Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alla daga í Lágmúla og Smáratorgi EINAR Rúnar Einarsson var heppinn. Bíll hans lenti framan á fulllestuðum fóðurflutningabíl í brekkunni við Litlu kaffistofuna seint á síðasta ári. Heppni Einars var fólgin í því að lifa slysið af, en á hverju sumri undanfarin ár hafa að meðaltali átta einstaklingar látið lífið í slysum í umferðinni. Umferðarráð fundaði í gær og hvetur ráðið ökumenn til að aka varlega nú þegar sumarið er kom- ið og umferðin á þjóðvegum landsins eykst. Óli H. Þórðarson, formaður Umferðarráðs, segir að ökumenn þurfi að haga sér ná- kvæmlega eins og þeir vilji að aðr- ir hagi sér í umferðinni, og minnir á að umferðarreglurnar eru sett- ar fyrir ökumenn og farþega þeirra, ekki einhverja aðra. Einar Rúnar Einarsson er sam- mála þessu, en hann hefur verið að jafna sig eftir hræðilegt bílslys undanfarið hálft ár. „En ég held að það sem ökumenn verði að hafa í huga sé að vera með skynsemina með sér. Vera ekki að taka áhættu sem ekki skilar neinum flýti eins og er allt of mikið um í umferðinni í dag. Ég viðurkenni það alveg að ég sýp hveljur stundum þegar ég sé framúrakstur fyrir framan mig, ég veit hvernig það er að lenda framan á bíl,“ segir Einar. „Ég verð aldrei samur eftir“ Hann slasaðist mikið, hlaut vel yfir tug beinbrota, lunga féll sam- an o.fl. Örin á líkamanum eru þó aðeins hluti af því sem Einar glím- ir við eftir slysið, sem hann hugs- ar um daglega. „Ég verð aldrei samur eftir, hvorki á líkama né sál. Ég fer með öðru hugarfari út í umferðina, meðvitaðri um það að ég er ekki ósnertanlegur,“ segir Einar. „Ég er engan veginn búinn að ná mér, þessu fylgja kvalir upp á hvern dag. Hitt kemur á móti að maður fékk lífið, sem maður kann mun betur að meta eftir svona atvik. Þegar maður hefur prófað botninn er dagurinn í dag bara fínn.“ Með öðru hugarfari í umferðina Morgunblaðið/RAX Einar Rúnar Einarsson ásamt eiginkonu og dætrum, Guðbjörgu Emmu Ingólfsdóttur, Berglindi og Guðrúnu. Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is  Lenti framan | 30 DREGIÐ hefur úr uppgreiðslum íbúðalána hjá Íbúðalánasjóði í sam- anburði við það sem var á síðari hluta síðasta árs, en þær er engu að síður ennþá talsverðar að sögn Guðmundar Bjarnasonar, forstjóra Íbúðalánasjóðs. Höfuðstóll lána Íbúðalánasjóðs lækkaði á síðasta ári um rúma 14 milljarða króna vegna uppgreiðsln- anna í kjölfar þess að bankar fóru að bjóða verðtryggð íbúðalán til langs tíma, þrátt fyrir það að sjóð- urinn afgreiddi tæpa 55 milljarða króna í nýjum lánum á síðasta ári Þannig námu uppgreiðslur lána 9 milljörðum króna á fyrri hluta árs- ins en 74 milljörðum króna á síðari helmingi síðasta árs eða rúmum 12 milljörðum króna að meðaltali á mánuði. „Það eru ennþá í gangi verulegar uppgreiðslur, en þær hafa auðvitað dregist umtalsvert saman frá því sem var á þessum seinustu mán- uðum síðasta árs eða fyrstu mán- uðum útrásar bankanna,“ sagði Guðmundur í samtali við Morgun- blaðið. Hann sagði aðspurður að sjóður- inn þyrfti að hafa úti allar klær til þess að ávaxta þetta fé sem kæmi inn vegna uppgreiðslnanna á sem bestan hátt. Það færi ekki í útlán og þeir reyndu að greiða upp allar þær skuldir sem þeir gætu á móti þess- um uppgreiðslum. Þeir hefðu auð- vitað ennþá möguleika á að greiða upp talsvert af húsbréfum sem ekki hefði verið skipt út í fyrra. Þá hefðu þeir verið að greiða rík- issjóði gömul lán allt frá árunum 1985–90 og síðan hefðu þeir samið við banka og aðrar lánastofnanir um varðveislu á þessu fé bæði til lengri og skemmri tíma til að fá af því sem besta ávöxtun. 47 milljarðar í bönkum Í ársreikningi Íbúðalánasjóðs vegna ársins 2004 kemur fram að kröfur á lánastofnanir, Seðlabanka Íslands og aðrar lánastofnanir, námu 47 milljörðum króna um síð- ustu áramót, en samsvarandi tala var tæpir níu milljarðar króna í árslok 2003. Enn talsverðar upp- greiðslur íbúðalána Uppgreiðslur hjá Íbúðalánasjóði námu rúmum 12 milljörðum króna á mánuði á síðari hluta síðasta árs Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is ERLENDAR skuldir þjóðarinnar hafa tvöfaldast á ríflega tveimur ár- um, nema nú hátt í 2.000 milljörðum króna og hafa aldrei verið hærri. Ís- land er þannig í hópi skuldsettustu þróuðu ríkja heims, að því er fram kemur í Morgunkorni Greiningar Ís- landsbanka í gær. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðla- bankastjóri segir bankann ítrekað hafa bent á mikla skuldasöfnun, enda sé hún áhyggjuefni. „Þetta er að mínu mati einn mesti veikleikinn í okkar efnahagslífi og eitt af því sem matsfyrirtækin, sem meta láns- hæfi ríkissjóðs, hafa alltaf bent á upp á síðkastið og eitt af því sem hugsanlega gæti á endanum breytt lánshæfismatinu.“ Birgir Ísleifur bendir á að hér sé fyrst og fremst um skuldir einka- aðila að ræða, ríkið sé með til- tölulega litlar skuldir og hafi verið að borga þær niður. Það sé því fátt sem Seðlabankinn geti gert til að hafa áhrif á gang mála. „Við vonum að menn hafi uppi almenn var- úðarsjónarmið, þegar verið er að ákveða erlendar lántökur og útdeila síðan lánunum.“ | 15 Erlendar skuldir aldrei meiri SÍLDARVINNSLAN í Neskaupstað vinnur nú um 300 tonn af norsk-íslenzku síldinni á sólarhring, eftir að síldin fór að veiðast í miklum mæli stutt undan Austfjörðum. Síldin er mjög stór, upp undir 400 grömm að meðaltali og er mikil eftirspurn eftir henni í Austur-Evrópu. Nálægð síld- arinnar gerir það kleift að vinna hana til manneldis í landi og margfalda þannig verðmæti hennar, en síðustu ár hefur hún aðeins verið unnin um borð í vinnslu- skipum eða brædd í landi vegna þess hve langt frá landi hún hefur veiðzt. Það eru tæp 40 ár síðan norsk-íslenzka síldin hefur veiðzt svona nálægt landi, eða á gömlu góðu síldarárunum undir lok sjö- unda áratugarins. Þessi veiði styrkir stöðu Íslendinga í baráttunni við Norðmenn um hlutdeild í veiðunum, en nýlega mældi Haf- rannsóknastofnun um hálfa milljón tonna af síldinni innan lögsögu okkar. 300 tonn á sólarhring Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Silfur hafsins berst nú á land. Fjóla Sigurð- ardóttir, starfsmaður í fiskiðjuveri SVN, er hér með feitar og fallegar síldar.  Fer að skilja | 14 FÆREYSK móðir, sem var farþegi Nor- rönu á leið frá Noregi til Færeyja, varð um stund viðskila við fjögurra mánaða gamalt barn sitt um borð þegar skipið lagði upp frá Bergen í vikunni. Missti móðirin af skipinu, eftir að hafa farið í stutta skoðunarferð um Bergen með frænku sinni, en um borð var barnið í gæslu unglingsstúlku. Frá þessu er greint á vef norska ríkis- útvarpsins í Hörðalandi og rætt þar m.a. við Jan Walle, forstjóra Smyril Line, sem gerir Norrönu út. Jan Walle sagði við Morgunblaðið að þetta mál hefði fengið farsælan endi. Um leið og uppgötvaðist að móðirin hefði orðið eftir á hafnarbakk- anum hefði allt verið gert til að koma móðurinni sem fyrst um borð aftur. Með aðstoð hafnsögubáts hefði það tekist á um hálftíma. Walle sagði útgerðina leggja mikla áherslu á að halda áætlun skipsins og farþegar ættu að vera komnir um borð minnst hálftíma fyrir brottför. Norröna stoppaði í þrjá tíma í Bergen. Móðir ungbarns strandaglópur HART var deilt á almennum fundi skólastjórnar, kennara og foreldra í Landakotsskóla í gær- kvöldi en málefni skólans hafa verið mikið til umræðu síðustu daga. Fundurinn var lokaður fjöl- miðlum en foreldrar, sem Morg- unblaðið ræddi við að honum loknum, sögðu að hiti hefði verið í fólki og mikið hefði borið í milli þeirra sem fylgdu skólastjórn- inni að málum og andstæðinga hennar en þrír fundarmanna lýstu yfir vantrausti á stjórnina. Gunnar Örn Ólafsson, formað- ur skólastjórnar, sagði að vissu- lega hefðu andstæð sjónarmið komið fram á fundinum en hægt væri að slá því föstu að skóla- starf yrði í Landakotsskóla á næsta ári, svo fremi sem nægur nemendafjöldi væri til staðar. Átta kennarar skólans lögðu fram yfirlýsingu á fundinum, þar sem sagði m.a. að til þess að friður mætti komast á í skól- anum yrði skólastjórnin að segja af sér. Hitafundur í Landakoti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.