Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FJÓRIR íslenskir myndlistarmenn
eiga verk á sýningunni Samtíma-
skúlptúr á Norðurlöndum 1980–2005,
sem nú stendur yfir í menningar-
miðstöðinni í Wanås í Svíþjóð. Alls 44
myndlistarmenn eiga verk á sýning-
unni, en þeir íslensku eru Katrín Sig-
urðardóttir, Ólafur Elíasson, Sig-
urður Guðmundsson og Hreinn
Friðfinnsson.
Að sögn Eddu Jónsdóttur hjá gall-
eríi i8 sem hefur íslensku myndlist-
armennina fjóra á sínum snærum,
var sýningin áhugaverð og vel gerð.
„Að mínu viti var verk Katrínar Sig-
urðardóttur besta verkið á sýning-
unni. Það er mjög vel byggt og vand-
að, og vakti mikla athygli bæði
safnstjóra og blaðamanna sem ætla
að skrifa um það, enda mjög óvenju-
legt,“ segir hún.
Landslag sem táknmynd
Í veglegri sýningarskrá sem gefin
var út í tilefni sýningarinnar, ritar
meðal annars listfræðingurinn Björn
Springfeldt, sem var forstöðumaður
Listasafnsins í Malmö á árunum
1986–1989 og Nútímalistasafnsins í
Svíþjóð á árunum 1990–1996, grein
og stutta umfjöllun um hvern mynd-
listarmann.
Um Katrínu Sigurðardóttur ritar
Springfeldt: „Ég hef áður minnst á
sérstöðu Íslands meðal Norður-
landanna. Í verki Katrínar Sigurð-
ardóttur (f. 1967 í Reykjavík, búsett í
Reykjavík og New York) kemur þessi
munur enn betur fram. Í röð verka
hefur hún notað landslag heimalands
síns sem táknmynd fyrir samband
einstaklingsins við veruleikann allt í
kring. Í duldri mótun sinni, þar sem
eyjan skýst upp eins og brött keila úr
sjávarbotninum, stendur þessi tákn-
mynd líka nær en fyrir okkur hin.
Líka með þeirri nauðsyn að ferðast,
að mennta sig, að framfleyta sér, að
örva sig, um leið og því að ekki er
hægt að klippa á ræturnar, hefur Ís-
land skapað vitsmunalegan dragsúg
sem vantar í hin löndin okkar. Ekki
síst í Svíþjóð þar sem við í sönnum
sveita-anda höldum að við búum í
miðjunni. Að vera staðbundinn og
hugsa alþjóðlega er á Íslandi engin
innantóm táknmynd.“
Kastali, lífrænt bú og högg-
myndagarður
Menningarmiðstöðin í Wanås
stendur á mörkum Skáns og Smá-
landa í Svíþjóð og samanstendur af
kastala, lífrænu búi og höggmynda-
garði. Kastalinn var upphaflega
byggður sem virki á 15. öld og gegndi
staðsetningar sinnar vegna mik-
ilvægu hlutverki í stríðum Svía og
Dana um Skán á sínum tíma. Síðast-
liðin átján ár hefur verið byggð þar
upp stórt safn alþjóðlegrar mynd-
listar og er áhersla lögð á skúlptúra
og innsetningar sem taka mið af rým-
inu. Bæði er sýnt utandyra í Wanås,
og innandyra í nýlega uppgerðum
húsum; hlöðunni og fjárhúsinu.
Verk Ólafs Elíassonar, Broserie, frá árinu 1995.Annar hluti af verki Katrínar Sigurðardóttur, High Plane, 3, frá árinu 2005.
Myndlist | Íslenskir myndlistarmenn á sýningunni Samtímaskúlptúr á Norðurlöndum 1980–2005 í Wanås
Ísland hefur
skapað vitsmuna-
legan dragsúg
Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur
ingamaria@mbl.is
Hluti af verki Katrínar Sigurðardóttur, High Plane, 3, frá árinu 2005.
Verk Hreins Friðfinnsonar, Án titils, frá árinu 1999.
Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00
Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is
CIRKUS CIRKÖR 14.-17. JÚNÍ
Sirkusinn sem allir tala um!
KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren
Í samstarfi við Á þakinu
Su 12/6 kl 14 - UPPSELT,
Su 12/6 kl 17 - UPPSELT,
Lau 18/6 kl 14,
Su 19/6 kl 14 - UPPSELT,
Su 26/6 kl 14,
Lau 9/7 kl 14, Su 10/7 kl 14,
Su 17/7 kl 14, Su 24/7 kl 14
99% UNKNOWN - Sirkussýning
CIRKUS CIRKÖR FRÁ SVÍÞJÓÐ
Þri 14/6 kl 20,
Mi 15/6 kl 20,
Fi 16/6 kl 20,
Fö 17/6 kl 20
Aðeins þessar sýningar
Stóra svið
BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA
- gildir ekki á barnasýningar!
Nýja svið, Litla svið og Þriðja hæðin
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Einleikur Eddu Björgvinsdóttur
Í kvöld kl 20 - UPPSELT,
Lau 11/6 kl 20, Þri 14/6 kl 20, Fi 16/6 kl 20,
Lau 18/6 kl 20, Su 19/6 kl 20 - Síðustu sýningar
Leikhúsgestir munið glæsilegan matseðil S: 568 0878
Geirmundur Valtýsson
og hljómsveit
í kvöldTOPP 20 mbl.is