Morgunblaðið - 10.06.2005, Side 20

Morgunblaðið - 10.06.2005, Side 20
Leirársveit | Vatnið dregur börnin gjarnan að. Nokkrir krakkar af Skaganum voru ánægð þegar þau komust í læk í Leirársveit sem nefndur er Geldingaá. Elísa Svala Elvarsdóttir, Unnur Ýr Haraldsdóttir og Maren Leósdóttir ösluðu í gegnum rörið. Axel Fannar Elvarsson kíkti í gegn og til hliðar stendur Guðfinnur Leósson. Morgunblaðið/Sigurður Elvar Öslað eftir læknum Leikur Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Skutulandapar á Snæfellsnesi | Þrettán manna hópur fór í fuglaskoð- unarferð hringinn í kringum Snæfellsnes síðastliðinn laugardag, í boði Náttúrustofu Vesturlands. Alls sáust 42 tegundir fugla, að því er fram kemur á vef Náttúrustof- unnar, en athyglisverðast þótti að sjá skutulandarpar á Hofgarðatjörn og ellefu skeiðandarsteggi á vötnunum í Stað- arsveit. Þá er þess getið að háhyrn- ingavaða hafi sést úti af Hellnum.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Gefa út innkaupakort | Húsavíkurbær hefur gefið út innkaupakort til þeirra sem annast innkaup fyrir bæinn. Jafnframt verða gerðir samningar við verslanir og þjónustufyrirtæki. Fyrsti samningurinn hefur verið gerður við Bókaverslun Þórarins Stefánssonar. Er hann til reynslu til eins árs en vonir standa til að fleiri slíkir bætist við á næstunni. Kemur þetta fram á vef Húsavíkurbæjar. Samið er um ákveðinn afslátt og skuldbind- ur Húsavíkurbær sig til að eiga viðskipti við verslunina ef ekki bjóðast hagstæðari kjör annars staðar.    Ráðinn byggingarfulltrúi | Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að ráða Einar Júlíusson í stöðu byggingarfulltrúa. Sjö sóttu um starfið. Heiðar Ásgeirsson sem gegnt hefur starfinu undanfarin ár lét af störfum fyrr í vikunni. Þeir sem sóttu um stöðuna, auk Einars, eru: Árni Þór Helgason, Guð- finnur Þórðarson, Kjartan Sævarsson, Magnús Þórðarson, Skúli Ágústsson og Steingrímur Sig- urjónsson. Ákvörðun um ráðningu Einars var tekin með atkvæðum fulltrúa meirihluta Sjálf- stæðisflokksins í bæjarráði en minnihlut- inn, fulltrúar Samfylkingarinnar, vildi ráða Kjartan Sævarsson.    Það dylst eng-um að tíðinfer batnandi eftir kaldan vor- þræsing. Gróður hefur tekið við sér og eru nú til dæmis aspir sem óðast að laufgast á Egils- stöðum. 2. júní var meðalblómg- unartími birkis á Héraði, en birkið er nú rétt farið af stað. Segir það sitt um kuldann und- anfarið. Dýralífið fer ekki varhluta af vorgleðinni, fugla- söngur fyllir loftin blá og ungar skríða unnvörpum úr eggjum. Ferfætlingar ýmissra tegunda skvettast galsafengið um engi og fiskur vakir í ám og vötnum. Þessir hestar voru komnir í kvöldró þegar fréttaritari Morgunblaðsins átti leið undir Lönguhlíðina við Heiðarsel í Hróarstungu í vikunni. Kroppað um lágnættið Davíð Hjálmar Har-aldsson á Ak-ureyri bregður ljósi á skáldskapinn: Hæpið klám og háðið beitt hagir yrkja víða en andrík ljóð um ekki neitt aðeins skáldin smíða. Björn Ingólfsson á Grenivík hefur sitt inn- legg í skáldskapinn: Stöðugt vex á ánum ull, úti á túni er komið gras, þessi vísa er bara bull, bölvuð þvæla, rugl og fjas. Sjórinn hann er glær í gegn, gólar hundur upp við tré, að yrkja af viti er mér um megn, meira að segja fánýtt spé. Margur lék í Liverpool með lipran fót og enni sveitt þessi vísa er frekar fúl og fjallar svosem ekki um neitt. Um skáld- skap pebl@mbl.is Raufarhöfn | Á fundi sveitarstjórnar Rauf- arhafnarhrepps nýlega var fjallað um ályktun sóknarnefndar Raufarhafnar- kirkju um fyrirhugaða sameiningu presta- kalla. Sveitarstjórn Raufarhafnarhrepps tók heilshugar undir mótmæli aðalsafnað- arfundar Raufarhafnarsóknar, sem hald- inn var í apríl sl., gegn áformum biskupa- fundar um að leggja til við Kirkjuþing að Raufarhafnarprestakall og Skinnastaða- prestakall verði sameinuð í eitt prestakall með prestssetur á Skinnastað. Sveitar- stjórn tók og undir þau sjónarmið sem fram komu á aðalsafnaðarfundi að þó fækkun sóknarbarna á Raufarhöfn hefði það í för með sér að menn ættu í vök að verjast í málinu, þá væri þjónusta kirkj- unnar á staðnum ekki síður mikilvæg í því ástandi sem þar ríki nú. Einnig vísaði að- alsafnaðarfundurinn til vegalengda á svæðinu sem gera presti erfiðara fyrir að rækja starf sitt. Skarpur á Húsavík segir frá þessu. Á móti sam- einingu prestakalla Vopnafjörður | Afhjúpaður hefur verið minnisvarði um vopnfirska sjómenn sem drukknað hafa. Er hann reistur í minn- ingu Þorsteins Jóns Björgólfssonar sem fórst með báti sínum Þernu ÁR 22, 20 mars 1981. Bjarki Björgólfsson, einn af fimm eft- irlifandi systkinum Þorsteins heitins, sá um hönnun og smíði minnisvarðans með aðstoð góðra manna, en Vopnafjarðar- hreppur sá um staðarval og undirstöður. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu. Minnisvarðinn var afhentur Vopna- fjarðarhreppi að gjöf frá fjölskyldum Þorsteins við hátíðlega athöfn um sein- ustu helgi. Minnisvarði um drukknaða sjómenn Ljósmynd/Helga Ösp Bjarkadóttir Akureyri | Kraftakarlinn Torfi Ólafsson er mikill áhugamaður um mótorhjól, enda einn af stofnendum Sniglanna og með félagsnúmer 54. Hann fjárfesti nýlega í mótorhjóli frá Bandaríkjunum en um er að ræða 40 ára afmælisútgáfu af Hondu Goldwing 1500, árgerð 1989. Hjólið er með hliðarvagni og vegur alls um 630 kg fyrir utan ökumann „en er mun þyngra með ökumanni,“ eins og Torfi orðaði það sjálfur. Hann sagði að mun erf- iðara væri að aka þessu hjóli, þar sem hliðarvagninn tæki hraustlega í en hann hefur þó verið að bjóða öðrum fjölskyldumeðlimum á rúnt- inn. Hann stefnir svo í lengri ferðir þegar hann hefur náð betri tökum á ökutækinu. Torfi ætlaði upp- haflega að kaupa stakan hlið- arvagn, þar sem hann á annað mót- orhjól, Hondu Goldwing 1200, sem einnig er afmælisútgáfa frá fyr- irtækinu. Vagninn einn og sér var hins vegar það dýr að Torfa þótti hagkvæmara að kaupa hjól með vagni. Hliðarvagninn tekur í Morgunblaðið/Kristján Vígalegur Torfi Ólafsson í fullum herklæðum á mótorhjóli sínu, Kristín dóttir hans lætur fara vel um sig í hliðarvagninum. Starfsþjálfun | Íþrótta- og tómstundaráði Akurerarbæjar hefur borist erindi frá for- manni svæðisráðs Svæðisvinnu-miðlunar Norðurlands eystra, þar sem óskað er eftir viðræðum við Akureyrarbæ um stofnun á starfsþjálfunarsetri sem hefði það markmið að gefa ungum atvinnuleitendum kost á starfsþjálfun. Deildarstjóra ÍTA var falið að taka þátt í viðræðunum fyrir hönd ráðsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.