Morgunblaðið - 28.04.2005, Side 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Opið 8-24 alla daga
í Lágmúla og Smáratorgi
Á TILTÖLULEGA fáum árum hefur fast-
eignafélögum á Íslandi fjölgað umtalsvert
og eignasöfn þeirra hafa þanist út um tugi
eða hundruð pró-
senta.
Fyrir liðlega
þremur árum var
verðmæti fast-
eigna stærstu fé-
laganna 30–40
milljarðar en nú
nema eignir sex
þeirra stærstu lið-
lega 80 milljörðum króna og fyrirsjáanlegt
er að þær aukist umtalsvert á næstu miss-
erum og fari yfir 100 milljarða.
Stjórnendur félaganna draga ekki dul á
að þeir stefni að því að stækka þau enn
frekar og telja enn vera tækifæri fyrir
hendi á markaðinum.
Bankarnir eru með ítök í flestum fast-
eignafélaganna, Landsbankinn á Landsafl,
Kaupþing banki á fasteignafélagið Eik sem
á miklar eignir í miðborg Reykjavíkur og
Íslandsbanki á meðal annars stóran hlut í
Fasteign hf./B8
Styttist í 100
milljarða múrinn
NÁMSMÖNNUM gengur betur
að verða sér úti um sumarvinnu í
ár en í fyrra. Mikil aðsókn er í
sumarstörf um þessar mundir og
dæmi eru um að fyrirtæki hafi bor-
ist fimm umsóknir um starf á tíu
mínútum hjá Stúdentamiðlun sem
hefur milligöngu um sumarstörf
fyrir námsmenn. Hugrún Jóhann-
esdóttir, forstöðumaður Vinnu-
miðlunar höfuðborgarsvæðisins,
segir að mun meira framboð sé á
störfum nú en á sama tíma í fyrra.
Mikil hreyfing er hjá Stúdenta-
miðlun en þar hafa komið allt upp í
hundrað umsóknir um eitt starf.
Rósa Þórsdóttir verkefnisstjóri
segir að meira sé spurt eftir vinnu-
afli núna en á sama tíma í fyrra.
Hún segist jafnframt eiga von á
sprengingu í maí en venjulega leita
flest fyrirtæki til miðlunarinnar í
þeim mánuði.
Mega ekki vinna erfið störf
Ungmennum undir átján ára
aldri reynist oft erfiðast að fá vinnu
en það er m.a. vegna þess að árið
1997 voru reglur Evrópusam-
bandsins um vinnu barna og ung-
menna settar í lög hér á landi. Það
þýðir að ungmenni á þessum aldri
mega ekki vinna störf sem geta á
einhvern hátt verið hættuleg eða
reynst þeim erfið, líkamlega eða
andlega. Þau sem Morgunblaðið
leitaði álits hjá bentu m.a. á að
þetta hafi áhrif á störf í bygging-
ariðnaði, fiskvinnslu og sjó-
mennsku.
Steinar Harðarson, hjá Vinnu-
eftirlitinu, segir að reglulega berist
fyrirspurnir um hvaða störfum
ungmenni megi sinna en að þeim
fari þó fækkandi ár frá ári. Steinar
segir að hljóti ungmenni skaða í
starfi sem það má ekki sinna sam-
kvæmt lögum geti atvinnurekandi
þurft að greiða skaðabætur.
Meira framboð á sumar-
störfum fyrir námsmenn
Það vantar mjög víða/8
HAGNAÐUR Avion Group á síðasta
ári nam tæplega 2,5 milljörðum króna
eftir skatta. Árið áður var saman-
lagður hagnaður þeirra fyrirtækja
sem eru nú í samstæðunni tæplega
317 milljónir króna.
Hagnaðurinn nærri
áttfaldaðist því á milli
ára. Af þeim fyrir-
tækjum sem tilheyra
Avion Group var
mestur hagnaður hjá leiguflugfélag-
inu Excel Airways, eða tæplega 1,8
milljarðar króna.
Magnús Þorsteinsson, stjórnar-
formaður og aðaleigandi Avion
Group, segist vera mjög sáttur við út-
komuna. „Flugiðnaðurinn er að rísa
úr öskustó sem hann hefur verið í síð-
an 2002 og við sjáum góða stígandi í
honum,“ segir Magnús. „Árið var
strembið vegna hækkunar eldsneyt-
isverðs og það verður þetta ár einnig
en við erum mjög bjartsýnir.“
Hann segir enn stefnt að því að
skrá Avion Group á íslenskan hluta-
bréfamarkað undir lok þessa árs.
Mikil hagn-
aðaraukning
Avion Group
Hagnaður/B1
DANSKI tónlistarmað-
urinn Kim Larsen held-
ur tvenna tónleika á
Nasa við Austurvöll 26.
og 27. ágúst ásamt
hljómveit sinni Kjukk-
en.
Larsen hefur verið
einn allra farsælasti
dægurlagasöngvari
Dana í meira en þrjá
áratugi og á þar enn söluhæstu plötu allra
tíma, Midt om natten. Eftir að hafa verið
lítið áberandi á síðasta áratug hefur hann
nú endurheimt fyrri vinsældir og hafa síð-
ustu plötur hans og Kjukken selst í met-
upplögum í Skandinavíu.
Larsen kom til Íslands 1988 og lék þá á
fernum tónleikum á Broadway, sem þá hét
Hótel Ísland, við góðar undirtektir.
Miðasala á tónleikana hefst 13. maí en
það er fyrirtækið Austur-Þýskaland sem
stendur fyrir komu Larsens.
Kim Larsen
til Íslands
Kim Larsen
STJÓRN Almennings ehf. hefur
óskað eftir því við alla skráða
félaga sem hafa hug á að taka þátt í
kaupum á Símanum að þeir veiti
félaginu umboð til að fara fram á að
ráðgjafarfyrirtækið Morgan
Stanley og einkavæðingarnefnd af-
hendi Almenningi útboðsgögn
vegna sölu Símans.
Í tölvupósti til skráðra félaga
segir að Fjármálaeftirlitið hafi
bent á að skv. 21. gr. laga um verð-
bréfaviðskipti sé kveðið á um að
upplýsingar sem nauðsynlegar eru
fjárfestum til að þeir geti metið
eignir og skuldir, fjárhagsstöðu,
afkomu og framtíðarhorfur, verði
að koma fram í útboðslýsingu.
Ráðgjafarfyrirtækið Morgan
Stanley og einkavæðingarnefnd
hafi neitað að láta Almenningi í té
útboðsgögn svo unnt sé að uppfylla
skilyrði Fjármálaeftirlitsins, nema
forsvarsmenn Almennings riti
undir trúnaðarsamning, sem aftur
komi í veg fyrir að stjórn félagsins
geti veitt þátttakendum í fyrirhug-
uðu útboði nauðsynlegar upplýs-
ingar.
Í tölvubréfi frá stjórn Almenn-
ings segir að forsvarsmenn félags-
ins hafi ekki treyst sér til þess að
undirrita trúnaðarsamning gegn
afhendingu útboðsgagnanna enda
væri stjórnin þar með að afsala sér
réttinum til að upplýsa væntanlega
hluthafa í Almenningi um gang
mála.
Bjartsýn á jákvæð viðbrögð
Agnes Bragadóttir, formaður
Almennings ehf., segir að niður-
staðan eftir fund með Fjármálaeft-
irlitinu í gær hafi verið sú að leita
til allra verðandi hluthafa um um-
boð til að fá útboðsgögnin afhent.
Óskað er eftir að fólk veiti um-
boð sitt með upplýsingum um nafn,
heimilisfang og kennitölu. Bréf
hefur verið sent á öll netföng
skráðra félaga en Agnes segir að
fjölmargir hafi skráð sig símleiðis
og er vonast til að þeir sendi skrif-
legt umboð til: Almennings ehf.,
Skipholti 35, 105 Reykjavík.
Að sögn Agnesar ræddi hún við
Halldór Ásgrímsson forsætisráð-
herra í gærmorgun sem kvaðst
myndu beita sér fyrir að einkavæð-
ingarnefnd svaraði erindi Almenn-
ings. Hún kveðst bjartsýn á já-
kvæð viðbrögð frá skráðum
félögum um að veita umboð sitt,
einkum í ljósi þeirra viðbragða sem
hugmyndin hafi fengið fram að
þessu. „Ég tel enga ástæðu til að
efast um að stuðningur fjölda
manna við þetta framtak okkar
haldi áfram og þetta er okkar að-
ferð til að komast í gegnum þetta
ferli,“ segir Agnes. Þess má geta
að fjöldi tölvupóstsskeyta var þeg-
ar tekinn að berast í gær við beiðni
stjórnar Almennings. Alls hafa 8–
10 þúsund manns skráð sig fyrir
hlut í Símanum.
Stjórn Almennings ehf. í bréfi til skráðra félaga vegna kaupa á Símanum
Óskað eftir umboði frá
þúsundum einstaklinga
Kynningarmynd Almennings ehf.
Eftir Kristján Geir Pétursson
kristjan@mbl.is
STRAUMUR fjárfestingarbanki
skilaði 4,6 milljarða króna hagnaði
á fyrstu þremur mánuðum ársins
og er það ríflega tvöföldun hagn-
aðar frá sama fjórðungi ársins á
undan. Þetta þýðir að félagið hagn-
aðist um 51 milljón hvern dag vik-
unnar.
Þess má geta til samanburðar að
hagnaður félagsins á öllu árinu
2004 nam 6,7 milljörðum króna
samkvæmt nýrri uppgjörsaðferð.
Að meðaltali spáðu greiningar-
deildir bankanna Straumi 4,3 millj-
arða hagnaði af ársfjórðungnum en
breitt bil var á milli spánna.
Arðstekjur námu tæpum
1,4 milljörðum króna
Arðstekjur Straums voru nú í
fyrsta sinn allverulegar, eða tæp-
lega 1,4 milljarðar. Þá námu hrein-
ar tekjur af veltufjáreignum 1,7
milljörðum og hreinar tekjur af
öðrum fjármunum á gangvirði
námu 2,2 milljörðum. Hreinar
rekstrartekjur voru því samtals 5,5
milljarðar króna og hafa aldrei ver-
ið hærri á einum ársfjórðungi. Er
þetta rösk tvöföldun frá sama
tímabili í fyrra.
Arðsemi eigin fjár var 14,5% á
tímabilinu en það þýðir 72% arð-
semi á ársgrundvelli.
Útlán námu 31,8 milljörðum
króna í marslok og höfðu aukist um
25% frá áramótum. Hlutafjáraukn-
ing á tímabilinu skilaði félaginu 7
milljörðum króna og söluandvirði
víkjandi skuldabréfa nam 5 millj-
örðum.
Morgunblaðið/Golli
Straumur
hagnaðist
um 4,6 millj-
arða króna
MIKIÐ var um dýrðir þegar nemendur Fjölbrauta-
skólans við Ármúla blésu til sumarhátíðar í gær í til-
efni af kennslulokum en á morgun hefjast vorprófin.
Flestir framhaldsskólanemar eru að sigla inn í mikla
prófatörn og því síðastu forvöð að njóta blíðviðrisins
áður en strembinn próflestur tekur við.
Morgunblaðið/ÞÖK
Fjörkálfar í Fjölbraut við Ármúla
♦♦♦