Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UNDUR og stórmerki gerast enn, Bylgju- lestin er öll. Í mörg ár var þessi skari tónlist- armanna, skemmtikrafta og útvarpsmanna sem ferðaðist um landið, einn af fáum ljós- geislum íslenskrar dægurmenningar á lands- byggðinni. Bylgju- lestin var líklega það fyrirbæri sem komst næst því að vera farandsirkus, eins og þeir sem finnast í útlöndum og til marks um mikilvægi lest- arinnar innan tón- listargeirans, samdi Sálin hans Jóns míns óð til hennar, „Lestin er að fara“ – og nú er hún farin, fyrir fullt og allt. Guðmundur Arnar Guðmundsson, kynningarstjóri Bylgj- unnar, segir ástæðurnar vera fjárhagslegs eðlis. „Það var bara alltof mikið umstang í kringum þetta og þó að við hefðum glaðir vilj- að halda lestinni áfram, var þetta orðið of erf- itt.“ Guðmundur tekur þó ekki undir að Bylgjan sé af baki dottin. „Í sumar verðum við með dagskrá sem kallast Bylgjan á puttanum þar sem útvarpsmenn munu fylgja eftir hátíðum og öðrum viðburðum á landsbyggðinni og út- varpa svo frá öllum herlegheitunum. Einnig verðum við með það sem við köllum Glugga- póst Bylgjunnar. Viku áður en Bylgjan mætir á svæðið fá heimamenn plakat inn um lúguna með merki Bylgjunnar og nokkurra fyrir- tækja. Þú tekur þátt í leiknum með því að setja plakatið út í glugga og svo munu starfs- menn Bylgjunnar velja nokkur hús sem fá glæsileg verðlaun frá Fosshótelunum, Olís, Nettó og Samkaupum. Bylgjan verður á eftirtöldum stöðum í sum- ar en von er á að fleiri uppákomur bætist í hópinn; Akureyri 2. júlí, Írskum dögum á Akranesi 8. til 10. júlí. Á Dalvík á Fiskideg- inum mikla 6. ágúst og á Dönskum dögum á Stykkishólmi hinn 13. ágúst. Bylgjulestin öll Eyvi Eitís var meðal far- þega í Bylgjulestinni sumarið 2001. Á puttanum í sumar Bandaríski tónlistarmað-urinn Jonathan Richmanverður meðal flytjenda á Innipúkanum, einkar áhuga- verðri tónlistarhátíð sem haldin verður í Reykjavík um versl- unarmannahelgina. Áður hafði verið upplýst að bandaríska tilraunarokksveitin Blonde Redhead muni leika á Innipúk- anum. Innipúkinn er haldinn í fjórða sinn í ár og hefur þessi litla og látlausa „innihátíð“ notið æ vax- andi vinsælda. Fyrsta árið sem Innipúkinn var haldin, um versl- unarmannahelgina 2001, voru það sveitirnar Dr. Gunni og Rúnk, sem slógu upp nettu part- íi fyrir sig og sína í Iðnó. Hátíð- in sló í gegn og sýndi að það væri sannarlega þörf fyrir þess- konar skemmtun í höfuðborg- inni, á meðan þorri þjóðarinnar væri sprangandi um landið vítt og breitt eða á einhverri hinna skipulögðu hefðbundnu útihá- tíða. Síðan þá hefur hátíðin ver- ið haldin árlega, vaxið fiskur um hrygg og náð að mynda sér fastan sess í íslensku tónlistar- og skemmtanalífi. Gert er ráð fyrir að Innipúk- inn í ár standi yfir í tvo daga og að tónleikarnir, þar sem fram koma bæði erlendir og íslenskir listamenn, verði haldnir í Nasa við Austurvöll.    Jonathan Richman hefur fyrirlöngu skapað sér vissan „költ“-sess í tónlistarheiminum, sem bæði sérvitur og óútreikn- anlegur tónlistarmaður, ein- stakur í sinni röð. Næsta barns- legur einfaldleiki og lúmsk kímnigáfa er eitt af höfuð- einkennum Richmans sem hóf feril sinn fyrir rúmum þremur áratugum síðan sem forsprakki hljómsveitarinnar the Modern Lovers. Richman á það til að fara um víðan völl í tónlistar- stílum; hefur flakkað úr New York-skotnu listrokki yfir í pönkað bílskúrsrokk, þaðan í sveitatónlist, grípandi popp og á síðari árum hefur hugur hans leitað æ frekar til latíntónlistar og hann hefur gefið út plötur sem alfarið eru sungnar á spænsku. Kunnastur eru hann þó nú á dögum fyrir að hafa spilað stóra rullu í gamanmynd- inni There’s Something About Mary, þar sem hann dúkkaði reglulega upp með kassagítar sinn, sem nokkurskonar syngj- andi sögumaður myndarinnar.    Richman er fæddur 1951 íBoston en fluttist árið 1969 til New York þar sem hann komst fljótlega í tæri við helstu áhrifavalda sína, Velvet Under- ground, og fékk meira að segja að sofa í tvær vikur á sófanum hjá umboðsmanni sveitarinnar. Það leiddi til samstarfs hans við John Cale sem átti eftir að stjórna upptökum á fyrstu plötu the Modern Lovers sem var samnefnd sveitinni, kom út árið 1973 og er ennþá hátt metin, en þess má geta að Jerry Harrison úr Talking Heads, var þá hljóm- borðsleikari sveitarinnar. Plat- an hefur að geyma nokkur af dáðustu og langlífustu lögum Richmans, eins og „Pablo Pic- asso“ og „Hospital“. Síðar breyttist nafn sveitarinnar í Jonathan Richman & the Mod- ern Lovers og átti árið 1978 stóran smell í Evrópu sem heitir „Egyptian Reggae“ en um þær mundir var Richman jafnan tal- in til hinnar bandarísku ný- rokkssenu sem einnig taldi Blondie, Cars, Talking Heads og síðar Violet Femmes. Eftir það hóf hann sólóferil og hefur gefið út fjölda platna og átt traustu fylgi að fagna allar göt- ur síðan. Verður án efa fengur í komu Richmans og spennandi að sjá hvernig tónlist hans fellur að því sem aðrir Innipúkar, erlend- ir sem innlendir, mun hafa fram að færa. Innipúkinn Jonathan Richman ’Gert er ráð fyrir aðInnipúkinn í ár standi yfir í tvo daga og að tónleikarnir, þar sem fram koma bæði er- lendir og íslenskir listamenn, verði haldnir í Nasa við Austurvöll.‘ AF LISTUM Skarphéðinn Guðmundsson Jonathan Richman á sér traustan hóp aðdáenda um heim allan. skarpi@mbl.is Inside Deep Throat kl. 7 - 9 og 11 b.i. 16 A Lot Like Love kl. 5.45 - 8 og 10.15 Voksne Mennesker kl. 5.45 - 8 og 10.15 Crash kl. 5.45 - 8 og 10.15 b.i. 16 The Hitchhiker´s Guide to the Galaxy kl. 5.40 - 8 og 10.20 RÓMANTÍK GETUR EYÐILAGT GÓÐA VINÁTTU aston kutcher amanda peet Ó.H DV H.L MBL Ó.H.T RÁS 2 Halldóra - Blaðið Í hraða lífsins kemur að því að við rekumst á hvert annað ROGER EBERT ROLLING STONE S.K. DV.  Capone XFM Kvikmynd eftir Óskarsverðlaunahafann, Paul Haggis (“Million Dollar Baby”). Sláandi og ögrandi mynd sem hefur fengið einvala dóma. Myndin var tekin á 6 dögum fyrir 25.000 dali. Ríkisstjórnin vildi ekki að þú sæir myndina. Hún var bönnuð í 23 ríkjum. Myndin halaði inn 600 milljónir dala á heimsvísu. Hún er arðsamasta mynd kvikmyndasögunnar. Stranglega bönnuð innan 16 ára. Heimildarmynd frá Óskarsverðlaunahafanum Brian Grazer
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.