Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
STÓRMYNDASUMARIÐ er
komið á fullan skrið og er hver
stórmyndin á fætur annarri
heimsfrumsýnd hér á landi.
Hinn 15. júní verður það
sjálf Batman Begins, sem tek-
in var að hluta hér á landi eins
og flestir vita. Christian Bale
þykir fara á kostum sem Bat-
man en í myndinni nýtur hann
liðsinnis margra af stærstu
stjörnum Hollywood; Morgans
Freeman, Michael Caine, Gary
Oldman og Katie Holmes.
Daginn eftir, 16. júní, verður
fjölskyldumyndin Are We
There Yet? frumsýnd. Rapp-
arinn Ice Cube leikur mann
sem gerir allt til að ganga í
augun á tveggja barna móður.
Þessi grínmynd fór beint á
toppinn í Bandaríkjunum.
Þann 22. júní verður The
Upside of Anger með Joan
Allen, Kevin Costner og Erika
Christensen frumsýnd og
þann 24. júní verða mynd-
irnar, Elvis has left the Build-
ing og Guess Whós frum-
sýndar. Hin síðarnefnda er
gamanmynd með Bernie Mac
og Ashton Kutcher í aðal-
hlutverkum og náði myndin
toppsætinu í Bandaríkjunum
þegar hún var frumsýnd vest-
anhafs.
Mánuðurinn endar svo með
stórmyndinni War of the
Worlds í leikstjórn Stevens
Spielberg sem verður frum-
sýnd þann 29. júní. Í myndinni
leika meðal annarra Tom
Cruise, Dakota Fanning og
Tim Robbins.
Væntan-
legar
frum-
sýningar Á YFIRBORÐINU eru John og JaneSmith venjuleg úthverfahjón í venju-
legu úthverfahjónabandi. En ekki er
allt sem sýnist, bæði eru þau að fela
leyndarmál sem þau dræpu fyrir að
varðveita. Herra og frú Smith eru
nefnilega háklassa leynimorðingjar
sem vinna fyrir samtök í samkeppni.
Nýju lífi er hleypt í hjónabandið þeg-
ar þau eru ráðin til að ráða hvort ann-
að af dögum. Eftir það kemst aldeilis
spenna í sambandið og bæði beita þau
öllum sínum brögðum í baráttunni.
Stórstjörnurnar Brad Pitt og Ang-
elina Jolie leika hjónakornin í Mr. &
Mrs. Smith. Þetta þykir vera erótísk
spennumynd þar sem leikurinn berst
um víðan völl, ýmsar brellur og
áhættuatriði setja svip sinn á mynd-
ina. Hún er líka gamanmynd um sér-
stakar persónur sem eiga við ýmis
venjuleg vandamál að stríða. Meint
samband Brad og Angelinu hefur
verið mikið í fréttum en þau neita því
að hafa átt í ástarsambandi.
Áður en búið var að velja í hlutverk
eiginkonunnar ákváðu Brad Pitt og
framleiðendurnir að Doug Liman
leikstýrði myndinni. Liman fannst
þetta spennandi verkefni en hann
hefur áður leikstýrt félaga Pitt, Matt
Damon, í The Bourne Identity. Hann
hefur einnig leikstýrt Go og Swing-
ers.
Til viðbótar við þessa stórleikara
leikur Adam Brody, Seth Cohen úr
The O.C. nokkuð stórt hlutverk í
myndinni. Liman hafði áður starfað
með honum því hann framleiddi
fyrstu þáttaröðina af þessum vinsælu
unglingaþáttum.
Frumsýning | Mr. & Mrs. Smith
Brad Pitt og Angelina Jolie takast á
í hlutverkum sínum sem leynimorð-
ingjarnir John og Jane Smith.
Hjónaband í
hremmingum
ERLENDIR DÓMAR
Metacritic.com 63/100
Empire 80/100
Hollywood Reporter 80/100
Variety 60/100 (skv. metacritic)
ÞESSI heimildarmynd fjallar um
vinsælustu klámmynd allra tíma en
Deep Throat var gerð árið 1972 fyrir
1,6 milljónir króna en hefur halað inn
meira en 39 milljarða króna á heims-
vísu. Leikstjórarnir Fenton Bailey og
Randy Barbato gera myndina en þeir
eru þekktir fyrir mynd sína Party
Monster, sem fjallaði um klúbbasenu
níunda áratugarins. Framleiðendur
myndarinnar eru Brian Grazer og
leikstjórinn Ron Howard. Dennis
Hopper er sögumaður myndarinnar
en hann greinir frá gerð þessarar
bláu myndar og þeim áhrifum sem
hún hafði á bandarískt samfélag.
Deep Throat var umdeild mynd og
bönnuð í mörgum ríkjum Bandaríkj-
anna en það jók aðeins á aðdráttarafl
hennar.
Þrátt fyrir þessar miklu tekjur af
myndinni fékk leikstjóri hennar Ger-
ard Damiano ekki mikið fyrir sinn
snúð og leikararnir Linda Lovelace
og Harry Reems fengu eitthvert
smáræði.
Í heimildarmyndinni ræða Dam-
iano og Reems um myndina en Love-
lace lést árið 2002. Til viðbótar er
rætt við margt þekkt fólk um Deep
Throat, allt frá Hugh Hefner til Ger-
maine Greer.
Frumsýning | Inside Deep Throat
Naflaskoðun
samfélagsins
Heimildarmyndin Inside Deep
Throat skoðar heim bláu
myndanna út frá þekktri klám-
mynd frá árinu 1972.
ERLENDIR DÓMAR
Metacritic.com 64/100
Roger Ebert Hollywood Reporter 70/100
New York Times 40/100
Empire 80/100
Variety 70/100 (skv. metacritic)