Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÓVIRÐING VIÐ UMBOÐSMANN Umboðsmaður Alþingis hefurallt frá stofnun embættisinsglímt við tregðu fram- kvæmdavaldsins, sem honum er falið að hafa eftirlit með, til að veita honum upplýsingar. Framan af svöruðu ráðuneyti og stofnanir erindum um- boðsmanns iðulega ekki fyrr en eftir margar ítrekanir. Þetta hefur þó farið skánandi, eftir því sem embætti um- boðsmanns hefur vaxið fiskur um hrygg og skrifstofumenn fram- kvæmdavaldsins hafa vanizt nýjum vinnubrögðum. Ekki fer á milli mála að starf umboðsmanns hefur bæði styrkt stöðu almennings gagnvart „kerfinu“ og Alþingis gagnvart fram- kvæmdavaldinu. Það skýtur því skökku við, er það upplýsist nú að landbúnaðarráðu- neytið varð ekki við ósk umboðs- manns um upplýsingar í máli, sem lyktaði reyndar með því að Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra var fríaður af kæru um vanhæfi við skipan í stöðu rektors Landbúnaðarháskól- ans á Hvanneyri. Umboðsmaður óskaði eftir gögnum um svör umsækjenda um stöðuna við spurningum í atvinnuviðtölum. Land- búnaðarráðuneytið varð ekki við þeirri beiðni. Svörin höfðu ekki verið skráð niður, sem umboðsmaður taldi reyndar að ráðuneytinu hefði borið að gera, en umboðsmaður óskaði engu að síður eftir upplýsingum um svör um- sækjendanna, sem hljóta að liggja fyrir í ráðuneytinu. Í bréfi landbúnaðarráðherra til um- boðsmanns sagði m.a.: „Tel ég það ekki í verkahring Umboðsmanns Al- þingis að yfirfara eða endurskoða efn- isleg atriði eins og spurt er um undir þessum lið, sem ég fyrir mitt leyti tel fullsvarað í rökstuðningi mínum frá 14. september 2004. Mat á hæfi og hæfni þeirra umsækjenda sem hér um ræðir, þ.m.t. frammistöðu þeirra í starfsviðtölum, liggur hjá landbúnað- arráðherra og er efnislegt endurmat með umbeðnum samanburði á ein- stökum umsækjendum ekki á valdi Umboðsmanns Alþingis.“ Nú skiptir það ekki höfuðmáli í þessu efni hvar valdið liggur. Það, sem máli skiptir, er að framkvæmda- valdið fari eftir þeim lögum, sem Al- þingi sjálft hefur sett um starfsemi umboðsmanns Alþingis. Í lögunum segir: „Umboðsmaður Alþingis getur krafið stjórnvöld um þær upplýsingar og skriflegar skýringar sem hann þarfnast vegna starfs síns, þar á með- al getur hann krafist afhendingar á skýrslum, skjölum, bókunum og öllum öðrum gögnum sem mál snerta. Umboðsmaður getur kvatt starfs- menn stjórnsýslu ríkis og sveitarfé- laga á sinn fund til viðræðna um mál- efni sem eru á starfssviði umboðs- manns, svo og til þess að veita munn- lega upplýsingar og skýringar er varða einstök mál. Umboðsmaður á frjálsan aðgang að öllum starfsstöðvum stjórnvalda til athugana í þágu starfs síns og skulu starfsmenn láta honum í té alla nauð- synlega aðstoð af því tilefni.“ Einu upplýsingarnar, sem umboðs- maður getur ekki heimtað af stjórn- sýslunni, eru mál „er varða öryggi ríkisins eða utanríkismál sem leynt skulu fara“ – og verður ekki séð að upplýsingar um svör í atvinnuviðtali um rektorsstöðu Landbúnaðarhá- skólans falli þar undir. Að ráðuneyti skuli beinlínis hafna því að veita umboðsmanni þær upp- lýsingar, sem hann fer fram á, er ekk- ert annað en óvirðing við embættið, Alþingi og almenning. Það er því full ástæða til að taka undir með umboðs- manni er hann segir í áliti sínu: „Það er grundvallarforsenda þess að um- boðsmaður Alþingis geti gegnt því eftirlitshlutverki, sem honum er að lögum falið að annast í umboði Al- þingis, að hann, en ekki stjórnvöld, eigi mat um það hvort þörf sé á því að láta honum í té tilteknar upplýsingar í tengslum við athugun hans í tilefni af kvörtun.“ Ef ráðuneyti og ríkisstofnanir kom- ast upp með að láta umboðsmanni Al- þingis ekki í té þau gögn og upplýs- ingar, sem hann fer fram á, þrátt fyrir afdráttarlausan lagatexta, getur ver- ið ástæða til þess fyrir þingið að styrkja frekar stöðu umboðsmanns gagnvart framkvæmdavaldinu. GILDI LYFJAGAGNAGRUNNS Lyfjagagnagrunnur landlæknishefur leitt til þess að nú er virk- ara eftirlit með ávísunum á ávanabind- andi lyf og auðveldara að sjá hvort eitthvað óeðlilegt er á ferðinni. Eins og fram kemur í Morgunblaðinu í gær hefur landlæknir áminnt fjóra lækna það sem af er þessu ári og hefur verið rætt við fimm til sex lækna til viðbótar á undanförnum vikum og mánuðum vegna óeðlilegra ávísana á ávanabind- andi lyf á borð við morfín. Sigurður Guðmundsson landlæknir segir í samtali við Morgunblaðið að hann telji að tilvikum hafi ekki fjölgað, en áður hafi upplýsingastreymið verið sveiflukenndara. Nú berist upplýsing- ar fyrr og jafnar, enda hafi tilgangur gagnagrunnsins verið að gera kleift að grípa fyrr inn í mál en gert hefði verið. Sigurður segir að oftast nær verði heilbrigðisstarfsmenn, sem eigi í vandræðum með eigin fíkn, uppvísir að óeðlilegum ávísunum á ávanabind- andi lyf, og bendir á að því miður sé al- veg eins líklegt að fíkn sé á meðal starfsfólks í heilbrigðisstétt og í öðr- um starfsstéttum. Óvíða í samfélaginu er jafnmikil- vægt að dómgreind manna sé í lagi og í heilbrigðiskerfinu. Röng ákvörðun um sjúkling getur haft afdrifaríkar afleið- ingar. Það er því mikilvægt að haldið sé uppi ströngu eftirliti með hlutum á borð við ávísanir ávanabindandi lyfja innan heilbrigðisgeirans og þarf ekki að fjölyrða um kosti þess að greina mál snemma, hvort sem það verður til þess að sanna að um óvenjulegar ávís- anir sé að ræða eða afsanna. Þá er einnig ljóst að grunnurinn hefur ekki aðeins gildi sem eftirlitstæki, heldur einnig sem forvörn. Það bendir því allt til þess að lyfjagagnagrunnurinn ætli að sanna gildi sitt og stuðla að því að draga úr misnotkun og óeðlilegum ávísunum ávanabindandi lyfja innan heilbrigðisgeirans. L oft er lævi blandið í Addis Ababa, höf- uðborg Eþíópíu, eftir atburði miðviku- dags en þá dóu a.m.k. tuttugu og sex manns er sérstakar sérsveitir yfirvalda tóku að skjóta á stjórnarandstæðinga í miðborginni sem saka yfirvöld um að ætla að falsa úrslit kosninga sem haldnar voru nýverið. Ragnar Schram, sem búsettur er í Addis Ababa, segir sam- félagið algerlega lamað. Hann segir að fólk í borginni sé mjög óttaslegið og hafi haldið sig til hlés í gær af þeim sökum. Ragnar hefur búið ásamt fjölskyldu sinni í Eþíópíu í rúm tvö ár en hann og kona hans, Kristbjörg Gísla- dóttir, eru bæði kennarar í kristniboði við norskan skóla í Addis Ababa. Ragnar býr ekki langt frá mið- borginni en segist ekki sjálfur hafa verið nálægt vettvangi voðaatburðanna á miðvikudag. Ljóst sé hins vegar að margir hafi dáið. „Norskur læknir sem er nágranni minn og vinnur hérna á sjúkrahúsinu vildi meina að fleiri hefðu dáið en greint hefði verið frá. Það skila sér ekki öll lík á sjúkrahús,“ sagði Ragnar í samtali við Morgunblaðið. Ragnar segir að undanfarna daga hafi mátt heyra byssuhvelli og þá hefur hann ekki komist hjá því að verða var við vopnaðar sérsveitir, sem sagðar eru taka við skipunum frá forsætisráðherra landsins, Me- les Zenawi. Segir Ragnar að þessar sveitir komi frá heimasvæði Zenawi við landamæri Erítreu. „Og þær fara hér stormandi um höfuðborgina með vélbyss- urnar á lofti,“ segir hann. „Fólkið er óttaslegið. Þess- ir menn tala ekki einu sinni tungumálið sem er talað hérna í höfuðborginni, þannig að fólkið lítur nánast á þá sem utanaðkomandi óvini.“ Að sögn Ragnars fara þessar sveitir um á litlum pallbílum, átta til tíu sérsveitarmenn séu í bíl. „Svo eru þeir með stóra vélbyssu fast inum sem þeir miða út í loftið,“ segir hann. „ vissulega ógnandi,“ bætir hann við aðspurðu Mikið fylgi stjórnarandstöðunna í Addis Ababa Zenawi forsætisráðherra bannaði öll m höfuðborginni í kjölfar kosninganna í síðasta að sögn Ragnars. Hafa sérsveitir hans veri inni frá kosningum til að framfylgja þeim ú Segir Ragnar að markmiðið sé að brjóta öll á bak aftur. Ef menn geri sig líklega til að h fundi séu sérsveitirnar þegar komnar á staði Ragnar segir að friðvænlegt hafi verið um þar til nú en á miðvikudag hafi soðið upp úr búið að tilkynna úrslit kosninganna og ver ekki gert fyrr en 8. júlí, að sögn Ragnars. hins vegar strax verið ljóst að stjórnara hefði geysilegt fylgi í borginni. Hefur stjó staðan raunar þegar lýst yfir sigri í kosningu Ragnar tekur fram að auðvitað sé ekki taka yfirlýsingum stjórnarandstöðunnar se reyndum en tildrög óróans nú er sú tilfinnin manna, að yfirvöld ætli ekki að virða úrslit anna. Hafa námsmenn mótmælt þeim bráð tölum sem birtar hafa verið, segja stjórn hafa það fylgi sem þar kemur fram. Þá segir Ragnar vafasamt að meta stöðuna frá Addis Ababa, þar búi þó ekki nema um þeim sjötíu milljónum sem búa í Eþíópí höfuðborgarinnar séu almennt talað betur u og pólitískari en aðrir íbúar, víða annars s lestrarkunnátta jafnvel ekki fyrir hendi og su Ógnandi sérsveitar- menn aka um göturna Eþíópískar sérsveitir skutu 26 mótmælendur til bana á miðvikudag. R Schram, sem býr í Addis Ababa, segir íbúa borgarinnar óttaslegna. D Logi Sigurðsson sló á þráðinn til hans og bað hann um að lýsa ástand „FÓLK sem er úti í umferðinni ætti að prófa að hugsa skrefið, sem það er að fara að taka, einum leik lengra, eins og gert er í skák. Hvað getur gerst og hvort það sé í alvöru tilbúið til þess í besta falli að eyða mánuðum á spítala. Í versta falli þarf fólk bara ekki spá í það meira,“ segir Einar Rúnar Einarsson, 36 ára gamall Selfyssingur. Hann talar af reynslu eftir að hafa lent í hræðilegu bílslysi seint í október í fyrra. „Í mínu tilviki gat ekkert varnað þessu, hraðinn var löglegur á báða bóga. En ég held að það sem ökumenn verði að hafa í huga sé að vera með skynsemina með sér. Vera ekki að taka áhættu sem ekki skilar neinum flýti eins og er allt of mikið um í umferðinni í dag. Ég viðurkenni það alveg að ég sýp hveljur stundum þegar ég sé frammúrakstur fyrir framan mig, ég veit hvernig það er að lenda framan á bíl,“ segir Einar. „Eins og að keyra á steinvegg“ Einar var á leið frá Selfossi til Reykjavíkur að sækja vörur með tóma kerru aftan í jeppa- bifreið sinni, og var kominn að Draugahlíðar- brekkunni fyrir ofan Litlu Kaffistofuna þegar slysið varð. „Þetta slys er kannski ekki dæmi um einhvern ofsaakstur, heldur frekar hvað náttúrulögmálin og aðstæður sem allt í einu koma upp geta gert.“ Hann lýsir því þannig að vindhviða hafi gripið í tóma kerruna og feykt henni til og þar með snúið bílnum á veginum. Bíll Einars rakst fyrst á fólksbíl sem kom á móti og hafn- aði svo beint framan á fulllestuðum fóð- urflutningabíl sem var að koma úr gagn- stæðri átt, eftir að hafa reynt sitt besta til þess að bremsa og koma bílnum út af veg- inum. Afleiðingar árekstursins voru hrikalegar, lega bjarga stirð eftir sl Ör á líkam Þó fólk alm sem fylgir þ segir Einar hættuna á h ekki að man aði bara að aftur um há austur um h þó enginn hafi orðið fyrir alvarlegum meiðslum annar en Einar. „Ég brotnaði í raun og veru allur saman. Annar lærlegg- urinn brotnaði í tíu hluta og hinn fór í tvennt. Það brotnaði á mér öxlin, handleggur, viðbein og rifbein, lunga lagðist saman og svona gæti ég haldið áfram. Þetta er eins og að keyra á steinvegg að lenda framan á svona flutn- ingabíl fullhlöðnum.“ Tíkin Millý var með Einari í bílnum og slapp hún mun betur en eigandinn. Hún var í búri sem var fast í bílnum, og hefur það trú- Lenti framan á uðum fóðurflut Fólk ætti að hugsa aðeins lengra Slysið hefur reynt á fjölskyldu Einars, eiginkonuna Guðb dæturnar Berglindi Ósk og Guðrúnu Ósk, auk tíkurinnar bílnum þegar slysið varð. Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.