Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Blaðamönnum sem ætla að takaviðtalvið Angelinu Jolie um nýjustu kvikmynd hennar hefur ver- ið tjáð að þeir eigi á hættu að verða lögsóttir ef þeir spyrji stjörnuna persónulegra spurninga. Er blaða- mönnunum gert að undirrita yfirlýs- ingu áður en viðtal getur farið fram, þar sem þeir heita því að spyrja leik- konuna ekki út í einkahagi hennar. Frá þessu greinir Ananova.com. Í kvikmyndinni Herra og frú Smith leikur Angelina á móti Brad Pitt. Yfirlýsingin sem blaðamenn verða að undirrita er svohljóðandi: „Spyrill mun ekki spyrja Jolie neinna spurn- inga varðandi persónuleg sambönd hennar. Spyrji spyrill Jolie ein- hverra spurninga varðandi persónu- leg sambönd hennar áskilur Jolie sér rétt til að binda enda á viðtalið og hverfa á braut.“ Þá mun einnig koma fram í yfirlýsingunni að ef spyrill standi ekki við loforðið megi hann búast við lögsókn og að verða krafinn um „ótilgreinda upphæð“ í skaðabætur.    Ástralski kvikmyndaleikarinnRussell Crowe sér eftir því að hafa hent síma í andlitið á dyraverði á hóteli sem hann dvaldi á í New York á mánudaginn. Crowe baðst opinberlega afsökunar á atvikinu í viðtali í þætti David Letterman á miðvikudagskvöld. Hann sagði að þetta hafi verið sorgleg hegðun og ástæðan sé sú að hann sé einmana fjölskyldumaður sem sé mikið í burtu frá fjöl- skyldu sinni. Hann henti sím- anum í dyravörð- inn þegar hann náði ekki sam- bandi við konu sína í Ástralíu. Í þættinum í gær sagði Crowe að þetta hafi hugs- anlega verið skammarlegasta að- staða sem hann hafi komið sér í. Crowe vann til Óskarsverðlauna árið 2001 fyrir besta leik í aðal- hlutverki í myndinni Skylm- ingaþrællinn. Í nýjustu kvikmynd sinni leikur hann hnefaleikamann.    Bob Geldof segir það bull og vit-leysu að Spice Girls eigi að koma saman aftur og spila á Live 8 tónleikunum hans í sumar, þær fengju það aldrei því þær séu ein- faldlega ekki nógu vinsælar til þess. Sagði hann að jafnvel þótt stúlk- urnar fimm, Mel B, Geri Halliwell, Victoria Beckham, Mel C og Emma Bunton byðust til að koma fram myndi hann neita því vegna þess að enginn hafi áhuga á að sjá þær. Sagði hann að orðrómurinn um að þær eigi að koma saman aftur og spila á Live 8 sé bara auglýs- ingabrella fyrir nýju plötuna hennar Geri Halliwell. „Ég hef ekki efni á því að fá hljóm- sveitir sem laða ekki að áhorf- endur. Þetta er pólitískur við- burður, ekki menningarlegur. Þetta er spurning um hver er vin- sæll akkúrat núna; þannig er þetta bara,“ segir hann. „Allt þetta Spice Girls-mál snýst ekkert um minn persónulega smekk – krakkarnir mínir syngja lögin þeirra. Það bara er ekki nóg af fólki þarna úti sem myndi vilja sjá þær.“ Fólk folk@mbl.is Á DAGSKRÁNNI voru fimm stutt- myndir frá öllum hornum heimsins. Myndirnar voru skemmtilega valdar saman, allt vandaðar myndir en sér- lega ólíkar að efni og efnistökum. Ef þetta endurspeglar það sem er að gerast í stuttmyndagerð í heiminum, væri gaman að fá að sjá meira. Allt í þessu landi (Everything in this country must) Leikstjórn: Gary Mckendry. 20 mín. BNA 2005. Myndin gerist á Norður-Írlandi, og segir frá þegar breskir hermenn bjarga hesti heimastúlku, og þær blendnu tilfinningar sem hún ber til þeirra eftir á. Myndin byggir á smá- sögu þekkts írsks skálds. Þetta er af- bragðssaga, áhrifarík og myndin er skemmtilega klassísk, ekki bara fléttan heldur innihaldið og efn- istökin. Og það er eiginlega furðu- lega hressandi. Myndin er vel gerð í alla staði, falleg sviðsmynd og góður leikur. Alice og ég (Alice et moi) Leikstjórn: Micha Wald. 19 mín. Belgía 2004. Myndin gerist meira og minna í Volvo þar sem Simon er að keyra gamla frænku sína og vinkonur hennar langa leið. Kærastan Alice hringir og segir Simon upp á leiðinni. Myndin er skemmtileg og vel unnin myndrænt séð. Leikstjóranum tekst að ná upp góðri stígandi, þar sem æs- ingur eykst. Myndin gerir hnitmiðað grín að samskiptum kynjanna, kyn- slóðanna og gyðinga sín á milli. Aldrei jafnir (Nie Solo Sein) Leikstjórn: Jan Schomburg. 10 mín. Þýskaland 2004. Í þessari skólamynd er byggt á þeirri hugmynd að tímanum væri snúið við og allir gengju aftur á bak nema þú. Hugmyndirnar sem fram koma og úrvinnslan eru algjör snilld, bráðfyndnar og vel úthugsaðar. Frá- bær stuttmynd í alla staði. Allt á að fara (Everything goes) Leikstjórn: Andrew Kotatko. 18 mín. Ástralía 2005. Hugo kynnist ungu pari þegar hann selur búslóðina eftir skilnað. Þessi mynd er ágæt, en eiginlega síst allra á dagskránni. Hún er þó vel leikin, en slegið er á kunnuglega strengi, og það vantar meiri frum- leika eða sterkari punkt til að gera hana eftirminnilega. Í eigin heimi (The quiet one) Leikstjórn: Danyael Sugawara. 32 mín. Holland 2004. Ég hafði mjög gaman af þessi mynd sem gerist í Japan. Skilaboðin eru einföld og klassísk, en myndin gefur áhugaverða sýn á lífi ung- menna sem lifa fyrir framan tölvu- skjáinn. Skemmtileg, áhugaverð, hjartnæm og vel leikin. Hressandi fjölbreytni KVIKMYNDIR Tjarnarbíó – Reykjavík Shorts & Docs Stuttmyndadagskrá III – Heimurinn –  Hildur Loftsdóttir KARL Lagerfeld ætlar að fara á mark- að með nýja fatalínu í Bandaríkjunum, sem verður bæði fyrir konur og karla. Nýja línan verður helmingi ódýrari en hönnunarlína hans Lagerfeld Gallery, sem fór af stað í París árið 1998. Línan verður kynnt í febrúar og verður „ung og frískandi með gallaefni, íþróttafötum, stuttermabolum og jökk- um,“ sagði Ann Aciermo, yfirmaður hjá Tommy Hilfiger, bandaríska fyrirtæk- inu sem keypti merki Karls Lagerfeld í desember. „Karl Lagerfeld-línan á eftir að henta nútíma lífsstíl. Þetta verður stórt. Það er meiri nálægð í Gallery,“ sagði Lag- erfeld í viðtali við tímaritið Women’s Wear Daily. Nýja línan kemur fyrst í stað aðeins á markað í Bandaríkjunum. „Ég hugsaði mér alltaf að vinna í New York, París og Róm,“ sagði hann og vísar til starfs síns hjá Chanel í París og Fendi í Róm og til nýju línunnar, sem verður hönnuð í New York. „Ég er mikið fyrir mikla útbreiðslu. Með há- tísku hef ég sannað að ég geti hannað dýrustu hlutina og með H&M þá ódýrustu. Þetta verður einhvers staðar mitt á milli,“ sagði hann. Tíska | Karl Lagerfeld með nýja fatalínu í Bandaríkjunum Ung og frískandi Reuters Þýski hönnuðurinn Karl Lager- feld er ávallt stællega klæddur.  SJ. blaðið  Kvikmyndir.com  JENNIFER LOPEZ JANE FONDA Sýnd kl. 8 FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA I I Í kl. 5.20 og 10.10 B.I 10 ÁRA kl. 4, 5, 7, 8 og 10 B.I 10 ÁRA Skráðu þig á bíó.is Sýnd kl. 3.50 m. ísl tali Miðasala opnar kl. 15.30 FRÁBÆR GRÍNMYND FRÁ LEIKSTJÓRA LEGALLY BLONDEFRÁBÆR GRÍNMYND FRÁ LEIKSTJÓRA LEGALLY BLONDE JENNIFER LOPEZ JANE FONDA FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA I I Í Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 SJ. blaðið  Kvikmyndir.com  Missið ekki af svölustu mynd sumarsins með heitasta pari heims! HEIMSFRUMSÝNING HEIMSFRUMSÝNING Sýnd kl. 5.30, 8, 10.40 og 00 á miðnætti B.i 14 ára „Skotheld frá A-Ö ---- Afþreying í hæsta klassa“  K&F - XFM kl. 8 og 10.40 kl. 5 EMPIRE EMPIRE EMPIRE EMPIRE „Skotheld frá A-Ö ---- Afþreying í hæsta klassa“  K&F - XFM Bourne IdentityBourne IdentityFrá leikstjóra Bourne Identity Frá leikstjóra Bourne Identity Missið ekki af svölustu mynd sumarsins með heitasta pari heims! AÐSÓKNARMESTAMYND ÁRSINS AÐSÓKNARMESTAMYND ÁRSINS SJ. blaðið  Kvikmyndir.com  MORGUNBLAÐIÐ Fréttablaðið  x-fm    SJ. blaðið  Kvikmyndir.com  MORGUNBLAÐIÐ Fréttablaðið  x-fm    Sýnd kl. 5.40, 8, 10.20 og kl. 12.30 (Kraftsýning) B.i 14 ára Powersýningá miðnætti „Skotheld frá A-Ö ---- Afþreying í hæsta klassa“  K&F - XFM „Skotheld frá A-Ö ---- Afþreying í hæsta klassa“  K&F - XFM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.