Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Atvinnuhúsnæði Verslunarhúsnæði í Stangarhyl Til leigu verslunarhúsnæði í Stangarhyl 7 í Reykjavík sem er tilbúið undir tréverk. Stærð á bilinu 150 til 160 ferm. Hægt er að fá hús- næðið afhent fullbúið ef það hentar leigjanda. Leiguverð 180.000 kr. á mánuði. Nánari upplýsingar veittar hjá Austurbæ, fasteignasölu, sími 533 1122. Uppboð Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Frístundahús ásamt tilheyrandi lóðarréttindum að Birkirjóðri 4, Húsa- felli, Borgarfjarðarsveit, þingl. eig. Heiðrún Valborg Sigfúsdóttir, gerðarbeiðandi Ferðaþjónustan Húsafelli ehf., þriðjudaginn 14. júní 2005 kl.10:00. Lindás, Innri-Akraneshreppi, fnr. 221-3428, þingl.eig. Arnar Þór Erlingsson, gerðarbeiðendur Íslandsbanki-FBA og Landsbanki Íslands, þriðjudaginn 14. júní 2005 kl. 11:30. Varmabrekka 8, Borgarfjarðarsveit, fnr. 210-6460, þingl. eig. Höfði orlofshúsafélag, gerðarbeiðendur Landsbanki Íslands og Sparisjóður Hafnarfjarðar, þriðjudaginn 14. júní 2005 kl. 11:00. Sýslumaðurinn í Borgarnesi, 9. júní 2005. Stefán Skarphéðinsson, sýslumaður. Raðauglýsingar 569 1100 Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Bæjarás 2, 0101, Mosfellsbær, þingl. eig. Ægir Kári Bjarnason og Herdís Eyjólfsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Söfnun- arsjóður lífeyrisréttinda, þriðjudaginn 14. júní 2005 kl. 14:30. Heiðnaberg 2, 010101, Reykjavík, þingl. eig. Áslaug Bjarnadóttir og Þórir Einar Steingrímsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Landsbanki Íslands hf. og Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 14. júní 2005 kl. 10:30. Hraunbær 158, 040302, Reykjavík, þingl. eig. Sigrún Jónsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Kaupþing Búnaðarbanki hf., Tollstjóraembættið og Trésmiðja Snorra Hjaltasonar hf., þriðjudaginn 14. júní 2005 kl. 11:30. Markholt 17, 010201, Mosfellsbær, þingl. eig. Brynja Magnúsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 14. júní 2005 kl. 13:30. Undraland, 010101, fastanúmer 208-2279, Mosfellsbær, þingl. eig. Margrét Rósa Einarsdóttir, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 14. júní 2005 kl. 14:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 9. júní 2005. Raðauglýsingar augl@mbl.is Skrifar umhverf- isráðherra Breta vegna Sellafield SIGRÍÐUR Anna Þórðardóttir um- hverfisráðherra hefur sent Marg- aret Beckett umhverfisráðherra Bretlands bréf vegna lekans í kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Sellafield. Áður hefur komið fram að rannsóknir á leka í geislavirkum rörum benda til þess að lekinn hafi varað í níu mánuði. Ráðherra lýsir þungum áhyggj- um vegna málsins í bréfinu og legg- ur áherslu á að atvikið veki spurn- ingar um almennt öryggi við rekstur stöðvarinnar. Ef geislavirk efni bærust út í umhverfið frá Sel- lafield gætu afleiðingarnar orðið geigvænlegar fyrir íbúa norð- urslóða. Hún fer fram á að bresk stjórnvöld geri fulla grein fyrir at- vikinu, hvernig og hvers vegna það átti sér stað og til hvaða aðgerða ætlunin sé að grípa til að tryggja öryggi umhverfisins gagnvart stöð- inni. Í bréfinu minnir ráðherra á fyrri kröfur Íslands um að tryggt verði að mengun frá Sellafield sé hverf- andi. Ef ekki sé hægt að ná því marki eru bresk stjórnvöld hvött til að íhuga alvarlega lokun stöðv- arinnar. Sendiherra Íslands í London, Sverrir Haukur Gunnlaugsson, af- henti varaumhverfisráðherra Bret- lands bréfið en ráðherra fullvissaði Sverri um að íslensk stjórnvöld fengju allar upplýsingar um rann- sókn lekans og aðgerðir sem ákveðnar verða í kjölfarið. Kynning á Evró- vísi á Ísafirði Á VEGUM ESB er rekin upplýs- ingaveita – Eurodesk eða Evróvísir – sem hefur þann tilgang að miðla tilkynningum um styrki, nám og störf erlendis til þeirra sem starfa að æskulýðsmálum í álfunni. Á vegum þessa verkefnis hefur miklu magni upplýsinga verið safnað saman í gagnagrunn og þær flokkaðar eftir því fyrir hvern þær eru ætlaðar. Í dag, föstudaginn 10. júní fer fram í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði kynning á Evróvísi. Stjórnandi verk- efnisins, Bob Payne, mætir við ann- an mann og ræðir um þau tækifæri sem upplýsingaveitan býður upp á. Fundur þessi markar upphafið að tveggja ára umsjón ungmennahúss- ins Gamla apóteksins á Ísafirði með verkefninu. Í framhaldi verður unn- ið að því að þýða tilkynningar frá ESB um mál sem varða íslensk ung- menni. Íslenskur gagnagrunnur verður aðgengilegur á heimasíðu hússins. Í framhaldi af kynningunni verð- ur efnt til málþings um sjónarmið ungs fólks á Íslandi um styrki í ESB. Lára S. Baldursdóttir frá Ungu fólki í Evrópu mun kynna styrkjaáætlun ESB og Jón Sigfússon hjá Rann- sóknum og greiningu mun fjalla um niðurstöður kannana sem fyrirtækið hefur gert á högum ungs fólks á Ís- landi. Efna til átaks í öryggis- og gæðamálum FÉLAG hópferðaleyfishafa mun á næstu mánuðum fara af stað með átak til að efla öryggis- umhverfis- og gæðamál greinarinnar í heild sinni. Unnið verður markvisst að því að bæta alla þessa þætti bæði hvað lög og reglugerðir varðar en ekki síður innan greinarinnar og þá með fræðslu og hvatningu til rekstraraðila. M.a. verða haldin námskeið þar sem farið verður sér- staklega ofan í saumana á öllum þessum málaflokkum. Auk þess verður farið af stað með átak til að hvetja farþega til bílbeltanotkunar í hópferðabílum. „Samhliða þessu verður farið af stað með vinnuhóp við að yfirfara vandlega þau lög og þær reglu- gerðir sem gilda um fólksflutninga og unnið verður að úrbótum ef þörf er á í samvinnu við löggjafar- valdið. Markmið með þessu átaki er að leggja allt í sölurnar til að fyrir- byggja óhöpp eins og unnt er og að samhliða verði tekið á umhverfis- málum og gæðamálum greinar- innar af mikilli festu. Slys þar sem hópferðabílar koma við sögu eru sem betur afskaplega fátíð, ekki síst í ljósi gífurlegs fjölda af fólksflutningabílum við oft á tíðum mjög erfiðar vegaað- stæður. Það er mat stjórnar félags- ins að samstillt átak í þessum efn- um muni hefja þessa grein til þess vegs og þeirrar virðingar sem hún á skilið og auka skilning rekstar- aðila, ríkisvaldsins og almennings á þeirri gífurlegu ábyrgð sem hvíl- ir á rekstraraðilum,“ segir í frétta- tilkynningu frá félaginu. Ný námsbraut í Borgarholtsskóla Í HAUST býður Borgarholtsskóli upp á dreifnám í upplýsinga- og margmiðlunartækni sem er sér- sniðið að þörfum þeirra sem eru í vinnu eða öðru námi. Námið nýtist öllum sem vilja ná tökum á upp- lýsingatækninni til marksækinnar miðlunar. Ekki síst er námið gagnlegt kennurum, fjölmiðlafólki, mynd- listarmönnum, kynningarfulltrú- um, starfsmönnum upplýsinga- miðstöðva á borð við bókasöfn og þeim sem vinna við upplýsinga- miðlun á vegum stofnana, fyrir- tækja og félagasamtaka. Fyrir þá sem lokið hafa framhalds- eða há- skólanámi er námið vel til þess fallið að auka færni í starfi eða auka starfsmöguleika. Fyrir aðra leiðir námið til lokaprófs á fram- haldsskólastigi og opnar þar með möguleika til áframhaldandi náms á háskólastigi, segir í frétta- tilkynningu. Umsóknarfrestur fyrir haustið 2005 er til 14. júní. Umsóknar- eyðublöð og nánari upplýsingar má nálgast á vef Borgarholts- skóla. Sjá: http://www.bhs.is/ dreifnam. BRAUTSKRÁNING fór nýlega fram frá Menntaskólanum að Laugarvatni, eða 21. maí. Er það nokkru fyrr en undanfarin ár og kom til vegna skólaheimsóknar starfs- manna ML til Oxford og fleiri staða í Englandi, skv. upplýsingum skólans. Hlaut hæstu aðaleinkunn í sögu menntaskólans Nítján nemendur luku stúdents- prófi og sex þriggja ára íþrótta- braut. Hæstu einkunn á stúdents- prófi hlaut María Þórunn Jónsdóttir í 4N, 9,67, sem er hæsta aðaleinkunn í sögu skólans. María Þórunn er frá Arnarholti í Biskupstungum í Blá- skógabyggð. Dux scholae var Freyja Rós Har- aldsdóttir, 2M, frá Haga á Barða- strönd, með einkunnina 9,72. Níu nemendur fengu einkunnina 9 eða hærra í aðaleinkunn. Skráðir nemendur í skólabyrjun voru 139; 79 piltar og 60 stúlkur. Í fyrsta bekk 48, 38 í öðrum bekk, 33 í þriðja og 20 í fjórða bekk. Aðeins sex nemendur hættu námi í skólanum í vetur. Félagsfræðibraut er nú í fyrsta sinn í boði til stúdentsprófs í ML, auk náttúrufræði- og málabrautar. Fram kom í máli skólameistara að skólinn hafi verið að styrkja sig í samkeppni um nemendur sem og faglega með bættum námsárangri nemenda. Sérstakur styrktarsjóður hefur nú verið stofnaður við ML á grundvelli gjafafjár fyrrverandi nemenda við skólann. Er sjóðnum ætlað að styrkja afburðanámsmenn við nám í ML og til framhaldsnáms. Við lok athafnarinnar sem fram fór í íþróttahúsinu á Laugarvatni var öllum boðið til kaffisamsætis og jú- bilantar héldu síðan hátíðarveislu um kvöldið og dansleik í húsnæði skólans. Hæsta aðaleinkunn í sögu ML LANDMÆLINGAR Íslands hafa gefið út nokkur ný kort, ferðakort af Íslandi í mælikvarðanum 1:500.000, ferðakort af landinu öllu í þremur hlutum í mælikvarðanum 1:250.000 og í þriðja lagi sérkort af Suðvestur- landi í mælikvarðanum 1:75.000. All- ar eru útgáfurnar með ýmsum nýj- um upplýsingum, m.a. um vegi, þjónustu, vegalengdir og gönguleið- ir.Gunnar H. Kristinsson, sölustjóri hjá Landmælingum Íslands, segir að ferðakortið af Íslandi í mælikvarð- anum 1:500.000 sé vinsælasta kort Landmælinganna og hafi selst af því frá upphafi nokkuð á þriðja hundrað þúsund eintök. Það kort var fyrst gefið út fyrir rúmum tveimur ára- tugum og hefur verið endurútgefið reglulega. Kortinu fylgir nafnaskrá með yfir 3.000 örnefnum og vega- lengdartafla. Skýringar eru á ís- lensku, ensku, þýsku og frönsku. Gunnar segir ferðakortin þrjú í mælikvarðanum 1:250.000 njóta vax- andi vinsælda. Þessi kort koma nú út í annað sinn með þessu nýja sniði en eldri útgáfur voru á 9 kortablöðum. „Ferðakortin 1:250.000 eru sniðin að þörfum jafnt innlendra sem er- lendra ferðamanna. Þau innihalda yfir 15.000 örnefni auk almennra staðfræðiupplýsinga. Á kortunum er hæðarskyggning og 50 metra hæðarlínur. Einnig eru þar vegir, veganúmer, vegalengdir og bensín- afgreiðslur,“ segir m.a. í upplýs- ingum Landmælinganna um kortin. Kortin fást þrjú í öskju með nafna- skrá og vegalengdartöflu í sérstöku hefti. Skýringar á kortunum eru á fjórum tungumálum. Þriðja kortið sem kom út fyrir nokkru er sérkort af Suðvesturlandi. Landmælingar Íslands hafa gefið út öðru sinni Íslandskort í mælikvarð- anum 1:250.000 sem ná yfir landið á þremur kortablöðum. Ný Íslandskort frá Landmælingum Íslands Vitni vantar að slysi á Bíldshöfða HINN 6. júní sl. um kl. 14.26 varð hjólreiðaslys á Bíldshöfða á móts við Bílasölu Guðfinns. Varð það með þeim hætti að reiðhjóli var ekið vest- ur Bíldshöfða á gangstétt sunnan akbrautarinnar. Í sömu mund og því var hjólað áleiðis fram hjá útkeyrsl- unni frá Bílasölu Guðfinns var bif- reið ekið þaðan út og áleiðis inn á Bíldshöfðann. Varð þar árekstur með bílnum og reiðhjólinu. Eftir óhappið ræddust þeir við, bílstjórinn og hjólreiðamaðurinn, en þar sem hjólreiðamaðurinn taldi sig óslasaðan hafi bílstjórinn haldið för sinni áfram. Mun hann ekki hafa gefið upp nafn sitt né önnur deili. Talið er að bílinn sé af gerðinni Kia Sportage. Síðar kom í ljós að hjólreiðamað- urinn er marinn og lemstraður eftir óhappið. Því er ökumaður bílsins og aðrir sem geta gefið frekari upplýs- ingar beðnir að snúa sér til umferð- ardeildar lögreglunnar í Reykjavík. Breyttur opnunartími FRÁ 1. júní tekur Fjölskyldu- hjálp Íslands við matvælum, fatnaði og búsáhöldum alla miðvikudaga frá kl. 13 til 17. Matarúthlutun er alla miðvikudaga frá kl. 15 til 17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.