Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2005 51 MENNING unnar, auk þess er umfjöllun um heim tindáta og um listsýningu sem hefur hann að viðfangsefni ekki sami hluturinn, þannig að ég ákvað að láta vera að senda karlkyns kollega minn á staðinn, veit heldur ekki hvort hann lék sér að tindátum í bernsku. Það eru afar fallegir snertifletir á sýningum Steingríms í Kunstraum og í Gallerí +. Báðar byggja þær á heimi sem er til staðar í huga hvers og eins, á sammenningarlegum arfi sem margir deila. Stærðir spila hér líka skemmtilega með áhorfand- ann sem verður á einfaldan og tilgerðarlausan máta eins og einn af tindátunum með því að velta stóru kúlunni, fyrir honum jafn stór og litla kúlan leikföngunum. Teikningar Steingríms eru kraftmiklar og einfaldar, þær draga upp myndir sem lýsa hugs- un ákveðinnar menningar, þar sem saman spila leikur og dauði, stríðshugsun sem við þekkjum öll bæði í dag og úr mannkyns- sögunni. Einsagan birtist svo í afnöguðum fæti, horfinni hönd. Samtalið í sýningarskránni er fróðlegt og og bendir á þær vís- anir sem búa í þessum leikföngum, t.d. í heim kvikmynda, lögð er áhersla á hugarheim og minningar þeirrar kynslóðar sem lék sér meira með tindáta en börn gera í dag. Ég efast ekki um að karl- menn á vissum aldri upplifi mun sterkar þann heim sem vísað er til í myndunum en ég geri og þær snerti í þeim marga strengi. En það er til marks um styrk Steingríms sem myndlistarmanns að sýning hans nær út fyrir þennan þrönga heim, yfirstígur klisj- una og skapar áhrifaríkar og eftirminnilegar myndir sem ná til manns, þó maður sé kona. Steingrímur sýnir einkar skýrt hvern- ig leikurinn sem fyrirbæri, mikilvægur þáttur í list margra lista- manna í dag, getur verið frjó leið til að skapa listaverk sem búa yfir dýpri merkingu en eru um leið afar aðgengileg. Ég vona að sem flestir yfirstígi þröskuldinn að heimagalleríinu Kunstraum Wohnraum til að sjá sýninguna, en hún stendur til júlíloka. KUNSTRAUM Wohnraum er heimasýningarrými Hlyns Halls- sonar og Kristínar Kjartansdóttur að Ásabyggð 2 á Akureyri. Eðlis málsins vegna eru sýningar þar jafnan í smærri kantinum en hugvitssamir myndlistarmenn með tilfinningu fyrir eiginleik- um rýmis geta nýtt sér það verkum sínum í hag. Þannig er um Steingrím Eyfjörð sem sýnir nú teikningar hjá þeim Hlyni og Kristínu. Steingrímur sýnir allmargar teikningar af tindátum í stórri möppu sem sýningargestir fletta, ein teikning prýðir vegg í stofunni ásamt innrömmuðum texta úr sýningarskrá. Ekki má gleyma stórum bolta eða kúlu sem rúllar frjáls um gólfið í anda tindátaleiks þar sem lítil kúla er notuð til að fella þá tindáta sem fyrir verða. Þetta er önnur sýning Steingríms á Akureyri nú í vor og sumar en hann sýndi nýverið í Gallerí + að Brekkugötu 35. Eins og oft á sýningum Steingríms er texti hluti af verkunum, hér í formi samtals um teikningarnar, tindátaleiki og bakgrunn verkanna. Viðmælanda Steingríms er ekki getið. Textinn er ekk- ert mjög langur en les sig betur í skránni en í ramma uppi á vegg. Við lestur hans kemur í ljós að líklega er undirrituð óhæf til að fjalla þann heim sem sýningin birtir en þar segir að tin- dátaheimurinn sé þannig að “Stelpur og konur hafa ekki áhuga á þessum heimi og hafa kannski aldrei skilið hann. Í rauninni fyrirlíta þær hann og þau gildi sem hann stendur fyrir. ... Ef ég væri að höfða til kvenna væri ég sennilega með dúkkur, föt og blóm en það er önnur saga. Það er kvennasaga. Sem betur fer er raunheimur okkar opnari og víðari en hinn þröngi heimur klisj- Ragna Sigurðardóttir Leikið allt til dauðans MYNDLIST Kunstraum Wohnraum, Ásabyggð 2, Akureyri Til 29. júlí. Opið fimmtudaga frá kl. 15–17 og eftir samkomulagi. Steingrímur Eyfjörð Morgunblaðið/Kristján „Steingrímur sýnir einkar skýrt hvernig leikurinn sem fyrir- bæri, mikilvægur þáttur í list margra listamanna í dag, getur verið frjó leið til að skapa listaverk sem búa yfir dýpri merk- ingu en eru um leið afar aðgengileg,“ segir m.a. í umsögn. OPNUÐ verður á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn í dag sýning á 125 verkum eftir nemendur úr Norður- Atlantshafslöndum, Noregi og Dan- mörku, er sýna þjáningu, dauða og upprisu frelsarans. Sex bekkjardeildir 6. og 7. bekkj- ar grunnskólans í Færeyjum, Græn- landi, Íslandi, Noregi og Danmörku hafa í vor unnið með 15 mismunandi biblíusögur og gert samantekt af at- burðarás Biblíunnar frá páskum fram á hvítasunnu. Fyrst unnu bekkirnir hver í sínu lagi með umrædda biblíutexta og fengu síðan fjögurra daga námskeið hjá danska grafíklistamanninum Inger Winther, þar sem sögurnar breyttust í þrílitar dúkristur. Þátttökubekkirnir eru úr Eystur- skúlanum í Þórshöfn, Atuarfik Jørg- en Brønlund í Illulisat, Lágafells- skóla og Varmárskóla í Mosfellsbæ, Ila Skole í Þrándheimi, Sønder- markskolen í Frederiksberg og Matthæusgades Skole í Kaup- mannahöfn. Skólaþjónusta kirkjunnar í Kaup- mannahöfn og á Friðriksbergi hafa verið frumkvöðlar verkefnisins. Sýningin stendur til 17. júlí. Biblíuverk- efni á Norður- bryggju Föstudagur 10. júní kl. 13–15 Listasafn Reykjavíkur – tónlistar- hópurinn Drýas heldur tónleika. Lækjartorg – Listahópurinn Siggi verður með fróðleiksvél og býður gestum og gangandi upp á ókeypis fróðleik. Austurvöllur – Hópurinn Íslend- ingar verður á Austurvelli. Apótekið, Austurstræti – strengja- kvartettinn Loki. Ingólfstorg / Iða, Lækjargötu – Fönksveitin Lama breiðir út fagn- aðarerindi fönksins. Austurvöllur – Fjöllistahópurinn Farsældarfrón flytur leikþátt með fræðilegu ívafi. Mál og menning, Laugavegi – klass- íski tónlistarhópurinn Gestalæti flytur tónlist. Lækjartorg / Kvosin – danshópur- inn Svið-Group verður á ferð og flugi. Austurvöllur – myndlistarhópurinn Hýðið sýnir Hýðið. Kvosin – hópurinn Íslenski þjóð- söngurinn verður á ferðinni með ís- lenska þjóðsönginn. Föstudagsflipp Hins hússins ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.