Morgunblaðið - 10.06.2005, Page 46

Morgunblaðið - 10.06.2005, Page 46
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÞETTA VORU GÓÐ JÓL, FANNST ÞÉR EKKI? Ó, JÚ... MANSTU EFTIR LÆRINU SEM AMMA SENDI OKKUR? ÞÚ ÆTTIR LÍKA AÐ GERA ÞAÐ... ÞÚ ÁST ÞAÐ ALLT! JÁ, ÞAÐ Á EFTIR AÐ TAKA MIG FRAM Á VOR AÐ MELTA ÞAÐ HVORT ÉG MAN... WOOD- STOCK GAF MÉR BINDI Í JÓLAGJÖF ÉG HELD AÐ HANN VERÐI SÁR EF HANN SÉR MIG EKKI MEÐ ÞAÐ ALLAVEGA EINU SINNI ÉG HELD AÐ HANN HAFI MÁLAÐ FASANANN SJÁLFUR KALVIN, ÞAÐ SETTIST Á ÞIG BÝFLUGA! HJÁLP!BÝFLUGU ÁRÁS! EF ÞÚ ERT ALVEG KYRR ÞÁ STINGUR HÚN ÞIG EKKI REYNDU BARA AÐ FORÐAST ÞAÐ AÐ ÍMYNDA ÞÉR AÐ HÚN SKRÍÐI NIÐUR EFTIR BAKINU Á ÞÉR OG NIÐUR Í BUXURNAR. ÞAÐ MISTÓKST! KONUNGURINN VIRÐIST EKKI VERA NEITT SÉRLEGA REIÐUR??? NEI, ÉG SKRIFAÐI UNDIR TRYGGINGAPAPPÍRA SEM OFMETA ALLAR EIGNIR HANS VERTU ALVEG RÓLEGUR, ÞETTA VERÐUR EKKERT SÁRT ÞÚ GÆTIR FUNDIR FYRIR EINHVERJUM SKRÍTNUM ÁHRIFUM EN HAFÐU ENGAR ÁHYGGJUR, ÞÚ GETUR TREYST MÉR... VERTU BARA ALVEG RÓLEGUR HJÚKKA!!! ÞETTA ER SVO KALDHÆÐNISLEGT. ÉG REK TÖLVUVERSLUN... ... OG MAY FRÆNKA ÞÍN VAR RÆND Í GEGNUM TÖLVU NEI, SJÁÐU! CHRIS! EINMITT MAÐURINN SEM ÉG VAR AÐ LEITA AÐ ÞAÐ ER EKKI ERFITT AÐ FINNA MIG, ÉG VINN FYRIR ÞIG, MANSTU ENN EITT SVINDLIÐ. ÞETTA ER EKKI BARA KORTASVINDL HELDUR EINELTI VERTU RÓLEGUR. VIÐ ERUM BÚIN AÐ LÁTA YFIRVÖLD VITA. ÞESSU VERÐUR REDDAÐ ÉG ER BARA ORÐINN ÞREYTTUR Á ÞVÍ AÐ VERA SKRIFAÐUR FYRIR HLUTUM SEM ÉG Á EKKI TALANDI UM ÞAÐ. HVER ER Í GARÐINUM? ÉG ER KOMINN TIL AÐ LEGGJA HALD Á PORSCHINN ÞINN ÉG Á ENGAN PORSCHE! Dagbók Í dag er föstudagur 10. júní, 161. dagur ársins 2005 Hver eru rökin fyrir því að kett-ir megi ganga lausir í borg- inni en ekki hundar? Víkverji er orðinn alveg hreint hundleiður á kattafárinu í hverfinu sínu. Kis- urnar eru vissulega voða sætar, svona alla jafna, en það er óþrifn- aður af þeim, ónæði á nóttunni og þær stefna fuglalíf- inu í garði Víkverja í voða. x x x Víkverji hrekkuriðulega upp um miðjar nætur við skerandi vein breima katta og grimmilega kattabardaga í húsa- sundum. Rifjast þá stundum upp fyrir honum áratugagömul minning um frænda hans í sveitinni, sem fór á stjá um miðja nótt, á bláröndóttum náttfötum og með haglabyssu í höndunum, að reyna að fá svefnfrið fyrir villiköttum. Víkverji óskar þess þá einstaka sinnum eitt augnablik að hann ætti slíkan hólk og kynni að nota hann, en svo rifjast skotvopnalög- gjöfin upp fyrir honum og hann leggur allar slíkar hugsanir á hill- una, fær sér bara mjólkurglas og reynir að festa svefn aftur. Óþrifnaðurinn er hins vegar ölluverra mál. Kettirnir skíta í sandkassa barna Víkverja, troða sér inn um rifur á gluggum og spora allt út og svo keyrði um þverbak á dögunum þegar einhver krúttlegur ferfætlingurinn meig í barnavagn yngsta fjölskyldu- meðlimsins. Þá var haglabyssan aftur tekin að dansa fyrir augunum á Víkverja áður en dýraverndar- löggjöfin rifjaðist upp fyrir honum. x x x Ekki eru lausuhundarnir skárri – Víkverji hefur mætt glaðbeittum, ól- ar- og eftirlitslausum hundi á stærð við fol- ald skokkandi í hverfinu sínu. Er ekki bara hægt að hafa þá einföldu reglu að ferfætt gæludýr, sem þykir ástæða til að viðra, skuli öll- um stundum vera í bandi og fylgd eiganda síns, hvort sem þau heita hamstur, rotta, hundur eða kött- ur? Myndi slíkt ekki stuðla að aukinni sátt um gæludýrahald í borginni, svo notað sé fínt stofn- anamál? Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is        Kramhúsið | Tangódansararnir Cecilia Pugin og Mariano Galeano frá Arg- entínu koma nú um helgina og kenna það allra nýjasta í tangódansi í Kram- húsinu. Margir muna eflaust eftir Ceciliu en hún kom hingað til lands á Listahátíð árið 2001. Undanfarna mánuði hafa þau ferðast víða um Evrópu, haldið námskeið og sýnt en koma þeirra hingað er síðasta stopp í þessari Evrópuferð. Námskeiðið hefst í dag og í boði eru tímar fyrir byrjendur, fólk með nokkra dansreynslu og einnig mikla reynslu. Námskeiðinu lýkur svo með Milonga (svo nefnast tangódansleikir) í Iðnó á sunnudagskvöldið. Þar mun Tangósveit lýðveldisins leika fyrir dansi og Cecilia og Mariano munu sýna dans. Aðgangur er öllum opinn gegn gjaldi. Tangó í Kramhúsinu MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Því að öllum oss ber að birtast fyrir dómstóli Krists, til þess að sérhver fái endurgoldið, sem hann hefur aðhafst í líkamanum, hvort sem það er gott eða illt. (II.Kor. 4, 10.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.