Morgunblaðið - 09.06.2005, Page 12

Morgunblaðið - 09.06.2005, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Á vetnisknúnu þríhjóli í kringum landið Bílar á morgun ÚR VERINU ÞAÐ ríkti síldarstemning í Nes- kaupstað í gær. Danska skipið Geysir kom til Norðfjarðar með 800 tonn af fallegri síld úr norsk- íslenzka stofninum, sem veiddist við Jan Maeyn-línuna. Síldin fer öll til vinnslu og tekur um tvo sól- arhringa á vöktum að vinna hana. Nokkur íslenzk skip hafa verið að veiðum á norsk-íslensku síld- inni og fyrir sjómannadag hafði Síldarvinnslan unnið, flakað og fryst um 500 tonn af síld af Beiti, Bjarna Ólafssyni og Gullbergi. Skipin eru komin á miðin á ný og í gær var Beitir um 50 mílur í austur frá höfninni í Neskaup- stað. Síldin er því að veiðast inn- an lögsögunnar, en það skiptir miklu máli í deilu okkar við Norðmenn um skiptingu síld- arinnar milli aðildarþjóðanna. Norðmenn hafa krafizt sívaxandi hlutdeildar á þeim forsendum að síldin haldi sig að mestu leyti inn- an norskrar lögsögu. Það styrkir því málstað okkar að síldin skuli vera farin að veiðast innan lög- sögu okkar. Mun meiri verðmæti Gunnþór Ingvason, fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, segir það mjög mik- ilvægt að síldin skuli veiðast svona nálægt. Það geri kleift að vinna hana til manneldis í landi og gera þannig mun meiri verð- mæti úr henni miðað við að hún færi öll í bræðslu. Skipin séu með góða búnað til kælingar á síld- inni, sjókælingu, ís og salt. Það sé því stefnt að því að vinna eins mikið af síld í sumar og mögulegt sé. „Það ríkir síldarstemning hér í Neskaupstað núna,“ segir Gunn- þór. Nafnið Geysir á hinu danska skipi skýrist af því að Árni heit- inn Gíslason skipstjóri gerði á sínum tíma út tvö nótaskip frá Danmörku, Ísafold og Geysi. Hann seldi síðan útgerðina, en hún hefur haldið hinum íslenzku nöfnum skipanna. Síldarstemning í Neskaupstað Ljósmynd/Ágúst Blöndal Danska skipið Geysir kom með 800 tonn af síld til Neskaupstaðar í gær. Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is YFIR fimmtíu vestnorrænir og norskir þingmenn, ráðherrar og sérfræðingar, ásamt fólki frá framkvæmdastjórn ESB og hagsmunafélögum, sækja þem- aráðstefnu Vestnorræna ráðsins til að ræða stöðu vestnorrænu landanna gagnvart Evrópusam- bandinu. Ráðstefnan er haldin á Hótel Færeyjum í Þórshöfn dag- ana 15. og 16. júní. Birgir Ármannsson, formaður Vestnorræna ráðsins, segir að markmið ráðstefnunnar sé að greina þá þætti sem vestnor- rænu löndin geta náð saman um, og skapa þannig grundvöll að sameiginlegri afstöðu sem þjón- að getur löndunum í samskiptum við umheiminn og þá ekki síst ESB. Engin sameiginleg stefna Ekkert vestnorrænu landanna á aðild að ESB og löndin hafa ekki sameiginlega stefnu eða kröfur í sjávarútvegsmálum gagnvart sambandinu. Löndin hafa þvert á móti gert ólíka samninga við sambandið, en ESB er mikilvægasti viðskipta- aðili landanna allra á sviði sjáv- arafurða. Ákvarðanir í sjávarút- vegsmálum, sem teknar eru í ESB, hafa þó í miklum mæli af- leiðingar fyrir Vestur-Norður- lönd. Meðal framsögumanna á ráð- stefnunni verða sjávarútvegsráð- herrar vestnorrænu landanna, Harry Koster yfirmaður deildar um tvíhliða samninga hjá Sjáv- arútvegsstofnun ESB (EÚs gen- eraldirektorat), Rögnvaldur Hannesson fiskihagfræðingur og prófessor við Viðskiptaháskóla Noregs, Asmund Kristoffersen Stórþingsmaður og formaður umhverfis- og auðlindanefndar Norðurlandaráðs, Kristján Þór- arinsson hjá LÍÚ, Kjartan Hoy- dal framkvæmdastjóri Norð- austur-Atlantshafsfiskveiðistofn- unarinnar og Ásmundur Guðjónsson sjávarútvegsráðgjafi hjá Norrænu ráðherranefndinni. Vestnorrænu löndin auki samstarf sitt STEFÁN Jón Hafstein, borgar- fulltrúi R-listans, segir það sína hug- mynd en ekki hugmynd R-listans að kanna þann möguleika að Vatns- mýrin og Álftanes yrðu þróuð saman í eina skipulagsheild og tengd með braut yfir Skerjafjörðinn. Þannig myndi leiðin til Keflavíkur styttast og um leið yrði mögulegt að færa innan- landsflug þangað. Þessi hugmynd kom fram í ræðu Stefáns Jóns á borg- arstjórnarfundi á þriðjudaginn en greint var frá henni í Morgunblaðinu í gær. „Það sem ég sagði varðandi flugvöllinn og vegtenginguna er eitthvað sem ég slæ fram sjálfur. Hins vegar er ljóst að áherslur Reykjavíkurlistans eru á miðborgarkjarnann og Vatns- mýrina. Ég setti þessa hugmynd fram til þess að ítreka og undirstrika þær áherslur sem við höfum sett fram en við erum einhuga um það að Vatnsmýrin sé langbesti kosturinn,“ segir Stefán Jón en hann vill skapa stóran miðborgarkjarna með Vatnsmýrina á aðra hönd. Að sögn Stefáns hefur umræðan um Vatnsmýrina ávallt staðnæmst við flugvöllinn en það finnst honum miður. „Ég tel nauðsynlegt að opna þá umræðu og skoða aðra kosti. Ég nefni þessa leið og bendi jafnframt á að það eru til ýmsir kostir sem vert er að ræða frek- ar.“ Stefán Jón Hafstein Eigin hugmynd en ekki R-listans Stefán Jón Hafstein HÆSTIRÉTTUR hefur ákveðið að leitað beri ráðgefandi álits EFTA- dómstólsins á því hvort að krafa ÁTVR um að heildsalar afhendi vörur á sérstakri gerð vörubretta og að verð brettanna sé innifalið í verð- inu, standist lög um Evrópska efna- hagssvæðið. Það var HOB vín ehf. sem stefndi ríkinu og krafðist þess að álits EFTA-dómstólsins yrði leitað. Hér- aðsdómur Reykjavíkur féllst á það og þann úrskurð kærði íslenska ríkið til Hæstaréttar, en varð að láta í minni pokann. Í reglum ÁTVR, staðfestum af fjármálaráðuneytinu, er kveðið á um að sé magn vöru meira en sem svar- ar einu lagi á bretti, skuli hún afhent á svokölluðu EUR-vörubretti og skal andvirði brettanna vera innifalið í söluverði. Í dómnum kemur fram að ÁTVR tekur árlega við um 35.000 vörubrettum. HOB-vín telja þetta skilyrði stangast á við EES-samn- inginn þar sem það feli í raun í sér magntakmörkun. Skilyrðið valdi því að erfiðara sé að koma að nýrri vöru auk þess sem það valdi því að litlar vörusendingar verða hlutfallslega dýrari. Þá feli reglan í sér mismunun á innlendri og erlendri framleiðslu. Ríkið mótmælti og sagði að regl- urnar væru liður í árangursríkri vörustjórnun. Mikilvægt væri að eins væri búið um allar vörur sem kæmu inn á lager til að lágmarka mætti rýrnun. Það hefði tekist með ágætum og nú væri rýrnun aðeins 0,3% sem væri með því minnsta sem þekktist. Þá fælu reglurnar ekki í sér mismunun eftir uppruna vörunnar. Héraðsdómur taldi að ekki væru nægjanlega skýr fordæmi í slíkum málum og því skyldi óskað eftir ráð- gefandi áliti EFTA-dómstólsins. Á það féllst Hæstiréttur. Hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Gunnlaugur Claessen og Hrafn Bragason dæmdu málið. Óskar Thorarensen flutti mál- ið f.h. ríkisins og Stefán Geir Þór- isson hrl. f.h. HOB víns. Leita álits EFTA-dómstóls á afhendingarreglum ÁTVR ÓLAFUR F. Magnússon, borgar- fulltrúi F-listans, lagði fram tillögu á síðasta fundi borgarstjórnar þar sem hann lagði til að samþykkt yrði að heimila ekki niðurrif 19. aldar húsa við Laugaveg á milli Smiðju- stígs og Vatnsstígs. Heimildir til nið- urrifs húsanna nr. 12b, 19, 21, 23 og 27 verði því dregnar til baka. Jafn- framt verði fallið frá niðurrifs- heimildum húsanna nr. 20 frá 1902 og nr. 29 (Brynju) frá 1906. Dagur B. Eggertsson lagði til að tllögunni yrði vísað til skipulagsráðs Reykjavíkur.Taldi Ólafur þessa máls- meðferð jafngilda frávísunartillögu og fór fram á nafnakall. Borgarfulltrúar R-listans samþykktu að við- höfðu nafnakalli að vísa tillögunni til skipulagsráðs gegn atkvæði Ólafs en borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins greiddu ekki atkvæði. Þegar sú niðurstaða lá fyrir lagði Ólafur fram bókun þar sem hann lýsti undrun sinni á því að allir borg- arfulltrúar R-listans skyldu greiða atkvæði með tillögu sem fæli það m.a. í sér að fimm 19. aldar hús og tvö hús frá byrjun 20. aldar með mikið varðveislugildi yrðu að öllum líkindum rifin. Ólafur F. Magnússon Fallið verði frá heimild til niður- rifs við Laugaveg Ólafur F. Magnússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.