Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2005 41 MINNINGAR komin inn úr dyrunum þegar hún lagði fúlgu fjár á eldhúsborðið og skipaði okkur fjárhaldsmenn sína með þeim orðum að nú skyldum við öll gera okkur glaðan dag í stórborg- inni. Og þannig liðu þeir dagar, ég hef ekki tölu á þeim veitingahúsum sem við heimsóttum með henni. Þarna var hún mestur heimsborgari okkar þriggja og óþreytandi í fjörinu. Ég er ekki viss um að Diddu hafi fundist hún vera „réttur maður á rétt- um stað á réttum tíma“ eins og nú þykir skylt að maður sé. En í augum okkar margra sem þekktum hana er hún sú persóna sem helst er ómiss- andi í litrófi þeirra daga sem nú eru að baki. Imma frænka mín, Hjalti Stefán og Andrea eiga samúð okkar alla, blessuð sé minning eftirminnilegrar konu. Ólafur Ó. Axelsson. Í dag kveðjum við okkar besta vin, Diddu. Didda átti heimili sitt á Síðu- múla í Hvítársíðu mestan hluta æv- innar. Þar var hún borin og barn- fædd. Hún var þar símstöðvarstjóri, tók veðrið á hverjum degi í áratugi, þar var endastöð rútunnar og kirkju- staður svo fátt eitt sé nefnt, ávallt var þar mikill erill og gestkvæmt og gest- risni í hávegum höfð. Minningarnar eru margar og ljúf- ar. Didda kunni svo sannarlega að rækta garðinn sinn. Hún fylgdist vel með ættingjum sínum og vinum nær og fjær. Á mannamótum í okkar fjöl- skyldu var hún aufúsugestur og eins og einn af ættingjunum. Hún fylgdist ákaflega vel með, safnaði úrklippum úr blöðum og upptökum úr útvarpi um allt það sem laut að menningu, tónlist, frásögnum og bókmenntum. Hún var fylgin sér í stjórnmálum, sósíalisti af gamla skólanum, ekkert hefði fengið hana ofan af því að styðja þann flokk sem lengst var til vinstri, það voru hennar menn. Didda var samkvæm sjálfri sér í lífi og starfi, traust og trúmennska voru eiginleik- ar sem henni voru í blóð bornir. Menningarviðburði lét hún ekki fram hjá sér fara hún var lífskúnstner. Ljóðelsk var hún og lag samdi hún við eftirfarandi ljóð eftir Loft Ámunda- son, við sjáum hana fyrir okkur við orgelið í Síðumúla spila og syngja, Fagurt blikar ljós í Rein. Fagurt blikar rós í Rein, roðnar hún á sólareldi, laufakrans á grænni grein gefur brauð en ekki stein. Nú er bara eftir ein, aðra ég í morgun seldi. Fagurt blikar rós í Rein roðnar hún af sólareldi. Að leiðarlokum þökkum við rúmra sex áratuga vináttu við Diddu og Síðumúlafólkið allt. Vinátta sem hef- ur verið gefandi og dýrmæt. Kæra Imma, Hjalti og Andrea, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Jón og Jórunn. Elsku Didda mín, það er margt sem kemur upp í huga minn er ég hugsa til baka, til ömmu og afa, þá ert þú þar oftast í minningunni. Þú bjóst á næsta bæ og það var sko oft komið í heimsókn til þín í Síðumúla. Ég man alltaf eftir þér sitjandi í stólnum þín- um við símstöðina að troða í pípu, svo var farið út að kíkja á veðurathug- unastöðina. Alltaf var þetta allt jafn spennandi. Þú þurrkaðir fífla og blómablöð á ofninum og sagðist búa til te úr þessu en aldrei vildi ég nú smakka það en það sem þú áttir alltaf inni í búri var meira spennandi og enn þann dag í dag tengi ég þetta tvennt við þig, Hersey’s kossana og ferkant- að saltkex í rauðum pökkum. Didda mín, þú varst alltaf svo góð, þegar ég var lítil nenntir þú alltaf að spila við mig þegar ég kom í heimsókn og leyfa mér að vasast í kringum þig. Þegar ég eignaðist stelpurnar mín- ar komst þú í heimsókn upp á spítala, með strætó úr Mosfellsbæ, og varst hjá mér góðan part úr deginum. Þeg- ar við hittumst, sem var nú allt of sjaldan í seinni tíð, spurðir þú alltaf hvernig stelpurnar hefðu það og svo sérstaklega, hún Helga mín, hvernig gengur henni? Já, það var hugsað um sitt fólk. Jólin, það voru ekki komin jól fyrr en pakkinn frá Diddu var kominn í fangið á manni. Kerti, spil og súkku- laði. Vorvindar glaðir, glettnir og hraðir, geysast um lundinn rétt eins og börn. Lækirnir skoppa, hjala og hoppa, hvíld er þeim nóg í sæ eða tjörn. Hjartað mitt litla, hlustaðu á; hóar nú smalinn brúninni frá. Fossbúinn kveður, kætir og gleður, frjálst er í fjallasal. (Helgi Valtýsson.) Elsku Imma, Hjalti og Andrea missir ykkar er mikill. Takk fyrir allt. Ragnheiður Sigmarsdóttir. Didda eignaðist strax sérstakan sess í hjarta mínu. Kannski vegna þess að hún gerði mig, átta ára gamla stelpuna, að samherja sínum þegar ég kom fyrst sem sumarstelpa í Síðu- múla. Blaðið hennar var nefnilega líka blaðið mitt, Þjóðviljinn. Mér fannst hún hugsa svo líkt og hann pabbi. Átti sömu uppáhalds skáldin og rithöfund- ana og hann. Herbergið hennar var þakið bókum, hljómplötum og mynd- um. Didda var listunnandi, las heil ósköp, þekkti alls konar tónlist og sat oft á kvöldin eftir langan vinnudag og spilaði á kirkjuorgelið inni í stofu. Sjálf samdi hún tónlist. Og kunni heil býsn af lögum sem hún söng með org- elleiknum. Töðugjöldin, sem voru mikil hátíð, entust langt fram eftir kvöldi. Í minn- ingunni er hápunkturinn þegar fólkið stóð umhverfis Diddu og orgelið og söng hástöfum Fjárlögin. Að hausti stakk Didda peningaseðli í lófa minn svo lítið bæri á. Launin fyrir að passa hana Immu hennar. Didda fylgdist vel með þjóð- og heimsmálum og hafði sterkar skoð- anir á þeim. Fæstir á bænum voru henni samferða í pólitíkinni en hún kærði sig kollótta og hélt uppi mál- staðnum sem henni fannst komast næst réttlætinu. Í árafjöld skiptumst við á jólakortum og gáfum skýrslu af árinu. Þar fengu stjórnvöld yfirleitt einkunn Diddu og sjaldan var hún há. Stundum hafði hún áhyggjur af því að hennar lið væri að linast í grundvall- aratriðunum. Didda var hörkudugleg. Gekk í öll störf úti sem inni auk þess að leysa föður sinn, símstöðvarstjórann, af. Hún var skepnunum einstaklega góð. Ég gleymi ekki hvernig hún annaðist kvíguna sem varð blind eftir að hafa komist í málningardollu. Didda var ákveðin í að koma henni til heilsu og það tókst henni. Ingibjörg Andrésdóttir var sterk persóna og heilsteypt, margfróð og skemmtileg viðræðu. Hún umgekkst börn af virðingu og hlýju og sýndi þeim áhuga. Þess naut ég fyrir margt löngu og eignaðist vináttu hennar þaðan í frá. Fyrir það vil ég þakka um leið og við vottum Immu, ömmubörnunum og öðrum ástvinum Diddu innilega samúð okkar. Kristín Á. Ólafsdóttir. Ég kynntist henni Diddu í Síðu- múla þegar ég var pínulítil stelpa í sveit hjá ömmu og afa í Laugarási í Hvítársíðu. Didda var alltaf hlý og góð og leyfði manni ýmsa hluti. Síðumúli var eins og ævintýraland því þetta var veður- stöð og ýmislegt hægt að skoða í kringum það. Þarna voru handrið úr járnrörum sem við krakkarnir söngl- uðum í gegnum, stórt og mikið orgel sem spilað var á og ekki síst búrið hennar sem var svo stórt að í því miðju var hafði verið komið fyrir stóru borði. Já, það var sko hægt að finna sér margt skemmtilegt að gera hjá henni Diddu. Frá mínum fyrstu jólum gaf Didda mér alltaf mjög sér- staka jólagjöf og ég hlakkaði alltaf til að fá að taka upp þá gjöf. Didda sá og fann hvað mér þótti vænt um þessa gjöf og því hélt hún því áfram eftir að ég varð fullorðin og eignaðist fjöl- skyldu. Í pakkanum var alltaf kerti, spil og súkkulaði sem gladdi litla stelpuhjartað. En svona var hún Didda, einlæg og góð. Ég þakka allar góðu stundirnar sem ég átti með henni bæði í Síðu- múla og í Mosfellsbænum þar sem hún bjó síðustu æviárin. Ég votta hennar nánustu samúð mína og óska þess að hún hvíli í friði. Elsku Didda. Ég vil að endingu kveðja þig á sama hátt og þú gerðir ævinlega í jólakortum með orðunum, þín einlæg, Kristín Þuríðardóttir. Nettvaxin og kvik kona að afgreiða annarra símtöl, kaffiangan, skipti- borð á vegg í stórri stofu, gestakom- ur, gras í túni höfuðbóls hvar gamli bóndinn sat enn með allri risnu, sól í Hvítársíðu og jökulelfan við túnfót sveitarinnar; þessar minningar sitja efst þegar ég hverf aldarfjórðung til baka, er að koma í fyrsta sinn að Síðu- múla, ekill og fylgdarmaður Jónasar Tryggvasonar á leið að Fljótstungu, en fyrst þurftum við að koma við þar á símstöðinni til að hringja á undan okkur. Þannig hófust kynni mín af Diddu, alias Ingibjörgu Andrésdóttur. Hún var sjálfstæð og sjálfbjarga kona, hélt heimili með öldruðum föður sínum, þekkti til á mörgum bæjum í Bólstað- arhlíðarhreppi, heimasveit okkar Jónasar þegar hún dvaldi ung hjá frænku sinni á Gili í Svartárdal. Rifj- aðar voru upp gamlar fréttir og nýjar úr Hvítársíðu og af Blöndubökkum. Meðan gamla klukkan taldi stund- irnar á veggnum þar í Síðumúla kviknuðu fleiri gestakomur af líku til- efni og okkar frændanna, þingmaður úr Þverárhlíð, bóndi framan úr Síðu, leiðir sveitunganna lágu að Síðumúla, einhverjum lá á símtali sem ekki átti að heyrast í sveitasímann og fleiri er- indi gáfust. Mér finnst að þarna hafi ég séð í hnotskurn fórnfúst starf Diddu, for- eldrum sínum vann hún og þó heita ætti að símstjórastarf væri launað var varla gert ráð fyrir mikilli risnu eða annarri fyrirgreiðslu sem var Diddu sjálfsögð og henni fannst eðlilegt að veita. Móðir Diddu, sem líka hét Ingi- björg, ólst upp á öðru höfuðbóli en af- skekktara, Mjóadal norður í Húna- þingi, ásamt systkinum sínum, Elísabetu húsfrú á Gili í Svartárdal og Sigurði sem skólameistari varð við Menntaskólann á Akureyri. Fjöl- mennur ættbogi er kominn af foreldr- um þeirra, Ingibjörgu og Guðmundi í Mjóadal þó enginn þeirra búi lengur í gömlu sveitinni nyrðra. Þegar símstöð var lögð niður í Síðu- múla bjó Didda sér heimili í Mos- fellsbæ með einkadóttur sinni og fjöl- skyldu hennar. Þar sinnti hún barnabörnum sínum, raulaði við þau ljóð og eigin þulur því orðkynngi og listfengi Mjóadalsættar hafði ekki sneytt hjá hennar garði. Róluræll og vísur í Bullubók voru ort fyrir dótturbörn Diddu, Andreu og Hjalta Stefán og amma flutti þeim sannarlega textann með tilþrifum enda svo fyrir mælt á titilsíðu. Nafn Hjalta Stefáns kemur frá Hjaltabókum Stefáns Jónssonar og draumi ömmunnar þegar til nafngift- ar kom. Foreldrar Stefáns rithöfund- ar áttu sér bæ í Síðumúla og ekkjan Anna varð ein af heimilisfólkinu í Síðumúla eftir að hún missti mann sinn. Þegar Didda bjó í Reykjavík æfði hún gítarleik og tók þátt í Mandól- ínhljómsveit Reykjavíkur en sú hljómsveit afrekaði hvoru tveggja að komast í útvarpið og æfa með sinfóní- unni. Á efri árum Diddu var henni munn- harpan tiltækari eða orgelið en hún sinnti líka sögugrúski. Hún varðveitti merkar heimildir í bréfum úr fjöl- skyldunni, aðallega frá Elísabetu frænku sinni á Gili til Ingibjargar móður sinnar. Þessi bréf, á vönduðu og hreinu máli, segja dýrmæta sögu norðan úr dölunum þar sem þessar borgfirsku konur áttu rætur sínar. Bréfin vitna um félagsþrá og menningu og eru oft- ar en ekki rituð að loknum löngum og annasömum degi. Blessuð veri hún Ingibjörg Andr- ésdóttir fyrir þá varðveislu eins og svo margt annað sem hún gætti. Öðrum ætlaði hún fyrirrúmið á lífs- leið sinni. Góða heimvon á slík kona. Ingi Heiðmar Jónsson Þéttur á velli og þétt- ur í lund, heiðarleiki og hreinskilni, er sú lýsing sem kemur upp í hug- ann þegar Sveinbjörns Sigurðssonar byggingarmeistara er minnst. Það gustaði af Sveinbirni þegar hann kom í verslanir okkar og vildi fá fljóta og góða þjónustu í takt við það sem hann krafðist af sér og sínum. Að standa við sitt var hans aðals- merki sem aldrei var hvikað frá allt til síðasta dags og það hafa verið for- réttindi að kynnast persónulega slík- SVEINBJÖRN SIGURÐSSON ✝ Sveinbjörn Sig-urðsson, bygg- ingameistari, fædd- ist á Laugavegi 30 í Reykjavík 3. október 1919. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut föstu- daginn 27. maí síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Dóm- kirkjunni 6. júní. um manni og kynnast þeim grundvallaratrið- um í viðskiptum sem hann setti sér og allir gætu lært mikið af. Sveinbjörn og síðar einnig synir hans og þeirra fyrirtæki hafa átt áratuga farsæl við- skipti við BYKO sem hér skal þakkað fyrir. Að koma einu sinni í mánuði og greiða reikninginn sjálfur, eft- ir að hann hætti dag- legum störfum hjá fyr- irtækinu, er siður sem hann viðhafði í meira en áratug. Það voru margar fróðlegar sögur frá lífs- hlaupi hans sem flutu með og gerðu okkar viðskipti ennþá ánægjulegri. Við kveðjum heiðursmanninn Sveinbjörn Sigurðsson með söknuði og sendum fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. F.h. BYKO, Pétur Andrésson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.