Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LÖGMAÐUR sr. Hans Markúsar Hafsteinssonar, sóknarprests Garðasóknar, hefur ritað biskupi Ís- lands, Karli Sigurbjörnssyni, bréf þar sem biskup er lýstur vanhæfur til að fjalla um mál prestsins. Lög- maðurinn, Sveinn Andri Sveinsson, segir að öll tilmæli um að flytja Hans Markús til í starfi verði virt að vett- ugi þar sem kirkjumálaráðherra hafi einn vald til að skipa presta og leysa þá frá störfum. Í bréfinu gerir Sveinn Andri at- hugasemdir við „óeðlileg afskipti“ Biskupsstofu af máli sóknarprests- ins, „þar sem starfsmenn stofunnar hafa leynt og ljóst verið að liðsinna formanni og varaformanni sóknar- nefndar, presti og djákna í atlögu þeirra að sóknarpresti.“ Sveinn Andri segir biskup ekki hafa gripið til aðgerða til að stöðva tölvupóst sem hafi gengið milli manna á Biskupsstofu. Þar hafi starfsmenn stofunnar verið að skipu- leggja þrýstiaðgerðir til að bola prestinum frá störfum, „undir- róðursstarfsemi sem augljóslega þreifst á skrifstofu yðar, en mun skv. stjórnsýslureglum leiða til vanhæfis yðar sem biskups til að taka síðar á málum sr. Hans Markúsar Haf- steinssonar,“ segir ennfremur í bréf- inu. Er þess krafist í bréfinu að biskup leggi fyrir sóknarnefnd að boða til aðalsafnaðarfundar, en slíkan fund beri að jafnaði að halda fyrir lok maí ár hvert. Segir Sveinn Andri um- bjóðanda sinn lýsa allri ábyrgð á hendur Biskupsstofu af því að blanda hinu almenna sóknarstarfi inn í ágreining aðila fyrir áfrýjunar- nefnd þjóðkirkjunnar. Hafði Bisk- upsstofa ekki gert athugasemd við þá ákvörðun sóknarnefndar að fresta aðalsafnaðarfundi um óákveð- inn tíma. Hyggst ekki virða tilmæli um flutning Biskups- stofa neitar ásökunum BISKUPSSTOFA sendi í gær- kvöldi frá sér stutta yfirlýs- ingu þar sem neitað er alfarið þeim „alvarlegu ásökunum á hendur starfsfólki hennar sem fram koma í bréfi Sveins Andra Sveinssonar, nýs lög- manns séra Hans Markúsar Hafsteinssonar, og sent hefur verið fjölmiðlum. Að öðru leyti tjáir Biskupsstofa sig ekki um innihald bréfsins meðan málið er til umfjöllunar í áfrýjunar- nefnd Þjóðkirkjunnar.“ STOFNFRUMUR hafa verið teknar úr 16 Ís- lendingum og græddar aftur í 13 þeirra á um einu og hálfu ári, að því er fram kom á ráð- stefnu lífeindafræðinga í gær, en ráðstefnan stendur yfir í Háskólabíói fram á laugardag. Steinunn Jóna Matthíasdóttir, lífeindafræð- ingur í Blóðbankanum, segir að um tíu sjúk- lingar fari í stofnfrumuígræðslu hér á landi á ári, en meðferðin fer þannig fram að safnað er úr blóði sjúklingsins svonefndum blóðmyndandi stofnfrumum og þær græddar í hann aftur að lokinni meðferð. Eftir að frumunum hefur verið safnað eru þær sendar til rannsóknar í Blóðbankanum og þær svo frystar í fljótandi köfnunarefni áður en ígræðslan fer fram. Steinunn segir að hjá þeim þrettán sjúkling- um sem fengið hafa stofnfrumuígræðslu hafi hvítar blóðfrumur verið komnar upp í eðlilegt magn 12-14 dögum eftir að stofnfrumurnar voru græddar í sjúklinginn, en hvít blóðkorn minnka við krabbameinsmeðferð. Farið var að bjóða upp á þessar aðgerðir í desember árið 2003 en fram að því höfðu sjúk- lingar þurft að fara út til Svíþjóðar í slíka ígræðslu. Steinunn segir að það hafi verið mik- ið framfaraspor að hægt hafi verið að bjóða upp á aðgerðirnar hér á landi. „Það léttir heilmikið á sjúklingunum að þurfa ekki að fara þegar þeir eru lasnir,“ segir Steinunn. Áhersla á vísindi og félagsskap Alls eru um 300 vísindamenn frá Norðurlönd- unum á ráðstefnunni, sem haldin er á tveggja ára fresti. Kristín Hafsteinsdóttir, forseti Norðurlandasamstaka lífeindafræðinga, segir að bæði sé lögð áhersla á vísindaþáttinn á ráð- stefnunni en ekki síst líka að hittast og koma saman. Meðal þess sem rætt er á vettvangi samtak- anna er samræming á menntunarskilyrðum líf- eindafræðinga innan Evrópu, þannig að þeir eigi auðveldara með að starfa í öðrum löndum. Kristín segir þetta ferli komið frekar skammt á veg meðal líftæknifræðinga en vilji sé til að halda því áfram. Helga Erlendsdóttir, líftæknifræðingur á sýklafræðideild Landspítala – Háskólasjúkra- húss, heldur erindi á ráðstefnunni um faralds- fræði sýkinga og íslenskar rannsóknir á því sviði. Að sögn Helgu liggja fyrir mjög ítarlegar upplýsingar um sýkingar hér á landi undanfar- in 30 ár og segir hún að þær upplýsingar séu mjög gagnlegar vegna þess hve auðvelt er að halda utan um rannsóknir hér á landi. Þegar rýnt sé í upplýsingarnar megi meðal annars sjá hvernig gangi að eiga við sýkingar og hverjar þeirra séu það erfiðar að sýklalyf dugi ekki á þær, þannig að aðrar aðferðir, eins og til dæmis bólusetningu, þurfi til. „Þessi vinna sem við erum að leggja okkar af mörkum til, er í forvarnarskyni,“ segir Helga og bætir við að fjölmargir möguleikar hafi opn- ast til að tengja þessar rannsóknir við erfða- fræðina, einkum á sviði smitsjúkdóma. Erindi á ráðstefnu norrænna lífeindafræðinga sem fram fer á Íslandi 13 Íslendingar hafa farið í stofnfrumuígræðslu Undirbúningur var í fullum gangi í Skautahöllinni í Laugardal í gær- kvöldi fyrir stóra tískusýningu sem verður þar í kvöld á vegum Mosaic Fashions. Gera þurfti klárar 36 fyr- irsætur sem munu sýna kvenfatnað frá Karen Millen, Oasis, Coast, Whistles og Odille Oasis. Af þessum fyrirsætum eru 16 íslenskar. Að sögn Kjartans Þórs Þórðar- sonar, framkvæmdastjóra Storm Event, er þetta ein umsvifamesta tískusýning sem fram hefur farið hér á landi. Koma 170 manns að henni með einum eða öðrum hætti og meðal 600 boðsgesta verða þekktir Bretar, m.a. poppstjarnan Samantha Mumba, auk fjölmiðla eins og BBC og OK Magazine. Morgunblaðið/Sverrir Stór- sýning í tískunni REYNT er að laða þorsk af hefð- bundinni rækjuslóð með því að gefa honum æti annars staðar í rann- sóknarverkefni sem nú stendur yfir í Arnarfirði. Hafrannsóknastofnun, með stuðningi frá Vesturbyggð, lagði af stað með verkefnið í vetur eftir að ljóst var að innfjarðarækj- ustofninn var í sögulegu lágmarki. Eftir 15 daga rannsóknaleið- angur síðasta haust var ljóst að inn- fjarðarækjustofninn í Arnarfirði var að hruni kominn. Veiðar á inn- fjarðarækju eru ekki stundaðar um þessar mundir, en áður voru þær stundaðar í Ísafjarðardjúpi, Húna- flóa, Skagafirði, Öxarfirði og Arnarfirði. Á árunum 1990 til 2000 nam innfjarðarækjuveiðin að jafn- aði 7 til 10 þúsund tonnum og því ljóst að um töluvert tjón er að ræða. Ástæður hrunsins eru ekki að fullu kunnar. Að sögn Jóhanns Sigurjónssonar, forstjóra Hafrann- sóknastofnunar, er líklegasta skýr- ingin afrán í kjölfar aukinnar gengdar þorsks og ýsu á grunn- slóðina en einnig má vera að hækk- un hitastigs sjávar hafi haft áhrif. Eftir rannsóknarleiðangurinn í haust var ljóst að rækjan hafði hop- að mikið. Hún fannst einungis á af- mörkuðu svæði í botni fjarðarins en þorskur og ýsa fundust víða. Að sögn Björns Björnssonar, verk- efnisstjóra rannsóknarinnar og fiskifræðings hjá Hafrann- sóknastofnun, var fyrir áeggjan heimamanna ákveðið að reyna að bregðast við þróuninni. Reynt að lokka þorsk af rækjuslóð Morgunblaðið/Ómar Sarfsmenn Hafró rannsaka maga- innihald þorsks úr Arnarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.