Morgunblaðið - 10.06.2005, Page 57

Morgunblaðið - 10.06.2005, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2005 57 TÍU ár eru nú liðin frá því að veit- ingahúsið Gullöldin í Grafarvogi hóf starfsemi og af því tilefni verður þar efnt til afmælishátíðar nú um helgina. Meðal annars mun dúettinn Svensen og Hallfunkel leika fyrir dansi á föstudags- og laugardags- kvöld, en þeir félagar voru um langt skeið eins konar húshljómsveit á Gullöldinni. Það var 2. júní 1995 að hjónin Kristín Anný Jónsdóttir og Valgeir Ingi Ólafsson opnuðu veitingahúsið Gullöldina í Hverafold 5 í Grafarvogi. Í fyrstu voru þeim settar ákveðnar skorður varðandi opnunartíma, en áfangasigur vannst er þau fengu leyfi til að hafa opið um helgar til klukkan þrjú. Smám saman ávann staðurinn sér sess sem eins konar hverfiskrá í Grafarvogi og þar hefur oft verið glatt hjalla, svo sem vera ber á vin- sælu veitingahúsi. Dúettinn Svensen og Hallfunkel var ráðinn til starfa ár- ið 1997 og léku þeir á Gullöldinni með litlum hléum fram í júní á síðasta ári, er þeir lögðu hljóðfærin á hilluna. Í tilefni tíu ára afmælisins hafa þeir fé- lagar ákveðið að dusta rykið af græj- unum og gamla lagalistanum og troða upp á Gullöldinni, eftir eins árs fjarveru. Í byrjun desember síðastliðinn urðu eigendaskipti að Gullöldinni, er Þorkell Snævar Árnason og fjöl- skylda hans tóku við rekstrinum. Sig- urður, sonur Þorkels, er nú veit- ingastjóri á Gullöldinni og sagði hann að í tilefni afmælisins yrði bjór af krana á verðinu „tveir fyrir einn“, frá klukkan 21 til 23 bæði kvöldin, og yrði afmælisins minnst með ýmsu móti. Kvaðst hann vonast til að sjá sem flesta viðskiptavini og velunnara Gullaldarinnar í gegnum tíðina á af- mælishátíðinni nú um helgina. Skemmtanir | Gullöldin tíu ára Svensen og Hall- funkel snúa aftur Morgunblaðið/Sverrir HRÓÐUR klezmer-tónlistar hefur líklega borist lengst með brúðkaupslaginu Hava Nagila sem flestir ættu að þekkja hér á landi en klezmer- tónlist er þjóðlagatónlist gyðinga frá Austur- Evrópu. Hún sækir uppruna sinn til þess tón- listararfs sem hefur þróast á Balkanskaganum í mörg hundruð ár og er allt í senn, blús, forn trúartónlist gyðinga, sígaunatónlist og djass. Í dag kom út hljómplatan So long Sonja frá dansk-íslensku hljómsveitinni Schpilkas. Það eru 12 Tónar sem gefa plötuna út en 12 Tónar sáu einnig um dreifingu á fyrstu plötu hljómsveit- arinnar árið 2003. Schpilkas var stofnuð í Kaup- mannahöfn haustið 2001 af Hauki Gröndal sem leikur á klarinettu. Haukur lék upphaflega á saxa- fón og er með mastersgráðu í saxafónleik frá Rytmisk Mu. „Ég hafði leikið djass í fimmtán ár og það var komin ákveðin þreyta í mig svo að ég tók að leika meira á klarinettuna sem ég hafði alltaf spilað á meðfram saxafóninum. Ég ákvað að leita skipulega að hinu og þessu í þjóðlagatónlist ýmissa landa þegar ég datt niður á klezmer- klarinettuleikara og ég heillaðist strax af þessu formi. Fljótlega sá ég að það væri gaman að setja saman hljómsveit með vinum mínum úr háskól- anum og stuttu seinna var Schpilkas stofnuð.“ Auk Hauks eru í hljómsveitinni Thomas Caud- ery á trompet, Nicholas Kingo á harmonikku, Rasmus Möldrup á bassa og Erik Qvick á tromm- ur. Ragnheiður Gröndal, systir Hauks, kemur einnig fram á plötunni og syngur með hljómsveit- inni á þrennum tónleikum Schpilkas þessa helgina. Útgáfutónleikar sveitarinnar verða haldnir í kvöld á Iðnó og hefjast þeir klukkan 21.30. Hljóm- sveitin leikur svo á Jómfrúnni á morgun klukkan 16 og á Björtum dögum í Hafnarfjarðarleikhúsinu á sunnudaginn klukkan 20. Hægt er að heyra hljóðprufur á vefsíðu sveitarinnar www.schpilkas- .net. Tónlist | Útgáfutónleikar Schpilkas í kvöld Hljómsveitin Schpilkas með Hauk Gröndal í broddi fylkingar. Norræn gyðingatónlist Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is AKUREYRI KEFLAVÍKKRINGLANÁLFABAKKI ELISHA CUTHBERT CHAD MICHAEL MURRAY BRIAN VAN HOLT PARIS HILTON JARED PADALECKI Sýningatímar 10. júní HITCHHIKER´S GUIDE... kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30 THE WEDDING DATE kl. 4 - 6 - 8.15 - 10.30 SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 4 Mr. and Mrs. Smith Kl. 5.45, 8 og 10.15 Star Wars - Episode III Kl. 5 Ice Princess Kl. 8 The Jacket Kl. 10 A LOT LIKE LOVE kl. 6 - 8 - 10 HOUSE OF WAX kl. 8 - 10 THE ICE PRINCESS kl. 6   S.K. DV.  Capone XFM A LOT LIKE LOVE kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30 A LOT LIKE LOVE VIP kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30 HOUSE OF WAX kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 16 CRASH kl. 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 16 A LOT LIKE LOVE kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30 HOUSE OF WAX kl. 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 16 THE WEDDING DATE kl. 6 - 8 - 10 SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali kl. 4 THE ICE PRINCESS kl. 4 Debra Messing Dermot Mulroney i t l Frábær og léttleikandi rómantískgamanmynd með Debra Messing úr „Will &Grace“ þáttunum FURÐULEGASTA ÆVINTÝRI ALHEIMSINS HEFST ÞEGAR JÖRÐIN ENDAR Fyrsta stórmynd sumarsins  DV  MBL Halldóra - Blaðið  Er þetta ást? Er þetta vinátta eða er þetta hvort tveggja. Þetta er mynd sem þú og þín þurfið að sjá. ashton kutcher RÓMANTÍK GETUR EYÐILAGT GÓÐA VINÁTTU amanda peet

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.