Morgunblaðið - 28.04.2005, Síða 36

Morgunblaðið - 28.04.2005, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Haukur ÓskarÁrsælsson fædd- ist í Reykjavík 6. mars 1930. Hann lést á Borgarspítalanum 17. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans eru Ársæll Kjartansson, f. á Stokkseyri 20. jan. 1906, d. 13. apríl 1991, og Klara Ve- mundsdóttir, f. í Reykjavík 21. sept. 1909. Systkini Hauks eru Ársæll Reynir, f. 11. des. 1934, d. 1934, Hafsteinn, f. 11. des. 1934, d. 1934, Hafsteinn Ársæll, f. 26. sept. 1937, Hrafn, f. 2. júní 1943, d. 1945, Anna, f. 9. ágúst 1944 og Stúlka Ársælsdóttir, f. andvana 17. febr. 1949. Haukur Óskar kvæntist Huldu Dóru Friðjónsdóttir, f. 17. okt. 1932, d. 27. sept. 1998, þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Albína Halla hjúkrunarfræðingur, f. 25. jan. 1951, gift Þorgeiri Benediktssyni vélvirkja, f. 9. apríl 1952, þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn. 2) Hrafn hárskeri, f. 2. ágúst 1952, d. 26. apríl 2000. Fyrri kona Ásta Björnsdóttir, þau skildu, þau eign- uðust son og eitt barnabarn. Seinni kona Hrafnhildur Gunnarsdóttir, þau slitu samvistum, þau eignuð- ust tvö börn og tvö barnabörn. 3) Heiða sjúkraliði, f. 26. des. 1955, gift Guðmundi Haf- þóri Þorvaldssyni skipstjóra, f. 21. nóv. 1953, þau eiga þrjú börn og þrjú barna- börn. 4) Gunnhildur Harpa ráðgjafi, f. 3. mars 1960, gift Hannesi Sigurgeirs- syni framkvæmda- stjóra, f. 5. apríl 1961. Harpa á tvö börn og tvö barna- börn. Hannes á tvö börn. Sonur Hauks Ósk- ars og Guðmundínu Jóhönnu Júlíusdóttur, f. 4. febrúar 1934, d. 28. febrúar 1994, er Ragn- ar fisksali, f. 26. maí 1951, kvæntur Josephine C. Tangolamus, f. 22. júní 1970, þau eiga tvö börn. Haukur kvæntist Unni Sigur- jónu Jónsdóttir, f. 31. október 1927, 17. júní 1966. Börn hennar eru: 1) Halldóra María Ríkarðs- dóttir, f. 3. jan. 1949, gift Sigurði Guðna Jóhannssyni múrarameist- ara, f. 16. maí 1949, þau eiga þrjú börn og fjögur barnabörn. 2) Jón- ína Kristbjörg Björnsdóttir, f. 1. mars 1958, gift Sigurði Hans Jóns- syni bifvélavirkja, f. 4. jan. 1959, þau eiga fjögur börn og fjögur barnabörn. Haukur Óskar verður jarðsung- inn frá Digraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Nú er hann elsku pabbi minn dáinn eftir stutt en erfið veikindi. Mamma kynntist Hauk á spila- kvöldi hjá SÍBS í Rauða krossinum við Snorrabraut, þá var ég rétt 7 ára gömul. Mín fyrsta minning um hann var þegar ég, bara 7 ára kríli, og hann leiddumst hönd í hönd eftir Njálsgötu og hann spurði mig hvort ég vildi kalla hann Hauk eða pabba. Auðvitað valdi ég pabba og hef aldrei séð eftir því, betri pabba og vin hefði ekki verið hægt að hugsa sér. Hann var mín fyr- irmynd, stoð og stytta í einu og öllu og fyrir það mun ég ætíð vera þakklát. Pabbi vann við bókhaldsstörf mest alla sína tíð hjá hinum ýmsu fyrir- tækjum. Honum þótti ákaflega gaman að lesa og voru fróðleiksfýsn hans engin takmörk sett. Ungur að aldri fór hann að tapa heyrn og ágerðist það með aldrinum. Árið 2003 fór hann í kuðungsígræðslu til Svíþjóðar til að reyna að bæta heyrnina því sjónin var farin að há honum líka mikið. Gekk aðgerðin ágætlega en heyrnin batnaði því mið- ur ekki mikið vegna mikils eyrnasuðs. Það háði þó ekki samskiptum okkar því það var alltaf ósýnileg taug á milli okkar, svo orð voru oft á tíðum óþörf. Pabbi var mikill húmoristi og sá alltaf spaugilegar hliðar á öllum málum og hélt hann þeim eiginleika alveg fram undir það síðasta. Pabbi og mamma höfðu ákaflega gaman af að ferðast bæði innanlands og utan. Því miður komust þau ekki í ferðina sína sem var ráðgerð nú sumardaginn fyrsta en hann er í staðinn lagður upp í sína hinstu ferð og mikið er ég þakklát fyr- ir að hafa fengið að halda í höndina á honum á meðan, eins og forðum daga. Pabbi og mamma voru ákaflega samrýnd hjón sem best kom fram í veikindum hans þar sem hún vék ekki frá honum, hvorki nótt né dag. Veit ég að hann mun bíða hennar með opinn faðminn þegar hennar tími kemur. Ég vil skila einskæru þakklæti mínu til allra sem önnuðust hann í veikindum hans og sérstakar þakkir til lungnadeildar Borgarspítalans. Elsku mamma mín, Guð styrki þig í sorg þinni og söknuð. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Þín dóttir, Jónína Kristbjörg Björnsdóttir. HAUKUR ÓSKAR ÁRSÆLSSON Í dag kveðjum við Helga Gunnlaug Ólafsson veiðifélaga og tengdaföður Einars sonar okkar. Andlát hans er okkur öllum reiðarslag, sem áttu með honum ánægjustundir í ævintýra- ferðum um hálendið og ókunnar slóðir við veiðivötn landsins. Okkur brestur allan skilning á svo mis- kunnarlausum örlögum, er dæma slíkan atorkumann, á hátindi lífs síns, svo fyrirvaralaust úr tilveru okkar. Þótt við hittumst öll um síðir handan eilífðar er þessi missir í hugum okkar allt í senn óvæntur, harmþrunginn og ótímabær, og kollvarpar allri framtíðarsýn um ráðgerðar samverustundir við fjallavötnin. Kynni okkar veiðifélaga og Gunnlaugs hófust er sonur minn Einar kvæntist Guðrúnu, dóttur þeirra hjóna Kristínar og Gunn- laugs. Þeir félagarnir Hannes Har- aldsson, æskufélagi minn, og Gunn- laugur gengu til liðs við okkur og efldu með því samstöðu og sam- kennd heildarinnar. Með framlagi þeirra víkkaði heildarsýn okkar á fegurð íslenskrar náttúru, en þar miðlaði Gunnlaugur okkur af reynslu sinni og færni við ólíkar og óvæntar aðstæður. Hann kunni jafnan lausn á ófyrirséðum vanda og leysti mál af hógværð en ákveðni í anda þeirrar reynslu sem hann bjó yfir sem farsæll skipstjóri með gifturík mannaforráð. Í ferð- um okkar sannaðist að sumir eru aflaklær af guðs náð, því Gunnlaug- ur hafði einstakt lag á að veiða, þegar við með áralanga reynslu í glímunni við vatnabúann urðum tæpast varir. Þannig jók hann jafn- an aflatölur heildarinnar þegar illa áraði, rétt eins og hann gerði í ævi- starfi sínu. Fyrir allt þetta þökkum við veiðifélagarnir og kveðjum Gunnlaug með trega. En kynni okkar Helgu af Gunn- laugi og Kristínu hafa þó öðru GUNNLAUGUR ÓLAFSSON ✝ GunnlaugurÓlafsson fæddist í Þykkvabæ 6. ágúst 1946. Hann lést á krabbameinsdeild 11E Landspítala – háskólasjúkrahúss 16. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Landa- kirkju í Vestmanna- eyjum 23. apríl. fremur staðið á far- sælum og persónuleg- um grunni, þar sem sonur okkar og dóttir þeirra bundust traust- um og kærleiksríkum hjúskaparböndum. Umhyggja Gunnlaugs og Kristínar fyrir börnum og barnabörn- um okkar hefur verið einstök og rennt stoð- um undir ástríki fjöl- skyldunnar og gefandi framtíð þriggja barna- barna okkar. Er við hjónin kveðj- um Gunnlaug nú hinstu kveðju er örvænt um nokkur þau orð er geta tjáð þann söknuð og harm sem fall- ið hefur á okkur öll. Í vitund þess sendum við elskulegri fjölskyldu hans okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu vinar okkar og félaga Gunnlaugs Ólafs- sonar. Guttormur, Helga og veiðifélagar. Hníga óðum mætir menn, myrkvast hljóð í strengjum. Fjölgar þjóðar föllum enn, fækkar góðum drengjum. (Hjálmar frá Hofi) Nú þegar Gulli vinur okkar er farinn yfir móðuna miklu skulu þakkaðar samverustundir á liðnum árum, sem því miður voru allt of fá- ar. Við hefðum allir yndi af ferðalög- um í óbyggðum Íslands. Á veturna geta ferðir þessar stundum verið strembnar. Það er á slíkum stund- um sem kemur í ljós hverjir eru menn og hverjir ekki. Þar komu best í ljós kostir Gulla. Hann var traustur og öruggur ferðafélagi á allan hátt. Í öll þessi ár munum við ekki eftir að hann hafi skipt skapi í eitt einasta skipti. Hann var hæg- látur og dulur en við nánari kynni kom í ljós drengur góður sem voru forréttindi að kynnast. Dimmt var yfir og dapurt geð, dvaldi hugur við náinn. Aldrei verður með augum séð oftar vin sem er dáinn. En fyrir Lausnarans miskunn má maðurinn, harmi sleginn, eiga þá vissu von að sjá vininn sinn hinum megin. (Magnús Guðbrandsson) Aðstandendum vottum við okkar dýpstu samúð. Magnús Pétursson og Þór Magnússon. Á fyrstu árum mínum í Eyjum, upp úr 1992, vann ég í Bankanum – með stórum staf! Þannig var nefni- lega ávallt talað um Íslandsbanka og forvera hans, Útvegsbankann, og olli engum misskilningi. Hlut- verk mitt var fyrst og fremst að hafa umsjón með lánamálum sjáv- arútvegsfyrirtækja og auðvitað kynntist ég vel mörgum forvígis- mönnum sjávarútvegsins í Eyjum. Einum slíkum kynntist ég hins veg- ar ekki nema af afspurn. Sá var Gunnlaugur Ólafsson, Gulli á Gandí, eins og hann var kallaður í Eyjum. Hann átti aldrei erindi í Bankann og hafði þar af leiðandi ekkert við þennan unga hagfræðing að tala sem ábyrgð bar á sjávarút- vegslánunum. Útgerð Gulla var traust, stofnuð í árslok 1976 með kaupum á fyrsta bátnum sem hann gaf nafnið Gandí. Lengst af var hann sjálfur skipstjóri á bátum sín- um. Löngu síðar, á skötukvöldi Hrekkjalómafélagsins á aðventu 1999, tyllti ég mér hjá Gulla. Við skiptumst á nokkrum sögum af sjónum yfir örlitlu tári í glasi og ákváðum að hittast aftur eftir helgi. Það gerðum við í tvígang og ég skynjaði strax ástæðuna fyrir því að útgerð Gulla hvíldi á öruggri undirstöðu. Hann var traustið upp- málað, sagði ekki margt en hvert orð var sem meitlað í stein. Það sem sagt var stóð og varð ekki haggað. Samtölin leiddu til ákvörð- unar um að sameina Vinnslustöðina hf. og Gandí undir merkjum Vinnslustöðvarinnar hf. Þetta voru fyrstu skrefin í endurreisn félags- ins eftir erfið ár og jafnframt upp- hafið að kynnum mínum af Gulla. Eftir sameininguna kíkti hann stundum inn á skrifstofuna í kaffi. Haustið 2002 kom Gulli í heimsókn en þá var nokkur óvissa um eign- arhald í Vinnslustöðinni og við ræddum þá stöðu. Spjallið endaði með því að Gulli kvað upp úr með afstöðu sína: ,,Jú, ætli það ekki bara.“ Þar með var ákveðið að ráð- ast í að styrkja eignarhald Eyja- manna í Vinnslustöðinni með Gulla á Gandí í lykilhlutverki. Eftir þá breytingu leit hann oftar inn í kaffi en áður og hringdi þess á milli til að fylgjast með. Hann hafði lifandi áhuga á rekstri félagsins, fylgdist með fiskiríi, gangi vinnslunnar og velferð starfsmanna. Gulli sat í varastjórn Vinnslu- stöðvarinnar frá 2000, í aðalstjórn frá 2003 og var varaformaður henn- ar allt til dauðadags. Eiginleikarn- ir, sem fleyttu honum svo farsæl- lega áfram sem skipstjóra og útgerðarmanni, nýttust vel í stjórn félagsins. Hann vildi fara gætilega en var jafnframt áræðinn. Hann vissi að þeir fiska sem róa og að engin uppskera fæst sem ekki er til sáð. Gulli var óragur að taka ábyrgð á ákvörðunum, styðja þær og fylgja þeim eftir þótt erfiðar væru. Honum leiddist hreint ekki að leggja því lið sem honum þótti til framfara horfa í Eyjum. Ánægjan leyndi sér til dæmis ekki þegar Vinnslustöðvarmenn fóru fyrir nokkru að velta vöngum yfir teikn- ingum af nýjum skipum. Gulli gat hreinlega ekki setið kyrr af spenn- ingi en lagði samt áherslu á að und- irbúa allt vel og sýna ýtrustu að- gæslu. Hann flanaði ekki að neinu. Kynni mín af Gulla voru farsæl en allt of stutt og ég minnist hans með mikilli þökk. Traustari vinur og bakhjarl er vandfundinn. Vinnslustöðin og byggðarlagið í Eyjum sér á bak einum af mátt- arstólpum sínum. Fyrir hönd starfsfólks Vinnslu- stöðvarinnar votta ég eiginkonu hans og fjölskyldu dýpstu samúð. Sigurgeir B. Kristgeirsson. Gulli á Gandí er fallinn frá langt fyrir aldur fram. Þessum kæra vini kynntist ég fyrst í Oddfellowstúk- unni Herjólfi í Eyjum fyrir 23 ár- um. Ég vissi alltaf hver Gulli á Gandí var en í Oddfellow lágu leiðir okkar saman enda áttu hugsjónir Reglunnar stað í hjarta okkar beggja. Þegar ég varð yfirmeistari stúk- unnar árið 1998 fékk ég Gunnlaug til að verða ritara. Hann hafði lista- rithönd, skrifaði fágaðan og kjarn- yrtan texta. Gunnlaugur var enda fagurkeri af bestu gerð. Það sást alla tíð í fari hans og fasi, umgengni við bátinn sem hann var alla tíð kenndur við eftir að hann varð út- gerðarmaður á Gandí VE 171. Þá held ég að Gulli hafi gengið með snert af bíladellu, en alla tíð hefur hann átt góða og flotta bíla. Gunnlaugur var hægur í lund og bifaðist ekki mikið þótt mikið gengi á. Það var hans stíll að hlusta, en láta verkin tala. Hann hafði hárfín- an húmor og var gríðarlega stríð- inn, en í því eins og öðru fór hann fínt með það. Í fjölmörgum tjald- vagnaferðum okkar þar sem saman var kominn fastur kjarni Herjólfs- bræðra og eiginkvenna fór hann oft á kostum í sameiginlegum grill- veislum á tjaldstæðum eða áning- arstöðum inni á hálendinu. Hann kunni þá list vel hvenær var rétt að kynda aðeins undir, eða taka annan pól í hæðina. Gunnlaugur hefur verið farsæll í störfum sínum og ekki síður sem fjölskyldumaður. Eiginkona hans Kristín Gísladóttir hefur verið traustur og góður lífsförunautur og þau bjuggu dætrum sínum fallegt heimili sem okkur vinum þeirra þótti gott heim að sækja. Ég heimsótti Gunnlaug á sjúkra- hús í Reykjavík bæði í haust og vet- ur og tók hann veikindum sínum af miklu æðruleysi. Hann var staðráð- inn í því þegar við ræddum saman síðast að sigrast á veikindum sín- um, Gunnlaugur var ekki vanur að tapa. En í þessum leik var ekki rétt gefið. Góður vinur er fallinn frá en eftir eru minningar um góðan dreng, traustan vin og félaga sem við hjón- in áttum svo góðar stundir með í frábærum vinahópi sem ber fráfalls Gunnlaugs ekki bætur. Mestur er þó missir fjölskyldunnar. Ég votta Kristínu, dætrum, aldraðri móður og tengdamóður Gunnlaugs og fjöl- skyldu hans allri samúð og bið þeim öllum Guðs blessunar. Ásmundur Friðriksson. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, sonar, tengda- sonar, tengdaföður, afa og bróður, GUNNLAUGS ÓLAFSSONAR, Litlagerði 19, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki og læknum á krabbameinsdeild 11E, Landspítala við Hringbraut, fyrir góða umönnun og einstaka alúð. Fyrir hönd aðstandenda, Kristín Elín Gísladóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elsku dóttur okkar, systur og barnabarns, STELLU BJÖRNSDÓTTUR, Rauðahjalla 15, Kópavogi. Regína Wedholm Gunnarsdóttir, Björn Gunnlaugsson, Jóna Karen Wedholm Björnsdóttir, Albert Ásvaldsson, Gunnlaugur Björnsson, Jóna W. Jóhannesdóttir, Stella Bjarnadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.