Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2005 47 DAGBÓK Slökkvilið Akureyrar hefur fyrst stofnanabæjarins sett sér jafnréttisáætlun í sam-ræmi við jafnréttislög. Frá því um ára-mót hefur staðið yfir vinna við gerð jafn- réttisáætlana stofnana bæjarins þar sem starfa fleiri en 25 manns, að sögn Katrínar Bjargar Ríkarðsdóttur, jafnrréttisráðgjafa bæjarins. „Þessi áætlun slökkviliðsins er fyrst í röðinni og svo koma hinar koll af kolli,“ sagði hún við Morgunblaðið. Þær stofnanir sem um ræðir eru: Grunnskól- arnir, leikskólinn Krógaból, Slökkviliðið, Fram- kvæmdamiðstöðin, Heilsugæslustöðin, Öldrunar- heimilin og Heimaþjónustan. Fjórðungssjúkrahúsið er örugglega stærsti kvennavinnustaður bæjarins, en FSA heyrir ekki undir Akureyrarbæ. „Auðvitað ætti stofnun eins og FSA að vera með jafnréttisáætlun en ég veit hreinlega ekki hvort hún er fyrir hendi. Við höf- um einblínt á þær stofnanir sem heyra undir bæ- inn.“ Jafnréttislög gera ráð fyrir að öll fyrirtæki og stofnanir þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn setji sér jafnréttisáætlun. Í þeim áætlunum skal kveða á um markmið og aðgerðir til að tryggja starfsmönnum þau réttindi sem kveðið er á um í 14.–17. gr. laganna. Þau atriði eru: Launajafn- rétti, aðgengi að lausum störfum, starfsþjálfun og endurmenntun, samræming fjölskyldu- og at- vinnulífs og kynferðisleg áreitni. Er þetta ekki löngu tímabært? „Jú, auðvitað er þetta löngu tímabært. En ég hef grun um að víða sé pottur brotinn. Jafn- réttisstofa og félagsmálaráðuneytið gerðu í fyrra könnun meðal fyrirtækja og stofnana á landsvísu, þar sem 25 eða fleiri vinna, og í fyrsta lagi var svörunin mjög lítil og í ljós kom að mörg fyr- irtæki voru ekki með neina jafnréttisáætlun.“ Er mikil áhersla lögð á jafnrétti hjá Akur- eyrarbæ? „Já, það er unnið markvisst í þessum málum og mér hefur fundist mikill vilji og áhugi hér á bæ.“ Það eru líklega ekki margar konur í slökkvilið- inu; er ekki dálítið fyndið að það sé fyrsta stofn- unin sem setur sér slíka jafnréttisáætlun? „Það er ein kona í slökkviliði Akureyrar og þar finnst mönnum kannski bara full ástæða til þess að setja kraft í þessi mál. Mér finnst að minnsta kosti mjög ánægjulegt að þeir skuli gera þetta.“ Vert er að geta þess að jafnréttislög leggja þá skyldu á skólana að þar sé veitt fræðsla um jafn- réttismál, í náms- og starfsfræðslu sé leitast við að kynna bæði piltum og stúlkum störf sem litið hefur verið á sem hefðbundin karla- eða kvenna- störf og þess gætt að kennslu- og námsgögn mis- muni ekki kynjunum. Jafnrétti | Unnið hefur verið markvisst í jafnréttismálum stofnana Akureyrarbæjar Slökkvilið með jafnréttisáætlun  Katrín Björg Ríkarðs- dóttir er jafnréttis- ráðgjafi Akureyrar- bæjar. Hún er fædd í Reykjavík 20. ágúst 1976, er með BA-próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands 1992 og lauk síðan uppeldis- og kennslufræðiprófi frá Háskólanum á Akureyri árið 1996. Katrín Björg starfaði um tíma sem sérfræðingur á Jafn- réttisstofu en var svo ráðin jafnréttisráðgjafi bæjains haustið 2003. Eiginmaður Katrínar Bjargar er Örn Arnarson og eiga þau eitt barn. Darra Arnarson. Stytting framhaldsskólans og sumarfrí grunnskólabarna ÉG vil taka undir orð Ólafar Jöru sem birti grein í Morgunblaðinu þann 6. júní síðastliðinn um styttingu fram- haldsskólans. Þarna er verið að koma á óskiljan- legum breytingum. Það hefur alltaf verið hægt að ljúka stúdentsprófi á þremur árum. Með þessum breyt- ingum er hætta á að brottfall aukist. Hvað eiga þeir að gera sem eiga við námserfiðleika að stríða eða les- blindu? Þetta fólk er ekki heimskara en aðrir og það á jafnmikinn rétt á að ganga menntaveginn og eiga gott líf í vinnu sem þau hafa áhuga á að starfa við. Þarna er eingöngu verið að spara peninga, ekki er verið að huga að undirbúa nemendur sem best fyrir háskólanám eða vinnumarkaðinn. Hvernig á að leysa þann vanda sem skapast þegar tvöfaldur árgangur kemur út úr framhaldsskólunum ef þetta nær fram að ganga? Kemst þá bara helmingur nemenda í nám eftir stúdentsprófið og getur vinnumark- aðurinn tekið við hinum? Erlendir há- skólar koma þessu máli ekki við. Langflestir fara í háskólanám hér á landi og hvaða máli skiptir það hvort einstaklingur er nítján eða tuttugu ára þegar hann lýkur framhalds- skóla? Ég vil líka blanda mér inn í um- ræðuna um að stytta enn frekar sum- arfrí grunnskólabarna. Ef foreldrum finnst það til of mikils mælst að gefa sér smá tíma fyrir börn sín ættu þau að athuga það áður en þau eignast börn. Mín reynsla er sú að um miðjan maí er kominn sumarhugur í börn og þau vilja komast út í sumarið eftir langan dimman vetur. Að fara fram á að grunnskólabörn fái 5 vikna sumar- frí eins og foreldrarnir er ótrúlegt. Það á líklega að vera júlí. Það geta ekki allir foreldrar farið í frí í júlí. Eða á þá bara að loka öllu? Spítölum og löggæslu líka? Líklega á fólk sem vinnur þar líka börn og það vill trú- lega fara í frí á sama tíma og þau. Og ekki er réttlátt að þeir sem eiga börn gangi fyrir um að fá frí í júlímánuði. Nær væri að lengja aftur sumarfrí barnanna og leggja frekar niður vetrarfríin því þau virðast koma fjöl- skyldum mjög illa. Að fá viku frí að vetri kemur sér verr en að fá viku lengra sumarfrí. Því að á sumrin er frekar hægt að fara út að leika en það er ekki alltaf hægt á veturna. Ósátt. Kettlingar fást gefins Gullfallegir kettlingar fást gefins á góð heimili. Þeir eru fjörugir, þrifnir og kassavanir. Upplýsingar í síma 661 9094. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 75 ÁRA afmæli. Á morgun, laug-ardaginn 11. júní, verður 75 ára Hjördís Einarsdóttir. Einnig varð Sveinn Þorsteinsson 75 ára 27. desem- ber sl. Í tilefni þessa taka þau á móti ættingjum og vinum á Rex, Austur- stræti, frá kl. 18–21 á morgun, laug- ardag. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 d6 3. Rf3 Bg4 4. Rc3 Rc6 5. d5 Re5 6. Rxe5 dxe5 7. Db3 Dc8 8. e4 Bd7 9. f4 e6 10. Be2 exd5 11. fxe5 Rxe4 12. cxd5 Rxc3 13. Dxc3 c6 Hvítur á leik. Staðan kom upp á opnu móti sem lauk fyrir skömmu í Minneapolis í Bandaríkjunum. Sigurvegari mótsins, georgíski stórmeistarinn Zvidad Izoria (2602) hafði hvítt gegn Leonid Sokolin (2513). 14. e6! fxe6 15. Bh5+ Kd8 eftir þetta lendir svarti kóngurinn á hrakhólum en 15. … g6 hefði hins vegar ekki heldur gengið upp vegna 16. Dxh8. 16. Bg5+ Kc7 17. Bf4+ Kb6 17. … Kd8 og 17. … Bd6 hefðu einnig gert svarta kónginn berskjaldaðan þó að svartur hefði þá getað lifað lengur af en í skákinni. 18. Db3+ Ka6 19. Be2+ b5 20. a4 Kb6 21. dxc6 Dxc6 22. Be3+ Bc5 23. Hc1 og svartur gafst upp. Lokastaða efstu manna varð þessi: 1. Zviad Izoria (2602) 7½ vinning af 9 mögulegum. 2.–11. Ilya Smirin (2649), Gata Kamsky (2700), Alexander Bel- javsky (2630), P. Harikrishna (2646), Jaan Ehlvest (2614), Evgeny Najer (2615), Ildar Ibragimov (2611), Artur Yusupov (2601), Leonid Yudasin (2538) og Daniel Fridman (2562) 7 v. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Bingó alla föstu- daga kl. 14 í sumar, aukaumferðir eftir kaffihlé. Vinnu- og baðstofa, allir velkomnir. Árskógar 4 | Bað kl. 8–14. Handa- vinna kl. 9–12. Smíði/útskurður kl. 13–16.30. Bingó fellur niður í júní og júlí. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, böðun, hárgreiðsla, fótaað- gerð. Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og dagblöð, kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 11.15–12.15 matur, kl. 14–14.45 söng- stund, kl. 14.30–15.30 kaffi. Félag eldri borgara í Garðabæ | Hornafjarðarferð 14. og 15. júní. Farið frá Garðabergi. Örfá sæti laus. Uppl í síma 565 6186. Félag eldri borgara í Kópavogi | Félagsvist spiluð í kvöld, föstudag, kl. 20.30, í Gjábakka. Félag eldri borgara, Reykjavík | Þórsmerkurferð 24. júlí, skráning í fullum gangi. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Garðaberg er opið frá kl. 12.30 til 16.30. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9– 16.30 vinnustofur opnar. Kl. 10.30 létt ganga um nágrennið. Frá há- degi spilasalur opinn. Hraunbær 105 | Kl. 9 baðþjónusta, útskurður, hárgreiðsla, fótaaðgerð, kl. 10 pútt, kl. 12 hádegismatur, kl. 13 bókabíll, kl. 15 kaffi, kl. 14 bingó. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Leikfimi í Bjarkarhúsinu kl. 11.20. Bridge kl. 13. Hraunsel | Pútt á Hrafnistuvell- inum kl. 14–16. Hvassaleiti 56–58 | Böðun fyir hádegi. Hádegisverður. Fótaaðgerð- ir 588 2320. Hárgreiðsla 517 3005. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er opið öllum aldurshópum. Betri stofa og Listasmiðja kl. 9–16. Frjáls handavinna og myndlist. Gönuhlaup kl. 9.30. Brids kl. 13.30. Skráning í hópa og námskeið fyrir haustönn. Hárgreiðslustofa kl. 9–12 sími 568 3139. Upplýsingar í síma 568 3132. Norðurbrún 1, | Kl. 9.opin hár- greiðslustofa, kl. 10 ganga, kl. 14 leikfimi. Vesturgata 7 | Kvennahlaup í Garðabæ laugardaginn 11. júní kl. 14, farið frá Vesturgötu 7 kl. 12.45. Upplýsingar og skráning í síma 535 2740. Allir velkomnir. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–14.30 handavinna. Kl. 11.45–12.45 hádeg- isverður. Kl. 13.30 sungið við flyg- ilinn við undirleik Sigurgeirs. Kl. 14.30–16.00 dansað við lagaval Sigvalda. Kl. 15 spila Elísabet Snæ- laug Reinhardsdóttir og Auður Ás- grímsdóttir, 11 ára nemar á píanó. Gott með kaffinu. Allir velkomnir. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, leikfimi kl. 10.00. Hár- greiðsla og fótaðgerð opin kl. 9.00 til 12. Bingó fellur niður vegna starfsdags starfsfólks. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos NÝ RÖÐ klúbbakvölda og tónleika sem gengur undir yfirskriftinni „Elektrólæf“ hefst í kvöld á Nasa á vegum tónleikaskipuleggjandans Hr. Örlygs. Á þessu fyrsta kvöldi koma m.a. fram tveir þrælvanir danskir plötu- snúðar; Trentemöller og T.O.M. og Klaus Björke. Auk þeirra kemur fram í fyrsta sinn ný íslensk hljómsveit leidd af Þórhalli „Thule“ Skúlasyni sem heitir Dr. Discoshrimp en að sögn skipuleggjenda hefur lag með þeirri sveit, Rækjusalat, notið mik- illa vinsælda undanfarið á skemmti- stöðum miðborgarinnar. Anders Trentemöller Lifandi raftónlist FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mun opna sýninguna Norrænt bókband 2005 í bókasal Þjóðmenningarhússins í dag kl. 17. Á sýningunni er áttatíu og eitt verk eftir jafnmarga bókbindara frá Norðurlöndunum. Um fjórð- ungur verkanna hefur hlotið heiðursútnefningu sérstakrar dóm- nefndar með tilliti til tækni, efn- isvals og hönnunar. Sýningin fer um öll Norðurlöndin og verður í Þjóðmenningarhúsinu til 22. ágúst. Félagsskapur íslenskra bók- bindara sem kallar sig JAM-hópinn stendur að sýningunni fyrir Íslands hönd. JAM-hópinn mynduðu nem- endur á bókbandsnámskeiði með dönskum leiðbeinendum sem haldið var í Reykjavík 1989. Hópurinn hefur staðið að fjölda námskeiða, sýninga og nú síðast norrænu sam- starfi til þess að stuðla að varð- veislu gamla handverksins í bók- bandi og miðla því til komandi kynslóða.Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sýning á nor- rænu bókbandi SÝNINGIN Tourde- Force verður opnuð í dag klukkan 19.30 í Klink og Bank, Brautarholti. Sýningin skartar tíu listamönnum frá Kan- ada, Íslandi og Noregi sem allir eiga það sam- eiginlegt að vinna með fyrirbærið „hljóð“, þó á mismunandi vegu og í ólíka miðla. Dagskráin á opnunar- daginn hefst á slaginu 20.00 með kynningu Christofs Migone, „Pass“, og Kira Kira tekur lagið og Best Rider gerir það líka. Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru: Ásdís Sif Gunnars- dóttir, Ragnar Kjartansson, Birgir Örn Thoroddsen, Kolbeinn Hugi Höskuldsson, Kristín Björk Krist- jánsdóttir og Haraldur Karlsson frá Íslandi, Christof Mi- gone, Marla Hlady, Tasman Richardson frá Kanada og Jan Høvo frá Noregi. Í tilefni af sýningunni heldur Tími, miðstöð fyrir tímalistir, stutta tímakvölda-seríu. Þau hefjast klukkan 21.00 sunnudagana 12. júní (Hvað er hljóð?), 19. júní (Drone-Music) og 26. júní (Andrew Mc- Kenzie). Aðgangur er ókeypis. TourdeForce er hluti af stærra verkefni sem ber titilinn The Idea of North og er samstarfsverkefni milli fimm sýningarstjóra frá Kanada, Ís- landi og Noregi. Sýningin stendur til 10. júlí og er opin fimmtudaga til sunnudaga frá klukkan 15.00 til 18.00. Samsýning í Klink & Bank Kolbeinn Hugi Höskulds- son er í hópi sýnenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.