Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 53
POPPSTJARNAN og nú rithöfundurinn Ma- donna sussar hér á fréttamenn sem saman- komnir eru vegna útgáfu nýjustu bókar söng- konunnar. Bókin ber heitið Lotsa De Casha og er ætluð börnum líkt og fyrri ritverk Madonnu en þetta er hennar fimmta bók. Söngkonan las upp úr verkinu fyrir skóla- börn í New York við þetta tækifæri og áritaði auk þess eintök af bókinni fyrir áhugasama. Madonna biður sér hljóðs Reuters MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2005 53 Fjölbrautaskólinn í Garðabæ við Skólabraut, 210 Garðabæ, sími 520 1600, fax 565 1957, vefslóð: http:www.fg.is netfang: fg@fg.is Innritun fyrir haustönn 2005 er hafin Skrifstofa skólans er opin virka daga kl. 8-16. Innritun lýkur 14. júní. Góð aðstaða til náms! Í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ eru um 700 nem- endur og um 70 starfsmenn. Skólinn er í glæsilegu húsnæði. Góðir kennarar sinna starfi sínu af metn- aði. Boðið er upp á fullkominn kennslubúnað, s.s. öflugar tölvur og góða lesaðstöðu. Aðstoð við innritun Aðstoð við rafræna innritun fer fram á skrifstofu- tíma. Einnig er boðið upp á sérstaka aðstoð og námsráðgjöf dagana 9. og 10. júní og 13. og 14. júní. Bóknám til stúdentsprófs: Félagsfræðabraut Málabraut Náttúrufræðibraut Nám á bóknámsbrautum leggur góðan grunn að háskólanámi í félagsvísindum, hugvísindum, tungumálum, raunvísindum og fleiri greinum. Listnám: Fata- og textílhönnun Myndlist Tískubraut Í listnámi, sem er 3ja ára nám, er unnt að bæta við áföngum til stúdentsprófs. Námið veitir góðan und- irbúning fyrir framhaldsnám á listasviði og í hönn- un. Skólinn er í mjög góðum tengslum við marga erlenda listaháskóla. Starfsnám: Íþróttabraut Viðskiptabraut Í starfsnámi, sem er 2ja-3ja ára nám, er einnig unnt að bæta við áföngum til stúdentsprófs. Viðskipta- braut veitir undirbúning fyrir nám og störf í við- skiptalífinu, en íþróttabraut býr nemendur undir nám og störf að íþrótta- og félagsmálum. Almennt nám: Almenn námsbraut Almenn námsbraut er fyrir nemendur sem eru óá- kveðnir eða uppfylla ekki inntökuskilyrði inn á aðrar brautir. HG-hópur Skólinn býður upp á sérstaka þjónustu fyrir nem- endur með góðar einkunnir úr 10. bekk. HG-nem- endur halda hópinn í mörgum greinum, fá góða stundatöflu og sérstaka þjónustu á ýmsum sviðum og geta auk þess flýtt námi sínu. Margir nemendur skólans hafa lokið stúdentsprófi á þremur árum með þessari þjónustu. Þjónustan er byggð á megin- hugmyndinni Hópur - Hraði - Gæði. Nemendur í HG-hóp eru undanþegnir skólagjöldum fyrsta skólaárið. Fjarnám í FG Boðið er upp á fjarnám í bóklegum greinum í Fjöl- brautaskólanum í Garðabæ. Innritun fyrir haustönn 2005 lýkur 30. ágúst nk. Allar nánari upplýsingar um áfanga í boði, verð- skrá o.fl. eru einnig á heimasíðu skólans: http://www.fg.is og hjá fjarkennslustjóra: svav- arb@fg.is Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu skólans. Tölvubúnaður Nemendur fá greiðan aðgang að nýjum og full- komnum tölvubúnaði í skólanum. Tölvu- og upp- lýsingatækni er nýtt í sífellt meira mæli í kennslu og námi. Í skólanum er stórt netkaffi með nýjum og fullkomnum tölvum. Vegna mikillar aðsóknar að skólanum er mikilvægt að allar umsóknir verði sendar í tæka tíð beint til Fjölbrautaskólans í Garðabæ, við Skólabraut, 210 Garðabæ. Skrifstofa skólans er opin alla virka daga frá kl. 8.00-16.00. Símanúmerið er 520 1600. Netfang: fg@fg.is Þeir sem þess óska geta fengið send umsóknar- eyðublöð. Umsóknir þurfa að berast skólanum eigi síðar en 14. júní nk. Umsóknum skal fylgja stað- fest ljósrit af grunnskólaprófi. Nemendur með nám úr öðrum framhaldsskólum þurfa að staðfesta það með viðurkenndum próf- gögnum. Umsóknareyðublöð eru einnig á heimasíðu skól- ans: http://www.fg.is Námsráðgjafar og stjórnendur eru til viðtals og að- stoða nemendur við námsval. Upplýsingar um inntökuskilyrði á einstökum brautum eru á heimasíðu skólans. Hringið og fáið sendan upplýsingabækling um skólann! Skólameistari. Ífyrradag kom út fyrstabreiðskífa hljómsveitarinnarHudson Wayne og ber hún heitið The Battle of the Bandidos. Hudson Wayne var stofnuð árið 2002 en síðan þá hef- ur hljómsveitin gefið út nokkrar smáskífur sem allar eru upp- seldar. Nýja breiðskífan kemur út hjá 12 tónum Þráinn Óskarsson, söngvari og gítarleikari, Birgir Viðarsson hljómborðsleikari og Helgi Alex- ander Sigurðsson bassaleikari, litu inn í spjall en auk þeirra eru í hljómsveitinni Ólöf Arnalds sem leikur á stálgítar og víólu og Þor- móður Dagsson trommuleikari. Hvernig mynduð þið lýsa plöt- unni? „Hún er róleg á köflum,“ svar- ar Þráinn en leiðréttir sig síðan. „Nei, ætli hún sé ekki bara að- allega róleg.“ „Íslensk þung- lyndistónlist væri líklega nær lagi,“ bætir Helgi bassaleikari við. Það er ekki laust við að maður heyri Nick Cave-áhrif á plötunni, er það eitthvað sem þið eruð meðvitaðir um? „Já, já,“ svarar Helgi. „Það er líka eitt lag sem svipar til Calex- ico en svo er hægt að greina áhrif frá hljómsveitum eins og Low og Will Oldham svo einhverjar séu nefndar.“ Það er nokkuð skemmtileg alt- kántríbylgja í gangi núna. Teljið þið ykkur vera hluta af henni? „Við störtuðum alt-kántríbylgj- unni,“ svara þeir og hlæja. „Nei, þessi plata er eiginlega ekki kántrí. Fyrsta platan okkar var náttúrlega alt-kántrí og þaðan höfum við þennan stimpil en það er varla hægt að kalla The Battle of the Bandidos-kántrí.“ Þráinn semur alla textana á plötunni. „Það má segja að þetta séu litl- ar sögur. Þær fjalla um tvo bandidos-hópa sem takast á í gegnum söguna. Inn í þetta blandast svo hugljúf ástarsaga.“ „Blóðug ástarsaga,“ bætir Helgi við. „Já, blóðug,“ samsinnir Þráinn. En stendur ekki til að gefa söguna út, meðfram plötunni? Bók meinarðu? Eða bíómynd jafnvel? Við vorum reyndar að klára fyrsta myndbandið okkar við titillagið sem segir hluta af sögunni. Gunnar Tynes úr múm gerði myndbandið og við erum bara að bíða eftir að spólan komi til landsins.“ Hudson Wayne hyggur á út- gáfutónleika um miðjan júlí en staðurinn er enn óráðin. Aðdá- endur hljómsveitarinn get hins vegar séð og heyrt Hudson Wayne hita upp fyrir Anthony and the Johnsons hinn 11. júlí í Nasa. Í september fer sveitin svo til Rotterdam og Skandinavíu í tónleikaferð. Bandíttabardagi Ljósmynd/Höskuldur Jónsson Þráinn Óskarsson, söngvari Hudson Wayne, í nýju myndbandi hljóm- sveitarinnar, sem er við titillag plötunnar The Battle of the Bandidos. Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is „ÁSTANDIГ, eins og við höfum jafnan kallað samneyti íslenskra kvenna við erlent hernámslið, er vel þekkt fyrirbrigði hvarvetna þar sem slíkar aðstæður eru fyrir hendi. Heimildarmyndin Þýska leyndar- málið, segir af Kirsten Blohm, danskri konu sem fæddist í Þýska- landi rétt eftir lok síðari heimsstyrj- aldarinnar. Signe, móðir hennar var dönsk og hafði búið með þýskum yf- irmanni í þýska innrásarhernum og elt hann til Þýskalands þegar hann var fluttur til árið 1944. Signe fann aldrei offíserann sinn eftir stríðinu lauk en kom heim með telpuhnokk- ann og henti í móður sína. Samband mæðgnanna var jafnan stirt og Signe vildi sem minnst ræða við Kirsten um föður hennar. Eftir að Signe lést vildi Kirsten finna rætur sínar og í myndinni fetar hún í fótspor móður sinnar í æv- intýralegum rannsóknarleiðangri sem leiðir ýmislegt misjafnt í ljós. Signe hafði greinilega átt í líflegum ástarævintýrum og þegar Kirsten er loksins komin á endapunktinn blasir við henni nýr og óvæntur sannleikur. „Mér fannst ég ákaflega sérstök, segir Kirsten, „en eftir að ég kom til Þýskalands sá ég að svo var ekki. Þar voru milljónir í svipuðum sporum og ég eftir stríðið. Leitandi að foreldrum sínum.“ Það hafa verið gerðar nokkr- ar myndiir hérlendis um konur sem fluttu úr landi með erlendum her- mönnum og íslensk börn sem leitað hafa að feðrum sínum á erlendri grund, einkum í Bandaríkjunum. Kirsten er sérstök, það er aldrei spurning, saga hennar er á hádrama- tískum nótum, samband mæðgnanna var stirt en það grillir í afar spenn- andi og sterka konu sem er Signe, glæsileg, hrokafull og létt á kost- unum, í og með til að komast af (?). Slíkar konur vekja jafnan umtal, öf- und og forvitni. Leyndardómsfullar og slóttugar eins og kötturinn. Í kjöl- far hennar siglir Kirsten, sem greini- lega hefur hlotið talsvert í arf úr móð- urlegg. Einbeitt og hörð heldur hún á enda leiðarinnar þó útlitið sé oft á tíð- um þannig að sársaukalausast sé að leggja árar í bát. Ef við vitum ekki upp á hár að hverju við leitum getur niðurstaðan orðið óþægileg. Kirsten er ekki sú manngerð sem hættir við hálfnað verk, hún á heiður skilinn fyr- ir einurðina og myndin þeirra Lars Johansson er eins og viðfangsefnið. Sérstök og heillandi og lokkar fram seiðandi mynd af ástum og losta und- ir orrustugný og sprengjuregni og lýkur á torfæruakstri aftur í fortíðina. Ferðalag til fortíðar KVIKMYNDIR Tjarnarbíó – Reykjavík Shorts & Docs Þýska leyndarmálið (Den tyske hemmelig- hed)  Heimildarmynd. Leikstjórn og handrit: Lars Johansson. 88 mín. Danmörk. 2005. Sæbjörn Valdimarsson NÍTJÁN ára gamall Vest- mannaeyingur, Franz Viktor Kjartansson, gerði sér lítið fyrir og horfði samfleytt í heilan sólarhring á nýju Stjörnustríðs-myndina, Hefnd Sithsins, helgina sem myndin var frumsýnd. „Þetta var klikkun, létt geð- veiki,“ höfðu aðstandendur Smárabíós eftir honum þeg- ar törnin var afstaðin en hann á að hafa bætt við að hún hefði verið þess virði. Hann sá myndina alls 8 sinnum, byrjaði að horfa kl 13 á föstudeginum 20. maí og var búinn kl 14 á laugardeginum 21. maí. Franz var valinn úr hópi fjölmargra hlustenda á FM957.is sem sóst höfðu eftir að sjá myndina í sólarhring. Til mikils var líka að vinna því Franz hlaut að launum 32" sjónvarpstæki og heimabíó frá SPRON, sam- starfsaðila myndarinnar, allar fimm myndirnar á mynddiski, sem og þá sjöttu þegar hún kemur út í haust og árskort í Smárabíó og Regnbog- ann. Á meðfylgjandi mynd má sjá vinningshafann Franz Viktor (til vinstri) taka við vinningnum úr hendi Guðmundar Breiðfjörðs hjá Senu, dreif- ingaraðila myndarinnar. Sá Stjörnustríð í sólarhring
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.