Morgunblaðið - 10.06.2005, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2005 25
DAGLEGT LÍF
Málstofa
um nýtt hæðarkerfi fyrir Ísland
15. og 16. júní á Hótel Loftleiðum í Þingsal 5
Á undanförnum árum hafa Landmælingar Íslands ásamt
Vegagerðinni og Landsvirkjun verið að byggja upp eitt
samræmt hæðarkerfi fyrir Ísland. Í málstofunni munu þekktir
sérfræðingar frá Íslandi, Kanada og nokkrum löndum Evrópu
halda erindi sem tengjast þessum málaflokki. Þar á eftir verða
pallborðsumræður þar sem m.a. verður rætt um hvernig best
er að skilgreina hæðarkerfi fyrir land eins og Ísland.
Málstofan er opin öllum
Dagskrá málstofunnar er hægt að nálgast á:
http://www.lmi.is/malstofa
Skráning í síma 430 9000
eða á malstofa@lmi.is fyrir 13. júní
Þátttökugjald er kr. 7.000
Kristín Ögmundsdóttir,verslunarstjóri Skart-hússins á Laugavegi, seg-ir allskonar bönd í hárið
vera tískuna í sumar.
„Svokallaðir „þrír í einu“-klútar
eru rosalega vinsælir núna en þá er
hægt að nota einn og sama klútinn
sem hárband, belti eða hálsklút.
Við erum með svona klúta með
eða án glimmeri og þeir eru vinsælir
hjá öllum aldurshópum. Hárbönd
eru enn í tísku en þau eru öðruvísi en
áður, úr öðru efni og í nýjum litum.“
Að sögn Kristínar eru litirnir
grænn og túrkis áberandi í sumar en
bleikur, gulur, gylltur og appels-
ínugulur eru líka voðalega vinsælir.
„Semelíuspennur eru einnig áber-
andi, í raun er í tísku að hafa hár-
skrautið glitrandi, í lit og með lífi.
Hárböndin eru meira notuð hvers-
dagslega en semelíuspennurnar eru
spari. Svo eru hárspangir að koma
aftur í tísku og þá breiðar, litríkar og
úr plasti. Ég er að sjá þær í öllum
tískublöðum. Markmiðið með hár-
skrautinu í sumar virðist vera að
halda hárinu aftur frá andlitinu
svo sólin geti skinið á það.“
„Hárteygjurnar eiga að
vera einfaldar og óáber-
andi. Blómateygjurnar sem hafa
verið vinsælar undanfarin ár seljast
alltaf en núna eru þær meira fyrir
litlu stelpurnar.“
Litirnir í hárskrautinu eru mikl-
ir en skartið í sumar er aðallega í
jarðlitunum. Kristín segir að mað-
ur eigi að vera svolítið hippalegur,
með hárbönd í náttúrulegu hárinu
og stóra tréskartgripi. „Þetta er
sumar skartgripa og skrauts.“
Vertu þú sjálfur
Magni og Ingvi Þorsteins-
synir eru báðir hárgreiðslu-
menn á Rauðhettu og úlfinum í
Tryggvagötu. Þeir segja að í
sumar sé allt leyfilegt í hártísk-
unni. „Það má allt meðan það er
ekki hallærislegt en annars er
þetta voðalega einstaklings-
bundið.
Hárið á að passa við heild-
arútlitið og maður á að vera
maður sjálfur. Þótt það sé flest í
tísku á hárið að vera meira nátt-
úrulegt. Fallegir náttúrulegir lit-
ir, bjartir jarðtónar og heillitun er
málið. Gervilegt er ekki inn. Klipp-
ingin á að vera þannig að hún falli
flott án þess að þurfa að hafa mikið
fyrir henni og númer eitt, tvö og þrjú
er að hún klæði þig.“ Að sögn Magna
og Ingva hefur hártískan ekki
breyst mikið frá því í vetur. „Hárið
er samt að styttast núna með sumr-
inu, það styttist oft ósjálfrátt á þess-
um árstíma enda heitara í veðri og
betra að vera með léttari koll. Sítt
hár er búið að vera lengi í tísku og ég
held að það sé að fara að breytast,“
segir Ingvi og Magni bætir við að
það sem sé þó gegnum gangandi í
hártískunni sé heilbrigt og fallegt
hár. Og til að halda því þannig eigi
að nota sjampó, hárnæringu og
djúpnæringu. Í mikilli sól er líka
æskilegt að nota sólarvörn fyrir hár-
ið.
Aðspurðir segja þeir að hattar og
fylgihlutir séu mikið í tísku núna, en
þó að skraut geti verið skemmtilegt í
hárið sé það mjög varasamt og fólk
verði að passa að ofgera því ekki.
TÍSKA | Hártískan fjölbreytt og litrík
Sumar skrauts
og skartgripa
Hárspangir og hárbönd í sumarlitunum.
Morgunblaðið/Jim Smart
Grænn og sumarlegur klútur frá
Skarthúsinu sem fer vel um hárið
jafnt sem hálsinn.
Árstíðaskiptum fylgja
oft nýir tískustraumar
og þá sérstaklega á
sumrin þegar litagleði og
léttleiki taka völdin.
Hárið fylgir líka tískunni
og í sumar á það að vera
náttúrulegt og umvafið
klútum og böndum.
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
BLAÐLÝS valda oft miklum skaða þegar þær leggjast á rósir. Lýsnar sjúga
lauf og mjúka safaríka stöngla og skilja rósirnar eftir illa á sig komnar. „Ef
stefnir í mikinn fjölda lúsa er gott ráð að sprauta grænsápu á plönturnar
en lúsin þolir illa grænsápu og flestar þeirra drepast,“ segir Kristinn H.
Þorsteinsson, formaður Garðyrkjufélags Íslands. „Tveimur til þremur tím-
um seinna er gott að sprauta hreinu vatni á rósina og skola grænsápuna af.
Það þarf að fylgjast vel með rósunum því möguleiki er á að lýs sæki aftur á
plönturnar og þá verður að endurtaka grænsápuþvottinn.“
Grænsápublanda
Blandað er saman 50 g af grænsápu í 10 l af volgu vatni og 30–50 ml af
rauðspritti. Nauðsynlegt er að sía löginn gegnum grisju eða fínt sigti áður
en hann er settur í úðadælu til þess að sían stíflist ekki.
Einnig er hægt að fá sérstaka vistvæna sápu í verslunum með garðvörur
til að sprauta á plöntur.
Rósir og lýs
GRÓÐUR
Blanda af grænsápu, vatni og rauð-
spritti drepur lýs og aðra óværu.
R
euters
Fallegur gylltur klútur sem færi vel í sumarlegt hárið.
Þessi fallega
fyrirsæta virð-
ist vera tilbúin
í bæjarrölt á
suðrænu sum-
arkvöldi í lit-
ríkum fötum
og með klút
um heilbrigt
hárið.
Morgunblaðið/Jim Smart Morgunblaðið/Jim Smart