Morgunblaðið - 28.04.2005, Page 40
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
OG NÚ HELDUR
NÁTTÚRULÍFSÞÁTTURINN
OKKAR ÁFRAM...
HÁKARLAR SEM
BORÐA TÆR
HVAÐ ERTU
AÐ GERA
HÉR?!
AF HVERJU VARSTU
BUNDINN? HVAÐ GERÐIST?
ÉG HÉLT AÐ ÞÚ HEFÐIR
FARIÐ SUÐUR...
EN ÞÚ
VARST 2
GÖTUM
FRÁ...
2 GÖTUR? VIÐ
LÖBBUÐUM Í
VIKU OG
KOMUMST
TVÆR GÖTUR?
VIÐ VERÐUM LÍKA AÐ LÍTA Á
BJÖRTU HLIÐARNAR... EF VIÐ
HEFÐUM FARIÐ SUÐUR ÞÁ
HEFÐUM VIÐ EKKI GETAÐ
SPILAÐ ÍSHOKKÍ...
GEIMFARINN, SPIFF,
NÁLGAST ÓVINASKIPIÐ
VERANDI ÓNÁTTÚRULEGA
HEIMSK, ÞÁ VEIT VERAN
EKKERT AF KOMU HANS
HANN RÆSIR BYSSURNAR
OG MIÐAR Á ÓVIÐBÚINN
ANDSTÆÐINGINN...
FRÚ
ORMSSON?
VARÚÐ!
RISAVAXIÐ
ÓVINASKIP
NÁLGAST
Svínið mitt
© DARGAUD
GÓÐAN
DAG... HÆ, HVAÐ
VILTU ÞÚ?
ÉG ER NÝJA
BARNFÓSTRAN
OG ÞÚ ERT EKKERT SMÁ
SKÍTUGUR. HVAR ER
MAMMA ÞÍN?
HÚN FÓR VEGNA ÞESS
AÐ VIÐ VILDUM EKKI
ÞVO OKKUR. ÞAÐ ERU 2
MÁNUÐIR SÍÐAN
VIÐ ERUM ÖLL
ÚTÖTUÐ Í FLÓM
OG SKÍT
OG ÉG ER
MEÐ LÝS
ÉG LÆT
ÞETTA SKO EKKI
VIÐGANGAST
LITLA
SYSTIR
MÍN PISSAR
ÚT UM
ALLT
LITLI ÓÞVERRI. ÉG SKAL SKO
SEGJA ÞÉR AÐ ÉG HEF TAMIÐ
VERRI KRAKKAORMA EN ÞIG!
SÍÐAST TÓK ÉG AÐ MÉR AÐ ALA
UPP HERMENN Í ÚTLENDINGA-
HERSVEITINNI. ÞEIR VORU VIÐBJÓÐSLEGIR
EN EFTIR VIKU VAR ALLT ORÐIÐ HREINT!
ÞETTA TÓKST MÉR MEÐ
HÖRKU OG OFBELDI!
ALLT Í
LAGI FRÚ
!
ÞETTA ERU EKKI BARA
SMÁBÖRN SEM...
GROIN!
HVA...
SVÍN!!
ÉG VERÐ
EKKI MÍNÚTU
LENGUR!
OG Í SÓFANUM Í
ÞOKKABÓT!
ÓGEÐSLEGT!
VIÐBJÓÐUR!
?
TAKK RÚNAR!
ÞAÐ MUNAÐI
LITLU AÐ ÞESSI
ENDIST
GROIN
ÁN ÞÍN VÆRUM
VIÐ BÚIN AÐ VERA
Dagbók
Í dag er fimmtudagur 28. apríl, 118. dagur ársins 2005
Hið vinsæla útivist-arsvæði Akurey á
Kollafirði, eins og
Katrín Jakobsdóttir
borgarfulltrúi kallar
eyjuna í nýlegri blaða-
grein, dró Víkverja til
sín um síðustu helgi í
frábæru veðri. Það er
með ólíkindum að
þessi litla eyja skuli
hafa lúrt þarna úti á
firðinum án þess að
Víkverji hafi nokkurn
tíma heimsótt hana.
Eins og hún er nú vin-
sæl útivistarperla. En
hvað um það. Þarna er
best að koma á fjörunni því eystri
helmingur eyjarinnar fer meira eða
minna á kaf á flóðinu og þá missir
maður af geysifallegu gulu sandrifi
sem tengir saman eystri og vestari
hluta eyjarinnar. Á þeim vestari er
graskollur og gamlar vegghleðslur,
líklega skjól fyrir rollur fyrr á tíð.
Á fjórtándu öld var Akurey hlunn-
indajörð kirkjunnar og er frá því
sagt í Sögu Reykjavíkur eftir Klem-
ens Jónsson að kirkjan hafi átt sæld-
ing í Akurey. Þar segir að ákvæði
um sælding í máldaga kirkjunnar
sýni að kornyrkja hafi verið nokkur í
eynni og en þar er átt við land sem
tekur eina sálds sáð af korni. Ís-
lenskt sáld var þá talið
1,053 korntunna, segir
í Sögu Reykjavíkur.
Auðvitað blasir það
við að það var korn-
akur í Akurey í gamla
daga, svona þegar
maður leiðir hugann
að nafngiftinni. Í
næsta nágrenni er
Akranes og svo auðvit-
að Akrar enn vestar
og þannig mætti áfram
telja. Allt merki um
fyrri tíðar búskap-
arhætti til forna og um
leið þess tíma veð-
urfar.
x x x
Víkverji sem hefur staðið í breyt-ingum á heimili sínu í vor, verð-
ur að hrósa aðeins afgreiðslufólkinu
í Verkfæralagernum í Skeifunni.
Hann var þar á ferð fyrir nokkrum
dögum og vantaði teppahníf og eitt-
hvað fleira dót. Allt fékk hann á góðu
verði og þjónustan var með þeim
hætti að það hlýtur að vera metn-
aður starfsfólksins að fá kúnnann til
að koma aftur. Hugtakið þjón-
ustulipurð er greinilega í hávegum
haft á þessum stað. Víkverja finnst
alveg sjálfsagt að geta þess sem vel
er gert.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Gallerí Sævars Karls | Kristján Jónsson myndlistarmaður sýnir verk sín
þessa dagana í Galleríi Sævars Karls, Bankastræti.
„Myndirnar eru málaðar á þessu ári en í grunninn eru ljósmyndir sem
ég hef tekið vítt og breitt um landið á síðustu fimmtán árum. Þær eru
nánast allar af sömu stærð, 100 x 120 cm og unnar með blandaðri
tækni á pvc-segldúk. Ég hef ekki séð ástæðu til að nefna myndirnar
sérstaklega,“ segir Kristján.
„Minningarnar, forgengileiki náttúrunnar og mörkin á veru og óveru eru
rauður þráður í verkum mínum,“ heldur hann áfram. „Einnig leyni ég því
ekki að mér verður hugsað til stöðu mannsins í náttúrunni í dag en það á ekki
við mig að hrópa skoðanir mínar í þeim efnum en vonandi er það ljóst þeim er
á horfa að í myndunum hverfast tveir heimar hvor um annan. Náttúran og
hið manngerða. Og slíkt fær ekki alltaf farsælan endi – eins og dæmin
sanna.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Náttúran og hið manngerða
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug-
lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569
1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811,
gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði
innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Varðveit mig, Guð, því að hjá þér leita ég hælis. (Sálm. 16, 1.)