Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2005 31 FORSVARSMENN í þorsk- veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofn- unar halda áfram fölsunum. Árið 1999 mældist þorsk- stofninn 1031 þúsund tonn – og átti að stækka í 1150 þúsund tonn árið 2002 – með 25% aflareglu. Árið 2002 mældist stofn- stærðin aðeins 680 þúsund tonn. Frávikið var því 470 þúsund tonn af „týndum“ þorski í þessu eina til- viki. Dæmið hér á eft- ir er eitt af árlegum fölsunarmálum sem þá var gripið til. Ráðgjafar „reikn- uðu“ þá út (með að- stoð ICES) frá 680 þúsund tonnum árið 2002 – bakreiknuðu þá tölu í nýja „reikn- aða“ stofnstærð fyrir árið 1999, 717 þúsund tonn. Þetta má sjá nánar á www.bakka- fjordur.is – Fyrirtæki og þjónusta – Gunn- ólfur ehf. – skjal: „Má auka þorsk- veiðar“ bls. 14. Á skjali 18 sést svo að umræddur þorskur (árgang- urinn 1993) hafði alltaf mælst vera til – frá 1993-1997! Í dag er nýjasta trikkið „léleg ný- liðun“. Það er svipuð della. Ráð- gjafar hafa montað sig endurtekið af Íslandsmetum í seiðavísitölu und- anfarin ár sem „árangri“ af eigin ráðgjöf. Nú þegar öll þessi seiði áttu að vera orðin ætir þorskar finnst sáralítið! „Árangurinn“ virðist því hafa endað sem fóður fyrir hungr- aða þorska. Þá er ekkert fjallað um þetta málefni sem gífurlega hátt brottfall smáþorsks sem frávik – frá áður mældum metvísitölum af seiðum! Nú er það bara alveg ný skýring – af himnum ofan – „léleg nýliðun“ og enn tuggið að „of mikið hafi verið veitt – áður fyrr“. Var einhver að veiða þorskseiði og undirmál? Sannleikurinn virðist sá að vegna þess að við veiddum svo lítið af þorski hafi hungraður þorskurinn étið „árangurinn“. „Byltingin étur börnin sín.“ Svo er það að verða regla en ekki undantekning þegar þorskur týnist að beitt sé blekkingum, fölsunum og villandi framsetningu með blaða- mannafundum og/eða fréttatilkynn- ingum. Í „frétt“ frá Hafrann- sóknastofnun nýlega var fullyrt að 25% aflaregla – fyrir nokkrum ár- um – hafi ekki verið 25% heldur „40% veiðiálag“. Hvernig getur þetta gerst? Jú, þetta er „reiknað“ upp á nýtt eftir að Hafrannsókna- stofnun hefur falsað niður áður mældar stofnstærðir fyrri ára – sbr. dæmið hér að ofan. Eftir falsanir og niðurskrift fyrri mælinga er „reikn- að“ upp á nýtt – nýr prósentureikn- ingur og 25% aflaregla hefur þá breyst í 40% veiðiálag. Ég hef aldrei séð jafn bíræfna ósvífni á prenti í blekkingum og fölsunum! Gagnrýni mína á ekki að skilja þannig að allt sé svona á Hafrann- sóknastofnun og þar sé allt ómögu- legt. Svo er alls ekki. Ég tel þvert á móti að þar sé gagnasöfnun góð þó ég vildi sjá meiri sundurliðanir eftir landshlutum. Gagnrýni mín beinist markvisst að því að breytt er áður mældum frumgögnum með röngum stærðfræðilegum forsendum. Það er varla hægt að telja slíkt til vís- inda. Ég tel að allt bendi til þess að við hefðum getað veitt 100 þúsund tonnum meira árlega síðustu ár. Það hefði reynst minni áhætta eins og sönnuð reynsla sýndi – 1975- 1980 (sjá bakkafjordur.is bls 2,3 og 4). Ég tel það því sannað samkvæmt reynslu, að það sé langtum minni áhætta að auka þorskveiði í dag um 100 þúsund tonn en að taka áhættu á því að þorskstofninn éti enn meira undan sér – eins og sönnuð reynsla undanfarinna ára hefur sýnt! Þá er nýja reynslan – ný þekking – sem á að „uppfæra“ gömlu þekkinguna, en ráðgjafar virðast fastir í gömlu þekkingunni. Ný fengin reynsla er raunvísindi – ekki satt (?) – en tilgáta sem misheppnast endur- tekið er misheppnuð tilgáta – er það ekki? Ef einhverjum finnst of „glannaleg“ hugmynd að auka veiðar á þorski (o.fl. tegunda) legg ég til þá málamiðlun, að við aukum stórlega veiði- álag á t.d. 10-15 af- mörkuðum svæðum við landið. Við getum þá mælt mánaðarlega á þessum veiðisvæð- um, hvort vaxtarhraði aukist, nýliðun batni o.fl. – og borið saman við t.d. alfriðuð svæði. Slíkar alvöru rann- sóknir, framkvæmdar heima í héraði á hverj- um stað, væru alvöru vinnurannsókn um þetta alvarlega ágrein- ingsefni, áhættumat á auknu veiðiálagi. Afmörkuð svæði – eru varla áhætta. Kostnað vegna slíkra rannsókna mætti greiða með t.d. 25% aflagjaldi af þeim aukaafla sem þannig fengist, utan núverandi aflakvóta. Fyrirtæki í fiskvinnslu í t.d. 10-15 sjávarþorpum sem eru sérhæfð í þorskvinnslu gætu sjálf annast slíkar rannsóknir, skv. nán- ari samningum, gegn greiðslu af aflaverðmæti og tekið þannig virk- an þátt í rannsóknum á þessu mik- ilvæga álitaefni. Við verðum að brjóta upp núverandi einokun og stöðnun. Þannig væri einnig feng- inn vísir að samkeppni um hafrann- sóknir. Núverandi alþjóðleg einok- un á þessum málaflokki samrýmist ekki nútíma fyrirkomulagi þar sem samkeppni er drifkraftur framþró- unar á flestum sviðum. Samkeppni á þessu vísindasviði er afar mikil- væg jafnframt því sem hlutverki ICES verður að breyta úr pólitískri afskiptastofnun í heilbrigðan gagnabanka – sem skiptir sér ekki af innanríkismálum sjálfstæðra að- ildarríkja – enda slík afskipti ólög- leg! Hafrannsóknastofnun á að hætta að rannsaka og dæma svo eigin verk. Rannsóknarstarfsemi er eitt – en túlkun rannsóknargagna verður að komast á samkeppnissvið. Mann- kynssagan hefur alltaf sýnt að fylgi- fiskur einokunar er stöðnun, spill- ing og hnignun – eins og dæmið með þorskinn sannar enn einu sinni! Breskur lávarður sagði: „Vald spillir – en gjörræðisvald gjör- spillir“. Gjörræðisvald ICES (Al- þjóða hafrannsóknarráðsins) og Hafrannsóknastofnunar yfir veiði- ráðgjöf hérlendis og víðar er ekki bara gengið sér til húðar – gjör- ræðisvald erlendra aðila yfir fiski- miðum okkar er stórhættuleg og ólögleg skerðing á fullveldi og sjálf- stæði þjóðarinnar! ICES á ekki að fá að „ritskoða“ veiðiráðgjöf hér- lendis – áður en hún er birt stjórn- völdum hérlendis – en það gerist samt – aftur og aftur! Ég mæli með því að nú þegar verði gerðir starfslokasamningar við helstu þorskveiðiráðgjafa, for- stjóra Hafrannsóknastofnunar og núverandi stjórnarformann – sem hefur tekið beinan þátt í fölsunum og blekkingum stofnunarinnar undanfarin ár. Íbúar sjávarþorpa kringum Ís- land þola ekki frekari tilraunastarf- semi á þorskstofninum þar sem íbú- ar sjávarþorpa eru meðhöndlaðir eins og þessir aðilar séu einhvers konar „tilraunadýr“ sem hægt sé að hafa – endurtekið – að leiksoppi – á fölskum forsendum! Einokun, falsanir og spilling Kristinn Pétursson fjallar um fiskveiðistjórnun Kristinn Pétursson ’Ég tel að alltbendi til þess að við hefðum get- að veitt 100 þús- und tonnum meira árlega síðustu ár.‘ Höfundur er fiskverkandi á Bakkafirði. hinn bóginn að hún hafi mun meira fylgi í flestum kjördæmum.“ Ragnar segir að fregnir hafi borist um að sér- sveitir forsætisráðherrans aki nú um Addis Ababa og handtaki meinta stjórnarandstæðinga. „Við höfum heyrt mjög ljótar sögur, jafnvel að þeir hafi verið að misþyrma fólki og búta það í sundur. Við höfum heyrt áreiðanlegar frásagnir um slíkt. Það er ljóst að sérsveitirnar fara um og liðsmenn þeirra eru kræfir, þeir eru grófir og þeir eru ógn- andi. Ekkert af þessu kemur hins vegar í fréttum hér. Ljósvakafjölmiðlarnir hérna eru ríkisreknir og þó svo að það ríki frelsi á prentmarkaði þá fara dagblöð varlega í sakirnar.“ Segir Ragnar óhætt að lýsa ástandinu sem ískyggilegu. Dagurinn í gær hafi þó verið rólegri en dagurinn þar á undan. „Fólk er í sjokki og það eru nánast allar verslanir lokaðar. Samgöngur liggja niðri. Það er raunar mikið af fólki úti á götum en þar held ég að sé einkum á ferðinni fólk sem í vanmætti sínum er að reyna að komast til og frá vinnu.“ Segir Ragnar að samfélagið sé því gjörsamlega lamað. „Við höfum marga Eþíópíumenn í vinnu hjá okkur og ætli það hafi nema um helmingur þeirra mætt til vinnu í dag [í gær],“ sagði hann. ekki einu sinni kunnugt um að til sé stjórnarandstaða í landinu. „En það er alveg ljóst að stjórnarandstaðan hefur mikið fylgi víða,“ segir Ragnar. „Stjórnin segir á hverjum ta á pall- „Þeir eru ur. ar ótmæli í a mánuði, ð í borg- úrskurði. mótmæli halda úti- inn. m að litast . Ekki er rður það Það hafi ndstaðan órnarand- unum. hægt að em stað- ng náms- kosning- ðabirgða- nina ekki a bara út fjórar af u. Íbúar upplýstir staðar sé umum sé ar Ljósmynd/Ragnar Schram Ragnar Schram ásamt konu sinni, Kristbjörgu Gísla- dóttur, og börnunum Friðriki Páli og Hörpu Vilborgu. Reuters Sérsveitarmenn á ferð í miðborg Addis Ababa, höfuðborgar Eþíópíu, í gær en þar ríkir nú mikil spenna. agnar Davíð dinu. david@mbl.is en ég reiknaði með. Samt var ég í fjóra mán- uði eftir það á spítala.“ „Ég er engan veginn búinn að ná mér, þessu fylgja kvalir upp á hvern dag. Hitt kem- ur á móti að maður fékk lífið, sem maður kann mun betur að meta eftir svona atvik. Þegar maður hefur prófað botninn er dagurinn í dag bara fínn. Afleiðingarnar eru ekki endanlega komnar í ljós fyrir mig, þetta er eitthvað sem ég á eftir að burðast með alla ævi. Hnén á mér eru mjög skemmd, svo ég verð ekki lang- hlaupari úr þessu. En það stefndi kannski ekki í það fyrir,“ segir Einar og hlær. Örin eru þó ekki aðeins líkamleg heldur hvílir slys eins og þetta á sálinni. „Ég verð aldrei samur eftir, hvorki á líkama né sál. Ég fer með öðru hugarfari út í umferðina, með- vitaðri um það að ég er ekki ósnertanlegur.“ Hann á konu og tvær dætur, og segir hann að slysið hafi breytt hugarfari sínu til fjölskyld- unnar. „Ég skynja það miklu betur að það er ekkert sjálfsagt við þetta sem ég hafði tekið sem gefnu að væri í kringum mig alla daga.“ Endurhæfingin hörkupúl Það eru fleiri í umhverfinu sem slys sem þetta hefur áhrif á. Einar nefnir bílstjóra fóð- urflutningabílsins sem hann lenti á, enda þótt hann hafi ekki slasast að ráði muni slysið ef- laust fylgja honum alla ævi. Sama gildi eflaust fyrir fólkið sem fyrst kom á slysstað. Eins hafi slysið haft mikil áhrif á fjölskyldu og vini. Endurhæfingin sem Einar þurfti á að halda eftir slysið stóð yfir í um hálft ár, og má segja að hún hafi verið á við fullt starf í erfiðisvinnu. „Þetta var bara átta tíma vinna á dag. Þegar ég kom inn á Grensás var ég bara keyrður inn á börum og komst ekki fram úr rúmi sjálfur. Einföldustu æfingar voru á við hörkupúl í lík- amsræktarstöð. Þá var ég búinn að liggja í tvo mánuði af því ég var svo illa brotinn, og tapaði við það öllu þreki.“ Einar steig úr hjólastólnum í síðasta skipti í apríl, og hefur borið sig um á hækjum síðan. Hann vonast til þess að losna við hækjurnar fyrr en síðar, en lætur hverjum degi nægja sína þjáningu. Mestu skiptir að hafa lifað slys- ið af. að lífi hennar. Hún var marin og lysið en óbrotin. ma og sál mennt velti lítið fyrir sér hættunni því að setjast í bíl og keyra af stað, r að eftir slysið hugsi hann um hverjum degi. „Það hvarflaði bara nni að eitthvað geti gerst. Ég ætl- skreppa í bæinn og vera kominn ádegi. Ég var kominn til baka aftur hádegi, bara tveim mánuðum síðar á fulllest- tningabíl Morgunblaðið/RAX björgu Emmu Ingólfsdóttur og r Millýjar, sem var með honum í Á HVERJU sumri undanfarin níu ár hafa að meðaltali átta einstaklingar látist í um- ferðarslysum á vegum landsins. Á þessum tíma hafa alls 75 látist í 66 banaslysum. Þetta kemur fram í ályktun Umferðarráðs sem samþykkt var á fundi ráðsins í gær, í tilefni þess að nú eru miklar ferðahelgar framundan. Það sem af er árinu hafa 10 látist í um- ferðinni, og segir Óli Þ. Harðarson, for- maður Umferðarráðs, að sú tala sé því miður nærri meðaltalinu, sem undanfarin ár hefur verið um það bil tveir í hverjum mánuði ársins. Á síðasta ári létust 23 í um- ferðinni. Flest banaslys sem verða á þjóðvegum landsins verða þegar bílar fara út af vegi, eða lenda framan á ökutækjum sem koma úr öfugri akstursstefnu. Fyrsta reglan sem fólk á að hafa í huga á þjóðvegunum er að aka eins og það vill að aðrir aki, seg- ir Óli. „Við biðjum menn að hafa það í huga að umferðarreglurnar eru settar fyrir okkur sjálf sem erum á ferðinni en ekki einhverja aðra.“ Álagstími á vegum landsins Umferðarráð fundaði í gær og ræddi m.a. sumarumferðina. Svohljóðandi ályktun var samþykkt á fundinum: „Umferðarráð minnir á að framundan er álagstími á vegum landsins. Reynslan sýnir að flest alvarlegustu umferðarslysin verða á þjóðvegum utan þéttbýlis að sum- arlagi. Mánuðina júní, júlí og ágúst árin 1995 til 2004 létust 75 manns í 66 umferð- arslysum hér á landi, þar af 12 erlendir ferðamenn. Til þess að breyting verði á er, að mati Umferðarráðs, brýnt að allir leggist á eitt til þess að koma í veg fyrir slys. Löggæslu á vegum þarf að efla, vegmerkingar, m.a. við framkvæmdir þarf að bæta, áróður og fræðsla þarf að vera mikil, en fyrst og fremst þarf hver einasti vegfarandi að vera meðvitaður um þá miklu ábyrgð sem fylgir þátttöku í umferðinni. Ökumaður sem fer varlega og eftir settum reglum er ekki einungis að minnka áhættu sína og farþega sinna heldur allra annarra í um- ferðinni. Umferðarráð beinir þeirri eindregnu áskorun til allra landsmanna að þeir skeri upp herör gegn slysum í umferðinni. Eng- inn má þar skorast undan.“ Landsmenn skeri upp herör gegn umferðarslysum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.