Morgunblaðið - 28.04.2005, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2005 39
AFMÆLI
Einn mesti Íslands-
vinur sem ég hef
nokkurn tíma kynnst
er Pamela Brement,
fyrrverandi sendi-
herrafrú Bandaríkj-
anna hér á Íslandi,
eiginkona Marshall
Brement, sem var hér
sendiherra á árunum
1982 til 1985. Í dag,
28. apríl, stendur
þessi síunga, glettna
kona á sjötugu og það
finnst mér sannast
sagna ótrúlegt og vera
enn ein sönnun þess
að aldur er afstæður. Þú ert jafn-
gamall og þér finnst þú vera er lífs-
mottó Pamelu og þið sem ekki
þekkið þessa glaðværu, glæsilegu
og gáfuðu konu megið alveg hafa
orð mín fyrir því að Pamelu finnst
hún vera ung og er þar af leiðandi
ung.
Ég kynntist þeim hjónum
Marshall og Pamelu aðeins lítillega
þegar þau voru hér á landi; ég þá
til þess að gera nýbyrjuð í blaða-
mennsku en hitti þau þónokkrum
sinnum og fannst mikið til um
hversu opin, einlæg og tilgerðar-
laus þau voru, auk þess sem það
heillaði mig að sendiherra Banda-
ríkjanna og frú skyldu fara ótroðn-
ar slóðir í því að velja sér vini og þá
sem þau umgengust mest.
Þau löðuðu að sér listamenn úr
flestum geirum menningarlífsins,
úr tónlistinni, myndlistinni, skáld-
skapnum, leiklistinni, svo fátt eitt
sé upptalið og ekki var laust við að
einhverjir á hægri væng stjórnmál-
anna, bæði á Íslandi og í Banda-
ríkjunum, litu hjónin hornauga fyr-
ir fjölbreytnina í vinavalinu því svo
var að skilja að þeir sem voru
lengst til hægri teldu að þeir ættu
einhvern einkarétt á hinum ágæta
félagsskap þeirra hjóna. Auðvitað
áttu þau einnig góða vini úr pólitík-
inni, bæði til hægri, vinstri og af
miðjunni; vini sem þau hafa haldið
tryggð við allar götur síðan.
Ekki fleiri orð um það því þetta
tilheyrir allt löngu liðinni tíð. Aftur
til vinskapar míns við þau hjón.
Þegar ég fór til framhaldsnáms
við Harvard-háskóla árið 1987
bjuggu þau Marshall og Pamela í
grennd við Newport á Rhode Is-
land, í einu af fimm fylkjum Nýja
Englands. Til þeirra, á hið sögu-
fræga setur Prescott Farm, var að-
eins hálfs annars tíma akstur frá
Boston. Þau buðu mér fljótlega að
koma og dvelja hjá sér eina helgi
sumarið 1987 og segja má að eftir
fyrstu helgardvöl mína hafi þau
meira og minna ættleitt mig um
helgar, þegar ég átti heimangengt
frá Cambridge, á meðan ég var við
nám við Harvard.
Frá þessum dýrlegu helgum á ég
margar góðar minningar. Við átt-
um stórkostlegar stundir saman,
HEILL ÞÉR,
PAMELA!
sátum löngum stund-
um og ræddum lífsins
gagn og nauðsynjar,
íslenska pólitík,
bandarísk stjórnmál,
fórum í langa göngu-
túra eftir ströndinni,
skoðuðum sögufrægar
byggingar og eltumst
við sýningar og menn-
ingarlegar uppákom-
ur.
Þau héldu upptekn-
um hætti og löðuðu að
sér menningar- og
listafólk í röðum, af
ýmsum þjóðernum og
ávallt fannst mér sem Íslendingar
væru í mestu uppáhaldi hjá þeim
hjónum. Þau sýndu það bæði í orði
og verki.
Ég fékk að kynnast aragrúa vina
þeirra og kunningja, Orest og
Kaju, Virginiu, uppeldisbróður
Jackie Kennedy, sem ég man því
miður ekki hvað heitir, Sonju
Zorilla, Haraldi Sigurðssyni og ótal
mörgum öðrum, sem ég kann því
miður ekki enn að nefna. Pamela
og Marshall eru ótrúlegir gest-
gjafar, rausnarleg í veitingum,
glæsileg í móttökum, leiftrandi
skemmtileg, upplýst og fróð.
Alltaf, hvar sem ég hef verið með
þeim, sem var til að byrja með á
Rhode Island, en hefur síðan verið
á heimili þeirra til skamms tíma í
Virginia, á heimili þeirra í Gar-
misch-Partenkirchen í Bayern í
Þýskalandi, í allnokkur skipti, þar
sem þau bjuggu um nokkurra ára
skeið og hér á Íslandi, hefur Ís-
land, íslensk saga, íslensk menn-
ing, íslensk náttúra verið í for-
grunni í okkar samskiptum þar
sem þau hafa verið gefandinn en ég
þiggjandinn. Nú hef ég það á
stefnuskrá að heimsækja þessa vini
mína á heimili þeirra í Arizona í
Bandaríkjunum en þangað fluttu
þau frá Virginia nýverið.
Haustið 1988 kom Pamela hing-
að til Íslands að heimsækja mig og
fórum við saman í hestaferð með
Íshestum, þ.e.a.s. við riðum Fjalla-
baksleið syðri sem varð ógleym-
anleg og dýrleg reynsla sem við
báðar búum enn að.
Við höfum iðulega símleiðis og í
tölvupósti í flimtingum, allan þann
aragrúa brandara og stráksskap
sem við stóðum fyrir í hestaferð-
inni og gengum jafnvel fram af
heldur settlegri ferðafélögum.
Ég, af skepnuskap mínum, hafði
t.d. kennt Pamelu, sem var eins og
sífellt upphrópunarmerki vegna
náttúrufegurðar, að þegar maður
vildi gefa einhverju náttúrufyrir-
bærinu sérstaka úrvalseinkunn
hrópaði maður miður smekklega
setningu sem ég ætla að stilla mig
um að setja á prent hér í Morg-
unblaðinu. Þetta lét ég vinkonu
mína hrópa upp hvað eftir annað
Íslendingum í hópnum til mikillar
hrellingar en mér náttúrlega til
mikils hláturs áður en ég skýrði
fyrir henni merkingu upphrópun-
arinnar og leiðrétti orðaforða
hennar þannig að eftir þetta hróp-
aði Pamela: Dýrlegt! Dásamleg!
Stórkostlegt! til skiptis og hló dátt
að barnslegum hrekk mínum.
Við Pamela eigum okkur að
minnsta kosti eitt uppáhaldsleikrit
sameiginlegt sem er The Import-
ance of Being Earnest eftir Oscar
Wilde. Eitt allra fyndnasta leikrit
sem ég nokkurn tíma lesið og séð
með ótrúlegum fjölda orðaleikja,
tvíræðni, háði og beittri ádeilu.
Eitt sinn er ég var í Garmisch að
vetri til, ég held 1997, hjá þeim
Marshall og Pamelu, ákváðum við
að aka til München til þess að sjá
þýska uppfærslu á leikritinu en
þau hjón voru þá bæði í þýskunámi
meðfram öðrum störfum sínum.
Við fórum sem sé að sjá Die Ge-
wichtigkeit Earnest zu sein. Og
þvílíkur voði! Ekkert komst til
skila, enginn húmor, engin tví-
ræðni, engin ádeila, bara algjör lit-
laus flatneskja og við Pamela vor-
um eiginlega í kúltúrsjokki á eftir.
Ekki nóg með það, eftir leiksýn-
ingu voru sendiherrahjónin fyrr-
verandi heiðruð með því að vera
boðin til hófs með leikstjóranum og
aðalleikurum til þess að geta rætt
sýninguna við „stjörnurnar“ og
auðvitað tóku þau gest sinn Agnesi
með sér til hófsins.
Ekki er að orðlengja það að um-
ræður um uppfærsluna hófust,
leikstjórinn og leikararnir augsýni-
lega mjög ánægð með sína túlkun á
Wilde en mér fannst auðvitað
nauðsyn á því að láta í ljós van-
þóknun mína á klúðri þýsku lista-
mannanna við afar takmarkaðar
undirtektir. Pamela vissi hvað
klukkan sló og hóf þegar í stað að
sparka með mjög svo reglubundn-
um hætti í sköflung mér undir
borði þar til ég sá að mér og ákvað
að þagna.
Með marinn og bláan sköflung,
en til þess að gera heilt mannorð,
haltraði ég á vit skíðalanda
Garmisch-Partenkirchen næsta
morgun.
Þetta er eitt af einkennum Pam-
elu, hún kann sig svo vel, þessi
heimskona, húmoristi og hestakona
og hefur án eftirsjár axlað ábyrgð-
ina af því að reyna nú aðeins að
tukta hana Agnesi vinkonu sína til,
að minnsta kosti að hefla örlítið.
Fyrir það og svo margt annað
kann ég vinkonu minni Pamelu
miklar þakkir og mest þakka ég
óbilandi vináttu öll þessi ár.
Ég veit ég á að bera henni og
Marshall heillaóskir frá fjölda vina
hér á landi og annars staðar, svo
sem frá Orest og Kaju, prófessor
Sigurði Helgasyni og Artie, í Cam-
bridge, Massachucettes, Matthíasi
Johannessen og Hönnu, Árna
Bergmann og Lenu, Kristjönu og
Baltasar, Jóni Baldvini og Bryn-
dísi, Atla Heimi Sveinssyni og
örugglega öllum sem á annað borð
þekkja þessi heiðurshjón.
Heill þér sjötugri, Pamela!
Agnes Bragadóttir.
Frá bridsdeild
FEBK Gjábakka
Föstudaginn 22/4 var spilaður tví-
menningur á 9 borðum.
Meðalskor 216 . Úrslit urðu þessi:
N/S
Albert Þorsteinss. – Sæmundur Björnss.282
Björn Hermannss. – Gústaf Björnsson 269
Rafn Kristjánsson – Oliver Kristófersson
237
A/V
Einar Einarsson – Jóhann Lúthersson 261
Helga Helgadóttir – Sigrún Pálsdóttir 252
Magnús Oddsson – Ragnar Björnsson 252
Firmakeppni Brids-
sambandsins endurvakin
Laugardaginn 21. maí nk. verður
Firmakeppni BSÍ haldin, en þetta
skemmtilega mót hefur legið niðri
um nokkurra ára skeið.
Spiluð verður sveitakeppni, stutt-
ir leikir, spilatími frá 11:00 til 17:30.
Þátttökugjald er kr 25 þús. á sveit
og eru veglegar veitingar innifaldar
allan daginn.
Spilað er um gullstig og eru
óreyndir keppnisspilarar sérstak-
lega velkomnir.
Spilalok hjá Hreppamönnum,
enda sauðburður að hefjast
Nú er lokið
bridskeppni á
Flúðum hjá okk-
ur Hreppamönn-
um þennan vetur-
inn enda sauð-
burður senn að
hefjast og reynd-
ar mörgu öðru að
sinna í sveitinni
þegar fer að vora.
Á síðasta brids-
kvöldinu var spil-
aður tvímenningur.
Úrslit urðu þessi:
Viðar Gunngeirss. og Gunnar Marteinss. 79
Magnús Gunnl.s. og Pétur Skarphéðinss. 77
Sigurður Sigmss. og Ingibj. Steindórsd. 64
Karl Gunnl.s. og Jóhannes Sigmundss. 64
Ásgeir Gestsson og Guðm. Böðvarsson 59
Ólafur Guðjónsson og Helgi Guðmss. 55
Karl Gunnlaugsson varð brids-
maður ársins árið 2004 hjá Hreppa-
mönnum og var hann verðlaunaður
af því tilefni. Karl hefur verið spila-
stjóri marga vetur og á þakkir skild-
ar fyrir gott starf.
Gullsmárabrids
Bridsdeild FEBK í Gullsmára
spilaði tvímenning á 13 borðum
mánudaginn 25. apríl. Miðlung 264.
Beztum árangri náðu í NS:
Páll Ólason – Elís Kristánsson 339
Kristinn Guðmundss. – Guðm. Pálsson 318
Dóra Friðleifsd. – Jón Stefánsson 308
AV
Guðm. Guðveigsson – Guðjón Ottóssson 332
Steindór Árnason – Tómas Sigurðsson 294
Ásta Erlingsdóttir – Heiður Gestsdóttir
282
Bridsfélag Borgarfjarðar
Mánudaginn 25. apríl lauk spila-
mennsku vetrarins með eins kvölds
tvímenningi með þátttöku 16 para. Í
tilefni þess að stjórnin var að losna
við okkur spilarana í sumarfrí hélt
hún okkur veislu mikla þar sem veit-
ingar voru á við meðal fermingar-
hóf, slík var gleði hennar að vera
laus við okkur.
Spilamennskan var venju sam-
kvæmt skemmtileg og gekk á ýmsu.
Athyglisverðast var þó spilið þar
sem leiknir voru 6 tíglar á fimm
borðum. Á einu borði hafði austur
sig ekki í að dobla þó hann héldi á ás
og kóng í tígli en aðrir spilarar létu
sig hafa það. Kokhraustastur var þó
suðurspilarinn sem redoblaði. Svona
eiga „síðustu“ kvöld að vera.
Þá var skemmtilegt að sjá að
unga parið okkar þau Fjölnir í
Deildartungu og Lára á Hvanneyri
voru með rúmt meðalskor á meðan
eldri bræður Fjölnis sáust ekki þeim
megin frekar en pabbi Láru. Að
endingu þakkar „fréttaritari“ fyrir
gott samstarf vetrarins og kann
Morgunblaðinu þakkir fyrir að birta
þetta bull okkar úr Borgarfirðinum.
Úrslit kvöldsins urðu annars sem
hér segir:
Örn Einarsson – Kristján Axelsson 214
Jón H. Einarsson – Anna Einarsdóttir 204
Stefán Kalmanss. – Hörður Gunnarss. 191
Guðmundur Þorst. – Flemming Jessen 189
Frá eldri borgurum
í Hafnarfirði
Föstudaginn 22. apríl var spilað á
8 borðum og var meðalskor 168. Úr-
slit urðu þessi í N/S:
Ásgeir Sölvason – Guðni Ólafsson 192
Jón Pálmason – Sverrir Jónsson 176
Friðrik Hermanns. – Bragi V. Björnss. 171
A/V
Sverrir Gunnarss. – Einar Markússon 190
Jón R. Guðmundss. – Kristín Jóhannsd. 179
Jón Gunnarsson – Sigurður Jóhannss. 173
Þriðjudaginn 26. apríl var spilað á
9 borðum og var meðalskor 216. Úr-
slit urðu þessi í N/S:
Sverrir Gunnarss. – Sigurb. Elentínuss. 256
Albert Þorsteinss. – Sæmundur Björnss.
242
Oddur Jónsson – Þorvaldur Þorgrímss. 240
A/V
Kristrún Stefánsd. – Anna Hauksdóttir 255
Friðrik Hermannss. – Jón Sævaldsson 241
Jón Ó. Bjarnas. – Sigurður Hallgrímss. 228
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Karl Gunnlaugsson
bridsmaður ársins
2004 hjá Hreppa-
mönnum.
FRÉTTIR
BJÖRGÓLFUR Thorsteinsson
rekstrarhagfræðingur var valinn
nýr formaður Landverndar til
næstu tveggja ára á aðalfundi
samtakanna, sem haldinn var á
Hellissandi um helgina sem leið.
Björgólfur tekur við af Ólöfu Guð-
nýju Valdimarsdóttur sem hefur
gegnt starfinu undanfarin fjögur
ár.
Björgólfur, sem hefur starfað
um árabil í fjárfestingabönkum í
London og Reykjavík starfar nú
sem sjálfstæður ráðgjafi. Hann
segist vilja leggja áherslu á vernd-
un hálendisins, fræðslu og umræðu
um umhverfismál og umfjöllun um
erfðabreyttar lífverur og hugsan-
leg skaðleg áhrif þeirra á umhverf-
ið.
Á aðalfundi Landverndar var
m.a. fjallað um náttúruvernd á höf-
uðborgarsvæðinu. Þar var m.a.
samþykkt ályktun um það að víða
á höfuðborgarsvæðinu og innan
landnáms Ingólfs sé að finna verð-
mætar náttúruminjar og því verði
að sýna fyrirhyggju og gát við
skipulag á landnýtingu í útjaðri
bæjarfélaganna, í aðliggjandi
hraunum, á fjallasvæði Esju,
Hengli og Bláfjöllum. Þannig hafi
mörg svæði afar hátt útivistargildi
vegna nálægðar við þéttbýlasta
svæði landsins og hafi þau þannig
bein áhrif á velferð íbúa á svæðinu
og möguleika ferðaþjónustu.
Fráfarandi formaður Land-
verndar, Ólöf Guðný Valdimars-
dóttir, sagði í skýrslu sinni heims-
byggðina hafa orðið vitni að hægri
og bítandi hrörnun vistkerfa og í
skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum
sé varað við fyrirsjáanlegri hraðari
hnignun sem ekki yrði hægt að
stöðva. Þá skýrði Ólöf frá öflugu
fræðslustarfi sem landvernd stend-
ur fyrir undir merkjum Grænfán-
ans, Bláfánans, fræðslusetursins í
Alviðru og Vistverndar í verki.
Landvernd velur
nýjan formann
STJÓRN INTER, samtaka aðila í
Internetþjónustu, hefur sent inn
kvörtun til Samkeppnisstofnunar
vegna nýrra tilboða á netþjónustu
hjá Og Vodafone og Símanum.
Telja samtökin að tilboðin feli í sér
ólöglega samtvinnun þjónustu milli
óskyldra markaða og jafnframt
undirverðlagningu.
Þar sem bæði fyrirtækin hafi
verið skilgreind í markaðsráðandi
stöðu á netmarkaði þurfi þau sér-
staklega að gæta að því að raska
ekki samkeppni með aðgerðum
sínum.
„Augljóst virðist af tilboðinu að
bæði Og Vodafone og Landssíminn
gera þá kröfu að keypt sé farsíma-
þjónusta til að hægt sé að kaupa
ADSL-þjónustu á þessum kjörum.
Slíkt er að mati stjórnar Inter
samtvinnun (e. bundling) á milli
skýrt skilgreindra markaða.“
Segir stjórn Inter að í ljósi þess
að Samkeppnisstofnun hafi und-
anfarin misseri tekið sér langan
tíma til að úrskurða um kvartanir
sem þangað berast hafi verið lögð
fram krafa um að Samkeppnis-
stofnun taki málið til bráðabirgða-
úrskurðar.
Enn séu reyndar tvær kvartanir
frá Inter til stofnunarinnar óaf-
greiddar.
Kvarta til Sam-
keppnisstofnunar
HNÍFJAFNT og æsispennandi Ís-
landsmeistaramót grunnskólasveita
í skák fór fram um síðustu helgi, og í
úrslitaeinvígi milli Norðurlanda-
meistara Rimaskóla og Reykjavík-
urmeistara Laugalækjarskóla hafði
sá síðarnefndi sigur.
Þar með vann Laugalækjarskóli
sér rétt til þess að keppa fyrir Ís-
lands hönd á Norðurlandamóti
grunnskóla sem fram fer í haust.
Samhliða úrslitaeinvíginu fór fram
Íslandsmót grunnskólasveita í
stúlknaflokki. Þar sigruðu Íslands-
meistararnir frá því í fyrra, sveit
Rimaskóla, með miklum yfirburðum,
fékk alls 26 vinninga. Í öðru sæti
varð Hamraskóli með 191⁄2 vinning,
og Mýrarhúsaskóli varð í þriðja sæti
með 181⁄2 vinning.
Sveit Laugalækj-
arskóla Íslands-
meistarar í skák