Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2005 33 UMRÆÐAN Dömuhj ól Veljið ré tta gerð , stærð og útb únað í s amráði við fagfólk . BRONCO WINDSOR 26” 3 gíra með fótbremsu. Hátt stýri, breiður hnakkur með dempara. Litir: Dökk grænt og rautt Staðgreitt kr. 25.555 BRONCO BOSTON 26” Shimano. Hátt stýri, breiður hnakkur með dempara. Verð stgr. kr. 26.505 H ön nu n: G un na r S te in þ ór ss on / M ar ki ð / 06 . 2 00 5 Hjólin eru afhent tilbúin til notkunar, samsett og stillt á fullkomnu reiðhjólaverkstæði. Ábyrgð og upphersla. SCOTT TIKI 26” 21 gíra Shimano. Vandað dömuhjól álstell og demparagaffall. Verð stgr. kr. 33.155 GIANT SEDONA SE 26“ Alvöru dömu demparahjól. Dömu- hnakkur með dempara og hátt stýri. Verð stgr. kr. 31.920 GIANT CAMPUS 26” Shimano gírar. Gott fjallahjól á frábæru verði. Stgr. kr. 22.512 Afsláttur strax við staðgreiðslu 5% Mikið úrval! Sturla Kristjánsson: Bráðger börn í búrum eða á afgirtu svæði munu naumast sýna getu sína í verki; þeim er það fyrirmunað og þau munu trúlega aldrei ná þeim greindarþroska sem líffræðileg hönnun þeirra gaf fyrirheit um. Kristján Guðmundsson: Því miður eru umræddar reglur nr. 122/2004 sundurtættar af óskýru orðalagi og í sumum tilvikum óskiljanlegar. Sigurjón Bjarnason gerir grein fyrir og metur stöðu og áhrif þeirra opinberu stofnana, sem heyra undir samkeppnislög, hvern vanda þær eiga við að glíma og leitar lausna á honum. Þorsteinn H. Gunnarsson: Nauðsynlegt er að ræða þessi mál með heildaryfirsýn og dýpka um- ræðuna og ná um þessi málefni sátt og með hagsmuni allra að leiðarljósi, bæði núverandi bænda og fyrrverandi. Dr. Sigríður Halldórsdóttir: Skerum upp herör gegn heimilis- ofbeldi og kortleggjum þennan falda glæp og ræðum vandamálið í hel. Svava Björnsdóttir: Til þess að minnka kynferðisofbeldi þurfa landsmenn að fyrirbyggja að það gerist. Forvarnir gerast með fræðslu almennings. Jóhann J. Ólafsson: „Lýðræðis- þróun á Íslandi hefur, þrátt fyrir allt, verið til fyrirmyndar og á að vera það áfram.“ Pétur Steinn Guðmundsson: „Þær hömlur sem settar eru á bílaleigur eru ekki í neinu sam- ræmi við áður gefnar yfirlýsingar framkvæmdavaldsins, um að skapa betra umhverfi fyrir bíla- leigurnar.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Langbesti kosturinn í stöðunni er að láta TR ganga inn í LHÍ og þar verði höfuðstaður framhalds- og háskólanáms í tónlist í land- inu.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar NEYSLA áfengis í félagslegum til- gangi er viðurkennd og sjálfsögð at- höfn í okkar samfélagi. Það telst sjálf- sagt og eðlilegt að gleðjast í góðra vina hópi með vín í hönd og ekkert við þau viðhorf að athuga. Læknisfræðin viðurkennir hófdrykkju sem eðlilegt fyrirbæri og hefur þess vegna skil- greint hófdrykkjumörk á eftirfarandi hátt: Karlar (20–65 ára): Tveir drykkir eða minna á dag að jafnaði. Aldrei meira en fimm drykkir í hvert sinn. Samanlagt fjórtán drykkir á viku eða minna. Konur (og karl- ar eldri en 65 ára): Einn drykkur eða minna á dag að jafnaði. Aldrei meira en fjórir drykkir í senn. Samanlagt minna en sjö drykkir á viku. Þegar talað er um drykk í þessari skil- greiningu þá er einn drykkur, vínskammtur sem inniheld- ur um 12 g af hreinu áfengi. Slíkur skammtur svarar til u.þ.b. eins bar- skammts (sjúss) sem eru 30 ml af brenndu víni, um 150 ml af léttu víni eða um 400 ml af bjór. Ofangreind mörk hófdrykkju geta verið of há fyr- ir aldrað fólk eða þá sem eru með vissa sjúkdóma. Ef fólk er í vafa um hver mörk þess eru, ætti það að ráð- færa sig við lækninn sinn. Börn yngri en 18 ára eiga ekki að nota áfengi! Nýlega birti Hagstofan tölur yfir sölu áfengis á síðasta ári. Þar kemur í ljós að áfengissala á Íslandi hefur verið að aukast árum saman. Á sama tíma er heldur að draga úr drykkju hjá nágrannaþjóðum okkar. Áfengis- neysla á hvern íbúa 15 ára og eldri hefur aukist úr 4,33 alkóhóllítrum ár- ið 1980 í 6,71 alkóhóllítra árið 2004. Þessi áfengissala svarar til þess að hvert einasta mannsbarn 15 ára og eldra á Íslandi drekki 447 drykki á ári eða 8,6 drykki á viku. Sér þá hver heilvita maður að neyslan er meiri en sem svarar til hófdrykkjumarka kvenna. Einfaldir útreikningar sýna líka að innan fimm ára verður heildarsala áfengis á Íslandi orðin svo mikil að hún verður komin yfir læknisfræðileg hófdrykkjumörk hvers einasta lifandi Íslendings fimmtán ára og eldri. Ekki er þá horft til þess að í þessum mælingum eru þrír árgangar barna sem alls ekki ættu að drekka áfengi og 5 árgangar sem hafa ekki lögum samkvæmt leyfi til að drekka áfengi. Áhugavert er að velta fyrir sér hvað veldur þessari þróun sem vissu- lega er ógnvænleg, því sá sem drekk- ur að jafnaði meira en hófdrykkjumörk segja til um, stefnir heilsu sinni á einn og annan hátt í voða. Kannski á stefnuleysi stjórnvalda einhvern þátt í þessari þróun. Jóhannes Kári Kristinsson, læknir og doktor í faraldsfræði, er ekki í vafa um það en hann segir í Morgun- blaðinu hinn 18. apríl: „Ríkisstjórn okkar hef- ur mjög óljósa stefnu í forvarnamálum. Á sama tíma og norrænir fé- lags- og heilbrigðismálaráðherrar lýsa áhyggjum sínum yfir mikilli og vaxandi áfengisneyslu á öllum Norð- urlöndunum koma einstakir íslenskir alþingismenn fram og vilja með öllum ráðum auka hana. Hinar alvarlegu at- lögur eru tvíþættar.“ Atlögur alþingismanna til aukinnar áfengisdrykkju sem Jóhannes nefnir svo, felast í frumvörpum til laga um að lækka áfengiskaupaaldur og frum- varpi til laga um að færa sölu áfengis inn í matvöruverslanir. Það er auðvit- að skiljanlegt að Jóhanna Sigurð- ardóttir og félagar hennar vilji slá sig til riddara í augum ungmenna sem eru orðin 18 ára en mega ekki kaupa áfengi lögum samkvæmt. Þessi hópur má kjósa og sjálfsagt að þingmenn sem eiga allt sitt undir vinsældum geri eitthvað sem líklegt er til vin- sælda. Það þarf hins vegar að vera þing- mönnum ljóst þegar þeir greiða at- kvæði um þessi frumvörp hvaða af- leiðingar samþykki þeirra hefur. Það mætti t.d. ferja í hjólböruvís, inn á Al- þingi, þær rannsóknir alls staðar að úr heiminum sem staðfesta að auknu aðgengi að áfengi fylgir aukin neysla þess. Aukinni neyslu áfengis fylgir aukinn heilsufarsvandi. Auknum heilsufarsvanda fylgir aukinn kostn- aður. Fyrir þá sem meta árangur sinn í pólitík í hagfræðilegum niður- stöðutölum hlýtur þetta að vera um- hugsunarefni. Í könnun Lýðheilsustofnunar frá 2004 kemur fram að ungt fólk drekk- ur mikið af bjór í hvert sinn sem það neytir áfengis. Ungir menn drekka að meðaltali 1,8 lítra af bjór eða 5–6 venjulega bjóra í hvert sinn og ungar konur 1,3 lítra. Samkvæmt könn- uninni hefur mesta aukningin í hrein- um vínanda orðið meðal ungs fólks á aldrinum 18–34 ára, þá sérstaklega ungra kvenna, sem hafa aukið áfengisneyslu um 28% frá árinu 2001. Sambærileg aukning hjá ungum körl- um er 22% í hreinum vínanda. En í öðru fyrrgreindu frumvarpinu er ein- mitt verið að leyfa sölu neyslu létt- vína og bjórs til þessa aldurshópa. Því hlýt ég að kalla eftir viðbrögðum frá þingmönnum og óska eftir útskýr- ingum á þessum frumvörpum og á hvaða forsendum þingmenn ætla að samþykkja þau. Félag áfengisráðgjafa, FÁR, sendi nýlega frá sér ályktun þar sem kallað er eftir stefnumótun í málefnum sem varða aukna drykkju barna og ung- menna. Þar kemur fram að verði frumvörpin að lögum mun það verða til þess að heildarneysla áfengis og drykkja barna og ungmenna mun aukast verulega í landinu. Þess má svo geta í lokin að FÁR verður með sína árlegu ráðstefnu að Skógum helgina 6.–8. maí þar sem fjallað er um fagleg málefni sem tengjast starfi áfengisráðgjafa. Barnadrykkja, nei takk Sigurður Ragnar Guðmundsson fjallar um áfengismál ’Félag áfengisráðgjafa,FÁR, sendi nýlega frá sér ályktun þar sem kallað er eftir stefnu- mótun í málefnum sem varða aukna drykkju barna og ungmenna.‘ Sigurður Ragnar Guðmundsson Höfundur er áfengisráðgjafi hjá SÁÁ, hefur starfað þar í rúmlega 3 ár og er í Félagi áfengisráðgjafa, FÁR. ALLT rímar þetta með ágætum, en þar með upptalinn skyldleikinn? Ál og stál þykjast menn þekkja, en hvað um tál? Tál þýðir svik eða blekking. Áður fyrr mæltu menn tál, voru dregnir á tálar og báru í brjósti tálvonir. Slíkt er að sjálfsögðu óhugsandi á þessum síðustu og beztu tímum. Gósentíð í Gósenlandi. Fjársterkir Íslands- vinir streyma að úr öll- um áttum og vilja hér ýmist byggja ný álver eða stækka þau, sem fyrir eru. Iðnaðarráðherrann ræður sér ekki af undrun og ánægju yfir þessum ljúfmennum, sem birtast svo sem selshausarnir í Fróðá forðum. Þeir segjast þess jafnvel albúnir að rífa niður gömul (úrelt?) álver úti í heimi og flytja hingað. Vilja allt fyrir Íslendinga gera. Sveitarstjórnarmenn vítt um sveit- ir, vilja álver heim á hlað. Virkja bæj- arlækinn eða hvað? Allur er kveð- skapur þessi mjög hugnæmur og virðist, fljótt á litið, ríma ágætlega, en við nánari skoðun leynast hortittir. Orkuöflun, hvað þá orkuverð, heyrist ekki nefnt í umræðunni, virðist al- gjört aukaatriði. Hvernig væri nú að söðla um og byrja umræðuna á rétt- um enda, þ.e. orkuöflun, orkuverð, orkukaupandi. Rétt að fréttamenn hefðu þetta í huga næst þá álver ber á góma. Meginkostnaður við rekstur álvers eru orkukaup. Álrisar hafa því til- hneigingu til að byggja álver sín þar sem orka kaupist ódýrari en annars staðar. Íslandsvinirnir hafa þannig grun og jafnvel vissu fyrir því, að hér megi fá bæði gott rafmagn og ódýrt. Almenningur í landinu fær ekkert að vita hvert þetta verð er, skerðir samnings- aðstöðuna að því er sagt er. Af óviðráðanlegum ástæðum hækkar sam- tímis orkuverð til al- mennings, einkum úti á landi. Flogið hefur fyrir, að stóriðjuorkuverð sé hérlendis þriðjungur af því bandaríska og helmingur af því sem tíðkast á meginlandi Evrópu eða var það ef til vill öfugt, enda skiptir það litlu. Álrisarnir eru ekki góðgerð- arfyrirtæki og eru naskir á að sjá hvar hámarka má ávöxtun fjárfest- ingarinnar og er þar Ísland greini- lega ekki útilokað. Vitað er, að á teikniborðum hug- myndafræðinga íslenzkra, svo og annarra fræðinga, er þegar búið að virkja allar ár og læki landsins og verktakar spóla í startholunum. Sporzlur í flokksjóði? Trúlega illar tungur. Hverju sinni, sem maður sér eða les um álrisa, sem býðst til að byggja fyrir okkur álver, hverju sinn, sem maður sér og heyrir innilega gleði ráðherra yfir gylliboðum þessum og loks hverju sinni, sem fram kemur áhugi sveitarstjóra á því að fá álver í sína sveit, vaknar með undirrituðum spurningin: Hvar og hvernig þykjast þessir stórhugar afla orku? Áður en lengra er haldið langar mig að benda á viðtal er Morg- unblaðsmenn áttu við Sören Langvad verkfræðing, en hann og faðir hans Kai hafa komið að byggingu allra stærri vatnsorkuvera landsins í a.m.k. 70 ár og auk þess staðið að stórvirkjunum út um allan heim. Langvad veit þannig trúlega hvað hann syngur þegar hann telur virkj- un vatnsfalla hérlendis eiga að heyra til liðinni tíð. Með nýrri bortækni megi hér komast í óþrjótandi jarð- varmaorku. Skyldi nú slíkur boð- skapur geta bjargað Þjórsárverum, Langasjó, Hólmsá og Skjálfanda- fljóti, svo eitthvað sé nefnt? Hefur ein kynslóð ofvirkra hug- myndafræðinga íslenzkra leyfi til að virkja öll vatnsföll landsins? Er það ótvíræð skylda orkuráðherra að út- vega orku um leið og örlar á álrisa við sjóndeildarhringinn? Gefur ástandið í landinu ekki möguleika á að staldra við, þó ekki væri nema augnablik? Orkuveitur á suðvesturhorninu hafa fyrir löngu uppgötvað jarðvarmaork- una. Hvernig væri nú að landsvirkj- unarhirðin, ráðherra og sveit- arstjórnarmenn, færu allir í niðurdýfingu í von um að einnig þeir fái dúfuna séða. Nóg er að verið frú ráðherra. Ekki meir, ekki meir. Af áli, stáli og táli Leifur Jónsson fjallar um stóriðju ’Hefur ein kynslóð of-virkra hugmyndafræð- inga íslenzkra leyfi til að virkja öll vatnsföll landsins?‘ Leifur Jónsson Höfundur er læknir. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.