Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2005 15 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ERLENDAR skuldir þjóðarinnar námu 1.976 milljörðum króna í lok mars síð- astliðins og höfðu þá aukist um 166 millj- arða króna frá áramót- um og tvöfaldast frá því í lok árs 2002 eða á ríflega tveimur árum. Ísland er þannig í hópi skuldsettustu þróuðu ríkja heims og hefur verið um nokkurt skeið, að því er fram kemur í Morgunkorni Greiningar Íslands- banka í gær. Talið hefur verið að þessi mikla skuldaaukning og miklu skuldir beri með sér aukna hættu á erfiðleikum vegna aðlögunar hagkerfisins að jafn- vægi líkt og nú virðist blasa við á næstu tveimur til þremur árum. Segir í Morgunkorninu að aukning erlendra skulda síðustu árin sé merki um þær miklu fjárfestingar sem innlendir að- ilar hafi verið í erlendis. Fjárfestingar þessar hafi að stórum hluta verið fjár- magnaðar með erlendu lánsfé. Hún sé þannig á margan hátt afsprengi já- kvæðrar þróunar inn- lends efnahagslífs sem hefur verið að gerast nátengdara umhverfi sínu. Hrein staða þjóðar- búsins við útlönd hef- ur aukist mun minna á síðustu misserum. Stóð hún í 804 millj- örðum króna í lok mars síðastliðins sam- anborið við 594 millj- arða í lok árs 2002. Segir Íslandsbanki að sennilega sé hér um að ræða ofmat á hreinni skuldaaukningu en erfitt hafi reynst að halda utan um ráðstöfun gjaldeyris til fjárfestinga erlendis. Telja megi líklegt að stærsti hlutinn af því sem er vantalið í greiðslujöfnuðinum á tíma- bilinu sé vegna þessa. Það séu sam- tals 148 milljarðar króna á þessu og síðasta ári. Síðan hafi hagkerfið vaxið á tímabilinu þannig að þegar á allt sé litið megi draga í efa að hrein staða þjóðarbúsins hafi aukist svo ein- hverju nemi sem hlutfall af lands- framleiðslu á síðustu árum. Sennilega hafi hún lækkað. Erlendar skuldir nærri 2 billjónir HYDRA ehf. hefur aukið eignar- hlut sinn í Landsflugi ehf. um 45,45% en fyrir átti Hydra 45,45% hlut í félaginu. Hlutinn keypti Hydra af fjórum einstaklingum og eftir kaupin fer Hydra með 90,9% hlutafjár í Landsflugi en Íslands- flug (Avion Group) fer með 9,1% hlutafjár í fyrirtækinu. Landsflug er með starfsemi sína í Reykjavík og heldur uppi áætl- unarflugi til Vestmannaeyja, Sauðárkróks, Hafnar í Hornafirði, Bíldudals og Gjögurs ásamt því að sinna sjúkraflugi á Vestfjörðum og leiguflugi. Rúnar Fossádal Árna- son hefur tekið við starfi fram- kvæmdastjóra Landsflugs af Guð- laugi Inga Sigurðssyni sem sinnt hefur starfinu frá því félagið var skilið frá rekstri Íslandsflugs í október 2004. Þá hefur Daði Dag- bjartsson verið ráðinn sem sölu- og markaðsstjóri. Landsflug gerir úr tvær 19 sæta Dornier 228-flugvélar ásamt einni Piper Chieftain-flug- vél, en Flugfélag Íslands sér um sölu farþegaflugs fyrir Landsflug Á bak við Hydra stendur hópur íslenskra fjárfesta, bæði einstak- lingar og fyrirtæki, en Hydra rek- ur einnig flugfélagið City Star Airlines í Aberdeen í Skotlandi í samvinnu við Breta. City Star Airlines rekur nú eina 32 sæta Dornier 328-flugvél sem sinnir áætlunarflugi á milli Aber- deen og Gardermoen-flugvallar við Ósló. Félagið hefur nýlega fest kaup á annarri Dornier 328-flugvél til að sinna frekari verkefnum fé- lagsins. Hydra með 90% í Landsflugi ÍSLENSKA auglýsingastofan hefur ákveðið að vera áfram innan vébanda Sambands íslenskra aug- lýsingastofa (SÍA) og mun taka fullan þátt í framtíðarstörfum inn- an SÍA í samstarfi við stjórn og aðra félagsaðila. Þessi ákvörðun kemur í fram- haldi af sérstökum félagsfundi SÍA þar sem fjallað um athuga- semdir sem Íslenska auglýsinga- stofan gerði við framkvæmd stjórnar SÍA á niðurfellingu fé- lagsgjalda til fyrrverandi aðildar- félaga og varð til þess að stofan sagði sig úr samtökunum. Niður- staða fundarins var sú að aðferðir SÍA við afgreiðslu slíkra mála verði endurskoðaðar og teknar upp skýrar og ákveðnar vinnu- reglur við meðhöndlun mála af þessu tagi. Íslenska auglýsinga- stofan áfram innan SÍA ● MÓÐURFÉLAG flugvélaframleið- andans Airbus, European Aeronaut- ic, Defense & Space (EADS), hefur hafið samstarf við bandaríska vopna- framleiðandann Northrop Grumman og vonast fyrirtækin eftir því að geta keppt við Boeing fyrirtækið um samn- inga við bandaríska flugherinn. Er greint frá þessu í dagblaðinu Wall Street Journal. Samkvæmt fréttinni stefna EADS og Northrop að því að ná af Boeing samningum um smíði tankflugvéla, sem notaðar eru til að fylla á eldsneyt- istanka annarra flugvéla á lofti. Nýtt framleiðslufyrirtæki EADS í Bandaríkj- unum hefur starfsemi síðar í mán- uðinum og er þá búist við að sam- starfið verði formlega gert opinbert. Samsteypa til höfuðs Boeing ● STÝRIVEXTIR breska seðlabank- ans, Bank of England, verða óbreytt- ir enn um sinn en tilkynnt var í gær að stjórn bankans hafi ákveðið að hreyfa ekki við vaxtastiginu í þessum mánuði. Þetta kemur sérfræðingum ekki á óvart en í könnun Bloomberg News höfðu allir sérfræðingar spáð óbreyttum vöxtum. Stýrivöxtum hefur ekki verið breytt í Bretlandi síðan 5. ágúst 2004 þeg- ar þeir voru hækkaðir í 4,75%. Óbreyttir stýrivextir ● FLUTNINGAFYRIRTÆKIÐ Frakt- lausnir ehf. hefur flutt starfsemi sína í Skútuvog 1e í Reykjavík. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að í framhaldi af þessum breyt- ingum verði starfsmönnum fjölgað og starfsemin efld. Þá hefur verið ákveðið að markaðssetja fyrirtækið undir nýju merki, en með sama nafni. Upprunalegt merki hafi verið kassi sem táknaði flutninga, en í nýja merkinu sé kassinn varinn í sérstakri umgjörð sem tákni öryggi og áreið- anleika í flutningum. Fraktlausnir flytja í stærra húsnæði FÉLAG viðskiptafræðinga og hag- fræðinga, FVH, efndi í maí til hóp- ferðar til London í þeim tilgangi að heimsækja þar skrifstofur íslenskra fyrirtækja, sem og breskra. Er þetta í fyrsta sinn sem slík ferð er farin en þar sem fjölmörg íslensk fyrirtæki eru farin að hasla sér völl í Bretlandi þótti við hæfi að skyggnast um í viðskiptaumhverf- inu í London. Heimsóttar voru höfuðstöðvar endurskoðunar- og ráðgjafarfyr- irtækisins Deloitte í fjármálahverf- inu City, skrifstofur KB banka og Baugs Group við New Bond Street auk þess sem Kauphöllin í London, London Stock Exchange, var heim- sótt í boði Íslandsbanka. Flutt voru erindi og upplýsingar veittar um ýmsar nýjungar í bland við veit- ingar og spjall. Hópurinn Viðskipta- og hagfræðingar fræddust um viðskipti í Lundúnum FVH í fyrirtækja- heimsóknum í London ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís- lands hækkaði í gær um 0,18% og var við lok viðskipta 4.088,99 stig. Alls námu viðskipti í kauphöllinni rúmum 10,6 milljörðum króna, og munaði þar mestu um 5,8 milljarða króna viðskipti með íbúðabréf. Af hlutabréfum var mest verslað með bréf Íslandsbanka, eða fyrir 764 milljónir króna. Gengi bréfa í bankanum hækkaði um 0,05 stig, eða 0,4% og var við lok við- skiptadags 13,65. Mest verslað með bréf Íslandsbanka FORMAÐUR bandaríska fjármála- eftirlitsins (SEC), William Donald- son, mun láta af störfum í þessum mánuði, og hefur George W. Bush, Bandaríkjaforseti tilnefnt þingmann- inn Christopher Cox til að taka við starfinu. Stærstu fjárfestar Bandaríkjanna lýstu áhyggjum sínum af tilnefningu Cox í embætti formanns fjármála- eftirlitsins, að því er kemur fram í frétt á vefriti Financial Times. Segir þar að á þeim tíma sem hann hefur setið í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafi hann stutt lagafrumvarp sem ætlað var að takmarka rétt fjárfesta til að höfða mál á hendur fyrirtækj- unum sem þeir eiga hlut í. Haft var eftir Phil Angelides, sem er fjármálaráðherra Kalíforníuríkis og stýrir tveimur stærstu lífeyrissjóð- um landsins, að hann óttist að skipun Cox myndi koma í veg fyrir að hlut- hafar fyrirtækja fengju þann grund- vallarrétt að tilnefna fulltrúa í stjórn fyrirtækja sinna. Hvatti hann öld- ungadeildarþingmenn til að hafna til- nefningunni. Vangaveltur um þrýsting Í stjórnartíð Donaldsons tóku gildi harðari reglur um sjóðsfjárfesta og hlutabréfaviðskipti, en hann tók við starfinu í kjölfar þess að Enron- og WorldCom hneykslin komu upp í bandarísku viðskiptalífi. George W. Bush, Bandaríkjafor- seti, þakkaði Donaldson fyrir að hafa „unnið erfitt starf á erfiðum tímum“ og hrósaði honum fyrir að hafa endur- vakið traust almennings á bandarísk- um fyrirtækjum sem miklu máli hefði skipt fyrir uppganginn í bandarísku efnahagslífi undanfarin ár. Donaldson sagði sjálfur að ástæðan fyrir því að hann vildi láta af störfum nú væri sú að hann vildi eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni, en vanga- veltur eru uppi um að hann hafi loks- ins látið undan þrýstingi repúblikana, sem hafa verið ósáttir við stefnu fjár- málaeftirlitsins undir hans stjórn. Formaður SEC lætur af störfum Umdeilt val á eftirmanni Reuters Eftirmaðurinn George W. Bush hlustar á Christopher Cox, sem hann hefur tilnefnt til að taka við starfi formanns SEC. 56 789     : : ;7< (0=       : : >0> ?@=      : : A = 5 ##      : : B><= ( C D        : :                !"#     0E *  F %' G4 0 # F %' G4 &##*H F %' G4 &% G4 + F %' G4 I F %' G4 /# G4 A%'1 + &# G4 AH+% G4 I/#  G4 @ G4 ?+ G$# ' G4 7!$ G4 7 %!% $G +/4 G4 J% G4 $ "  %  #!#%  G4 & F G4 !' $ G4 D/   G4 I"G # $ %  G4 5K$ G4 7 G4 7H%!  4 G) 4 G4 ;)++ +!  H  G4 2 % H  G4 L !4 !! ,7/+ G4 &'   ( 0% %/## G4 # <)$G$ G4 I"!  G4  7 %G+ 7%% *G4 ;# G G4 )*    B><M 7"  * #4*                , , , , ,   , , , , , , , , , , &) + G G) * #4* , ,  , , , , , , , , , ,  , , , , , , , , , , , N  :O , N ,:O N ,:O N  :O N :O N :O N  :O N  :O , N :O N  :O , , N :O , , , , , N ,:O , , , , , , , , , , ,  * # ' +  ; /  "  # +P A%' 7 4  4 4  4   4 4 4  4  4  4 4  4  , , , , ,  , 4 , , 4 , , , , , ,                   ,      ,                      ,        ,    2 # ' " 1Q4 #4 0;4 R 0 %+%  $H * # '          , , , , , ,  , , , , , , , , 0;4, S*  %! G! H% % G$4 0;4, 7#)   ++$ G! )G  H#% /4 G%  G 4 0;4, 2+ G) * %! G$!H+% G+4 0;4, 0 /  Q +G4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.