Morgunblaðið - 09.06.2005, Page 26

Morgunblaðið - 09.06.2005, Page 26
26 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING FJALLAÐ er um pólitísk jarðarber, Íslendingasögurnar, biðina eftir líf- inu og systur í verkum sem sýnd verða í Borgarleikhúsinu í kvöld en þá fer fram Dansleikhús/sam- keppnin 25 tímar. Þetta er í þriðja sinn sem sam- keppnin er haldin, en hún er sam- starfsverkefni Leikfélags Reykja- víkur og Íslenska dansflokksins. Fyrir síðustu jól var auglýst eftir verkum fyrir samkeppnina og voru níu verk valin til að taka þátt. Höf- undarnir, sem langflestir koma úr heimi dans og leiks, hafa 25 klukku- stundir til að vinna tíu mínútna dans- leikhúsverk og fá til liðs við sig leik- ara og dansara. Markmið Dansleikhús/samkeppn- innar er að leita að nýjum höfundum, stuðla að þróun dansleikhúsformsins og láta reyna á samruna listgrein- anna. Þessi árlegi viðburður gefur listafólki tækifæri á að koma hug- myndum sínum á framfæri. Parateymin Álfrún Örnólfsdóttir og Friðrik Friðriksson og Valgerður Rúnarsdóttir og Vignir Rafn Val- þórsson eru meðal höfunda dansleik- húskeppninnar í ár. Hugmyndin fæddist í bíl „Hugmyndin að verkinu fæddist í bíl á Hringbrautinni. Á leið í vinnuna rétt fyrir klukkan tíu á morgnana hlustuðum við oft á morgunleikfim- ina á RÚV og fórum að velta því fyr- ir okkur hvort fólk væri í raun að gera þessar æfingar. Ef svo er er fólk þá kannski saman í hópum eða eitt heima hjá sér?“ segir Álfrún Örnólfsdóttir um verk sitt og Frið- riks Friðrikssonar 9.50 alla virka morgna. Verkið fjallar um gamalt fólk og útvarpið. Samskipti fólks við umheiminn minnka oft þegar það eldist og útvarpið verður sterkasta tengingin við þjóðfélagið. Útvarps- þulurinn skipar einnig stóran sess í verkinu, raddirnar sem mörg okkar hafa heyrt svo árum skiptir og eru orðnar vinalegur hluti af hinu dag- lega lífi. „Manni finnst maður þekkja manneskjuna á bakvið röddina en gerir sér kannski ekki grein fyrir því að þetta fólk getur hafa átt erfiðan dag eins og við hin,“ segir Álfrún. Friðrik segir verkið síðan hafa farið í lítið ferðalag og þróast og breyst heilmikið frá hugmynd að lokaútgáfu. Þetta er í fyrsta skipti sem Álfrún og Friðrik taka þátt í Dansleikhús- inu og segja þetta leikhúsform vera mjög spennandi. „Það eru engir skýrir rammar um hvað má og hvað ekki. Eina krafan er um að setja á svið tíu mínútna verk þar sem bæði leikarar og dansarar taka þátt,“ seg- ir Friðrik. „Þetta er jákvæð sam- keppni þar sem gamli ungmenna- félagsandinn er við lýði og mestu máli skiptir að vera með.“ Íslendingasaga tekin fyrir „Gunnar is going mad he is killing people down the river“ heitir verk Valgerðar Rúnarsdóttur og Vignis Rafns Valþórssonar. Titillinn kemur úr kvikmyndinni Viking Saga sem Valgerður lék í þegar hún var sextán ára gömul og er setningin önnur af tveimur sem hún fer með í myndinni. „Okkur langaði að taka fyrir eina af Íslendingasögunum, rokka hana svolítið upp og setja í nýjan búning. Njálssaga varð fyrir valinu þar sem hún er þekktust þessara sagna,“ segir Valgerður. Hvorki meira né minna en tíu leik- arar og dansarar taka þátt í verkinu auk tónlistarmannanna Sigtryggs Baldurssonar og Davíðs Þórs Jóns- sonar. „Vignir er nemi í Leiklist- arskólanum og hann fékk félaga sína þaðan til að taka þátt. Einnig eru dansarar úr Íslenska Dans- flokknum, sjálfstætt starfandi dans- ari og einhverjir vinir okkar, sem eru áhugafólk um dans og leik, með í verkinu,“ segir Valgerður. Í verkinu er stiklað á stóru úr sög- unni; Gunnar og Hallgerður spila stór hlutverk ásamt Rangárbardag- anum og atgeirnum, en hann er túlk- aður af dansara. „Við leikum svolítið í kringum frægar setningar og tök- um fyrir bardagasenurnar sem oft hljóma ýktar og ótrúlegar,“ segir Valgerður. Auk þess að leikstýra sínu eigin verki tekur Valgerður þátt í tveimur öðrum verkum í samkeppninni; 9.50 alla virka morgna og Beðið eftir hverju? Dansleikhús/ samkeppnin fer fram á Stóra sviði Borgarleikhússins í kvöld klukkan 20.00. Veitt verða þrenn verðlaun ásamt því að áhorf- endur velja sitt uppáhaldsverk. For- maður dómnefndar er Sean Feld- man dansari, kennari, danshöfundur og fræðimaður. Sviðslist | Dansleikhús/samkeppnin 25 tímar haldin í Borgarleikhúsinu Ungmennafélags- andinn við lýði Morgunblaðið/Eyþór Úr verki leikaraparsins Álfrúnar Örnólfsdóttur og Friðriks Friðrikssonar, 9.50 alla virka morgna. Ólöf Ingólfsdóttir dansari faðmar útvarpið. Morgunblaðið/Eyþór Valgerður Rúnarsdóttir, dansari Íslenska dansflokksins, og Vignir Rafn Valþórsson, nemi í Leiklistarskóla Íslands. Eftir Völu Ósk Bergsveinsdóttur valaosk@mbl.is 9.50 alla virka morgna eftir Álfrúnu Örnólfsdóttur og Friðrik Friðriksson. Beðið eftir hverju eftir Evu Rún Þorgeirsdóttur og Höllu Gunnarsdóttur. Blank eftir Tinnu Lind Gunn- arsdóttur. „Gunnar is going mad he is killing people down the river“ eftir Valgerði Rúnarsdóttur og Vigni Rafn Valþórsson. Integrate eftir Ingvar E. Sig- urðsson. Lífsins völundarhús! eftir Bryndísi Einarsdóttur. Twelve Points eftir Peter Anderson. Örlög systranna eftir Elmu Lísu Gunnarsdóttur, Halldóru Geirharðsdóttur og Ólafíu Hrönn Jónsdóttur. Jarðarber eftir Vatnadans- meyjafélagið Hrafnhildi. Dansleikhús/ samkeppni ÍTARLEGA er fjallað um Myrka músíkdaga, tónlistarhátíð Tón- skáldafélags Íslands, í nýjasta hefti tímaritsins Nordic Sounds. Tímarit- ið er málgagn Nomus, norræna tón- listarráðsins sem starfar á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar að tónlistarmálum á Norðurlöndum. Ís- lendingar eiga einn skipaðan full- trúa í nefndinni, Þorgerði Ingólfs- dóttur kórstjóra, en Selma Guðmundsdóttir píanóleikari er staðgengill hennar. Það er ritstjóri tímaritsins, And- ers Beyer, sem ritar greinina, en hann heimsótti Myrka músíkdaga þegar þeir voru haldnir í Reykjavík snemma í vor. Hann rekur þar nokkra af viðburðum hátíðarinnar og fer lofsamlegum orðum um heim- sóknina til Íslands: „Ég hef sagt og skrifað það áður, og ég víla ekki fyr- ir mér að endurtaka það: Ísland er frábært land með gestrisnu fólki,“ segir hann og heldur áfram eftir stutta umfjöllun um ferð sína í Bláa lónið: „Þessi texti er ekki ferða- mannaupplýsingar um helstu staði á íslandi, og þó hefst hann á lofræðu um náttúruna og menningu. Það er vegna þess að það er ekki hægt að hugsa um íslenska menningu áns þess að taka náttúruna með í reikn- inginn.“ Beyer var viðstaddur afhendingu Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrsta kvöld sitt hér, og verður tíð- rætt um Björk Guðmundsdóttur og áhrif hennar á íslenskt tónlistarlíf. Þegar kemur að umfjölluninni sjálfri um Myrka músíkdaga segir hann: „Myrkir músíkdagar eru há- tíð sem manni finnst frábært að heimsækja, vegna þess að hún er staður þar sem hægt er að upplifa nýja íslenska tónlist í sínu hreinasta formi.“ Hann telur upp nokkur af þeim tónskáldum sem áttu verk á hátíð- inni, bæði eldri og yngri, og telur stjórnendur hátíðarinnar hafa sýnt sérstakt hugrekki með því að stilla upp „nokkuð ósönnuðum kröftum á borð við ungu tónskáldin í tónlist- arhópnum Atón“. Nomus hafði ennfremur sérstöku hlutverki að gegna á hátíðinni í ár, en nefndin styrkti tónleika með nýrri raftónlist eftir Kjartan Ólafs- son, Indra Rise og Patrick Kosk. Beyer nefnir verk eftir Þuríði Jónsdóttur sem flutt var af Sinfón- íuhljómsveit Íslands á hátíðinni, sér- staklega og segir að hún skrifi af „glænýjum ferskleika“ og sé „ekki hrædd við að vera hávær og leik- ræn. … Það verður spennandi að fylgjast með þessu áhugaverða ís- lenska tónskáldi í framtíðinni.“ Ritstjórinn segir einnig frá sam- tali sem hann átti við Svanhildi Kon- ráðsdóttur um fyrirhugað tónlistar- hús. „Hún lofar nýju tónlistarhúsi árið 2009,“ skrifar Beyer. „Það á að opna um mitt ár, og þar verða sæti fyrir 1.800 manns í stóra salnum og 450 í litla salnum.“ Hefur möguleika Það er ef til vill í takt við ítarlegar náttúrulýsingar Beyers í greininni, en auk Bláa lónsins lýsir hann ferð- um sínum á Þingvelli, Gullfoss og Geysi, að hann telur að Myrkir mús- íkdagar „verði að gera meira til að fá umhverfið í uppbyggingu sína“ og nefnir tónleikana Frosnir fossar í Lillehammer í Noregi sem vel heppnað dæmi. Hann telur að hátíðin eigi mögu- leika á að verða alþjóðleg hátíð með svipað aðdráttarafl og tónlistarhá- tíðin sem haldin er að hausti í Varsjá ár hvert, ekki síst ef til kæmu nátt- úrutónleikar af einhverju tagi: „Með því að búa til einstaka tónleika – úti í villtri náttúrunni eins og Björk hef- ur þegar gert fyrir mörgum árum – gætu Myrkir músíkdagar orðið „möst“ fyrir aðdáendur nýrrar tón- listar.“ Beyer bendir einnig á nokkra þætti sem verða að vera til staðar eigi hátíðin að ná alþjóðlegri at- hygli. Hann segir: „Sem hluti af al- þjóðleikavæðingu sinni munu Myrk- ir músíkdagar geta gert áætlanir fram í tímann. Eins og hlutirnir eru núna, gerist flest á síðustu mínútu (þannig er það oft á Íslandi), og þetta er hamlandi fyrir sterk áhrif. Hátíðin verður að hafa dagskrá á ensku og sannfærandi vefsíðu, sem dæmi séu tekin. Borg og ríki verða á vita hvernig þau geta stutt hátíðina umfram hið staðbundna, því það er við alþjóðlega listamenn sem íslensk tónskáld og tónlistarfólk verða að bera sig saman.“ Tónlist | Umfjöllun um Myrka músíkdaga í tónlistartímaritinu Nordic Sounds Náttúran sé notuð meira Morgunblaðið/Jim Smart Barnaóperan Undir drekavæng var frumflutt á Myrkum músíkdögum í vor. Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.