir fyrir
krabbameinssjúk börn eins og hún
fór í fyrrasumar. Þetta sýnir bara
hvað hún var viljasterk og lífsglöð.
Daginn sem hún lést fengum við
nokkrar vinkonurnar að fara að
kveðja hana og sjá hvernig hún lá
friðsæl. Því á ég aldrei eftir að
gleyma. Ég vil votta fjölskyldu Ernu
Maríu og aðstandendum hennar alla
mína samúð. Þakka þér fyrir alla
samveruna í gegnum árin, ég gleymi
þér aldrei, Erna mín. Elska þig óend-
anlega mikið. Og það verður alltaf
hluti af þér í hjarta mínu.
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég get ekki breytt,
kjark til að breyta því
sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.
(Æðruleysisbænin)
Þín vinkona
Linda Björnsdóttir.
Elsku Erna. En hvað það verður
tómlegt að fá þig ekki oftar í heim-
sókn í Vesturfoldina, heyra hlátur
þinn innan um hina krakkana, sjá þig
brosa. En nú ertu farin eftir erfiða
baráttu við krabbamein, baráttu sem
við heyrðum þig aldrei kvarta yfir, þú
virtist bara bíta á jaxlinn og ætla að
vinna þetta, en meinið tók þig að lok-
um frá okkur. En við eigum minning-
ar eftir, góðar minningar sem koma í
hugann þegar við hugsum til baka.
Þrátt fyrir hæglátt fas, leyndist lítill
prakkari í þér. Eins og þegar þú og
Karen komust ekki í skólann vegna
snjóalaga að eigin sögn, en voruð
sennilega þær einu sem ekki komust í
Foldaskóla þennan dag. Þið voruð
bara úti að leika og rústuðuð kulda-
göllunum ykkar, eða þegar þið stelp-
urnar klædduð ykkur upp í allt of stór
föt og löbbuðuð síðan um hálft Folda-
hverfið með dúkkukerru, komuð síð-
an aftur í Vesturfoldina og bönkuðuð
uppá þegar var orðið hálfrökkvað.
Þarna stóðuð þið í alltof stórum fötum
og sumar búnar að troða inn á ykkur
einhverju til að sýnast stærri. Það var
náttúrlega smellt af mynd og mikið
hlegið.
Allir hafa misst mikið sem hafa
kynnst þér.
Foreldrum þínum Gerðu og
Gumma og systur þinni Sigrúnu
sendum við okkar innilegustu samúð-
arkveðjur en minning þín lifir um
ókomna tíð.
Elsku Erna, það er við hæfi að
ljúka þessari grein með orðum Vil-
hjálms Vilhjálmssonar:
Mér finnst ég varla heill né hálfur maður
og heldur ósjálfbjarga því er verr.
Ef værir þú hjá mér vildi ég glaður
verða betri en ég er.
Steinunn, Helgi og
Vilberg Víðir.
Lífið er undarlegt ferðalag og
stundum afar ósanngjarnt. Í dag
kveðjum við Ernu Maríu Guðmunds-
dóttur, góðan nágranna og vinkonu
sem lést eftir erfið veikindi aðeins 14
ára gömul.
Erna María var glæsileg stúlka og
einstaklega ljúf í samskiptum. Hún
var dugleg í íþróttum og áberandi í
útileikjum á vorin og sumrin. Ekkert
er líflegra en börn úti að leika með til-
heyrandi hrópum og köllum. Erna
María var stór hluti af mannlífinu í
götunni og er sárt saknað af okkur öll-
um.
Kæru Gerða, Guðmundur, Sigrún
og aðrir aðstandendur. Guð gefi ykk-
ur styrk á þessum erfiðu tímum.
Minning um góða stúlku lifir.
Björg, Gunnar, Sigrún
og Sigurður.
Elsku Erna María, músin mín, ég
vil byrja á því að þakka þér fyrir að
hafa fengið að kynnast þér og fengið
að eyða með þér tíma þó stuttur væri,
það voru forréttindi. Ég hef aldrei
heyrt um aðra eins hetju og þú varst,
hugleiddi mikilmenni bókmenntanna
sem svo oft er vitnað í en fann þar
engan sem mér finnst jafnast á við
þig. Mér finnst ég tóm núna en veit að
þegar frá líður mun ég ylja mér við
allar minningarnar um þig. Ég gæti
sagt endalausa fallega hluti um þig en
eftirfarandi ljóð lýsir mínum tilfinn-
ingum:
Skrifuð á blað
verður hún væmin
bænin
sem ég bið þér
en geymd
í hugskoti
slípast hún
eins og perla í skel
við hverja hugsun,
sem hvarflar til þín.
(Hrafn A. Harðarson.)
Elsku Sigrún Huld, Gerða, Gummi
og aðrir ástvinir, hugur minn er hjá
ykkur og ég bið góðan Guð að senda
ykkur styrk á þessum erfiðu tímum.
Halldóra Æsa.
Skemmuvegi 48, Kópavogi.
Simi 5576677
www.steinsmidjan.is
Helluhrauni 10, 220 Hfj.
Sími 565 2566
www.englasteinar.is
Fallegir legsteinar
á góðu verði
Englasteinar
Fallegir steinar
á verði
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÞÓRARINN (DÚDDI) GUÐLAUGSSON
húsasmíðameistari,
Aðalgötu 5,
Keflavík,
sem lést á Landspítalanum þriðjudaginn
19. apríl sl., verður jarðsunginn frá Grafarvogs-
kirkju föstudaginn 29. apríl kl. 13:00.
Sæbjörg Brynja Þórarinsdóttir, Pétur Stefánsson,
Sigrún Þórarinsdóttir, Ólafur Þorri Gunnarsson,
Guðlaugur Valgarð Þórarinsson, Kristín Elfa Ingólfsdóttir,
Birna Sólveig Lúkasdóttir, Ellert Karl Guðmundsson,
Bogi Ingvar Traustason, Gerður Guðnadóttir,
barnabörn og langafabörn.
Móðir okkar,
UNNUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
Stað,
Reykhólasveit,
lést á Landspítala Hringbraut þriðjudaginn
26. apríl.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Sigurvin Ólafsson,
Árni Snæbjörnsson,
Friðgeir Snæbjörnsson,
Eiríkur Snæbjörnsson.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi
HALLDÓR HÖSKULDSSON,
Réttarheiði 25,
Hveragerði,
lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðju-
daginn 26. apríl.
Útförin fer fram frá Hveragerðiskirkju miðviku-
daginn 4. maí kl. 15.00.
Guðrún Kristjánsdóttir,
Höskuldur Halldórsson, Aldís Eyjólfsdóttir,
Erna Harðardóttir
og barnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
HALLDÓR GUÐJÓNSSON
vélstjóri,
Bræðratungu 28,
Kópavogi,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 26. apríl.
Jarðarförin auglýst síðar.
Sigríður Björnsdóttir,
Sigurður Halldórsson,
Björn Halldórsson,
Guðjón Halldórsson, Margrét Helgadóttir,
Sindri Guðjónsson, Petra Hólmgrímsdóttir,
Logi Guðjónsson.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGURLAUG ARNÓRSDÓTTIR,
Smárahvammi 16,
Hafnarfirði,
lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans sunnu-
daginn 24. apríl.
Jarðarförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
föstudaginn 29. apríl kl. 13.00.
Guðrún Axelsdóttir,
Solveig Axelsdóttir, Svavar Haraldsson,
Hrönn Axelsdóttir, Guillermo Rito,
Axel Kristján Axelsson, Anna Eiríksdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
Eiginmaður minn,
SIGURÐUR ARNÞÓR PÁLSSON,
Melgerði 29,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut mánu-
daginn 18. apríl.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Kristín Bernburg
Anna Lára Lárusdóttir.