Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KJARADÓMUR úrskurðaði í gær um 2% hækkun launa helstu emb- ættismanna þjóðarinnar frá 1. júlí. Þannig verða laun forseta Íslands 1.534.040 kr. á mánuði, forsætisráð- herra fær 915.162 krónur og aðrir ráðherrar 825.424 kr. og er þingfar- arkaup ráðherra meðtalið í þessum tölum. Síðast hækkuðu laun þeirra sem Kjaradómur úrskurðar um 1. janúar sl. um 3%. Í rökstuðningi Kjaradóms nú segir m.a. að þegar tekið sé tillit til þeirra breytinga sem orðið hafi á launakjörum á vinnumarkaði og að teknu tilliti til áfangahækkunar frá því í desember sé það mat Kjara- dóms að hækka beri laun þeirra sem fái laun greidd samkvæmt ákvörðunum dómsins um 2%. Ekki er talin ástæða til annarra breyt- inga á kjörum einstakra aðila eða stétta og einingafjölda er ekki breytt en hann er umbun fyrir starfsskyldur umfram dagvinnu, segir í dómnum. Tekið mið af öðrum samningum Forseti Íslands, ráðherrar og al- þingismenn fá ekki greiddar ein- ingar en aðrar stéttir sem Kjara- dómur tekur til fá mismunandi margar einingar, frá 23 til 54. Greiddar eru 4.600 krónur fyrir hverja einingu. Bætast því 105 til 248 þúsund krónur við mánaðarlaun hjá þeim sem fá greiddar einingar eins og sjá má af meðfylgjandi töflu. Þá kemur fram í forsendum dómsins að gerðir hafi verið kjara- samningar við flestar þær stéttir sem kjaradómur líti til þegar hann meti þróun á launamarkaði. Taki dómurinn einkum hliðsjón af samn- ingum við opinbera starfsmenn eft- ir því sem unnt sé, en einnig sé litið til vinnumarkaðarins í heild og fleiri atriða. Í úrskurði Kjaradóms segir ennfremur: „Launatöflur sýna tilteknar hækkanir í prósentum, en þegar betur er að gáð felast oft í kjarasamningum tilfærslur á nið- urröðun í launatöflur, aldurstil- færslur og margs konar önnur at- riði, sem til samans valda því að laun þeirra sem taka laun sam- kvæmt viðkomandi kjarasamningi hækka meira en launatöflurnar ein- ar og sér segja til um.“ Ráðherrar með 825 til 915 þúsund á mánuði                          ! "# # # "#  !$ "# %#  & #%'  ( ! $   " )#$*"# ( ! $  %  )#$*"#% & +,- ! .!/ !% / 01 + ! 2 / ,   +3 (+* %, %  , % #4                                    3 *   + #4 4 HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur fallist á kröfu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófess- ors að máli sem frú Auður Sveins- dóttir Laxness, ekkja Halldórs Kiljan Laxness, höfðaði gegn hon- um fyrir höfundarlagabrot verði vísað frá dómi. Hannes Hólm- steinn segir niðurstöðuna ekki koma sér á óvart en hann býðst til þess að ná sáttum við Auði með því að endurútgefa fyrsta bindið um ævi nóbelsskáldsins. Dóttir Auðar, Guðný Halldórsdóttir, segir slíkt boð engu skipta, skaðinn sé þegar skeður og fjölskyldan hætti ekki fyrr en það fæst á hreint hvort leyfilegt sé að taka höfundarverk annarra og breyta því. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að annmarkar á málatilbúnaði stefnanda séu svo verulegir að ekki verði lagður efnisdómur á málið. Er Auði gert að greiða Hannesi 500 þúsund krónur í máls- kostnað. Segir héraðsdómur ennfremur að í stefnunni sé vísað til 120 at- riða sem stefnandi, þ.e. Auður, telji fela í sér brot á höfundarlög- um. Öll þessi 120 atriði eigi það sammerkt að engin grein sé gerð fyrir því við nokkurt þeirra til hvaða lagaákvæðis heimfæra beri ætlaða refsiverða hegðun stefnda, þ.e. Hannesar Hólmsteins, eða hvert heiti ætlaðs brots hans sé að lögum svo sem rétt væri. Þá sé samhengi málsástæðna og atvika ekki skýrt og ágripskennd lýsing málsástæðna í stefnu með öllu ófullnægjandi. Þessir ann- markar á máltilbúnaði stefnanda séu svo verulegir að ekki verði lagður efnisdómur á málið. Beri því að vísa því frá. Úrskurðinn kvað upp Allan Vagn Magnússon héraðsdómari. Lögmaður Auðar Laxness var Halldór Helgi Backman hrl. en lögmaður Hannesar Hólmsteins var Heimir Örn Herbertsson hdl. „Snýst ekki um gæsalappir“ Guðný Halldórsdóttir segir hér- aðsdómara ekki taka efnislega á málinu. Niðurstaðan sé í takt við margt sem á undan hafi gengið en fjölskyldan hætti ekki fyrr en það fáist á hreint hvort leyfilegt sé hér á landi að taka höfundarverk ann- arra og breyta því. Málið snúist ekki um gæsalappir, heldur um rit- þjófnað, þ.e. hvort taka megi texta eftir annan og umbreyta honum. Ef þetta sé leyfilegt þá séu hér uppi nýir tímar. Hvort úrskurði héraðsdóms verði áfrýjað eða nýtt mál höfðað segir Guðný enga ákvörðun liggja fyrir um. Til séu önnur og æðri dómstig og málinu sé ekki lokið. „Við erum að tala um prófessor við Háskóla Íslands þar sem við erum með börnin okkar í námi. Ef hann leggur línuna þá erum við komin með ansi frjálsleg höfund- arlög. Frávísunin hefur ekkert með málið að gera heldur eru þetta hártoganir út af útliti. Ekki er tekið á innihaldinu,“ segir Guðný. Varðandi það sáttaboð Hannesar Hólmsteins að gefa fyrsta bindið út aftur og lagfæra það bendir Guðný á að áður hafi hann kurt- eislega verið beðinn um að biðjast afsökunar, draga bókina til baka og fá tækifæri til að endurskrifa hana. Það hafi hann ekki fallist á, fyrr en nú. „En skaðinn er skeð- ur,“ segir Guðný. „Kom aldrei auga á glæpinn“ Hannes Hólmsteinn segir niður- stöðu héraðsdóms ekki koma sér á óvart. Málatilbúnaðinum hafi verið stórlega áfátt. „Ég kom aldrei auga á glæpinn sem ég átti að hafa framið. Það er ekki bannað með lögum að hafa færri tilvísanir en bókmenntafræðingar vilja. Það er heldur ekki bannað með lögum að endursegja minningarbækur manna sem er verið að skrifa ævi- sögur um,“ segir Hannes. Sem fyrr segir býðst hann til þess að ná sáttum með endurút- gáfu fyrsta bindisins um ævi nób- elsskáldsins, Halldór, og taka tillit til athugasemda í stefnunni, þ.e. að fjölga gæsalöppum og tilvísunum og stytta endursögn á texta skáldsins. Sinn útgefandi, Bóka- félagið, sé reiðubúinn að gefa fyrsta bindið út aftur. Hannes seg- ir að í þessu felist ekki viðurkenn- ing á sekt heldur fyrst og fremst sáttaboð. Hannes býður sátt með endurút- gáfu fyrsta bindis Skaðinn er skeð- ur, segir Guðný Halldórsdóttir Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Guðný Halldórsdóttir Hannes Hólm- steinn Gissurarson Höfundarréttarmáli Auðar Laxness vísað frá héraðsdómi UPPSETNING Lorraine Kimsa Theatre for Young People (LKTYP) á barnaleikriti Andra Snæs Magnasonar, Bláa hnett- inum, er tilnefnd til fimm verð- launa á helstu leiklistarverð- launahátíð Kanada, Dora-verð- laununum. Blái hnötturinn fær tilnefn- ingar fyrir bestu búningahönn- un, bestu sviðshönnun, besta danshöfund, besta leikstjóra og bestu leiksýningu ársins. Dora Mavor-Moore-verðlaunin eru veitt fyrir bestu leiksýn- ingar Toronto-borgar en hún er önnur stærsta leikhúsborg í Norður-Ameríku á eftir New York. Andri Snær Magnason er að vonum mjög ánægður með til- nefningarnar. „Mér fannst sýn- ingin mjög góð og það er gam- an að fá staðfestingu á að ég er ekki einn þeirrar skoðunar,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið í gær. Andri Snær tók þátt í æf- ingaferlinu síðustu tvær vik- urnar og segir uppsetninguna hafa tekist einkar vel. „Þetta er falleg sýning sem framkallar réttu tilfinningarnar.“ Sýningar á Bláa hnettinum í Toronto stóðu yfir í tvo mánuði, sýnt var nánast á hverjum degi og í kringum 17.000 áhorfendur sáu leikritið. Lorraine Kimsa Theatre for Young People, sem setti upp sýninguna, hefur það að mark- miði að hjálpa börnum að skilja nútímaumhverfi og ýmis vanda- mál sem upp geta komið í lífinu með hjálp leikhússins og töfra þess. Þetta er stærsta leikhús sinnar tegundar í Kanada og það vinnur náið með skólum og leikskólum. Blái hnötturinn var stærsta uppsetning leikhússins leikárið 2004-2005. Verðlaunaafhendingin fer fram 27. júní næstkomandi en Andri Snær er þó ekki viss um að hann verði viðstaddur. „Ég hafði ekkert hugsað út í að fara en það væri nú samt gaman að fá sér kjólföt og skella sér út,“ sagði Andri hæstánægður með árangur sýningarinnar í Kan- ada. Úr kanadísku uppfærslunni á Bláa hnettinum. Blái hnötturinn tilnefndur til Dora-verðlaunanna Eftir Völu Ósk Bergsveinsdóttur valaosk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.