Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hrúturinn finnur sig knúinn til þess að verja afstöðu sína í máli sem tengist heim- ili eða fjölskyldumeðlimi. Kannski fór ein- hver yfir strikið. Best væri að segja sem minnst. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nautið finnur sig knúið til þess að stilla til friðar. Kannski fær það tækifæri til þess að jafna ágreining við einhvern í fjöl- skyldunni. Bíddu með það fram að helgi. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Tvíburinn finnur hjá sé hvöt til þess að spreða peningum um þessar mundir. Það er eitthvað sem hann hefur hug á að kaupa. Til allrar óhamingju er einhver andsnúinn því. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Einhver gagnrýnir krabbann hugsanlega fyrir rausnarskap við fjölskyldumeðlimi. Ekki örvænta, gildismat fólks er mismun- andi. Vertu þú sjálf/ur og haltu áfram að brosa. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ljónið er stórhuga í dag. Áætlanir þess gætu falið í sér afnot af eigum annarra. Vertu viss um að þú hafir leyfi viðkom- andi eða stuðning áður en haldið er af stað. Annars gæti farið illa. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Vinátta við ríkt fólk getur verið dýrkeypt. Það er kannski mótsagnakennt en satt. Ekki eyða peningum bara til þess að ganga í augun á einhverjum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vogin vill vera stór í sniðum í einhverju verkefni. Það gæti þýtt að hún þurfi að sannfæra einhvern um að spila með. Það verður líklega ekki jafn létt og hún held- ur. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Málefni sem tengjast útgáfu, ferðalögum, útlöndum, fjölmiðlum og menntun ganga vel í dag. Ekki rífast um skipti á einhverju þar að lútandi. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Gjafir sem bogmanninum berast vekja hugsanlega afbrýðisemi með einhverjum. Ekki er víst að makar og ástvinir gleðjist af heilum hug með honum. Gruna þeir einhvern um græsku? Steingeit (22. des. - 19. janúar) Góðvild eða greiði yfirmanns veldur inn- byrðis deilum á vinnustað. Kannski verð- ur einhver afbrýðisamur. Farðu pent í hlutina til þess að halda friðinn. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Svo virðist sem vatnsberinn fái tækifæri til þess að auka tekjur sínar eða bæta að- stæður á vinnustað. Ekki taka óþarfa áhættu í fjárfestingum samt sem áður. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Löngun fisksins til þess að skemmta sér og stunda gleðskap veldur hugsanlega spennu á heimilinu. Það er í lagi að lyfta sér upp, en ekki gleyma að hlúa að heim- ilisfólkinu. Stjörnuspá Frances Drake Tvíburar Afmælisbarn dagsins: Þú ert djörf/djarfur að eðlisfari og líf þitt oft sveiflukennt þar sem þú hikar ekki við að taka áhættu. Þú ert mjög hæf/ur á því sviði sem þú kýst að vinna á hverju sinni. Afmælisbarn dagsins hefur djúpar og flóknar hliðar sem ekki er víst að allir átti sig á. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 illmenni, 4 kúst- ur, 7 stafagerð, 8 vind- urinn, 9 fjör, 11 friður, 13 skjóta, 14 hefja, 15 málm- ur, 17 muna óljóst eftir, 20 hress, 22 pretti, 23 óvætt- ur, 24 galdurs, 25 þjónar fyrir altari. Lóðrétt | 1 rúmin, 2 sjald- gæf, 3 lélegt, 4 skarn, 5 sekkir, 6 aflaga, 10 hóla- tröll, 12 vond, 13 spor, 15 skurðar, 16 hugrekki, 18 spilið, 19 sálir, 20 gufu, 21 dægur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 skáldlegt, 8 sýpur, 9 nefið, 10 inn, 11 unnur, 13 armar, 15 hængs, 18 kraft, 21 ýsa, 22 látin, 23 plaga, 24 sinnulaus. Lóðrétt | 2 kápan, 3 lúrir, 4 linna, 5 gæfum, 6 æsku, 7 iður, 12 ugg, 14 rýr, 15 hali, 16 nýtni, 17 sýnin, 18 kapal, 19 at- aðu, 20 traf. Tónlist Alþjóðahúsið | Hafnarfjarðarbær og Al- þjóðahús efna til söngvakeppni á léttum nótum 10. júní kl. 20 í Hafnarfjarðarleik- húsinu. Hún er liður í Björtum dögum, lista– og menningarhátíð Hafnarfjarðar og nefnist CANTARE – Söngvakeppni hinna mörgu tungumála. Þar syngja keppendur á ýmsum tungumálum. Aðgangur 500 kr. Egilsbúð | RNB-hljómsveitin VAX spilar milli kl. 00–03. Gallerí Humar eða frægð! | Hljómsveitin Skátar ásamt bandaríska tvíeykinu The Foghorns. The Foghorns er skipað rit- stjórum Grapevine og Grapevine.is, þeim Bart Cameron (gítar & söngur) og Paul David Nikolov (þvottabali og banjó). Tón- leikarnir hefjast kl. 17:00. Skjólbrekka | Kórtónleikar þátttökukóra kórastefnu í Skjólbrekku, Mývatnssveit kl. 20:30. Flytjendur: Árnesingakórinn í Reykjavík undir stjórn Gunnars Ben, Kór Dalvíkurkirkju undir stjórn Hlínar Torfa- dóttur og Noorus-kórinn frá Tallinn, Eist- landi undir stjórn Raul Talmar. Þjóðminjasafn Íslands | Strengjakvartett- inn Loki verður með hádegistónleika kl. 12:00. Tónleikarnir standa í um hálfa klukkustund og geta gestir keypt sér veit- ingar í veitingastofu safnsins meðan á tón- leikunum stendur. Aðgangur ókeypis. Myndlist 101 gallery | Ólafur Elíasson til 1. júlí. Café Karólína | Hugleikur Dagsson – „I see a dark sail“. Energia | Sigurður Pétur Högnason. Feng Shui Húsið | Diddi Allah sýnir olíu– og akrýlverk. Opið kl. 10–18 virka daga, kl. 12– 18 um helgar. Gallerí 100° | Dieter Roth til 21. ágúst. Gallerí I8 | Lawrence Weiner til 6. júlí. Gallerí Sævars Karls | Kristín Blöndal sýn- ir málverk. Gerðuberg | Sýningin Stefnumót við safn- ara II er opin virka daga frá kl. 11–17. Lokað um helgar í sumar. Kaffikönnur, bangsar, gosdrykkjamiðar, dúkkulísur, munkar, lista- verk úr brotajárni og herðatrjám og margt fleira skrýtið og skemmtilegt. Sjá www.gerduberg.is. Götur Reykjavíkur | Margrét H. Blöndal til 1. ágúst. Hafnarbakkinn í Reykjavík | Kristinn Benediktsson. Fiskisagan flýgur, ljós- myndasýning til 31. ágúst. Hafnarborg | Wilhelm Sasnal, Bojan Sarce- vic, Elke Krystufek, On Kawara til 21 ágúst. Hallgrímskirkja | Sumarsýning Listvina- félags Hallgrímskirkju. Guðbjörg Lind Jónsdóttir sýnir myndverk í forkirkju og kór Hallgrímskirkju. Sýningin stendur til 14. ágúst. Hallgrímskirkja | Þórólfur Antonsson og Hrönn Vilhelmsóttir sýna ljósmyndir í Hall- grímskirkjuturni. Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi | Auð- ur Vésteinsdóttir. Hrafnista Hafnarfirði | Rúna (Sigrún Guð- jónsdóttir) sýnir í Menningarsalnum á fyrstu hæð. Kaupfélag listamanna | KFL-group er með hressandi myndlist í Gamla Kaupfélaginu í Hafnarfirði að Strandgötu 28, 2. hæð. Myndlist 27 listamanna leikur um alla hæð- ina, í herbergjum, í sal, á klósettum og dregur sig einnig út úr húsinu. Sýningin stendur til 23. júní og er opið alla daga frá 14–18. Aðgangur er ókeypis. Kling og Bang gallerí | John Bock til 26. júní. Leonard | Mæja sýnir út júnímánuð. Sjá nánar á www.maeja.is. Listasafn ASÍ | Ólafur Árni Ólafsson, Libia Pérez de Siles de Castro til 3. júlí. Listasafn Einars Jónssonar | Opið er alla daga nema mánudaga frá kl. 14-17. Listasafnið á Akureyri | Matthew Barney, Gabríela Friðriksdóttir til 26. júní. Listasafn Íslands | Dieter Roth til 21. ágúst. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Gabríel Kuri, Jennifer Allora og Guilliermo Calza- dilla, Brian Jungen, Hekla Dögg Jónsdóttir, John Latham, Kristján Guðmundsson til 21. ágúst. Listasafn Reykjanesbæjar | 365 skúlptúr- ar eftir Martin Smida. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Dieter Roth, Peter Fischli, David Weiss, Haraldur Jónsson, Urs Fischert til 21. ágúst. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sum- arsýning – Aðföng, gjafir og lykilverk eftir Sigurjón Ólafsson. Safnið er opið milli klukkan 14 og 17. Norræna húsið | Norski málarinn Örnulf Opdahl. Norska húsið í Stykkishólmi | Ástþór Jó- hannsson. Nýlistasafnið | Thomas Hirschhorn til 24. júlí. Safn | Carsten Höller til 10. júlí. Saltfisksetur Íslands | Kristinn Benedikts- son ljósmyndari með ljósmyndasýningu. Skaftfell | Anna Líndal til 26. júní. Slunkaríki | Elín Hansdóttir, Hreinn Frið- finnsson til 26. júní. Smekkleysa Plötubúð – Humar eða frægð | Ólöf Nordal og Kelly Parr. Sýningin heitir Coming Soon og er fyrsta úrvinnsla í sam- vinnu þeirra. Sýningin stendur til 15. júní. Vatnstankarnir við Háteigsveg | Finnbogi Pétursson. Sjá nánar www.or.is. Við Fjöruborðið | Inga Hlöðvers. Ný og eldri verk. Vinnustofa Aðalheiðar Valgeirsdóttur | Aðalheiður Valgeirsdóttir er með mál- verkasýningu á vinnustofu sinni, Grett- isgötu 3, opið fim.–sun. kl. 14–18 til 12. júní. Þjóðminjasafn Íslands | Mynd á þili í Boga- sal. Sýningin er afrakstur rannsókna Þóru Kristjánsdóttur á listgripum Þjóðminja- safnsins en munirnir eru frá 16., 17. og 18. öld. Sýningin er liður í Listahátíð í Reykja- vík 2005. Bækur Þjóðmenningarhúsið | Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, opnar sýn- inguna Norrænt bókband 2005 kl. 17 í bókasal Þjóðmenningarhússins. Á sýning- unni er 81 verk eftir jafnmarga bókbindara frá Norðurlöndunum. Fjórðungur verkanna hefur hlotið heiðursútnefningu m.t.t. tækni, efnisvals og hönnunar. Listasýning Árbæjarsafn | Samsýning á bútasaumi, Röndótt – Köflótt, í Kornhúsinu. Opið í sumar frá kl. 10–17. Söfn Bókasafn Kópavogs | Sýning á ljós- myndum úr fórum Kópavogsbúa af börn- um í bænum í tilefni af 50 ára afmæli Kópavogsbæjar í samstarfi Bókasafns og Héraðsskjalasafns Kópavogs. Fransmenn á Íslandi | Safnið Fransmenn á Íslandi á Fáskrúðsfirði opnaði 1. júní. Þar er rakin a fjölbreyttan hátt saga franskra sjó- manna á Íslandsmiðum. Á kaffihúsinu sem rekið er samhliða safninu er ljósmyndasýn- ingin Fáskrúðsfjörður fangaður stafrænt. Opið alla daga kl 10–17. www.fransmenn- .net. Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Hljóð- leiðsögn um húsið, margmiðlunarsýning og skemmtilegar gönguleiðir í nágrenninu. Jagúarinn í hlaðinu. Opið alla daga í sumar frá kl. 9–17. Ráðhús Þorlákshafnar | Á sýningu í Ráð- húsi Ölfuss gefur að líta margar tegundir uppstoppaðra fiska, bæði vel þekktar teg- undir og furðufiska. Þjóðmenningarhúsið | Sýningar í Þjóð- menningarhúsinu eru opnar alla daga frá kl. 11 til 17. Helstu sýningar eru: Handritin, Fyrirheitna landið og Þjóðminjasafnið – svona var það. Á veitingastofunni Matur og menning er gott að slaka á og njóta veit- inganna og útsýnisins yfir Arnarhólinn og höfnina. Dans Kramhúsið | Helgina 10.–12. júní verður helgarnámskeið í hinum sívinsæla Argent- íska tangódansi í Kramhúsinu við Berg- staðarstræti. Gestakennarar frá Buenos Aires, Cecilia Pugin og Mariano Galeano. Í helgarlok verður Milonga-kvöld á Iðnó. Tangósveit Lýðveldisins leikur fyrir dansi og Cecilia og Mariano sýna dans. Mannfagnaður Borgfirðingahátíð | Borgfirðingahátíð verður haldin 10.-12. júní, og er það í sjötta sinn sem Borgfirðingar bregða á leik með fjölbreyttri fjölskyldudagskrá. Hátíð- arhöldin hefjast á föstudag og standa fram á sunnudagskvöld. Meðal viðburða má nefna miðnætursund í Hreppslaug á föstu- dagskvöld, útihátíð við Hyrnutorg á laug- ardag, frían morgunverð í Skallagrímsgarði á sunnudagsmorgun og leiki og létt grín á nýjum ferðaþjónustustað í Fossatúni. Skemmtanir Ari í Ögri | Geiri Sæm og Tryggvi Hubner í kvöld. Borgfirðingahátíð | Skagfirskir tónar fylla Borgarfjörðinn á föstudagskvöld þegar Álftagerðisbræður þenja raddböndin á Baðstofukvöldi í hlöðunni á Indriðastöðum í Skorradal. Cafe Catalina | Garðar Garðars spilar í kvöld. Café Victor | DJ Jón Gestur a.k.a. Nonni 900 spilar í kvöld. Celtic Cross | Spilafíklarnir leika í kjall- aranum en á efri hæðinni leikur hljóm- sveitin 2 á milli strengja. Klúbburinn við Gullinbrú | Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar. Kringlukráin | Geirmundur Valtýsson og hljómsveit skemmta gestum í kvöld. Skemmtunin hefst kl. 23. VÉLSMIÐJAN Akureyri | Kiddi Grétar og Sigga Beinteins í kvöld. Húsið opnað kl 22. Fyrirlestrar Raunvísindadeild Háskóla Íslands | Mánu- daginn 13. júní kl. 13 í Tæknigarði, Dunhaga 5, mun Egill Skúlason verja ritgerðina: „Kennilegar rannsóknir á rafefnafræðileg- um ferlum – Myndun ammoníaks og vetn- is“. Í þessari ritgerð er sá möguleiki kann- aður hvort hægt sé að nota rafefnafræði til að mynda ammoníak við herbergishita og -þrýsting. Útivist Súgfirðingar – Heiðmörk | Súgfirðingar – hittumst í Heiðmörk laugardaginn 11. júní kl. 13. Við ætlum að grisja svolítið, þiggja veitingar og eiga góða stund saman í reitn- um okkar. Hittumst hress með áhöld. Súg- firðingafélagið í Reykjavík. Staður og stund http://www.mbl.is/sos Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is  Í TENGSLUM við menningarhátíð Sel- tjarnarnesbæjar, 10. til 12. júní, býður Bón- us Seltirningum og öðrum landsmönnum upp á myndlistarsýningu á vinnustofu Tolla að Austurströnd 5 frá kl. 17 til 20 í dag. Sýningin verður formlega opnuð í dag kl. 17 og mun hljómsveitin Papar spila og sérstakir gestir verða Einar Már Guð- mundsson rithöfundur og Bubbi Morthens sem mun taka lagið með Pöpunum. Þess má geta að Bubbi var valinn bæjar- listamaður Seltjarnarness árið 2002. Sýningin á vinnustofu Tolla stendur frá kl. 14 til 18 bæði laugardag og sunnudag. Sýning á vinnustofu Tolla Vafasöm slemma. Norður ♠8762 ♥103 ♦G96 ♣KD54 Vestur Austur ♠DG94 ♠103 ♥8765 ♥42 ♦ÁKD10 ♦87543 ♣7 ♣G962 Suður ♠ÁK5 ♥ÁKDG9 ♦2 ♣Á1083 Vestur er gjafari og opnar á einum tígli. Sú sögn gengur til suðurs, sem doblar fyrst til úttektar, en linnir síðan ekki látum fyrr en í sex hjörtum. Sem er í meira lagi vafasöm slemma, en þó ekki alveg vonlaus. Vestur kemur út með tíguldrottn- ingu og prófar næst ásinn, sem suður trompar. Sagnhafi tekur fjórum sinn- um tromp og austur hendir tveimur tíglum. Hvernig á nú að ná í tólfta slag- inn? Strax frá upphafi var eini vinnings- möguleikinn sá að þvinga vestur með hæsta tígul og lengdina í spaða, en lík- urnar á þeirri legu dvína þegar vestur fylgir fjórum sinnum lit í trompi. En ef sagnhafi ákveður að berjast til þrautar, gefur hann sér þá forsendu að vestur eigi fjórlit í spaða og þá skiptinguna 4441 eða 4432. Með hliðsjón af því er best að spila næst laufi á kóng og svína svo lauf- atíunni til baka! Þegar það heppnast, tekur sagnhafi laufaás og spilar laufi á drottningu, en við það þvingast vestur með tígulkóng og spaðavaldið. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.