Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2005 49 MENNING Lifun hefur fest sig í sessi sem nýstárlegt tímarit Blaðið er unnið á faglegan hátt þar sem samspil fallegra mynda og áhugaverðra uppskrifta opnar auglýsendum nýja leið að mikilvægum markhópi. Lifun er dreift í 60.000eintökum og mun fimmta tölublaðið koma út 25. júní næstkomandi. Panta þarf auglýsingar fyrir kl. 16 miðvikudaginn 15. júní Umsjón: Halla Bára Gestsdóttir og Gunnar Sverrisson. Auglýsingar: Sif Þorsteinsdóttir, sími 569 1254. – auglýsingar 569 1111 Föstudagur 10. júní 15:00 Bókasafn Seltjarnarness. Setn- ing menningarhátíðar. Sólveig Páls- dóttir, formaður menningarnefndar, setur hátíðina. Opnun myndlistarsýningar leikskóla- barna á Seltjarnarnesi. Afhending á fyrsta eintaki Myndlykils sem er bók með úrvali listaverka í eigu Seltjarn- arnesbæjar. Ritstjóri er Ásdís Ólafs- dóttir listfræðingur. Handgerðar brúður. Opnun sýningar á hand- gerðum brúðum Rúnu Gísladóttur, bæjarlistamanns 2000. Upplestur Margrét Helga Jóhannsdóttir, leik- kona og bæjarlistamaður 2004, les tvö ævintýri eftir H.C. Andersen. Afhending á gjöf til Náttúrugripa- safnsins. 16:00–19:00 Mýrarhúsaskóli. Opið hús. Mýrarhúsaskóli 130 ára. Tónlistarmaraþon á vegum Auðar Hafsteinsdóttur, fiðluleikara og bæj- arlistamanns 2005. 17:00–20:00 Vinnustofa Tolla. Opið hús á Austurströnd 5. Sýning á verk- um Tolla. Hljómsveitin Papar spilar við opnun sýningarinnar. 18:30/20.00 Félagsheimili Matur og leikhús. Leiklistarfélag Seltjarn- arness sýnir Blessað barnalán eftir Kjartan Ragnarsson kl. 20:00. Húsið opnað kl. 18:30 fyrir leikhúsgesti sem vilja snæða léttan kvöldverð fyrir sýningu. Miðaverð á leiksýningu: Fullorðnir 1.500 kr. Eldri borgarar og börn (11–16 ára) 1000 kr. Frítt fyr- ir börn 10 ára og yngri. Matseðill: Kjúklingasalat og brauð 1.000 kr. Súpa og brauð 800 kr. Miðapantanir hjá Leiklistarfélagi Seltjarnarness í síma 696 1314 eða hjá Veislunni í síma 561 2031. Menningarhátíð Seltjarnarness EFTIRFARANDI vinnustofur listamanna eru opnar í tengslum við menningarhátíð Seltjarn- arness: Auður Sigurðardóttir myndlistarmaður Bergi, Vest- urströnd 10, laugardag kl. 14-18. Gerður Guðmundsdóttir mynd- listarmaður, Unnarbraut 18, laugardag kl. 14-18. Kristín Gunnlaugsdóttir mynd- listarmaður, Unnarbraut 20, laug- ardag kl. 14-18. Messíana Tómasdóttir bæjar- listamaður 2001, Vesturströnd 2, laugardag kl. 14-18. Ragna Ingimundardóttir bæjar- listamaður 1998, Strönd, Nesvegi 109, laugardag kl. 14-18. Vinnustofa Tolla Austurströnd 5, föstudag kl. 17-20, laugardag kl. 14-18, sunnudag kl. 14-18. Listamenn við horn Nesvegar og Suðurstrandar (Bónushús) hafa vinnustofur sínar opnar laugardag kl. 14-18. Guðrún Einarsdóttir bæjar- listamaður 1999, Helga Kristrún Hjálmarsdóttir myndlistarmaður, Ilmur María Stefánsdóttir mynd- listarkona, Rebekka Jónsdóttir myndlistarmaður, Rúna Gísladótt- ir bæjarlistamaður (einnig opið sunnudag), Arnar Ásgeirsson myndlistarnemi, Styrmir Örn Guð- mundsson myndlistarnemi. Vinnustofur listamanna opnar SUMARSÝNING Hönnunarsafns Íslands við Garðatorg á húsgögnum eftir tvíeykið Steinar Hindenes og Dave Vikören frá Bergen, sem nefna fyrirtæki sitt Sirkús, verður opnuð laugardag. Tilefni sýningarinnar er m.a. 100 ára sjálfstæðisafmæli Norð- manna. Síðastliðin 11 ár hafa þeir Hind- enes og Vikören verið í fram- varðasveit norskra húsgagna- arkitekta og selt húsgögn sín vítt og breitt um heiminn, m.a. til Íslands, þar sem fyrirtækið Epal hefur verið milliliður. Velgengni sína þakka þeir m.a. þeirri staðreynd að þeir eru nán- ast aldir upp í norska húsgagnaiðn- aðinum, um leið og þeir hafa notið góðs af því alþjóðlega andrúmslofti sem einkennt hefur menningarlífið í Bergen. Sýningin í Hönnunarsafninu er til- brigði við sýningu með sama nafni sem haldin var í Listiðnaðarsafninu í Bergen í fyrra, en þá var teflt saman húsgögnum þeirra Hindenes og Vikören, tónlistarflutningi þar sem komu við sögu alþýðutónlistarmenn, djassleikarar og klassískir tónlist- armenn, og ljósmyndum af hús- gögnum og tónlistarfólki. Út úr þessu samstarfi kom vegleg bók um Sirkús-tvíeykið eftir menn- ingarritstjóra Bergens Tidende, Jan Nyberg og geisladiskurinn ,,Music – Made in Bergen“, en hvorttveggja verður til sýnis og sölu á sýningunni í Hönnunarsafninu. Sýningin í Hönnunarsafninu verð- ur opnuð af sendiherra Norðmanna á Íslandi, Guttorm Vik, á laugardaginn kl. 13, en þar mun söngkona frá Berg- en, Heidi Marie Vestrheim, einnig syngja. Einnig má geta þess að for- stöðumaður Listiðnaðarsafnsins í Bergen, Jorunn Haakestad, mun færa Hönnunarsafninu að gjöf hús- gögn eftir þá Hindenes og Vikören, og að auki húsgögn eftir unga hönn- uði í hópnum ,,Norway Says“, sem vakið hafa töluverða athygli erlendis á undanförnum misserum. Steinar Hindenes og Dave Vikören eru báðir staddir á landinu í tilefni af sýningunni, auk þess sem fleiri aðilar úr norska húsgagna- og hönnunariðn- aðinum verða viðstaddir opnunina. Sýningin ,,Sirkús – Ný Hönnun frá Bergen verður opin til 4. september. Sýningarsalurinn við Garðatorg er opinn alla daga nema mánudaga kl. 14-18. Aðgangur er ókeypis. Hönnun | Sirkús á sumarsýningu Hönnunarsafns Íslands Aldir upp í norska húsgagnaiðnaðinum Þessi stóll frá Sirkús verður frumsýndur í Epal í dag í tengslum við hönn- unarsýninguna sem opnuð verður í Hönnunarsafninu á laugardaginn. Lista- og menningarhátíð Hafnarfjarðar 1.-16. júní Kl. 19:30 Hipp-hopp kvöld í Gamla bókasafninu við Mjósund. Graffitihóp- urinn SMK sýnir listir sínar á veggjunum. Aðgangur ókeypis. Kl. 20:00 Söngvakeppni hinna mörgu tungumála í umsjá Alþjóðahússins. Söngur, sviðsframkoma, búningar og undirtektir áhorfenda, allt skiptir þetta máli til að fá sem flest stig. Söngvakeppnin fer fram í húsnæði Hafnarfjarð- arleikhússins, Strandgötu 50. Aðgangseyrir kr. 500 Bjartir dagar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.