Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Galopnar hurðir að heimum Gabríelu á morgun TUNGA kaldsjávar liggur að öllu jöfnu austur af landinu í Austur- Íslandsstraumnum. Það hefur jafn- an verið talið að síldin færi ekki inn í þennan kalda sjó, heldur stöðvaðist ganga hennar þar. Eftir því sem hlýnar hopar þessi tunga og í sól- ríkum árum hitnar yfirborðssjórinn mikið, allt niður á 30 metra eða meira. Það nýtti síldin sér hér á ár- um áður til að synda yfir kalda sjó- inn til vesturs. Í vor var mjög kalt á þessum slóð- um. Kaldur sjór alls ráðandi og lítið um yfirborðshitun. Því er það spurn- ingin hvernig síldin hefur komizt yf- ir, eða hvort hún hefur farið suður fyrir kalda sjóinn. Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræð- ingur, var á slóðinni fyrir skömmu á rannsóknaskipinu Árna Friðriks- syni. Hann segir að þá hafi yf- irborðshitun verið lítil, en mikið af síld austan við tunguna, allt frá Jan Mayen og suður úr á um 100 mílna svæði. „Okkur taldist til að það væri um hálf milljón tonna af norsk-íslenzku síldinni innan íslenzku lögsögunnar, en austan kalda sjávarins og einnig fyrir sunnan hann,“ segir Hjálmar. Hann gerir ráð fyrir því að sú síld sem nú er að veiðast hafi farið suður með tungunni inn í færeysku lögsög- una og síðan haldið til norðurs Ís- landsmegin við hana, en suðurmörk kaldsjávarins séu út af Reyðarfirði eða Fáskrúðsfirði. Hann segir að á gömlu síldarárunum hafi kalda tungan verið miklu styttri og því hafi kannski meira gengið suður fyrir hana og síðan upp til norð- vestur. Einnig hafi það oft verið þannig að þegar síldin kom að tung- unni í vesturátt, hafi hún stoppað og beðið þess að yfirborðið hitnaði upp í 4 gráður til að geta synt yfir og haldið á ætisslóðina fyrir Norður- landi. „Yfirborð sjávar hlýnar hratt núna og það getur vel verið að síldin fari þá að ganga yfir tunguna og haldi áfram í vesturátt,“ segir Hjálmar. Kalda tungan „ÞAÐ er allt gott við þetta núna, góð veiði, gott verð, gott veður og síldin gengur sífellt nær landi. Nú fer maður að skilja síldarglampann sem kom í augum á pabba í gamla daga,“ sagði Gísli Runólfsson, skip- stjóri á Bjarna Ólafssyni AK í gær. Þeir voru að taka síldina allt inn að 35 mílur austur úr Gerpi og virðist sem síldin sé enn að ganga í vestur. Þeir á Bjarna höfðu tekið eitt hol, 150 tonn á tveimur tímum og létu síðan reka meðan flakað er og fryst. Það tekur um 30 tíma að vinna þessi 150 tonn. „Þetta er „dræ“ stórsíld. Öll jafnstór og fín í vinnslu, en það er mikil áta í henni,“ sagði Gísli. Það væri lygi ef … Vinnsluskipin skammta sér síld eftir vinnslugetunni og láta reka í blíðunni meðan unnið er. Hin skipin taka þokkalega slatta í hverri ferð og fara með í vinnslu í landi. Beitir kom til Neskaupstaðar í gærkvöldi með 300 tonn til vinnslu og Gull- bergið landaði 220 tonnum á Fá- skrúðsfirði í gær. Eyjólfur Guðjónsson, skipstjóri á Gullbergi VE er á nót. „Það væri lygi, ef ég segði að það gengi vel. Þetta er allt „dræ“ stór síld og mjög stygg, 400 gramma hlussur. Það þarf meira bland í hana, því smærri síldin er ekki eins stygg,“ sagði Eyj- ólfur þegar hann var á leiðinni í land í gær. Eyjólfur tók síldina 50 til 60 mílur austur af Gerpi. Hann hefur verið lengi á síld en aldrei veitt norsk- íslenzku síldina svona nálægt landi og segir að hún virðist enn vera á vesturleið. „Það eru bara elztu menn sem muna eftir síldinni vest- ar,“ sagði Eyjólfur. Eins og litlir laxar „Þetta eru svaka breddur, 400 grömm, eins og litlir laxar,“ sagði Birkir Hreinsson, skipstjóri á Vil- helm Þorsteinssyni EA, í gær. Þeir voru á þá reki 60 mílur austur úr Glettinganesi norðan við Rauða- torgið í kantinum út af Héraðsflóa. „Við erum búnir að taka tvö hol, samtals 300 tonn eða eins og vinnsl- an leyfir, en við vinnum um 140 til 150 tonn af flökum á sólarhring og þurfum 280 til 300 tonn upp úr sjó til að vinnslan hafi nóg. Það er mikil áta í henni og hún er að fitna, en fyrir vikið geymist hún illa. Við reynum því að taka þetta eftir hend- inni, en það getur verið svolítið erf- itt að geyma torfuna í sjónum. Þetta eru stakar torfur sem gefa vel ef maður hittir rétt í þær. Ég hef verið á þessu síðan 1997 og hef aldrei ver- ið að þessum veiðum svona vestar- lega, en það breytir gífurlega miklu. Í fyrra vorum við megnið af vertíð- inni norður við Svalbarða, en þetta er allt annað líf,“ sagði Birkir. Styrkir okkur í baráttunni við Norðmenn Kristján Vilhelmsson, fram- kvæmdastjóri Samherja, segir það afar mikilvægt að síldin skuli veið- ast í svona miklum mæli innan ís- lenzku lögsögunnar. Það styrki okk- ur í baráttunni við Norðmenn og auðveldi einnig veiðarnar. Nú sé ekkert mál að sigla í land með aflann. Nú séu menn hins vegar að velta því fyrir sér hvernig síldin hafi komizt svona nálægt landinu, því kalda tungan liggi enn suðureftir og töluvert austar. Það hafi alltaf verið sagt að síldin færi ekki í gegnum kalda sjóinn, en engu að síður sé hún komin. Skip Samherja á Akureyri hófu veiðar viku af maí, viku fyrr en í fyrra. Síldin hefur verið feitari núna og hafa veiðarnar verið stundaðar í Síldarsmugunni, í færeysku lögsög- unni og loks nú í þeirri íslenzku. Skipin, Vilhelm Þorsteinsson og Baldvin Þorsteinsson, voru fyrir sjómannadag komin með um 6.000 tonn upp úr sjó, sem svarar til 3.000 tonna af flökum. Unnið sleitulaust „Þetta er fínasta síld. Við erum reyndar enn að vinna síldina af danska skipinu Geysi, en byrjum í kvöld á síldinni sem Beitir kom með. Hún er að meðatali 388 grömm að þyngd,“ sagði Jón Gunnar Sigur- jónsson, vinnslustjóri hjá Síldar- vinnslunni í gær. „Við byrjuðum klukkan 7 á mið- vikudagsmorgun og það hefur verið unnið sleitulaust síðan og verður svo vonandi áfram. Það eru 18 manns á vaktinni og við vinnum um 300 tonn á sólarhring. Þetta lofar allt góðu og með sama gangi verður síldin komin inn á firði um helgina,“ sagði Jón Gunnar. Hann segir að vel gangi að selja síldina. Hún fari til Austur-Evrópu, Rússlands og Póllands og fari nán- ast jafnóðum og hún hafi verið fryst. Það sé skortur á síld á þessum markaði, mikil eftirspurn og verð því gott. Fer að skilja síldarglampann Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Veiðar Gullberg VE á landleið í gær með 220 tonn. Veiðar í nótina ganga ekki eins vel og í trollið. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Síldin Norsk-íslenzka síldin er mjög stór en hér hampar Jón Gunnar Sigur- jónsson verkstjóri í fiskiðjuveri SVN tveimur vænum síldum. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Vinnslan Það er unnið allan sólarhringinn í fiskiðjuveri SVN á vöktum, 18 manns á hverri vakt. Hér er pólska stúlkan Jarka við pökkunarvélina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.