Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2005 39 MINNINGAR Vertu sæll um alla eilífð, elskulega góða barn. Þótt að stöðugt þig við grátum þreytt og mædd um lífsins hjarn eigum við í huga hrelldum helga von og bjarta þrá að eiga vísa endurfundi aftur þig að mega sjá. Blessuð sé minning þín, elsku vin- ur. Amma og afi, Garðabæ. Elskulegur frændi minn, Kristó- fer Birgir, verður jarðsettur í dag, föstudaginn 10. júní, í Hróarskeldu, nýlega orðinn þriggja ára snáðinn. Það er alveg óskiljanlegt þegar lítil hraust börn eru tekin frá okkur á jafn sviplegan hátt og í tilfelli Kristófers öllum að óvörum og við sem eftir sitjum erum orðlaus. Ég hitti snáðann fyrst sex vikna gamlan þegar ég fór ásamt dóttur minni að heimsækja litlu systur sem bjó í Danmörku ásamt unnusta sín- um og eldri dóttur þeirra Alex- öndru. Við áttum saman yndislegar tvær vikur systurnar með börnin og snáðinn lét nú alveg vita af sér, sá til þess að við höfðum nóg að gera KRISTÓFER BIRGIR ÓLAFSSON ✝ Kristófer BirgirÓlafsson fæddist í Hróarskeldu í Dan- mörku 6. maí 2002. Hann lést í Svend- borg 4. júní síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Kolbrún Björns- dóttir og Ólafur Páll Birgisson. Systkini Kristófers eru Alex- andra Líf Ólafsdótt- ir, f. 14. ágúst 1998 og Ronja Ólafsdóttir, f. 10. ágúst 2003. Foreldrar Kolbrúnar eru Sigrún Tryggva- dóttir og Björn Jóhannsson. For- eldrar Ólafs Páls eru Elín Þor- bergsdóttir og Birgir Jóhann Þormóðsson. Kristófer Birgir verður jarð- sunginn frá kapellunni í Øster kirkegård í Hróarskeldu og hefst athöfnin klukkan 15. að snúast í kringum hann. Enda var hann fjörmikill strákur sem bræddi alla með bros- inu sínu og grallara- skapnum. Hví var þessi beður búinn, barnið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: „Kom til mín!" Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með ljóssins öndum. (B. Halld.) Elsku Kolla mín, Óli, Alexandra og Ronja, ég vil biðja guð að styrkja ykkur í sorginni og veita ykkur all- an þann styrk sem til þarf svo hægt sé að varðveita minningu elsku litla Kristófers sem best. Erla systir og fjölskylda. Þegar mér barst sú sorgarfrétt að þú værir dáinn, elsku frændi, helltust yfir mig minningar um þær fáu stundir sem ég hafði til að kynn- ast þér vegna búsetu okkar í sitt hvoru landinu, lítill, kraftmikill, uppátækjasamur, lífsglaður strákur sem allir vissu af ef þú varst nálæg- ur en slysin gera ekki boð á undan sér og oft skilur maður ekki hvað lífið getur verið óréttlátt og lagt mikla byrðar á sama fólkið. Elsku Kolla, Óli, Alexandra og Ronja, þið hafið fengið að kynnast því síðustu árin, hvað lífið getur verið miskunnarlaust, fyrst veikindi Alexöndru og nú þetta hræðilega slys. Ég vona að guð geymi ykkur og styrki í baráttu við sorgina. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð og kveð litla frænda með miklum sökn- uði. Tryggvi frændi, Hraunbæ. Móðir mín, tengdamóðir og amma, MARGUERITE ANGELIQUE LE SAGE DE FONTENAY MATTHÍASSON, lést á Landspítala, Fossvogi, föstudaginn 27. maí. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Öllum þeim, sem sýnt hafa samúð og vinarhug við andlát og útför Marguerite, eru færðar hugheilar þakkir. Frank Friðrik Friðriksson, Steinunn Kjartansdóttir, Helena Margrét Friðriksdóttir, Sverrir Friðriksson. Ástkær sonur minn, bróðir okkar og mágur, HRAFN PÁLSSON, Álftahólum 6, Reykjavík verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánu- daginn 13. júní. Athöfnin hefst kl. 13.00. Valdís Erlendsdóttir, Örn Pálsson, Margrét Haraldsdóttir, Erlendur Pálsson, Elsa Jónsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐLAUG HALLA JÓNSDÓTTIR, áður til heimilis að Skeljatanga 27, Mosfellsbæ, andaðist á dvalarheimilinu Lundi, Hellu, þriðju- daginn 6. júní. Útförin fer fram frá Víkurkirkju, Vík í Mýrdal, laugardaginn 11. júní kl. 14.00. Jón Erling Einarsson, Guðrún Jónsdóttir, Elín Björk Einarsdóttir, Sigurður G. Marinósson, Ragnhildur Halla Bjarnadóttir, Sindri Önundarson, Hjördís Rut Jónsdóttir, Ingi Már Björnsson, Sigrún Dóra Jónsdóttir, Barði Sigurjónsson, Bogi Hrafn Guðjónsson, Einar Örn Guðjónsson, Einar Sigurður Jónsson og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og móðursystir, ESTHER JÓNSDÓTTIR, sem lést 27. október 2003 í Ogden í Utah-fylki, Bandaríkjunum, verður jarðsungin frá Foss- vogskapellu mánudaginn 13. júní kl. 11.00. Jón Raymond Miller, Ragnhildur Rúriksdóttir, Rangkene Miller, RexAnne Bock, og barnabörn, Sigurlaug Halldórsdóttir, Pálmi Gestsson, Elskulegur sonur minn og bróðir, GILL EIRÍKUR DEL'ETOILE, lést af slysförum á Flórída, USA, þriðjudaginn 7. júní. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Eiríksdóttir DeL'Etoile, Linda Stefanía DeL'Etoile. Þegar ég sit og rita þessar línur um fallinn bekkjarbróður hellast yfir minningar frá námsárum okkar. Helgi Hermanns er látinn langt um aldur fram og minnir það okkur á að ekki eru okkur öllum gefin elliár. Það var ár- ið 1975 sem hópur manna settist saman á skólabekk í Stýrimanna- skólanum í Reykjavík með það markmið að læra til skipstjórnar og þar með helga okkur sjómennsku að ævistarfi. Helgi var einn þessa manna. Rólegur að eðlisfari, hug- ljúfi hvers manns, með skýrar skoð- anir og hnyttinn í tilsvörum. Hann skipaði sér í flokk fjölskyldumanna í hópnum, þá giftur og barnaupp- eldið hafið. Það var ekki létt verk að hefja nám og sjá fjölskyldu far- borða. Tveggja ára skólaganga veitti okkur full réttindi til að sigla öllum fiskiskipum heimsins og þar lét Helgi af skólagöngunni enda fiskimaður af lífi og sál. Megnið af bekknum hélt þó áfram einn vetur til viðbótar þar sem margir kaup- HELGI HERMANNSSON ✝ Helgi Her-mannsson fædd- ist í Keflavík 24. jan- úar 1953. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 4. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Keflavíkurkirkju 12. maí. skipamenn voru í hópnum. Eitt sinn hringdi Helgi í mig en þá var að líða að því að við sem lukum far- mannaprófinu ættum tíu ára útskriftaraf- mæli. Hann tilkynnti mér að þótt hann hefði ekki tekið farmanninn ætlaði hann að halda upp á sín útskriftaraf- mæli með okkur hin- um en til siðs var að halda einungis upp á lok skólagöngunnar. Þar með var Helgi sem útskrifaðist 1977 kominn í út- skriftarhópinn 78 og hélst svo alla tíð. Helgi hafði verið á ýmsum skip- um á Suðurnesjum en þegar í skól- ann kom var hann kominn á Örn KE. Hans lífsstarf átti síðan eftir að vera hjá þeirri útgerð og í mín- um huga voru Helgi og Örninn eitt og hið sama. Að vísu sigldi hann tímabundið á öðrum skipum útgerð- arinnar en Örninn var aðalskipið. Það sýnir vel þá miklu tryggð sem hann lagði við vinnuveitanda sinn. Nú er að síðustu landtökunni komið hjá Helga og ekki fleiri sjó- ferðir í þessum heimi farnar. Fyrir hönd bekkjarbræðra úr Stýri- mannaskólanum í útskriftarárgöng- unum 77 og 78 vil ég þakka Helga fyrir samfylgdina. Eiginkonu, börn- um og öðrum ættingjum votta ég samúð okkar. Hilmar Snorrason. 6,7%, 6,7%, 6,7%, karma, karma, karma. 99,9%, 99,9%, 99,9%, gáfur, gáfur, gáfur. (Gunnar Gunnarsson um G. G.) Við vorum vön gustinum sem á okkur skall þegar Gunni Gunn, eða Gunni kokkur, kíkti inn. Dökk- hærður, fremur lágvaxinn og grannur en það var ekkert verið að læðast og pukrast, ekki hans stíll. Glaðlegur og umhyggjusamur drengur sem forðaðist að trítla í annarra fótspor, fór heldur ótroðn- ar slóðir, stundum svolítið ójafnar, hefur nú kvatt. Gunni var svo sannarlega einn af máttarstólpum samfélagsins, fór GUNNAR GUNNARSSON ✝ Gunnar Gunn-arsson fæddist í Reykjavík 18. nóv- ember 1956. Hann lést 28. maí síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Bústaða- kirkju 7. júní. Vegna mistaka í vinnslu féll niður upphaf eftirfarandi minningargreinar um Gunnar Gunnars- son á blaðsíðu 36–37 í Morgunblaðinu miðvikudaginn 8. júní og er hún því endurbirt hér. Eru hlutaðeigend- ur beðnir velvirðingar á mistök- unum. oft mikinn og var at- vinnuskapandi. Marg- ir ríkisstarfsmenn, starfsfólk athvarfa og félaga hafa leiðbeint honum, og fengið leið- beiningar, enda stund- um ekki vanþörf á. Það er mikill missir þegar fólk sem gefur lífinu lit og lætur í ljós sínar skoðanir kveður, sérstaklega þegar seinni hálfleikur á rétt að vera að hefjast. Þegar Vin, eitt at- hvarfa Rauða kross Íslands, var nýstofnað fyrir 13 ár- um, fór Gunni Gunn að venja kom- ur sínar þangað. Gestir Vinjar nutu svo sannar- lega kunnáttu Gunna í matargerð, lærður kokkurinn sá um matinn fyrstu jólin. Framborinn sem á fín- asta veitingahúsi og bragðið eftir því. Hinir svokölluðu Cabaré- diskar voru eftirsóttir í hádeginu. Þó voru á þeim afgangar og bara það sem til var í ísskápnum en snillingar gera gott úr litlu. Þó að Gunni væri oftast hinn snyrtilegasti og flinkur kokkur, var hann ekki mjög flinkur að halda heimili. Átti það til að bjóða full mörgum í heimsókn, í gleðskap og fögnuð við minni fögnuð nágranna. Missti íbúðina og var húsnæðislaus á tímabili eftir það. Þá var nú ekki reglusamt líferni efst á blaði en hvað gerir maður við svoleiðis að- stæður, blankur og á hvergi heima? Kraftinn vantaði þó ekki og elj- una og lífsins notið í botn. Stofnaði Gunni stjórnmálaflokk, Lýðræðis- lega jafnaðarmannaflokkinn. Voru stefnumál hans kynnt þar sem því var við komið og blöð gefin út. Fá mál voru flokknum og formanni hans óviðkomandi. Hreyfðu þó skrifin við mörgum því margt, ekki síst samfélagsmálin, voru reifuð þannig að flestir voru sammála um að hugmyndir Gunna um betrum- bætur væru býsna frambærilegar. Allmörg tölublöð komu út af Lýð- ræðislega jafnaðarmannablaðinu en frekar hægt gekk þó að smala í flokkinn. Síðustu árin bjó Gunni Gunn á Miklubraut 20 þar sem Samhjálp hefur haldið úti stoðbýli með mikl- um myndarskap. Það kom berlega í ljós að þegar menn hafa fast húsnæði, sitt her- bergi og eigin muni, þá kemst jafn- vægi á hugann. En líkaminn var orðinn lélegur og eldurinn var ekki eins magnaður og áður hjá þessum eldhuga þessa síðustu mánuði. Kokkurinn fór hægar yfir en oft- ast áður. Heilsan ekki góð en æðrulaus rölti hann um bæinn og heilsaði upp á vini og kunningja. Um leið og við vottum dætrum Gunnars sem búa erlendis og fjöl- skyldu hans okkar samúð, minn- umst við í Vin góðs vinar og getum alveg verið sammála því, svona að mestu leyti, að það hafi verið 99,9% gáfur hjá kokkinum en hins vegar var, í það minnsta og heldur ríf- lega, sextíuogsjöprósent, sex- tíuogsjöprósent, sextíuogsjöpró- sent, karma, karma, karma. Gestir og starfsfólk Vinjar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.