Morgunblaðið - 09.06.2005, Side 38

Morgunblaðið - 09.06.2005, Side 38
38 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR því að Mundi er fallinn frá. Stór hluti af þeim heimi sem ég ólst upp við og hef lifað við, hefur breyst. Jósý og Mundi voru vinir foreldra minna en ekki síður vinir mínir. Þau tóku okkur systkinunum eins og við værum þeirra eigin. Spjölluðu, léku við, gáfu gjafir og gott í gogginn. Jósý og Mundi koma við sögu í mörgum dýrmætustu æskuminning- um mínun. Árin liðu og ekki bar skugga á vin- áttu þeirra hjóna við fjölskyldu mína. Mundi alltaf jafn skrafhreifinn og hafði lag á að leiða umræðuna yfir í það, sem hann fann að viðmæland- anum fannst áhugavert. Traustur eins og klettur og var alltaf boðinn og búinn til að aðstoða alla sem til hans leituðu. Leitun var að fallegra heimili en hjá þeim hjónum og and- rúmsloftið ávallt jafn gott. Mundi veitti af örlæti allt það sem hann hafði best, gaf góð ráð og mátti ekk- ert aumt sjá. Í veikindum föður míns sem stóðu yfir í næstum tíu ár sýndi Mundi enn og aftur sinn innri mann. Sannur vinur sem aldrei brást þótt mikið á bjátaði, alveg þar til yfir lauk. Mikill harmur var kveðinn að Jósý og Munda þegar Sigurður Hrafn sonur þeirra lést fyrir tveimur árum. Það var mér dýrmætt að geta end- urgoldið eitthvað af öllum þeim vin- skap og styrk sem þau höfðu sýnt föður mínum og allri okkar fjöl- skyldu þegar örlögin kvöddu dyra hjá okkur. Elsku Jósý og Helga. Aftur kveð- ur sorgin að dyrum ykkar. Megi góður Guð gefa ykkur styrk til að standa réttar á eftir. Guðs friður sé með Munda vini mínum. Valdemar Johnsen. Árla morguns hinn 30. maí bárust mér þau sorgartíðindi að vinur minn til margra ára, Guðmundur Berg- steinn Jóhannsson, væri látinn. Mér varð hugsað til okkar fyrstu kynna en þau áttu sér stað í gegnum Sigurð heitinn, son þeirra hjóna Guðmund- ar og Jósefínu Friðriksdóttur. Við Siggi kynntumst í Mennta- skólanum á Laugarvatni haustið 1979. Næstu árin lágu leiðir mínar oft í Laugarás þar sem fjölskyldan bjó á þeim tíma og Guðmundur starfaði sem héraðslæknir. Mér varð það snemma ljóst að Guðmundur var um margt óvenju- legur maður. Hann var skarpgreind- ur og afburða málamaður. Hann var mjög umburðarlyndur og mátti ekk- ert aumt sjá. Við strákarnir nutum þess slag í slag þegar hlutirnir fóru örlítið úr böndunum og eitthvað inn- anstokks hafði orðið fyrir hnjaski í hita leiksins að Guðmundur sýndi útskýringum okkar fullan skilning svo fremi sem þær áttu sér hugs- anlega einhverja stoð í raunveruleik- anum. Svo liðu árin og fjölskyldan flutt- ist til Reykjavíkur, heimili þeirra í Stuðlaseli var sem mitt annað heim- ili og kynni okkar Guðmunar efldust mjög á þessum árum. Guðmundur gaf sér tíma til þess að ræða við okk- ur strákana um hin ýmsu mál og ávallt á jafnréttisgrundvelli, þrátt fyrir að yfirleitt væri vitneskja okk- ar frekar döpur í samanburði við hans. Þá var hann húmoristi góður og kunni ógrynni af gamansögum. Guðmundur var einn af þeim mönnum sem jafnan halda hlut sín- um ekki hátt á lofti, þrátt fyrir að vita oft á tíðum betur, hann var hæg- ur og allt að því frekar óframfærinn þegar því var að skipta. Mér er það mjög minnisstætt í fyrravetur þegar ég kom heim frá útlöndum með háan hita sem ég hafði haft um nokkurra daga skeið, þegar heim kom hringdi ég í Guðmund og sagðist vera með flensu. Ekki var hann trúaður á það eftir að hafa heyrt alla söguna. Hann kom strax með þá kenningu að þetta væri mjög líklega lungnabólga og ég skyldi láta athuga það hið snarasta. Ég þráaðist við en á fjórða degi gafst ég upp og fór upp á sjúkrahús þar sem Guðmundur tók röntgen- mynd af lungunum í mér, það stóð heima ég var með bullandi lungna- bólgu. Svona var Guðmundur, þrátt fyrir að vita betur var það ekki til í honum að láta finna fyrir sér og sinni þekkingu. Hann hefði verið í fullum rétti að lesa mér pistillinn fyrir heimsku sakir. Við Guðmundur hittumst fyrir nokkrum vikum úti í Danmörku þar sem hann var í heimsókn hjá Helgu dóttur sinni og Sigurði tengdasyni. Yfir borðhaldinu töluðum við um að hittast í sumar á Selfossi. Þeim fundi hafa örlögin nú slegið á frest hvað sem síðar verður. Jósefínu, Helgu, Sigga, Hrafn- katli, Bergsteini og Þórhildi Sif sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Friðrik Helgi Vigfússon. Það eru ekki til nein falleg orð um það, er góður maður fellur frá. Guðmundur læknir eins og hann var kallaður var einn sá albesti læknir og vinur sem ég hef kynnst. Það var afskaplega gott að tala við hann um það sem manni lá á hjarta og alltaf var hann reiðubúinn til þess að gera það sem hann sá sig færan um. Mig langar til að biðja guð að vera með fjölskyldu og vinum Guðmund- ar heitins á þessum sorgartímum. Megi aðrir á himnum njóta vin- áttu þinnar og kærleika eins og sam- ferðamenn þínir nutu í þessu lífi. Við vitum hver við erum, en ekki hvað við verðum. (William Shakespeare.) Guð blessi og styrki fjölskyldu þína. Þinn vinur, Sigurður Hálfdánarson. Á háskólaárum okkar Sigga heit- ins var ég heimagangur í Stuðlasel- inu. Gestrisni og umburðarlyndi ykkar hjóna voru engin takmörk sett þrátt fyrir að við félagarnir keyrðum á köflum fullhratt á lífsins braut. Í mínum huga eruð þið feðgarnir sameinaðir á ný enda duldist engum að mjög sterk tengsl voru ykkar á milli. Ósjaldan brosti ég innra með mér þegar við sátum þrír og rök- ræddum um öll heimsins mál, svo líkir voru þið, þó að skoðanir færu ekki alltaf saman enda ég og Siggi á þeim tíma ungir og óreyndir. Húm- orinn áttum við allir sameiginlegan og höfðum lag á því að setja hlutina upp í spaugilegt samhengi. Ógleymanlegar eru þær stundir sem við áttum saman úti í bílskúr í Stuðlaselinu. Þar ,,djömmuðum“ við og spiluðum lögin góðu; ,,Take five“, ,,Girl from Ipanema“ o.fl. – þú á trompett, Siggi á gítarinn og ég á trommur. Þar náðum við samhljómi sem við höfðum yndi af. Siggi bar ómælda virðingu fyrir þér og vitnaði oft á tíðum í þig þegar hann fór með vísur, ræddi um tónlist og málfræði hvort heldur var íslensku, latínu, ensku, þýsku eða dönsku. Hvergi var komið að tómum kofanum og oft fengum við notið þinnar leiðsagnar í lífsins ólgusjó. Í Stuðlaselinu kynntist ég ein- stakri matargerð Guðmundar. Hann hafði einstakt lag á því að gæða mat- inn með framandlegum kryddum án þess að nota hefðbundin hjálpar- meðul eins og rjóma og smjör. Sér- staklega man ég eftir pottréttunum og folaldakjötinu sem var sérstakt lostæti eftir meðferð læknisins enda dafnaði ég vel í Stuðlaselinu og fór þaðan betri maður en sá sem inn kom. Þú varst hlýr og góður maður, Guðmundur, sem ég, sem betur fer, fékk aftur notið fyrir nokkrum vik- um þegar við Ragnheiður borðuðum og eyddum yndislegu kvöldi með þér og Jósefínu. Ég votta fjölskyldu þinni og öðr- um nákomnum samúð og kveð þig, Guðmundur, með margar góðar minningar í huga. Olaf Forberg. GUÐMUNDUR BERG- STEINN JÓHANNSSON ✝ Sigurður IngiSigurðsson fæddist á Eyrar- bakka 16. ágúst 1909. Hann lést á Hrafnistu 1. júní síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Ingibjörg Þorkelsdóttir frá Óseyrarnesi, f. 1868, d. 1950 og Sigurður Þorsteinsson frá Flóagafli, f. 1867, d. 1950. Þau eignuðust átta börn og komust sex þeirra til fullorð- insára. Systkini Sig- urðar Inga voru sr. Árni, f. 1893, d. 1949, Ásgeir skipstjóri, f. 1894, d. 1961, Sigrún húsfreyja á Rauð- ará, f. 1896, d. 1979, Þorkell vél- stjóri, f. 1898, d. 1969, Þorsteinn, f. 1899, d. 1911. Sigríður, f. 1903, d. 1913 og Þóra Steinunn húsfreyja, f. 1912, d. 1989. Sigurður Ingi kvæntist 17. jan- úar 1942 Arnfríði Jónsdóttur frá Neskaupstað, f. 30. maí 1919. For- eldrar hennar voru Hróðný Jóns- dóttir frá Deildartungu, f. 1892, d. 1973 og Jón Rafnsson frá Gili í Svartárdal, f. 1885, d. 1971. Sigurður Ingi og Arnfríður eignuðust fimm börn, þau eru: 1) Hróðný, f. 17. maí 1942, d. 28. nóv- ember 1987, gift Jóhanni Halldóri Pálssyni, f. 7. mars 1936, d. 28. nóvember 1987. Börn þeirra eru a) 1975, sambýlismaður Guðmundur Ómar Hafsteinsson og eiga þau eina dóttur og c) Erla Hlín, f. 1987. 5) Elín María, f. 13. febrúar 1959, gift Richard Erni Richardssyni, f. 15. ágúst 1955, sonur þeirra er Arnar Ingi, f. 1981. Sigurður Ingi fluttist til Reykja- víkur rúmlega ársgamall. Tók gagnfræðapróf frá MR 1927. Bú- fræðipróf frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1929. Var í íþrótta- skóla í Ollerup í Danmörku 1929– 1930. Stundaði landbúnaðarstörf að Rauðará í Reykjavík 1930– 1936. Sigldi þá utan og lauk kandidatsprófi í búfræðum frá Landbúnaðarháskólanum í Kaup- mannahöfn 1939. Kennari við Garðyrkjuskóla ríkisins í Hvera- gerði 1939–1943. Skrifstofustjóri og framkvæmdastjóri Mjólkurbús Flóamanna 1943–1958. Oddviti og framkvæmdastjóri Selfosshrepps 1958–1970 og sat á þessum tíma í fjölda nefnda á vegum bæjar- félagsins. 1970–1986 vann hann sem launafulltrúi á skrifstofu Kaupfélags Árnesinga. Sigurður Ingi var einn af stofnendum Skóg- ræktarfélags Árnesinga og sat þar í stjórn í rúm 30 ár, einnig stofn- félagi Veiðifélags Árnesinga, Rot- aryklúbbs Selfoss og Tónlistar- félags Árnessýslu auk ýmissa ann- arra félaga. Hjónin Arnfríður og Sigurður Ingi bjuggu árin 1943–2004 á Sel- fossi og þar lengst af á Víðivöllum 4. Þau fluttu að Hrafnistu í Reykjavík í nóvember 2004. Sigurður Ingi verður jarðsung- inn frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Sigurður Ingi, f. 1962, kvæntur Önnu Krist- jönu Ásmundsdóttur og eiga þau þrjú börn, b) Arnfríður, f. 1964, sambýlismaður Jón Viðar Finnsson og eiga þau þrjú börn, c) Páll, f. 1969, kvæntur Steinunni Margréti Larsen og eiga þau þrjú börn, d) Margrét, f. 1975 sambýlismað- ur Hrafnkell Freyr Magnússon. 2) Sigurð- ur Gunnar, f. 20. apríl 1944, var giftur Guð- rúnu Osvaldsdóttur, f. 11. febrúar 1949. Börn þeirra eru Sigurður Ingi, f. 1968 og Jóhanna Guðrún, f. 1971, gift Guðbjarti Hafsteinssyni og eiga þau þrjár dætur. 3) Tryggvi, f. 30. ágúst 1945, kvænt- ur Kristbjörgu Einarsdóttur, f. 26. nóvember 1940. Börn þeirra eru a) Einar, f. 1965, kvæntur Ágústu Þórisdóttur og eiga þau þrjá syni, b) Guðfinna, f. 1971, sambýlismað- ur Trausti Sigurberg Hrafnsson og eiga þau fjögur börn, c) dreng- ur, f. 10. nóvember 1972, d. 12. nóvember 1972, og d) Inga Fríða, f. 1973 hún á einn son. 4) Ingi- björg, f. 18. mars 1948, gift Henrý Þór Gränz, f. 17. desember 1948. Dætur þeirra eru a) Ásta Huld, f. 1972, gift Jóni Birni Bragasyni og eiga þau þrjú börn, b) Arnfríður, f. Elsku pabbi, nú ert þú farinn og hvíldinni feginn. Síðustu vikurnar voru þér erfiðar og við erum þakklát fyrir að þú þurfir ekki að líða lengur. Þrátt fyrir að þú hafir náð háum aldri og átt gott líf, er dauðinn alltaf endanlegur og við þessi kaflaskil hrannast upp minningarnar. Náttúr- an og allt sem henni viðkom var þitt áhugamál. Þú áttir lengi vel kindur á Selfossi og garðurinn ykkar mömmu á Víðivöllunum bar vinnu ykkar fag- urt vitni. Þú stakkst upp kálgarðinn og þið settuð niður óteljandi græn- metistegundir löngu á undan ykkar samtíð. Ég hef þá trú að það eigi þátt í ykkar góðu heilsu langt fram á full- orðinsár. Settar niður kartöflur á Loftstöðum, þú sagðir alltaf að þær væru bestar úr sandi. Þú að leyfa mér að keyra (æfa mig), segi ekki hvað ég var gömul, og þú elskaðir að fara upp í Dalbæ til Níníjar systur og Jóa, og fylgjast með búskapnum. Þessari ástríðu deildi ég með þér, og ég er þakklát fyrir hversu óeigin- gjörn þið voruð að leyfa mér að vera svo mikið í sveitinni, þrátt fyrir að ég væri „örverpið“ á heimilinu. Þú kenndir mér að veiða, það voru ófá skiptin sem við fórum öll á Snæfoks- staði, ég er reyndar ekki eins fiskin og þú, en þú varst ansi lunkinn við að koma með lax í soðið. Gróðursetning óteljandi trjáplantna í landið ykkar á Snæfoksstöðum. Elsku mamma, árin ykkar pabba saman eru orðin 63, svo þetta verður mikil breyting fyrir þig. Þú hefur staðið þig svo ótrúlega vel síðustu árin, þrátt fyrir háan aldur, enda sagðir þú alltaf að þið mynduð standa saman þar til yfir lyki. Elsku pabbi, ég kveð þig í þökk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína. Þín dóttir, Elín María. Mér varð það fljótlega ljóst og hef- ur verið æ síðan að tengdafaðir minn sem ég kveð í dag var mörgum kost- um búinn, hann var ekki venjulegur maður, hvorki að þekkingu né að andlegu atgervi. Þegar „ungur“ maður eignast kærustu og er í föstu sambandi kemur fljótt að því að hann þarf að hitta foreldra hennar. Ég kveið á vissan hátt fyrir fyrstu heim- sókn minni á Víðivelli, því ég vissi að væntanlegir tengdaforeldrar mínir voru mikils virtir í sínu samfélagi og gerðu kröfur til sín og annarra og þau báru hag barna sinna, þ. á m. dóttur sinnar Ingibjargar, mjög fyrir brjósti. Fyrsta heimsóknin til tengdaforeldra minna fyrir 35 árum var ekki létt fyrir ungan mann sem fannst á þeim tíma nóg að fjalla um heims- og landsmálin í aðalatriðum. Ég fann að á Víðivöllum voru hlut- irnir ekki léttvægt teknir, ábyrgt tal og nákvæmni var það sem gilti þar og var ætlast til þess sama af öðrum og ekkert annað. Þetta var góður skóli, ég skildi fljótlega vel hvers vegna ætíð var til hans leitað með trúnaðarstörf og að vera í forystu á þeim vettvangi sem hann starfaði. Mér fannst hann oft geta verið býsna fastur fyrir með sínar skoðanir, en hann hallaði aldrei réttu máli og virti jafnan skoðanir annarra. Hann gekk heill að því sem hann trúði á, hann studdi sinn flokk og vann fyrir hann af heilindum alla tíð og var þar mikils metinn. Hann var alltaf ótvíræður talsmaður þess sem til framfara horfði, hvort sem það var í Árnes- sýslu eða á landinu öllu. Hann var alla tíð mikill Samvinnumaður og það sem ekki fékkst í Kaupfélaginu var ekki nauðsynlegt að hans mati. Sigurður Ingi tengdafaðir minn var óvenju traustur maður, flug- greindur og stálminnugur, heiðar- legri manni hef ég ekki kynnst. Þetta voru allt gríðarlegir eðliskostir sem vógu því meir sem samferð okkar varð lengri. Tengdafaðir minn sem nú er kært kvaddur var eins í minni fyrstu heimsókn og allar götur síðan. Við urðum góðir félagar og vinir, og vorum í miklum samvistum í lax- veiði, ferðum eða á heimili hvor ann- ars. Tengdaforeldrar mínir hafa ver- ið gestir á okkar heimili á flestum stórhátíðum mörg undanfarin ár og það var náið og gott samfélag. Þau höfðu yndi af börnum sínum og barnabörnum og dætur okkar Ingu minnast þessarrar samveru með ömmu sinni og afa sem hins dýmæt- asta fjársjóðs. Að leiðarlokum vil ég nú þakka þér, kæri tengdapabbi, þína heilsteyptu vináttu og velvild alla tíð. Það eru menn eins og þú sem lifa lífinu til hinstu stundar af ein- stökum heilindum, sem minna okkur hin á til hvers er ætlast og hvers virði lífið er. Að lokum bið ég góðan guð að styrkja kæra tengdamóður mína sem nú sér á eftir ástríkum eigin- manni eftir 63 ára farsælt hjóna- band. Henrý Þór. Nú hefur hann afi minn kvatt þessa jarðvist eftir tæplega 96 ára veru. Þreyttur líkaminn þráði orðið hvíld og hann var sáttur er hann kvaddi eftir farsælt ævistarf. Á kveðjustundu streyma fram minningar og þar á meðal eru minn- ingar frá fjölmörgum heimsóknum ömmu og afa upp í Dalbæ. Afi hafði gaman af öllu sem viðkom búskap og ræktun og naut sín vel í sveitinni að fylgjast með og taka þátt í daglegu amstri. Ég sé hann fyrir mér sitjandi úti á tröppum er degi var tekið að halla, að nýta síðustu geisla sólarinn- ar, brúnan og sællegan og jafnvel að kíkja í dönsku blöðin hennar mömmu. Eftir að ég gerðist bóndi sjálf hef- ur afi fylgst vel með öllu og hef ég oft dáðst að áhuganum hjá svo öldruðum manni. Hann hafði sérstakan áhuga á að fylgjast með kornræktinni hjá okkur og þar sem honum var gefið einstakt minni, sem hann hélt fram á síðustu stundu, þá var hægt að spyrja hann um uppskerutölur síð- ustu ára ef maður var eitthvað að gleyma sér sjálfur. Hjá honum voru þær á hreinu. Nýjungar og aðrar breytingar sem við vorum að gera, ekki var hann með úrtölutón, heldur gladdist yfir því sem vel gekk. Allt ungviði heillaði afa og alltaf reyndi hann að komast í sauðburð að líta á lömbin. Mér er minnisstæð síð- asta ferðin hans í sauðburð fyrir rúmu ári síðan. Hann treysti sér ekki út úr bílnum en honum var fært lamb út í bíl til að klappa og finna ilminn af. Það var þó betra en ekkert. Börnin löðuðust að honum enda brosið hans blítt og hendurnar hlýjar og svo gat enginn leikið betur eftir fuglasöng sem heillaði litlar sálir. Elsku afi minn. Ég er full þakk- lætis og stolt af að hafa átt þig að og fyrir það góða veganesti sem þú gafst okkur öllum. Að endingu þakka ég þér alla þá umhyggju og hlýju sem þú hefur veitt börnunum mínum. Guð geymi þig, afi minn. Elsku amma mín. Góður guð veri með þér og styðji. Arnfríður Jóhannsdóttir. Elsku afi. Mikið er nú sárt að sjá á eftir þér, þó ég geti ekki annað en verið sáttur við það líf sem að þér var gefið. Þú náðir háum aldri og fékkst að hafa ástina í lífi þínu með þér alla leið. Fjölskyldan sem óx í kringum ykkur ömmu er stór og má því segja að þú lifir áfram í þeim öllum, og þar á meðal mér. Svo hef ég frá þér annað nafnið mitt og líkar mér það afar vel. Ég kynntist þér sem afa, og þakka ég SIGURÐUR INGI SIGURÐSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.