Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 155 . TBL. 93. ÁRG. FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Heilt lamb grillað á teini Gjörningi við grillið fylgir skemmti- leg stemmning Daglegt líf Bílar, Íþróttir og Garður Bílar | Fjórhjóladrifin Panda  Kínverskir bílar  Hvaða bílar ryðga minnst? Íþróttir | Kristján Helgason í úrslit á EM í snóker  Víkingur vann og tapaði Garður | Gróður og grænir fingur CLEMENTINU Cantoni, 32 ára, ítalskri konu sem haldið hefur ver- ið í gíslingu í Afganistan í rúmar þrjár vikur, var sleppt í gær, að sögn ítalskra stjórnvalda. Gian- franco Fini utanríkisráðherra sagði að Cantoni væri væntanleg heim í dag með foreldrum sínum sem þegar væru lagðir af stað til Kabúl til að sækja dótturina. Ráðamenn Afgana segja að ekki hafi verið greitt lausnargjald fyrir gíslinn. „Clementina er við góða heilsu og nýtur nú verndar starfs- manna utanríkisþjónustu okkar,“ sagði embættismaður í Róm. Mál Cantoni hefur vakið mikla og var rænt 16. maí í Kabúl. Hafði hún verið í Afganistan frá því í september 2003 og aðstoðað mörg þúsund ekkjur með börn við að út- vega mat og vinnu. Ræningjarnir sendu í maí frá sér myndband þar sem tveir vopn- aðir menn sáust beina byssum að höfði Cantoni og hefur mál hennar vakið óhug, ekki síst meðal er- lendra hjálparstarfsmanna í Afg- anistan. Stjórnvöld í Kabúl segja að henni hafi verið rænt af glæpa- gengi en ekki herskáum ísl- amistum. Mikil samstaða hefur verið í Afganistan um að krefjast þess að Cantoni yrði frelsuð. Munu ættbálkahöfðingjar og múslíma- klerkar hafi lagst á eitt um að telja ræningjana á að sleppa gíslinum. athygli á Ítalíu og var fögnuðurinn mikill í gær. Hún vinnur fyrir al- þjóðlegu hjálparsamtökin CARE Cantoni laus úr haldi Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Reuters Clementina Cantoni með einum af skjólstæðingum sínum í Afganistan. Elsa Waage söngkona býr á Ítalíu en eig- inmaður hennar, Emi- lio De Rossi, er móð- urbróðir Cantoni. „Við erum himinlifandi en vitum ekki mikið ennþá,“ sagði Elsa, „en ég veit að mamma hennar talaði við hana og hún sagði bara: Mér líður vel. Þetta er mikill léttir. Þeir brutu gler- augum hennar og hún sér ekkert án þeirra. Hún fékk einhverja sýkingu í auga, á myndbandinu sem þeir sýndu í maí sást að hún hafði grennst mikið. En hún segir sjálf að sér líði vel og við hlökkum til að sjá hana. Mig langar til að þakka öllum sem hafa beðið fyrir henni, við höfum verið bænheyrð,“ sagði Elsa. „Hún segir að sér líði vel“ MIKIL spenna er í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, í kjölfar þess að sérsveitir yfirvalda skutu a.m.k. 26 meinta stjórnarandstæðinga til bana í borginni á miðvikudag. Sérsveitar- menn fara um göturnar, gráir fyrir járnum og sögur ganga um að þeir leiti uppi meinta stjórnarandstæð- inga og handtaki þá. Þetta segir Ragnar Schram, kristniboði í Addis Ababa, í samtali við Morgunblaðið. „Við höfum heyrt mjög ljótar sög- ur,“ segir Ragnar, „jafnvel að þeir hafi verið að misþyrma fólki og búta það í sundur. Við höfum heyrt áreið- anlegar frásagnir um slíkt.“ „Höfum heyrt mjög ljótar sögur“  Ógnandi/30 Þessi selur synti makindalega um Jökulsárlón á Breiðamerk- ursandi í gær með ísjaka í baksýn sem virðist hafa tekið á sig form selsins. Silvia Schukraft, starfsmaður Jökulsárlóns ehf., á leiðinni. Helsti ferðamannatími ársins er að hefjast og segir Schukraft að tæplega 2.000 manns hafi farið í siglingu í maí, en bátarnir sigldu með yfir 41.000 gesti í fyrrasumar. segir að mikið hafi brotnað úr Vatnajökli í vetur og óvenju- mikið af ís sé í lóninu. Fyrirtækið rekur þrjá hjólabáta, Jaka, Klaka og Dreka, sem sigla með gesti um lónið, og sá fjórði er Ísselur í undraveröld Jökulsárlóns Morgunblaðið/RAX VALA Flosadóttir, bronsverðlaunahafi í stangarstökki á Ól- ympíuleikunum í Sydney árið 2000, hef- ur ákveðið að hætta keppni. „Á síðustu ár- um hef ég vonast til að geta stokkið hærra og á stundum þykir mér að ég hefði getað gert betur. Það getur vel verið að sú sé raunin og að ég ætti meira inni. Sú hugsun eða tilfinning er samt ekki næg til þess að halda áfram þegar maður finnur ekki lengur þá ánægju af íþróttinni sem áður var,“ segir Vala í samtali við Morg- unblaðið í dag. „Ég veit ekki hvort ég var að leggja stund á stangarstökk fyrir aðra síðustu ár, en því miður þá er ljóst að ég var ekki að æfa og keppa fyrir sjálfa mig og þegar svo er komið er sennilega best að hætta,“ segir Vala. /C1 Vala Flosadóttir hættir keppni Vala Flosadóttir HÆSTIRÉTTUR Íslands ógilti í gær úrskurð umhverfisráðherra frá 15. apríl 2003 varðandi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 20. desember 2002 um að ekki þyrfti umhverfismat vegna álvers Alcoa í Reyðarfirði. Sigríður Anna Þórðardóttir um- hverfisráðherra telur ekki að dóm- urinn þýði að framkvæmda- og starfsleyfi Alcoa vegna byggingar ál- versins í Reyðarfirði séu fallin úr gildi. Hún segir ljóst að gert verði nýtt mat á umhverfisáhrifum vegna álversins. Nýtt umhverfismat muni „Með þetta í höndum og niðurstöður rannsókna, sem við höfum látið gera, teljum við að það verði ekki tíma- frekt ferli að fara í mat á umhverfis- áhrifum.“ Hjörleifur Guttormsson, sem stefndi Alcoa, Reyðaráli, Fjarðaáli, fjármálaráðherra og umhverfisráð- herra á sínum tíma, telur dóm Hæstaréttar afar mikilvægan. Hann hafi verulega þýðingu fyrir stöðu umhverfisréttar í landinu, með tilliti til almenns samhengis málsins. Hann segir lagalegan grundvöll ál- versins vanta, því mat á umhverfis- áhrifum þess sé ekki til staðar. Telur Hjörleifur m.a. að Alcoa Fjarðaál verði að gera breytingar á fyrirhug- uðum mengunarvörnum álversins í Reyðarfirði eigi það að komast í gegnum væntanlegt umhverfismat, í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar í gær. Atli Gíslason, lögmaður Hjörleifs, segir að vonandi hafi dómurinn þau áhrif „að íslensk stjórnvöld og Alcoa láti af því að stytta sér leið í þessu máli og nýtt umhverfismat verði byggt á bestu fáanlegri tækni sem lágmarki útblástur mengandi loft- tegunda, allt í þágu íbúa Reyðar- fjarðar“. fara fram samkvæmt gildandi reglum og með lögboðnum frestum. Hún gat ekki sagt fyrir hvenær um- hverfismati lyki. Tómas Már Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Alcoa Fjarðaáls sf., segir að niðurstaða Hæstaréttar hafi komið sér á óvart. Hann telur að dómurinn hafi ekki áhrif á fram- kvæmdir og segir að undirbúningur að nýju umhverfismati sé þegar haf- inn. Ferlið hjá Alcoa Fjarðaáli hafi hingað til verið í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum. Fyrirtækið hafi keypt umhverfismat af Reyð- aráli og látið gera samanburðar- skýrslu sem var í samræmi við lögin. Gera þarf umhverfismat vegna álvers Alcoa  Hæstiréttur ógilti/10–11 Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.