Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 26
Vín fyrir áhugasama um allan heim Vínáhugi Íslendinga hefurfarið vaxandi á und-anförnum árum og nám- skeið í vínsmökkun og vínkynn- ingar notið vinsælda um leið og þeim fjölgar stöðugt sem þekkja þykjast Merlot-þrúgur frá Shiraz og Chardonnay frá Semillon. Úr- val hinna ríkisreknu áfengis- verslana hér á landi dugar þá ekki öllum og leita sumir út fyrir land- steinana eftir guðaveigunum. Breska vínheildsalan Bib- endum, hélt í síðustu viku kynn- ingu fyrir íslenska vínsafnara, en fyrirtækið er ein stærsta vínheild- sala Bretlands og kaupir inn vín jafnt frá Evrópuríkjum á borð við Frakkland, Spán og Ítalíu sem og Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Suður- Afríku, Chile og Bandaríkjunum svo dæmi séu tekin. „Við höfum alltaf lagt mikla áherslu á Nýjaheims vín, enda er það sá hluti markaðarins sem vex hvað hraðast í Bretlandi. Þó við kaupum að sjálfsögðu líka mikið annars staðar frá,“ segir John Derrick sem fer fyrir þeim hópi starfsmanna sem annast einka- safnara. En London er, að hans sögn, ein helsta miðstöð viðskipta með gæðavín í Evrópu. Þó Bibendum sé breskt fyr- irtæki koma viðskiptavinirnir víða að. „Við erum með við- skiptavini í Hong Kong, Banda- ríkjunum og víðar og það er ekk- ert öðruvísi að eiga viðskipti við vínáhugafólk á Íslandi.“ Til að persónuleg tengsl mynd- ist svo sér sami starfsmaðurinn jafnan um sama viðskiptavininn. „Hugmyndin er sú að þú eigir í góðu sambandi við starfsmann sem þekkir þig, getur leiðbeint þér, bent á áhugaverð vín sem hann telur falla að þínum smekk og eins séð um að leita fyrir þig ef þú hefur eitthvað ákveðið vín í huga.“ Umtalsverður verðmunur Hjá Bibendum eru vínin keypt í kassavís, nema þegar um ár- gangsvín úr einkasöfnum er að ræða og kostnaðurinn er að sögn Derricks ekki jafn hár og margur gæti haldið. „Ef við tökum sem dæmi verð á flösku af Chateau Pichon Baron 2001, þá kostar hún kr. 5.990 í vínbúðum ÁTVR en 3.110 kr. hjá okkur. Ef keyptur er kassi af víninu, það geymt hjá okkur um stund á meðan að við- skiptavinurinn og kunningjar hans safna saman um 10–30 köss- um í stærri sendingu sem síðan er send með skipi til Íslands og greiddar af henni allir skattar og skyldur þá er flaskan samt ódýr- ari. Verð hennar er nú komið upp í 4.775 kr. sem er rúmum 20% ódýrara en í vínbúðinni.“ Ef viðbótarkostnaður á hverja flösku er skoðaður má sjá að skattur af léttvíni nemur um 485 kr., geymslukostnaður á árs- grunni um 120 kr. og flutnings- kostnaður – þegar miðað er við 10–30 kassa sendingu – um 120 kr., en tæpum 140 kr. fyrir 1–5 kassa sendingu. „Vínið í þessu dæmi fæst bæði í vínbúðinni og hjá okkur. Í flestum tilfellum er það hins vegar ekki raunin, en einn af kostunum við London er hversu úrvalið er mik- ið. Á Íslandi er til dæmis einungis 2000 árgangurinn af Mouton Rothschild í boði en í London gæt- irðu valið milli fjölda ólíkra ár- ganga,“ segir Derrick og bætir við að þeim hjá Bibendum hafi reiknast svo til að þegar verið sé að kaupa vín sem kostar um 2.000 kr. og yfir reynist sparnaður af kaupunum. Jafnvel þó við- skiptavinurinn kjósi að geyma vínin hjá Bibendum um stund, en fyrirtækið geymir í sumum til- fellum vín fyrir viðskiptavini sína árum og jafnvel áratugum saman. Slíkt eykur þó alltaf kostnað flöskunnar og því er fólk hvatt til að geyma vínið sjálft ef það getur. „Það segir sig hins vegar sjálft að það er alltaf hagkvæmara að vera með stærri sendingu og þess vegna er sniðugt fyrir fólk að sameinast um flutninginn því þá er sendingin líka fljót að stækka.“  NEYTENDUR | Bresk vínheildsala kynnir starfsemi sína Morgunblaðið/Jim Smart Vínáhugamenn koma sér sumir hverjir upp góðum vínkjallara þar sem vín fá að þroskast og eru geymd þar til rétti tíminn kemur. (! P +*   ,-' . '   H%* & /%! A  %P %  +%  3 F)! TG+ # % 27A A  % !  7!  * & /%! 2 " *"/Q T;2 @ !%% N :O # A N G4O #4        #4    #4  3 %  +#  % ! % *  U #4            Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Nánari upplýsingar um Bib- endum: www.bibendum-wine.co.uk Það var mikið sungið í vorteitiKarlakórs Kópavogs umliðna helgi þegar kór-félagar og makar þeirra komu saman á heimili hjónanna Ei- ríks Guðbjarts Guðmundssonar og Rögnu Óladóttur í Kópavogi þar sem vetrarstarfið var kvatt og sumri fagnað. Áður en að menn hófu upp raust sína var fram borinn heilgrill- aður lambsskrokkur ásamt meðlæti og segist Eiríkur vera orðinn býsna vanur því að bjóða í slíka stórsteik. „Mér finnst sjálfum afskaplega gam- an að halda veislur og stússast í þessu, og þó undirbúningurinn og grillunin taki langan tíma skapast skemmtileg stemmning við þennan gjörning og ekki skemmir það fyrir að hafa svona hjálparkokka með sér því það þarf að snúa lambinu á tein- inum mjög reglulega, helst á fimm mínútna fresti," segir Eiríkur í sam- tali við blaðamann Daglegs lífs sem kíkti við hjá strákunum í garðpartí- inu. Þegar Eiríkur er spurður út í þetta áhugasvið sitt, svarar hann því til að hann hafi kynnst aðferðinni hjá bróður sínum Magnúsi, ábúanda á Hóli í Önundarfirði, og sonum hans sem reka ferðaþjónustu á bænum Kirkjubóli í Bjarnadal í Önund- arfirði. „Ég hafði fengið grillið þeirra lánað í útskriftarveislur barnanna minna í fyrra og hitteðfyrra, en þar sem að þeir gátu nú ekki séð af grill- inu, sendu frændurnir mér teikn- ingu, sem annar bróðir minn og starfsmaður Marel smíðaði eftir nýtt grill. Það er auðvitað vonlaust annað en að eiga eigið grill fyrir heila skrokka úr því að ég er orðinn svona flinkur í þessu,“ segir Eiríkur og hlær. Grillað í fjóra tíma Þegar Eiríkur er beðinn um að uppljóstra aðferðinni við að matreiða skrokkinn, segist hann hafa byrjað á því að kaupa fjórtán kílóa lambs- skrokk hjá Sláturfélagi Suðurlands sem hann ætlaðist til að myndi metta þrjátíu manns. Þar sem veisluna góðu bar upp á laugardag var skrokkurinn keyptur frosinn á mánudegi. Hann var síðan hengdur upp í kaldri geymslu heima hjá Ei- ríki þar sem hann fékk að dúsa í fimm daga svo að kjötið fengi að meyrna vel. Veisludagurinn rann svo upp bjartur og fagur, en þá var skrokkurinn tekinn og kryddaður duglega með McCormick Montreal Steak Seasoning. Hann var því næst þræddur upp á tein á nýja grillinu. Kol voru sett í botninn og kveikt var í. Gera þarf ráð fyrir fjórum klukku- tímum í grillunina. Eiríkur og fé- lagar sneru skrokknum í kvarthring á fimm mínútna fresti og hafði Eirík- ur á orði að það þyrfti með ein- hverjum ráðum að finna úrræði til að vélvæða snúninginn á grillinu. Þegar hálftími var eftir af grilltímanum íklæddust grillararnir einnota plast- hönskum og mökuðu Hunt’s BBQ- sósu duglega á skrokkinn. Með þessu báru félagarnir fram bakaðar kartöflur og kartöflubáta, ferskt salat og rjómasveppasósu með piparosti í. Salatið innihélt blandað salat og klettasalat, kirsuberjatómata, sól- þurrkaða tómata, agúrku, rauðlauk, papriku, fetaost og jarðarber til skreytinga. Sósan var búin til með  GRILL | Heilgrillaður lambsskrokkur á teini í garðpartíi í Kópavogi Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir Karl Ómar Jónsson ræðst til atlögu við skrokkinn og sker niður á diska. „Þessum gjörningi fylgir skemmtileg stemmning“ 26 FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF | MATARKISTAN  KJÚKLINGUR| Bæklingur Fyllt fersk læri með sveppasósu ÚT ER kominn nýr uppskriftabæklingur frá Holtakjúklingi og Eldfugli. Bæklingurinn hefur að geyma níu mismunandi uppskriftir af kjúk- lingabitum. Kjúklingar, sem framleiddir eru undir vörumerki Holtakjúklings, fást bæði ferskir og frosnir, en kjúklingar framleiddir undir vörumerki Eldfugls hafa verið eldaðir og eru tilbúnir til annarrar notkunar eða neyslu. Nýlega tók Holtakjúklingur í notkun heima- síðu á vefslóðinni www.holta.is þar sem hægt er að nálgast nýja uppskriftabæklinginn auk eldri uppskrifta og upplýsinga um vörutegundir, seg- ir í fréttatilkynningu frá Reykjagarði. Hér að neðan fylgir kjúklingauppskrift úr nýja bækl- ingnum og urðu fyllt fersk læri með sveppasósu fyrir valinu. Kjúklingauppskrift 1 kg kjúklingalæri 1 bréf beikon, skorið í ræmur ½ box sveppir, skornir í fína kubba 2 msk. söxuð steinselja 100 g rifinn ostur salt og pipar Stekið beikonið og sveppina saman á með- alhita, ekki nota olíu heldur bara fituna sem kemur af beikoninu og kælið síðan. Setjið þá ost- inn og steinseljuna saman við. Því næst er fyll- ingin sett undir skinnið á lærinu. Lærin eru síð- an krydduð með salti og pipar og sett í ofninn við 175°C í 40–45 mínútur. Sveppasósa ½ box sveppir, sneiddir, 4 dl rjómi 1–2 tsk. kjúklingakraftur sósuþykkir 100 g rifinn ostur 1 msk. söxuð steinselja 1 msk. smjör Sveppirnir eru steiktir í smjörinu, rjómanum hellt yfir og kjúklingakrafturinn er settur saman við. Sósan er látin sjóða og þá þykkt eftir smekk. Sett í skál eða það ílát sem á að bera hana fram í. Ostinum og steinseljunni er að lokum stráð yfir. Gott er að bera fram með þessu soðnar kartöflur og soðið grænmeti, t.d. brokkolí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.