Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2005 35 UMRÆÐAN HAMINGJA byggist að miklu leyti á góðum tengslum við fólk og að vinna og vera í hlutverkum sem skipta okkur máli. Að njóta virð- ingar er drifkrafturinn og mann- skepnan gerir nánast hvað sem er til að öðlast hana eða viðhalda henni. Í nútímasamfélagi tengist virðing æ meira tekjum manna. Vestræn samfélög hafa sannarlega orðið efnaðri, en á kostnað lífsham- ingjunnar. Auknar tekjur útheimta meiri vinnu sem þá verður á kostn- að persónulegra tengsla. Nútíminn byggir á samkeppni; að „sá hæfasti lifir af“. Hvorki konur né karlar sem keppast við að standa sig á vinnumarkaðinum, sem gerir æ meiri kröfur um afköst og hæfni, hafa tíma fyrir eigin fjölskyldur og hvað þá fyrir samferðamenn sem þurfa aðstoð. Á síðustu áratugum hefur einstaklingshyggjan orðið of- an á. Löngun og hæfni manna til að taka þátt í samfélagsskyldum fer dvínandi enda ekkert upp úr því að hafa, ekki einu sinni virðingu. Við- horfið hjá meðaljóninum er – ég, um mig, frá mér, til mín. Hvað get ég gert til að ná mínum mark- miðum, nýta mína styrkleika, láta mína drauma rætast og svo fram- vegis. Þetta er allt gott og gilt og eflir einstaklinginn en við megum ekki gleyma því að við erum hluti af samfélagi þar sem við höfum samþykkt að allir eigi rétt á að njóta sín. Það er ekki nóg að við höfum samið lög og reglur um slíkt, við verðum að sýna í verki, hvert og eitt, að við séum sammála þessu. Við erum enn með sömu forritin og hellisbúinn þegar hann tók sín fyrstu skref í náttúrunni til að lifa af. Þetta frábæra forrit okkar er þannig úr garði gert að ef við stundum iðju sem eykur líkurnar á að lifa af fáum við beint í æð efni sem auka vellíðan og viðhalda og bæta heilsu. Hugsum okkur þá iðju sem miðar að fjölgun, matarlyst, eða iðju sem tengist hreyfingu. At- hafnir þessar voru undirstaða þess að lifa af enda ekki lítil umbun sem fæst bæði heilsufarslega og í vellíð- an með að stunda slíkt reglulega. En það eru fleiri þættir iðju sem voru jafnmikilvægir til að lifa af hér áður fyrr. Iðjan við að skipta t.d. verðmætum jafnt milli hópsins og sú iðja að aðstoða og kenna sam- ferðamönnum og ungviðinu að pluma sig. Þó að hnattvæðingin sé jákvæð hefur hún ruglað mann- skepnuna í ríminu. Verðgildin hafa breyst í samfélagi manna en ekki að sama skapi forritin sem hafa áhrif á heilsu og vellíðan. Góð tengsl manna á milli eru ekki ein- göngu undirstaða vellíðunar og góðrar heilsu heldur auka þau líka sjálfstraust, persónuþroska og ýta undir getuna til að vegna vel í líf- inu. Úrræði í vestrænum sam- félögum sem bæta tengsl manna á milli, s.s. með jafnræði og menntun, úrræði sem uppræta misrétti eða bæta húsakost hafa meiri áhrif á heilbrigði en aukið fjármagn til heilbrigðismála. Hugmyndafræði um orsök sjúkdóma og hvernig beri að nálgast heilbrigðisvandamál þarf að breikka. Í nútíma samfélagi hafa lífsgæðin batnað, við getum leyft okkur meira, klætt okkur fínna og borðað hollari mat, en því miður oft á kostnað tengsla við aðra. Almenn- ingur veit ekki lengur hvað það er sem skiptir máli í lífinu því hann lifir svo langt frá eigin eðli. Hann stundar ekki lengur iðju sem teng- ist því að lifa af. Hann er orðinn eins og ljónið sem fæðst hefur í dýragarðinum. Iðjan sem ljónið hefur möguleika á að stunda innan veggja dýragarðsins er svo langt frá því að vera í takt við frumeðlið. Lífsgæði fólks og vellíðan tengist aðeins að litlum hluta framförum í læknisfræðinni. Rannsóknir sem beinast að umhverfisþáttum og mikilvægi þeirra fyrir heilsufar og líðan sýna með óyggjandi hætti að það skilar sér betur að rækta um- hverfisþætti en að treysta einungis á dýr- ar sérfræðilausnir. Efnafræðilegar úr- lausnir sem kosta gríð- arlegar fjárhæðir hafa náð yfirhöndinni en ekki skilað sér að sama skapi í batnandi heilsu. Meðferðarúrræði eftir bráðafasa beinast oftast að einstakingum sjálf- um, honum er gefið tækifæri á að tjá sig um vandann, hann fær fjárhagslega og/eða efnafræðilega aðstoð eða þjálfun af ýmsum toga, allt eftir því hjá hvaða sérfæðingi hann lend- ir. Þetta er svo sem gott og gilt og skilar talsverðum árangri, en hluti af fjármagn- inu til að bæta heilsu manna á að fara í ráðstafanir til að bæta umhverfisþætti sem við vitum að hafa áhrif á heilsu manna og velferð. Viðhorf manna til virðingar verða einn- ig að breytast. Fólk sem finnur lausnir til að auka þátttöku manna í samfélag- inu, sem nær að virkja fólk til iðju sem tengist frumforritinu, sem nær að bæta umhverfisþætti og finna náttúrulegar úrlausnir verður verð- mætustu einstaklingar framtíðar- innar. Gífurleg fjölgun öryrkja mun neyða menn til að hugsa dæmið upp á nýtt og fara aðrar leiðir en hingað til. Það mun taka marga tugi ára að breyta hugsun og við- horfum manna til þess hvað skiptir máli fyrir samfélagið. Til þess að ná í hæfileikaríkustu einstaklingana í þessa nýsköpun þurfum við að end- urskoða í hverju virðing og verð- mæti felast. Mannrækt verður að komast í tísku, annars er hætta á að við getum ekki staðið undir því velferðarkerfi sem við byggðum upp á síðustu öld. Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar um lífsgæði ’Góð tengsl manna ámilli eru ekki eingöngu undirstaða vellíðunar og góðrar heilsu heldur auka þau líka sjálfs- traust, persónuþroska og ýta undir getuna til að vegna vel í lífinu.‘Elín Ebba Ásmundsdóttir Höfundur er forstöðuiðjuþjálfi geð- sviðs LSH og lektor við HA. Hlutverk umhverfisins í mannrækt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.