Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT STJÖRNURNAR í Hollywood kvarta yfir því að paparazzi- ljósmyndarar séu farnir að ganga allt of langt í því skyni að tryggja sér efni til að selja glans- og slúðurtímaritum er nærast á umfjöllun um kvik- myndaleikara, fyrirsætur og tón- listarmenn. Þeir láti sér ekki lengur nægja að sitja um hvert fótmál stjarnanna heldur grípi þeir til ör- þrifaráða, aki bílum sínum jafnvel á bifreiðar viðfangsefna sinna og stefni lífi þeirra og limum, og allra nær- staddra einnig, þannig í hættu. Frá þessu er sagt í The New York Times í gær en þar kemur m.a. fram að nokkrar stjörnur telji tíma til kom- inn að brugðist sé við þessari þróun. Hefur lögreglan og embætti saksókn- ara hafið rannsókn á því sem þeir kalla „nýja kynslóð“ paparazzi- ljósmyndara, þ.e. menn sem eru reiðubúnir til að fara á svig við lög og rétt, aka bifreiðum sínum gáleysis- lega og jafnvel á bíla stjarnanna, í því skyni að ná af þeim myndum í geðs- hræringu. Tilefni umfjöllunar New York Tim- es er atburður sem átti sér nýlega stað í Los Angeles en þá varð ung- lingastjarnan Lindsay Lohan fyrir meiðslum er ágengur ljósmyndari ók bíl sínum beint á hennar. Lögreglan í Los Angeles hefur full- yrt að ljósmyndarinn hafi ekið bíl sín- um vísvitandi á Lohan. Hún mun hafa orðið vör við að paparazzi-ljósmynd- ari var að elta hana. Er Lohan sá framundan lögreglubíl, er ók í gagn- stæða átt, ákvað hún að taka U-beygju í því skyni að greina lög- reglunni frá því að ókunnugir menn væru að elta hana. Ljósmyndarinn, Galo Ramirez, var hins vegar ekki kátari með þessi áform hennar en svo, að hann ók bíl sínum beint inn í Mercedes-Benz bifreið hennar. Voru þrír aðrir paparazzi- ljósmyndarar þegar komnir á vett- vang til að mynda Lohan og viðbrögð hennar við ákeyrslunni. Minnir atburður þessi óneitanlega nokkuð á tildrög þess að Díana prins- essa dó í bílslysi í París í ágúst 1997. Paparazzi-ljósmyndarar hafa auð- vitað alltaf setið um stjörnurnar í Hollywood og þær hafa auðvitað oft og iðulega baðað sig í því sviðsljósi, sem þeir hafa beint að þeim. En stjörnur eins og Lohan, Cameron Di- az og fleiri segja þá hafa gerst ágeng- ari í seinni tíð. Segir Diaz t.a.m. frá því í NYT að hún hafi verið á gangi með unnustanum, söngvaranum Justin Timberlake, og vini þeirra fyr- ir um tveimur árum. Ljósmyndari hafi þá komið aftan að þeim í jeppa- bifreið sinni og orðið þess valdandi að vinurinn féll í jörðina. Tók ljósmynd- arinn síðan myndir af því er Diaz og Timberlake komu vininum til hjálpar þar sem hann lá í sárum sínum. Myndina seldi ljósmyndarinn til blaðsins US Weekly og var fyrirsögn myndafrásagnarinnar: „Cameron og Justin koma vini sínum til aðstoðar“. Segist Diaz nú ekki geta farið út úr húsi án þess að þrír eða fjórir ljós- myndarar fylgi henni eftir í bílum sín- um. Og leikkonan Reese Witherspoon hefur svipaða sögu að segja, hún var umkringd af ljósmyndurum nýverið er hún hugðist yfirgefa líkamsræktar- stöð, segir hún að einn þeirra hafi reynt að aka bíl sínum á hennar. Stjörnurnar í Hollywood hafa verið tregar til að höfða mál gegn ljós- myndurum. Bandarísk lög veita ljós- myndurum ríkan rétt til að vinna störf sín og með málsókn bjóða stjörnur upp á að óhreina tauið þeirra, ef svo má að orði komast, verði dregið fram í dagsljósið í dóm- salnum. En ljósmyndarar geta auðvitað ekki brotið lögin og hefur Galo Ram- irez, sá er ók á Lindsay Lohan, verið ákærður fyrir árás með banvænu vopni. Þá eru saksóknarar að skoða hvort sá möguleiki sé fyrir hendi að sækja teymi ljósmyndara – en al- gengt er að paparazzi-ljósmyndarar vinni nokkrir saman er þeir elta við- fangsefni sín – til saka á þeim grund- velli að þeir hafi gerst sekir um glæp- samlegt samsæri. „Um leið og um samsæri er að ræða,“ hefur NYT eft- ir Jeff Dunn lögreglufulltrúa, „þá hef- ur afbrot verið framið.“ Stjörnur í Hollywood vilja snúa vörn í sókn „Ný kynslóð“ paparazzi-ljósmyndara hikar ekki við að aka á bíla viðfangsefna sinna í því skyni að ná góðri mynd AP Leikkonan Lindsay Lohan lenti illa í paparazzi-ljósmyndurum nýverið. Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is Belgrad. AFP.| Bandaríkjamenn hafa ákveðið að veita Serbíu og Svartfjallalandi fjárhags- aðstoð á nýjan leik. Háttsettur bandarískur embættismaður segir þessa ákvörðun komna til vegna þess að stjórnvöld í Belgrad hafi sýnt aukinn vilja til samstarfs við Stríðs- glæpadómstólinn í Haag. Nicholas Burns, einn aðstoðarutanríkisráð- herra Bandaríkjanna, skýrði frá þessu í gær eftir að hafa átt fund með ráðamönnum í Serbíu og Svartfjallalandi. Tíu milljónir dala (644 milljónir króna) myndu nú renna til stjórnvalda í ríkjasambandinu. Fjármunir þessir höfðu áður verið teknir frá í þessu skyni en aðstoðin var „fryst“ í fyrra sökum þess að yfirvöld í Serbíu og Svartfjallandi þóttu ekki sýna nægan samstarfsvilja. Burns lagði áherslu á að Bandaríkjamenn hefðu hvergi hvikað frá þeirri kröfu sinni að eftirlýstir stríðsglæpamenn í fyrrum Júgó- slavíu yrðu handteknir og þeir framseldir til Haag. Nefndi hann sérstaklega að ríkjasam- bands Serbíu og Svartfjallands biðu betri tímar yrði Ratko Mladic, helsti hershöfðingi Bosníu-Serba í Bosníustríðinu, handtekinn og leiddur fyrir rétt. Talið er að hann haldi til í Serbíu en hann er m.a. sakaður um að hafa gegnt lykilhlutverki er um 8.000 Bosníu-músl- ímar voru teknir af lífi í bænum Srebrenica árið 1995. Vongóður um að Mladic verði brátt tekinn höndum Burns kvaðst í gær vongóður um að Mladic yrði brátt tekinn höndum. Viðræður hans og ráðamanna hefðu verið með þeim hætti að hann hefði fengið sannfæringu fyrir því að stjórnvöld í Serbíu vildu hafa hendur í hári hans eða fá hann til að gefa sig fram við dóm- arana í Haag. Athygli vakti að Burns minntist ekki á Radovan Karadzic, fyrrum leiðtoga Bosníu- Serba, sem einnig er í felum, ákærður um stríðsglæpi. Var getum að því leitt að ein- hvers konar samkomulag lægi fyrir varðandi Mladic. Frá því að fjárhagsaðstoð Bandaríkja- manna var hætt hafa stjórnvöld í Belgrad fengið 15 grunaða stríðsglæpamenn til að gefa sig fram við Stríðsglæpadómstólinn vegna fyrrum Júgóslavíu í Haag. Serbum veitt að- stoð á ný Washington. AFP.| Norður-Kórea ræður yfir kjarnorkusprengjum og er að smíða fleiri slík- ar, að því er aðstoðarutanríkisráðherra lands- ins, Kim Gye Gwan, greindi frá í sjónvarps- viðtali í Bandaríkjunum á miðvikudagskvöld. „Við eigum nógu margar kjarnasprengjur til að verjast árás af hálfu Bandaríkjamanna,“ sagði ráðherrann í viðtali við ABC-sjónvarps- stöðina. Er hann var spurður hvort Norður- Kóreumenn stefndu að því að stækka kjarn- orkuvopnabúr sitt svaraði hann játandi. Yfirlýsing ráðherrans þykir fallin til að auka enn á spennuna í samskiptum Vesturlanda og Norður-Kóreumanna vegna kjarnorkuáforma þeirra síðarnefndu. Stjórnvöld í Bandaríkjun- um telja að Norður-Kórea ráði yfir einni, hugs- anlega tveimur, frumstæðum kjarnorku- sprengjum. Þá er það mat sérfræðinga vestra að Norður-Kóreumenn eigi nægilegt magn plútons til að smíða sex sprengjur til viðbótar. Plútonið hafi þeir náð að vinna úr notuðum eldsneytisstöngum í Yongbyon-kjarnorku- verinu. Norður-Kórea ræður einnig yfir eld- flaugum og skaut einni slíkri, sem taldist lang- dræg, yfir Japan í Kyrrahafið árið 1998. Búa yfir nægri þekkingu Kim, sem farið hefur fyrir sendinefnd Norð- ur-Kóreu í sex ríkja viðræðum, er miða að því að fá stjórn Kim Jong-Il til að falla frá áform- um sínum um kjarnorkuvígvæðingu, vildi ekki tjá sig um hvort stjórnvöld réðu yfir eldflaug- um sem unnt væri að skjóta á skotmörk í Bandaríkjunum. Hann vildi ekki heldur svara spurningu þess efnis hvort Norður-Kórea réði yfir þeirri tækni sem nauðsynleg væri til að búa langdræga eldflaug kjarnahleðslu. „Ég vil koma því á framfæri að vísindamenn okkar búa yfir þekkingu sem er sambærileg við þá sem vísindamenn í öðrum löndum ráða yfir,“ sagði hann og bætti við að menn gætu skilið þetta svar á þann veg sem þeir kysu. Kim lagði áherslu á að stjórnvöld í Norður- Kóreu hefðu engin áform uppi um að ráðast gegn Bandaríkjunum. Kjarnorkuvopnin væru liður í varnarviðbúnaði landsmanna. „Ögrun við heimsfriðinn“ Stjórnvöld í Japan brugðust við þessari yfir- lýsingu með því að hvetja Norður-Kóreumenn til að ganga á ný til viðræðna ríkjanna sex. Sagði í yfirlýsingu þeirra að áform Norður- Kóreu á sviði kjarnorkumála væru „ögrun við heimsfriðinn“. Stjórnvöld í Pyongyang, höfuðborg Norður- Kóreu, hafa áður lýst yfir því að þau ráði yfir gereyðingarvopnum. Hafa þau heitið því að viðhalda þeim á meðan Bandaríkjamenn fram- fylgi „fjandsamlegri stefnu“ sinni gagnvart ríki þeirra. N-Kórea verður varin með kjarnorkuvopnum RAMUSH Haradinaj, fyrrver- andi forsætisráðherra Kosovo, kom aftur heim til Pristina í gær en hann hefur verið ákærður fyr- ir stríðsglæpi af Alþjóða stríðs- glæpadómstólnum í Haag. Taka ákæruatriðin til atburða er áttu sér stað í átökum Serba og Kos- ovo-Albana 1998 og 1999. Dóm- ari ákvað nýverið að Haradinaj, sem sagði af sér sem forsætisráð- herra og gaf sig sjálfur fram við dómstólinn þegar fréttist að ákæra hefði verið gefin út á hendur honum, gæti farið frjáls ferða sinna uns réttarhöld yfir honum hefjast. Á myndinni sjást tveir stuðn- ingsmenn Haradinajs bíða komu hans á flugvellinum í Pristina í gær.Reuters Harad- inaj laus úr haldi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.