Morgunblaðið - 28.04.2005, Síða 48
48 FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Frábær ævintýrahasarmynd sem líkt hefur verið við
Indiana Jones og James Bond myndirnar.
Toppmyndin í USA
Toppmyndin á Bretlandi - Toppmyndin á Íslandi
Byggð á metsölubók Clive Cussler
H.L. MBL
Ó.H.T Rás 2
Kvikmyndir.is
The Motorcycle Diaries kl. 8 og 10.30.
9 Songs kl. 10,30 b.i. 16 ára
Garden State kl. 5.45 - 8 b.i. 16 ára
Beautiful Boxer kl. 5.30
Beyond the Sea kl. 8
Vera Drake kl. 5.30
Hole in my Heart kl. 10,15 b.i. 16 ára
Maria Full of Grace kl. 8 b.i. 14 ára
Napoleon Dynamite kl. 6 og 10.05
3
ÓSKARSTILNEFNINGAR
MBL
Ó.H.T Rás 2
Sennilega ein hispurslausasta kvikmynd
sem gerður hefur verið, eftir snillinginn
Michael Winterbottom, um ást, kynlíf og
tónlist. Stranglega bönnuð innan 16 ára og
alls ekki fyrir viðkvæma.
Aðsóknamesta óháða myndin í USA í fyrra.
Ein vinsælasta kvikmyndin á
Sundance kvikmyndahátíðinni.
S.V. MBL
A Hole in my Heart
ALLS EKKIFYRIRVIÐKVÆMA!
DV
TILTÖLULEGA lítið hefur borið á söngvar-
anum dagfarsprúða Geiri Ólafssyni síðustu
mánuði. Hann hefur þó hreint ekki setið auðum
höndum heldur hefur hann verið að semja lög
fyrir væntanlega plötu og undirbúa ný útspil,
eins og t.d. veglega stórsveitartónleika til
styrktar MS-félaginu.
Nú er svo loksins komið að tónleikunum. Þeir
verða haldnir í kvöld á Broadway og mun Geir
Ólafsson troða þar upp í góðgerðarskyni, studd-
ur 20 manna stórsveit sem skipið er einvala liði
hljóðfæraleikara, undir stjórn Ólafs Gauks.
Fleiri söngvarar en Geir munu þar koma við
sögu og nægir að nefna stórsöngvarann Pál
Rósinkranz. Þeir Geir sungu einmitt í metn-
aðarfullri sýningu sem helguð var tónlist Rottu-
gengisins ekki alls fyrir löngu og má því búast
við að lögin á góðgerðartónleikunum í kvöld
verði á svipuðum nótum, að lög gömlu raularar-
anna Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy
Davis yngri verði í hávegum höfð. Þar að auki
munu koma fram dansarar úr Listdansskóla
Ástrósar Gunnarsdóttur en kynnir verður, að
sögn Geirs, Þorfinnur Ómarsson.
Upptakan send til Las Vegas
Geir segir að tónleikarnir hafi tvíþættan til-
gang; að safna fé handa góðum málstað en einn-
ig verði tónleikarnir teknir upp og þeim komið á
framfæri í Bandaríkjunum. Geir segist hafa
skynjað áhuga í Las Vegas á þessum stór-
sveitasýningum sem hann hefur staðið fyrir og
hann hafi verið hvattur til að senda út upptökur.
„Á Rottugengissýningunni var staddur
áhrifamaður í tónlistarsenunni í Las Vegas,
Michael O’Hara að nafni, sem hreifst mjög af
því hversu mikil fagmennska einkenndi sýn-
inguna. Hann sagði mér meira að segja að sér
hefði fundist íslenska sýningin betri en sam-
bærileg bresk sýning sem sýnd hefur verið í
London við miklar vinsældir. Hann vildi því
endilega kanna möguleikana á því að setja upp
íslenska sýningu í Las Vegas og bað þess vegna
um upptöku.“
Geir segir svona stórsveitatónleika afar
kostnaðarsama og því hafi þeir ekki borið sig
fjárhagslega hér, þrátt fyrir að hafa fengið góð-
ar viðtökur. Hann sjái því ekki fyrir sér að þær
verði margar slíkar sýningarnar sem hægt
verði að bjóða upp á hér í framtíðinni og því sé
sýningin í kvöld þeim mun mikilvægari.
„Þetta gæti hæglega orðið síðasta sýningin af
þessu tagi hér á landi í einhvern tíma. Og það
var einungis vegna stuðnings velviljaðra aðila
sem okkur er kleift að setja hana upp. World
Class og Svefn og heilsa hafa stutt mig fjár-
hagslega, svo ég geti greitt sveitinni æfing-
arlaun, en sjálfur tek ég ekki krónu fyrir við-
vikið. Ekki einu sinni fyrir bensínkostnaði.“
Vegna stuðningsins segist Geir hafa gefið
hljómsveit sinni nafnið Iceland World Class og
þannig verði hún kynnt erlendis.
Geir segist hafa valið að styrkja MS-félagið
með þessum hætti en mörg sambærileg félög
þurfi á slíkum stuðningi að halda.
„Þessi félög þyrftu reyndar að stofna sameig-
inlegan sjóð svo maður gæti látið féð renna af
hendi í hann og það myndi síðan skiptast jafnt á
milli allra félaganna.“
Plata á íslensku og ensku
Hvað framtíðina áhrærir segist Geir langt
kominn með plötuna. Á henni verða eingöngu
frumsamin lög, eftir Geir sjálfan.
„Þetta eru mikið til ballöður, svolítið ólíkar
gömlu sveiflunni sem ég hef verið að syngja, en
auðvitað held ég samt stílnum mínum.“
Við útsetningar og upptökur segist Geir njóta
aðtoðar ekki ómerkari músíkmanna en Ólafs
Gauks og Þóris Baldurssonar en um undirleik
sjái 8-10 manna sveit. Hann segist bæði taka
plötuna upp á íslensku og ensku, enda vilji hann
halda öllum möguleikum opnum í þeim efnum.
Tónlist | Geir Ólafsson er kominn aftur á stjá og hugsar stórt
Góðgerðarsveifla á Broadway
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Geir og stórsveitin voru í syngjandi sveiflu á æfingu á þriðjudagskvöldið.
Góðgerðartónleikarnir í kvöld eru
á Broadway. Miðaverð er 1.500 kr.
og rennur óskipt til MS-félagsins.
ÞAÐ er sérlega ánægjulegt að sjá svona góða
mynd frá Noregi. Fyrir nokkrum árum byrj-
uðu þessir frændur okkar að gera hinar fín-
ustu stuttmyndir, og nú er það farið að skila
sér yfir í kvikmyndirnar. Kvikmyndin Buddy
fékk góðar móttökur í fyrra, en svo skemmti-
lega vill til að tveir aðalleikarar þeirrar mynd-
ar eru þeir sömu og í Uno. Og annar þeirra,
Aksel Hennie, er einnig leikstjóri, handrits-
höfundur og framleiðandi myndarinnar. Í
fyrra var hann tilnefndur sem leikari sem
„Shooting Star 2004“ á Berlínarhátíðinni, og
sannar hér að hann er hæfileikamaður á fleiri
sviðum, því Uno er úrvalsmynd.
Uno er um David sem er 25 ára skynsem-
isdrengur sem vinnur á líkamsræktarstöð.
Hann býr heima hjá mömmu, pabba sem ligg-
ur á dánarbeðinum og vangefnum bróður sín-
um. Sama kvöld og farið er með pabba hans í
flýti á sjúkrahúsið, finnur lögreglan stera og
byssu í ræktinni og allir starfsmennirnir eru
færðir á lögreglustöðina til yfirheyrslu. David
veit að óábyrgur sonur eigandans á sterana
og langar ekki til að kjafta frá. En um leið er
pabbi hans að deyja og hann langar að kveðja
hann, svo eftir endalausar yfirheyrslur sem
miðar ekkert, kjaftar hann frá.
Kannski er tilvistardrama ungs manns sem
er kastað út úr vaxtarræktarvinahópnum sín-
um, ekki heillandi saga fyrir suma. En Uno er
mikið og mannlegt drama sem á erindi við
alla, ekki síst karlmenn. Handritið er þrusu-
vel skrifað. Það er marglaga og raunsætt.
Hennie gefur góða mynd af samskiptum karl-
mannanna í þessum heimi vöðva og töff-
araskapar og deilir hart á hvað er að vera
kalrmaður. Hvað er að vera hreinskilinn,
kjarkaður og sannur vinur? Hér takast á
strákurinn sem gerir það sem gera þarf, vin-
urinn sem alltaf heldur með sigurliðinu,
glæpamaðurinn sem lemur systur sína og
lúskrar á öðrum, sjálfhverfi pabbinn sem læt-
ur allt eftir syninum og sonurinn sem er
bleyða. Persónusköpunin er bæði trúverður
og áhrifarík, og leikararnir eru mjög góðir.
Ekki síst Hennie, Nicolai Cleve Broch og
Björn Floberg. Stígandinn í handritinu er
einnig góður, myndin er bæði spennandi og
átakanleg. Það fjallar einnig að hluta til um
undirheima Osló-borgar, og sum atriðin er
býsna óhugguleg. Myndin er skemmtilega
tekin og öll hljóðvinnslan, og ekki síst notk-
unin á tónlistinni, er bæði frumleg og áhrifa-
rík.
„Norway, 12 points.“
Hvað er
karl-
mennska?
KVIKMYNDIR
Háskólabíó-IFF
Leikstjórn: Aksel Hennie og John Andreas Andersen.
Handrit: Aksel Hennie. Kvikmyndataka: John Andr-
eas Andersen. Aðalhlutverk: Aksel Hennie, Nicolai
Cleve Broch, Björn Floberg, Espen Juul Kristiansen,
Amed Zeyan og Martin Skaug.
103 mín. Noregur 2004.
Uno
Hildur Loftsdóttir
NOKKUÐ er um liðið síðan hljómsveitin Úlpa
sendi frá sér plötu en úr því verður bætt í sum-
ar, því þá hyggst sveitin gefa út breiðskífu sem
hljóðrituð var seint á síðasta ári.
Forsmekkur af þeirri plötu, sem heita mun
Attempted Flight by Winged Men, verður smá-
skífan „Attempted Flight“ sem kemur út á
föstudag.
Útgáfutónleikar smáskífunnar verða á Nasa á
föstudagskvöld. Aðgangseyrir er 500 kr. og
fylgir smáskífan þá í kaupbæti. Til upphitunar
verða Frank Murder, Sofandi og Unsound.
Tónlist | Úlpa á Nasa
Morgunblaðið/Þorkell
Hafnfirska hljómsveitin Úlpa er með breiðskífu í burðarliðnum.
Forsmekknum
fagnað